Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 14
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Áskell Agnarsson, byggingaverktaki í Keflavík, sem veiddi í vikunni 101 cm lax í Norðurá, en slík tröll eru afar sjaldgæf þar um slóðir. Laxinn, sem var leginn hængur og rúm 20 pund samkvæmt viðmiðunarkvarðanum, fékk Áskell í Myrkhyl á Snældu í þýsku fánalitunum. Áskell hefur nokkrum sinnum áður veitt í Norðurá en hans stærsti lax þar til þessa vó 8 pund. „Þegar við Kristján Guðmunds- son, félagi minn, komum að Myrkhyl vildi ég koma flugunni vel niður í dýp- ið,“ segir hann. Áskell setti því sökk- enda á línuna, sterkan taum og fyrir ofan Snælduna bætti hann við tveim- ur blýhöglum til að sykki vel. „Ég notaði síðan bakstraum sem er þarna við strenginn til að bera Snælduna vel niður í dýpið. Það tókst! Menn sögðu að þetta væri þvílík vitleysa og hlógu að aðferðinni en þetta skilaði árangri og var virkilega gaman. Lax- inn stökk aldrei en ég missti hann heldur aldrei langt frá mér. Hann var mjög þungur á allan tímann en það var ekki fyrr en hann velti sér og sýndi þessa hrikalegu sporðblöðku að ég fékk virkilegt adrenalínkikk. Þá áttaði ég mig á því hverskonar skepna þetta var.“ Þeir félagar mældu fiskinn og slepptu honum síðan aftur, eins og skylt er að gera með tveggja ára lax- inn í Norðurá. Hann harmar að hafa skilið símann með myndavélinni eftir í veiðihúsinu um morguninn, en hann hafði hringt svo mikið og truflað kvöldið áður að þeir ákváðu að veiða símalausir. „Auðvitað áttum við ekki von á svona fiski en við hefðum átt að hafa símann í vasanum, hafa bara slökkt á honum. Þá ætti ég mynd af fisk- inum,“ segir Áskell sem þykir synd að geta ekki hirt svona risa, en hann segir fiskinn hafa verið nokkrum sentimetrum lengri en sá sem er upp- stoppaður í veiðihúsinu. Hollið fékk 46 laxa en þá var aft- ur tekið að sjatna í ánni eftir að hún óx við rigningarnar um liðna helgi. Allir laxarnir voru talsvert legnir ut- an tveir sem voru nýgengnir. „Hér er myljandi veiði,“ sagði Árni Friðleifsson, stjórnarmaður í SVFR, sem er þessa dagana umsjón- armaður Laxár í Dölum. Um síðustu helgi rigndi loksins í Dölunum, þá óx í ánni og laxinn fór á hreyfingu – og að taka. Síðasta fluguhollið fékk þá 112 laxa en nú er fyrsta maðkahollið við veiðar og gengur vel. Allir kátir í Dölunum „Hér eru allir kátir, enda eru menn að ná kvótanum, sem er fimm laxar á vakt, og sleppa einnig ein- hverju. Þrigga daga hollið mun ef- laust enda í um 200 löxum á stang- irnar sex. Það er ekki slæmt,“ sagði Árni. Hann bætti við að fiskur væri ennþá að rjátlast inn, þannig veiddist lúsugur lax í gærmorgun. „Það er nokkuð af rígvænum fiski inn á milli,“ sagði hann. „Um daginn var ég með erlendum veiði- manni sem setti í einn stóran í Papa. Hann togaðist á við hann í 50 mín- útur, áður en laxinn lak af. Það var 20 punda fiskur.“ „Myljandi veiði“ sögð vera í Laxá í Dölum  Veiðimaður sökkti Snældunni vel og landaði 101 cm laxi í Myrkhyl í Norðurá Morgunblaðið/Golli Við Norðurá Veiðikona kastar flugu á einn margra fallegra veiðistaða í ánni. 98 laxar veiddust þar síðustu vikuna. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is 10.749 4.229 2.371 2.413 4.004 2.408 1.622 1.993 1.339 2.254 880 1.117 1.404 1.266 2.019 Staðan 18. ágúst 2010 3.117 3.116 3.107 2.739 2.125 1.897 1.502 1.468 1.434 1.205 1.060 1.005 850 812 805 Ytri Rangá & Hólsá (20) Eystri Rangá (18) Þverá + Kjarará (14) Blanda (12) Miðfjarðará (10) Norðurá (14) Haffjarðará (6) Selá í Vopnafirði (7) Grímsá og Tunguá (8) Langá (12) Elliðaárnar (6) Laxá í Aðaldal (18) Laxá í Kjós (10) Laxá í Leirársveit (6) Víðidalsá (6) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Lokatölur 2009 Veiðin 11. ágúst 3.117 3.116 3.107 2.739 2.125 1.897 1.502 1.468 1.434 1.205 1.060 1.005 850 812 805 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010 ICELANDAIR hefur samið við hót- elbókunarfyrirtækið HRS, Hotel Reservation Service, um samstarf á sviði hótelbókana