Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 2
2. FR AMSÓKN ARBL AÐIÐ — Hagalagðar. — Fyrir rúmu ári hvatti Gunnar Thóroddsen, fyrrv. fjármálaráð- herra, landa sína til að fara í ær- legt sumarfrí og nota þannig tekju afgang vegna skattalækkana, sem hann hefði gengizt fyrir. Reynslan varð sú, að skattheimtan hefur aldrei verið ofboðslegri en á s. 1. ári og í stað orlofsferðar fengu menn kvittanir frá skattheimtunni í stað vinnulauna og þó sátu margir vegna skattpíningarinnar með skuldabagga á bakinu um áramót. Nú hefur sjálfur fjármálaráðherra „viðreisnarstjórnarinnar“ fengið frí frá störfum og reisupassa til Kaup- mannahafnar. Mikill glundroði ríkir nú á vinnu markaðinum. Verkafólk á Norður- landi, sem hafði mjög slæma samn- ingsaðstöðu hefur sætt sig við lág- markshækkanir á sínum kjörum, og félög Austanlands auglýsa taxta, sem eru nokkru hærri. í Reykjavík og á Suður- og Vesturlandi er allt ósamið og vofa verkföll yfir þá og þegar. Samtök atvinnurekenda setja hnefann í borðið og segja, að fram- leiðslan þoli enga hækkun á kaupi. Samt er það á allra vitorði, að vinnuaflið er boðið upp, og keypt á langtum hærra verði en sem svarar kröfum verkalýðsfélaganna við samningaborðið. Verðbólgubraskar- ar og fjármálaspekulantar, sem njóta aðstöðu hjá bankavaldi og ríkisstjórn maka krókinn og draga til sín bezta verkafólkið með yfir- borgunum. Blaðið Brautin hefur réttilega minnt á, að umferðarmerki eru víða brotin niður og sum með öllu horfin af staðnum. Getur slíkt hæg- lega valdið stórslysi í umferðinni. Væri vel, að bæjarbúar aðstoðuðu lögregluna við að hafa upp á þeim skemmdarverkamönnum, sem að næturþeli laumast að umferðar merkjunum og brjóta þau niður. Að öðru leyti verður bæjarfélagið að sjá um að halda merkjunum við, að láta þau vanta á sinn stað vikum og mánuðum saman er ó- hæfa, sem býður hættu heim. Sigfús Johnsen ritstjóri Fylkis ritaði í vor langa grein um vatns- málið þar sem hann benti m. a. fólki á að nýta betur rigningarvatn ið. Hinsvegar hefur hvergi verið á það minnst opinberlega, að við sam býlishúsið og sjúkrahúsbygginguna virðist ekki vera hugsað fyrir vatns geymslum. Á útmánuðum 1964 snéru tveir bæjarfulltrúar, þeir Guðlaugur Gíslason og Magnús H. Magnússon, bökum saman og boðuðu til borgara fundar um sjónvarpsmál. Var hug- sjón þeirra að innleiða hermanna- sjónvarpið frá Keflavíkurflugvelli hér í Eyjar. Af framkvæmdum hef- ur ekkert orðið, en nokkurt orða- skak varð um málið í málgögnum fundarboðenda. T. d. skýrði Guð- laugur frá því í blaðagrein fyrir jólin, að hann hefði orðið að borga auglýsingu vegna borgarafundarins. Sem betur fer eru nú horfur á, að sjónvarpsmál þjóðarinnar verði leyst á happadrýgri hátt en her- mannasjónvarpið er íslenzku þjóð- inni. Vandrœða skáldskapur. Framhald af 1. síðu. arstjórn og Framsóknarblaðinu bar þann árangur, að síðari árin hefur Jóhann Friðfinnsson gegnt störfum bæjarstjóra í fjarveru Guðlaugs Gíslasonar. Er sennilegt að síma- bæjarstjóraaðferðin verði ekki tek- in upp aftur. Þá er viðeigandi að koma aftur að upphafi þessarar greinar, þar sem minnzt er á safn lifandi fiska. Þegar fyrir lá um s. 1. áramót að taka ákvörðun um fjárútlát úr bæj- arsjóði til þeirrar framkvæmdar, fékk ég upplýsingar frá sýningu skátanna í Hafnarfirði, sem voru m. a. þess efnis, að illa hefði gengið að halda fiskunum þar lifandi og að áhugi væri þegar vaknaður fyr- ir að koma upp varanlegu safni lif- andi sjávardýra í Reykjavík og víð- ar við Faxaflóa. Frá þessu skýrði ég síðar á bæjarstjórnarfundi, þeg- ar fjárhagsáætlun bæjarins var til umræðu, svo bæjarfulltrúar mættu vita, að ef úr slíkum framkvæmdum yrði í Reykjavík eða nágrenni þá, mundi verða erfitt fyrir okkur að keppa um aðsókn. Auðvitað er að- sókn að safni lifandi fiska höfuð- forsenda, því annars hefur það lítið gildi. Þá fannst mér ennfremur, að margt annað kallaði meira að á framkvæmdasviðinu en uppbygging lifandi fiskasafns og er vatnsmálið þar að sjálfsögðu efst á baugi, þó margt annað blasi við. Þess vegna bar ég fram tillögu þess efnis, að framkvæmdum við lifandi fiskasafn yrði frestað. Sú tillaga var felld með atkvæðum meirihlutans í bæjar- stjórn. Þeir höfðu aðra skoðun á þessum hlutum og þeirra er vald- ið og mátturinn til að koma málun- um í höfn. Nú eru horfur á, að á þessu ári verða meira fé varið úr bæjarsjóði til lifandi fiska en til vatnsöflunar fyrir Vestmannaeyjar. Það er bæjarbúa að dæma um, hvort er þárfara og meira aðkall- andi. Hafið vex þvoftaefnin óvollf við höndina. vex leysir vandann við uppþvottinn hrcingerninguna og fínþvottinn. vex fer vel með hcndurnar og ilmar þægilega. vex þvottaefnin eru bezta húshjólpin. vex fæst í næstu verzlun. Laus staða. Staða yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyj- um er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 10. júlí nj k. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 22. júní 1965. Fr. Þorsteinsson. S. K.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.