Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 4
4. FR AMSÓKN ARBLAÐIÐ Frá skólunum: Gagnfræðaskólinn var settur 2. október af Eyjólfi Pálssyni, skólastjóra. Nemendur í skólanum eru 277 í 11 bekkjar- deildum. 20 eru í landsprófsdeild og 34 í 4. bekk. Fastir kennarar eru 11 auk skólastjóra, en auk þess margir stundakennarar. Að þessu sinni verður kennsla í sjóvinnu tekin upp í þriðju og fjórðu bekkjum verknáms og auk þess siglingafræði og flatar- og rúmmálsfræði í 4. bekk og eru þessar greinar að sjálfsögðu kennd- ar piltunum. Þá er þýzka kennd í 4. bekk bóknáms og kemur þar fram, að nokkuð aukið svigrúm fæst nú til kennslu í fjórða bekk vegna lengingar námstímans. Barnaskólinn. Nemendur eru 640 í 27 bekkjar- deildum. Nemendur cru aðeins færri en s. 1. ár, eða 10, og stafar það af flutningi úr bænum. Kenn- arar eru 16 með skólastjóra , þar af 4 án kennararéttinda. Mikið hef- ur ræzt úr kennaraskortinum, þó nokkuð vanti á að kennaralið sé fullskipað. Þó fá börnin fleiri kennslustundir mí en s. 1. vetur. Tónlistarskólinn. Nemendur eru 45. Skólastjóri er Martin Hunger, en ásamt honum kenna Oddgeir Kristjánsson og Gísli Bryngeirsson. Nemendur skipt ast þannig: Píanó 31, kennari Mart- in Hunger, blokkflauta 1, kennari Martin Hunger, gítar 12, kennari Oddgeir Kristjánsson og klarinett 1 kennari Gísli Bryngeirsson. Leiklistarskóli: Leikfélag Vestmannaeyja rekur 2ja mánaða leiklistarskóla og hófst hann í októberbyrjun. Kennari er Eiríkur Eiríksson. í unglingaflokki og eldri eru 12—14 nemendur, og er þeim kennt í tveimur flokkum. í barnaflokki 11—12 ára eru um 20. Einnig mun Eiríkur kenna eitthvað á vegum Gagnfræðaskólans, og m. a. aðstoða við undirbúning undir árshátíð skólans, sem er 1. des. Stýrimannaskólinn: Hann var settur 2. október. Skól- inn er í tveim deildum. í fyrsta bekk eru 10 nemendur , en í 2. bekk 9 nemendur. Skólastjóri, Ár- mann Eyjólfsson er aðalkennari og kennari í fyrsta bekk er Steingrím- ur Arnar. 1. bekkur stendur til jan- úarloka. Auk fyrrnefndra fastakenn ara, eru nokkrir stundakennarar eða 10 samtals. Barnaskóli Aðventista. Skólinn var settur 1. september. Kennsla fer fram í 4 bekkjum, tveimur fyrir börn á skólaskyldu- aldri, og svo eru tveir bekkir fyrir lestrarnám, — stöfunardeild. Reynir Guðsteinsson, skólastjóri, er eini fasti kennarinn, en auk þess eru 3 stundakennarar. Iðnskólinn var settur 1. október. Hann mun til að byrja með starfa í Barna- skólahúsinu. í 3. bekk eru 28 nemendur og í 4. bekk 25 nemendur. 1. og 2. bekk ur byrja ekki nám fyrr en í janúar. í þá bekki hafá innritazt 24 nem- urendur og má búast við að fleiri láti skrá sig síðar. Sennilegt er að nemendafjöldinn að þessu sinni verði yfir 80. Skólastjóri er Lýður Brynjólfsson, en auk hans kenna við skólann fimm kennarar. Landakirkja. Messað n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Séra Jóhann Hlíðar prédikar. Andlát og jarðarfarir. Jarðarför Önnu Dóru Gunnlaugs- dóttur, Kirkjuvegi 65, fór fram frá Landakirkju þ. 6. þ. m. Laugard. 