Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010 Frá því var sagt í ViðskiptablaðiMorgunblaðsins í gær að tekjur ríkissjóðs hefðu verið undir áætlun á fyrri helmingi ársins ef undan væri skilinn söluhagnaður tiltekinna eigna.     Þegar eignasalan er tekin með lít-ur út fyrir að ríkissjóður hali inn meiri tekjur en áætlað hafði verið, en svo er sem sagt ekki því að ekki hafði verið gert ráð fyrir þessari eignasölu í áætlunum.     Þegar rýnt er íuppgjörið kemur í ljós að fjármálaráðu- neytið hafði gert sér of miklar væntingar um tekjuöflun.     Ástæðan fyrirþessu er einföld. Ráðuneyti Steingríms J. Sigfússonar trúir því að hækkun skatthlutfalla hafi engin áhrif á getu og vilja manna til að greiða skattana.     Staðreynd málsins er hins vegar súað með hækkandi skatthlut- föllum dregur hlutfallslega úr inn- heimtu skatta. Það verður æ erf- iðara með hverri nýrri skatta- hækkun og hverjum nýjum skatti að sækja meira fé í vasa almennings.     Velferðarstjórnin er þegar búin aðsækja þangað flest það sem þar var, eins og uppgjör ríkissjóðs sýnir.     Þegar litið er til þessara stað-reynda er sérkennilegt að þessi sama velferðarstjórn skuli nú vinna hörðum höndum að því að hækka skatta enn frekar og finna upp á nýj- um sköttum.     Er þessi ríkisstjórn ekki búin aðvalda efnahagslífinu nægum skaða? Steingrímur J. Sigfússon Vasarnir og velferðarstjórnin Veður víða um heim 19.8., kl. 18.00 Reykjavík 19 heiðskírt Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 13 skýjað Egilsstaðir 10 skýjað Kirkjubæjarkl. 14 skýjað Nuuk 13 léttskýjað Þórshöfn 12 skúrir Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 18 léttskýjað Helsinki 20 heiðskírt Lúxemborg 20 heiðskírt Brussel 21 heiðskírt Dublin 13 skúrir Glasgow 18 léttskýjað London 21 léttskýjað París 25 heiðskírt Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 18 léttskýjað Berlín 22 heiðskírt Vín 24 léttskýjað Moskva 21 þrumuveður Algarve 27 heiðskírt Madríd 20 þrumuveður Barcelona 25 þrumuveður Mallorca 28 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 20 heiðskírt Montreal 22 léttskýjað New York 30 heiðskírt Chicago 27 skýjað Orlando 32 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:35 21:28 ÍSAFJÖRÐUR 5:28 21:45 SIGLUFJÖRÐUR 5:11 21:28 DJÚPIVOGUR 5:01 21:01 Morgunblaðið birtir á ný töfl- ur um flóð og fjöru. Er þetta gert að eindreginni beiðni les- enda. Töflurnar munu birtast á dagbókarsíðum og í dag er þær að finna á bls. 29. Flóðatöflur Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Ekki er ástæða til þess að endur- skoða ráðningu framkvæmdastjóra Íslandsstofu, að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráð- herra. Jón Ásbergsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, var ráðinn til starfans úr hópi þriggja umsækjenda sem fengu við- tal, en þrjátíu aðrir umsækjendur fengu ekki viðtal. Stjórn Íslandsstofu, sem er sjálf- stæð hálfopinber stofnun, sá um ráðninguna. Friðrik Pálsson, for- maður stjórnarinnar, hefur sagt að stofnunin heyri ekki undir stjórn- sýslulög og þurfi því ekki að upplýsa allt um ráðningarferlið. Vilji menn breyta því sé það löggjafans að leggja línurnar. „Ég tel að það þurfi ekki og mun ekki beita mér fyrir því. Hins vegar er þingið fullvalda og ég mun alls ekki leggjast gegn því ef þingið telur þess þörf,“ segir Össur, sem kveðst sáttur við að Jón hafi verið ráðinn. Engin skoðun eða rannsókn á ráðningunni er í gangi í utanríkis- ráðuneytinu og verður ekki. „Ekki af minni hálfu,“ segir Össur. Hann tók sjálfur þátt í að semja við Samtök atvinnulífsins um Ís- landsstofu og í þeim viðræðum var gagnkvæmur skilningur stjórnvalda og SA á að þetta yrði blönduð stofn- un með sjálfstæða