Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 1
MALGAGN FRAMSOKNAR- OG SAMVINNUMANNA I VESTMANNAEYJUM UTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA 28. árgangur. Vestmannaeyjum 27. október 1965 t'<*tT<'l<i>»Mti.»%^—IIWWU WM 16. tölublað ^<*Ui<f1WHM><<<u«.illt%»«%«l< Vatnsmálið Laugardaginn 23. þ. m. var hald- inn aukafundur í bæjarstjórn Vest- mannaeyja. Fundurinn var haldinn á skrifstofu bæjarstjóra. Fyrir fundinum lá, aS ræða um fyrirhugaða vatnsveitu frá landi, en eins og kunnugt er var verkið boðið út s. 1. sumar. Þann 15. október voru tilboðin opnuð í skrifstofu Innkaupastofnun ar ríkisins, Reykjavík. Alls bárust 20 tilboð. Þórhallur Jónsson verkfræðingur mætti á fundinum og skýrði málið með hliðsjón af þeim tilboðum sem fyrir lágu. Lagði hann fram grein- argerð í þrem liðum, sem við birt- um hér á eftir. Útboð í leiðslu milli lands og eyja. Boðið var út tvöföld 6” leiðsla, röralengd samtals 27.100 m, úr H. D. poluetylen, ásamt tengingum og fitt ings. Tilboð voru opnuð 15. októ- ber. Alls bárust yfir 20 tilboð, en þar af voru aðeins 9 úr nothæfu efni og er þó ekki fullkannað hvort nægilega gott efni er boðið í öllum tilfellum. Tilboðin voru byggð upp á ýmsa vegu og vantar enn ýmsar upplýsingar til þess að hægt sé að gera endanlegan samanburð. Þar sem sumir bjóðendur hyggjast fram leiða rörin í Vestmannaeyjum, er samanburður gerður á verðum með tollum og söluskatti. Með því lagi liggur verð á leiðsluefni milli 8 og 10,6 milljónum. Tvö fyrirtæki buðu leiðsluefni með járnkeðjum til þynginga. Til- boð þeirra reiknuð á sama hátt nema 24,5 millj. Eitt fyrirtæki, Simplex í Banda- ríkjunum bauð tvöfalda 4” leiðslu, járnvarða líkt og kapal. Gerðu þeir ráð fyrir að dæla vatninu gegnum þær með háum þrýstingi, þannig að sama vatnsmagn fengist. Tilboðs verð þeirra í efni reiknað á sama hátt og áður, verður 61,7 millj. í vinnu Við lögn plastleiðslanna barst aðeins eitt tilboð, frá Pors- grund Metalverk í Noregi. í til- boði þeirra var innifalið efni til þyngingar, svo og ábyrgð á vinnu, og einnig efni væri það keypt frá þeim, í 2 ár. Tilboðið nam 22.300.640,00 og er allur kostnaður og gjöld innifalið. Simplex bauð einnig að leggja sín rör. Kostnaður við það, að við- bættri dælustöð og liðum, sem þeir undanskilja, um 24.6 millj. Miðað við lægsta efnisverð og til- boð P. M. kostar leiðslan þá um ■30,3 millj. kr. ÚLboð á asbeströrum. Boðnir voru út 22000 m af 10” asbeströrum gerðum fyrir 10 kg/ cm: ásamt tengingum. Tilboð voru opnuð 15. september. Alls bárust 11 tilboð og námu tilboðsupphæðir frá 3,3 millj. til 5 millj. Lægsta til- boð kom frá Elding Trading Comp- any ,sem bauð pólsk rör. Þar sem pólsk rör hafa ekki áður verið flutt til landsins, var óskað eftir sýnis- hornum af rörum og tengingum. Verið er nú að reyna sýnishornin hjá Atvinnudeild Háskólans, einn- ig mun verða útveguð skýrsla frá tilraunastöð danska rílcisins um rör frá sömu verksmiðju. Ef rör þessi standast allar kröfur, má telja eðli legt að kaupa þau. Verð röranna verður: Cif. verð í Þorlákshöfn 3.300.000,— Tollur, 35% 1.150.000,— Söluskattur, 8,25% 370.000,— Uppsk. og flutningsk. að Markarfljóti 650.000,— Samtals kr. 5.470.000,00 Verð pr. m á leiðslustað verður þá kr. 250,—. Kostnaðaráætlun fyrir vatnsöflun frá landi. Áætlun þessi er endurskoðun fyrri áætlana með tilliti til tilboða, sem hafa nú borizt í neðansjávar- leiðslu milli lands og eyja, svo og efni til leiðslu uppi á landi. Miðað er við, að vatnið sé tekið í landi Syðstu-Merkur, skammt austan við Markarfljótsbrú, í nálægt 200 metra hæð. 10” leiðsla, að mestu úr asbesti, verður lögð þaðan yfir Markarfljótsbrú. Lengd leiðslunnar yrði um 22 km. Þar tekur við tvö- föld 6” leiðsla úr plasti, 13,3 km löng til Vestmannaeyja. Við land- takið í Vestmannaeyjum yrði dælu stöð, þaðan mundi vatninu verða dælt gegnum 8” leiðslu, 1000 m langa upp í aðalvatnsgeymi rétt af- an við Gagnfræðaskólann. Geymir þessi yrði 5000 ms að stærð. Frá þessum geymi yrði síðan vatni dælt um 400 m langa 6” leiðslu upp í ann an geymi, að stærð 250 m3, sem þjónar efri hluta bæjarins. Kostnaður viö verk þetta er áætl aður sem hér segir: Mannvirki í landi: 10” leiðsla, 22000 m. millj. 