9. þ. m. lézt í Reykja- vík Kristleifur Magnússon, Illuga- götu 14. S. 1. mánudag lézt hér á sjúkrahúsinu Eiríkur Guðmundsson vistmaður á Elliheimilinu. Bátur ferst. S. 1. mánudag sökk m. b. Ágústa á síldarmiðunum fyrir Austurlandi. Mannbjörg varð. Eigandi og skip- stjóri á bátnum var Guðjón Ólafs- son, Hólagötu 29. Villtust í þokunni. Þrír menn fóru héðan úr höfn- inni um fjögur leytið s. 1. sunnu- dag á tveggja tonna trillu. Mikil þoka var á og lentu þeir í villum. Komu þeir fram á Eyrarbakka á mánudagsmorgun illa hraktir og blautir. Leit mikil var hafin um nóttina, sem margir bátar tókú þátt í. BIFREIÐAEIGENDUR, VESTMANNAEYJUM! Munið bílaliappdrætti Styrktar- félags vangefinna. Þér eigið for- kaupsrétt á bifreiðanúmerum yðar til októberloka. Vinsamlegast kaupið miða yðar sem fyrst. Umboðsmaður í Vestmannaeyjum: ÁKI HARALDSSON Bílaeigendtir Takið eftir! Við höfum aftur fengið bíla- svampa með bóni, ennfrem- ur smurolíu-síur í allflestar tegundir bifreiða. Rúðuþurrkur og arma, platín- ur og kveikjusett, aurhlífar (fram og aftur). Prestolite-kerti í allar bílateg. Champion-kerti í flestar bíla- tegundir. Háspennukefli „Delko“, „Re- mi“ og „Prestolite". Kveikjuþráðasett 4, 6, 8 syl- endra. Vatnslásar, perur og öryggi. Kveikjulok á Volkswagen, Ford og fleiri teg. Ljósarofar, ýmsar gerðir. Ljósasamlokur, litlar og stórar Höfum umboð fyrir Singer, Commer, Hillman og Willys SMURSTÖÐ SKELJUNGS Sími 2132. NÝKOMIÐ: Parkett flísar og lím. Guðm. Böðvarsson & Co. h. f. Hásteinsv. 23. — Sími 2061. Til sölu! Ilúseign við Strandveg. íbúðin er 4 herbergi og 2 eldhús. íbúð 2 lierbergi og eldhús við Bakkastíg. íbúð 3 herbergi og eldhús á efri hæð við Hásteinsveg. íbúð 4 herbergi og eldhús, ný og glæsileg með teppum, við Hilmis- götu. íbúð, 9 herbergi og cldhús við Heimagötu. Stór og vönduð íbúð við Boða- slóð, með teppum. Bílskúr. Margt fleira er til sölu. Bátar, bif- reiðar o. fl. Fasteign er örugg fjárfesting. Einbýlishús nýtt og vandað við Bessastíg. íbúð, 4 herbergi og eldhús við Landagötu. íbúð, 2 herbergi og eldhús við Fífilgötu. JÓN HJALTASON hrl Skrifstofa: Drífanda við Báru- götu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f. h. — Sími 1847. Prófilþiljur á veggi. Lerki, Tekk, Eik. Guðm. Böðvarsson & Co. h. f. Hásteinsv. 23. — Sími 2061. Til sölu! er lítið notuð ADDO-X samlagningarvél. - Hag kvæmir greiðsluskilmál- ar. - Upplýsingar í síma 2112. Gólfflísar og lim o. m. fl. Guðm. Böðvarsson & Co. h. f. Hásteinsv. 23. — Sími 2061. BÍLAEIGENDUR TAKIÐ EFTIR! Þvoum, bónum og hreinsum bíla. SMURSTÖD SKELJUNGS Sími 2132. BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmannabraut 31, Kaupangi. Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heima 2178. Prófill á útihurðir. Mahogny, Afrimosea. Guðm. Böðvarsson & Co. h. f. Hásteinsv. 23. — Simi 2061. Framsóknar- blaðið Ritnefnd: Sigurgeir Kristjánsson, Jóhann Björnsson, áb. Afgreiðslu annast: Sveinn Guðmundsson. Gjaldkeri: Hermann Einarsson.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.