stjórn, byggðist á sama grunni og Útflutningsráð og um hana myndu gilda sömu reglur og um Útflutningsráð. Upplýst ákvörðun þingsins „Þetta atriði var reifað og rætt sérstaklega í utanríkismálanefnd. Meðal annars kom þar fram skýr ábending frá Ríkisendurskoðun sem taldi þetta eiga að vera öðruvísi, sök- um þess hvernig tekna er aflað til stofnunarinnar. Þannig að ljóst er að utanríkismálanefnd tók upplýsta af- stöðu um málið þegar hún sendi frá sér frumvarpið með sínum breyting- um,“ segir Össur. Gagnrýnir ekki ráðningu  Ráðning framkvæmdastjóra Íslandsstofu ekki endurskoðuð Össur Skarphéðinsson Sorpa styrkti sumarbúðir Reykja- dals um 7,5 milljónir króna. „Við ákváðum að vera rausnarleg og hjálpa þessu fólki vel af stað,“ segir Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu. Hringurinn kvenfélag hefur einnig styrkt Reykjadal um 1 milljón en í fyrra gáfu þær Reykjadal einnig 1,6 millj- ónir til að endurbæta ýmis tæki og til að endurbæta sundlaug og bað- aðstöðu. „Við styrkjum veik og fötl- uð börn,“ segir Ágústína G. Pálm- arsdóttir, ritari félagsins. Rausnarlegar gjafir Haldið verður málþing um stjórnlagaþing í Skálholtsskóla laugardaginn 28. ágúst nk. frá kl. 10.00-17.30. Ekki er ætlunin að fjalla um einstaka þætti í nýrri eða endurbættri stjórnarskrá heldur um það hvað stjórnarskrá sé og hvernig hún verði til með vitrænum hætti. Ræðumenn: Ragna Árnadóttir dóms- og mannréttindaráðherra. Jón Kristjánsson fyrrv. alþingismaður. Þorsteinn Magnússon form. undirbúningsnefndar stjórnlagaþings. Reynir Axelsson dósent. Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra. Hópstjórar: Hvernig nýtum við reynslu annarra þjóða? Ragnhildur Helgadóttir prófessor. Samráð við þjóðina. Geir Guðmundsson form. Stjórnarskrárfélagsins. Getur stjórnarskrá breytt pólitísku siðferði? Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Rammi um innihald stjórnarskrár. Þorkell Helgason, fyrrv. prófessor. Málþingsstjóri: Kristinn Ólason rektor Skálholtsskóla. Málþingið er öllum opið. Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Skálholtsstaðar www.skalholt.is eða í síma 486 8870. HVERNIG VERÐUR GÓÐ STJÓRNARSKRÁ TIL? Stefán Bjarnason, verkamaður, andaðist á Landakotsspítala 18. ágúst síðastliðinn, 100 ára að aldri. Stefán fæddist 7. maí árið 1910 í Ölvisholti í Ár- nessýslu. Hann var sonur Bjarna Stefáns- sonar frá Núpstúni í Hrunamannahreppi og Guðnýjar Guðna- dóttur frá Forsæti í V- Landeyjum. Systkini hans voru Brynjólfur, alþingismaður og ráð- herra (1898-1989), Stefanía (1902, dó sama ár) og Ein- ar Steindór, bankastarfsmaður og sjómaður (1906-1991). Stefán gekk í Héraðskólann á Laugarvatni 1929- 1930 og stundaði frá unga aldri ým- is störf til sjávar eða sveita en meginhlutann af starfsævinni við múrverk. Sambýliskona Stefáns var Rósa Sigríður Kristjánsdóttir, verkakona (1912-1998). Þau bjuggu lengst af í Sigtúni 35 og Sunnuvegi 19 í Reykjavík. Börn þeirra eru Guðný Bjarnheiður Stef- ánsdóttir Snæland, verkstjóri og matráður (1935), og Ragnar Kristján Stefánsson, jarðskjálftafræðingur og prófessor (1938). Dóttir Stefáns og Ingi- bjargar Vestmann (1919-1988) er Elsa Vestmann Stef- ánsdóttir myndlist- arkona (1940). Heimili þeirra var á Hjallavegi í Reykjavík. Auk barna sinna lætur Stefán eftir sig fjölda barnabarna, barnabarnabarna og barnabarnabarnabarna. Stefán var einlægur baráttumaður fyrir rétt- læti og jöfnuði. Hann tók virkan þátt í verkalýðsbaráttu sem félagi í Dagsbrún og stjórnmálabaráttu sem félagi í Kommúnistaflokknum og Sósíalistaflokknum. Jarðsett verður frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 25. ágúst kl. 13. Andlát Stefán Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.