11,0 Inntak og þrýstijöfnun 2,0 Neðansjávarleiðsla 30,3 Mannvirki í Vestmannaeyjum: Vatnsgeymar, 5.250 m3 4,2 8” leiðsla 1000 m 0,8 6” leiðsla 400 m 0,2 Dælustöðvar 1,0 Samtals kr. 49.5 Samkvæmt vatnsveitulögunum ber ríkissjóði að greiða helming kostnaðar við stofnlögn, en stofn- lögn telst í þessu tilfelli leiðslan frá vatnsbólinu í landi Syðstu- Merkur að vatnsgeymi, sem fyrir- hugaður er fyrir ofan Gagnfræða- skólann. Verður ríkissjóður því ó- umdeilanlega aðili að þessu máli. í þessu sambandi benti Guðlaugur Gíslason á, að hugsanlegt væri að ríkisstjórnin hafnaði stuðningi við leiðslu af hinni bandarísku gerð, á þeirn forsendum, að verkfræðingar teldu plastleiðslu nægilega trausta. Þess vegna væri ástæðulaust að kosta meiru lil en sem svarar tvö- faldri leiðslu úr plaströrum. Var greinilegt á bæjarstjórnarfundinum að flestir bæjarfulltrúar álitu banda rísku gerðina þá einu lausn, sem treysta mætti á með verulegu öx-- yggi, og lögðu áherzlu á það. Bæjarstjóri benti á, að nú þegar væri hafin vinna á Alþingi að und irbúningi fjárlaga fyrir 1966. Þess .vegna yrðu bæjarfulltrúar þegar á fundinum að ákveða, hvort fyrir- huguð vatnslögn frá landi yrði framkvæmd á næsta sumxú, því slík stórframkvæmt hlyti að ein- hverju leyti að verða á fjárlögum ríkisins. Bæjarfulltrúar samþykktu einróma að fela Guðlaugi bæjar- stjóra að vinna að framgangi máls- ins. Er þess að vænta, að Alþingi og ríkisstjói’n skilji sérstöðu Vest- mannaeyinga vai'ðandi umrætt mál, enda er það augljós staðreynd, að skortur á vatni er ekki aðeins til óþæginda fyrir bæjarbúa, heldur stendur það fiskiðnaðinum hér fyr- ir þrifum, og skiptir því lausn þessa máls einnig máli fyrir þjóðar búskapinn í heild. Verkfræðingurinn tók fram, eins og gi-einargerðin ber með sér, að at- hugun á tilboðunum er enn á byrj- unarstigi, og ennfremur er enn von á tilboði frá Þýzkalandi, auk þess sem bandaríska fyrirtækið Simplex mun senda nýtt tilboð, þar sem mið Framhald á 2. síðu. Hœstaréttordémur Þann 28. júní í sumar féll dómur í Hæstarétti í málinu Ársæll Sveins son gegn Hreggviði Jónssyni og gagnsök og Hreggviður gegn Bæjar- stjóranum í Vestmannaeyjum f.h. bæjarsjóðs til réttargæzlu. Forsaga málsins er í stuttu máli sú, að Hreggviður Jónsson hugðist reisa viðbótarbyggingu við bifreiða- verkstæði sitt. í því skyni sótti hann um lóð og fékk lóðarsamn- ing, sem hann þinglýsti. Nú stóð þannig á að Ái-sæll Sveinsson hafði reist mannvirki á hluta af lóðinni og neitaði að fjarlægja það. Hugðist Hreggviður þá fjarlægja það sjálfur og hófust þá málaferlin. Málið gekk Ársæli í vil. Byggðist dómsniður- staðan á því, að skipulagsuppdrátt- ur af umræddu svæði frá 1932 væri í gildi, og skipulagsbreyting sam- þykkt af bæjarstjórn 1963, sem hafði verið staðfest af skipulags- stjóra ríkisins hefði ekki stoð í lög- um. Ástæðan fyrir því er sú, að skipulagsbreytingin var ekki lögð fyrir skipulagsnefnd ríkisins og fé- lagsmálaráðuneytið til úrlausnar. Vegna þessa horfir nú svo, að bæj arsjóður verði skaðabótaskyldur og eru e. t. v. fleiri slík mál í uppsigl- ingu. Á hinn bóginn er málið athyglis- vert, vegna þess, að aðili, sem reis- ir mannvirki án heimildar og lóð- arréttinda, vinnur mál í deilu við mótaðila, sem hefur þinglýstan lóð- arleigusamning í höndunum, en málið snérist fyi'st og fremst um lóðarréttinn.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.