á vefsíðum Ice- landair. HRS starfrækir rafrænt hótelbókunarkerfi sem er eitt hið stærsta í heimi og býður upp á rúm- lega 250 þúsund hótel í 180 löndum. Úrval hótelanna er fjölbreytt. Þar má finna hótel sem henta bæði til frístunda og viðskiptaferða, allt frá litlum fjölskyldureknum hótelum upp í alþjóðlegar keðjur. Samning- inn undirrituðu Christian Riesen- berger frá HRS og Guðmundur Óskarsson frá Icelandair að við- stöddum Bob Engeringh deild- arstjóra HRS og Hrund Sveins- dóttur verkefnisstjóra Icelandair. Hótelbókanir Frá og með 8. september þurfa allir sem ferðast án áritunar til Banda- ríkjanna að greiða gjald sem nemur 14 Bandaríkjadollurum þegar þeir sækja um ESTA-ferðaheimild. Sækja þarf um ESTA-ferðaheimild- ina á http://esta.cbp.dhs.gov. Ferðaheimildin gildir í tvö ár frá samþykki eða þangað til vegabréf viðkomandi rennur út, hvort sem gerist fyrr. Umsækjendur þurfa að sækja um a.m.k. 72 klukkustundum áður en fyrirhugað ferðalag hefst. Nánari upplýsingar um ESTA, ásamt leiðbeiningum varðandi út- fyllingu umsóknar, er að finna á heimasíðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi, https://iceland.usem- bassy.gov. Ferðaáritanir til Bandaríkjanna Árlegur fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var haldinn í Reykjavík í gær. Þar ræddu forsetar sameiginleg verkefni þjóðþinganna og notkun upplýsingatækni við þingstörf. Gerð var grein fyrir því sem er efst á baugi í stjórnmálum á Norð- urlöndunum og Eystrasaltsríkj- unum. Einnig ræddu forsetarnir þátttöku þjóðþinga í alþjóðlegu þingmannasamstarfi. Forsetar hittust STUTT Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lagning síðasta kaflans á nýjum vegi til Vopnafjarðar gengur vel og er á undan áætlun. Verktakinn stefnir að því að aka neðra burð- arlag á veginn niður Vesturárdal í haust og skila verkinu haustið 2011. Þótt vegurinn verði ekki opnaður í vetur má búast við því að margir Vopnfirðingar nýti sér framkvæmdina, á eigin ábyrgð. „Guð skapaði þennan dal þokkalega til vega- gerðar en efnið í honum er erfitt, mikið um blautar mýrar og jökulleir sem blotnar þegar hreyft er við honum,“ segir Gísli Jósefsson, verkstjóri hjá verktakafyrirtækinu KNH sem vinnur við lagningu vegarins niður Vesturár- dal. Nokkuð jafn halli er á veginum af Vopna- fjarðarheiði og niður í Vesturárdal. Lýsingin á efninu í vegstæðinu á við efri hluta dagsins, kaflann fyrir ofan efsta bæ. Vegurinn er um 30 km langur, frá núverandi slitlagsenda á Vopnafjarðarheiði, um Vestur- árdal og niður í þorpið á Vopnafirði. Núverandi vegur liggur um Bustarfellsbrekkur og Hofs- árdal. Brekkurnar eru erfiðar á vetrum. Gera þarf nýja tengingu inn í þorpið þar sem veg- urinn kemur að því að norðanverðu en ekki með sjónum eins og verið hefur. Jafnframt verða dalirnir tengdir með svo- kallaðri millidalaleið, sem liggur frá efsta bæ í Vesturárdal að Bustarfelli. Samtals eru veg- irnir með tengingum um 40 km á lengd. Vinnuflokkur KNH er nú að ljúka við fyll- ingar vegarins í Vesturárdal og segir Gísli Jós- efsson að reynt verði að aka út neðra burð- arlagi alls vegarins fyrir veturinn. Jafnframt verður byrjað að mala efni í efra burðarlag. Millidalaleiðin komin vel á veg Flokkurinn er einnig búinn að leggja stóran hluta af millidalaleiðinni og er stefnt að því að ljúka henni á næsta ári og leggja slitlag á alla vegina. Ef áætlanir ganga eftir og KNH tekst að ljúka verkinu næsta haust, skilar fyrirtækið því af sér ári áður en samningar við Vegagerð- ina kveða á um. Þótt vegurinn um Vesturárdal verði orðinn fær í haust, þegar vinnuflokkur KNH hættir, verður hann ekki opnaður fyrir almenna um- ferð. Gísli reiknar þó ekki með því að neinn verði kærður þótt hann nýti sér veginn. Ljúka neðra burðarlagi í haust  Vopnfirðingar fá nýja tengingu við þjóðvegakerfið  Lagning vegar niður Vesturárdal er á undan áætlun  Landið gott til vegagerðar en efnið slæmt Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Samgöngubót Unnið er að fyllingum nýja Vopnafjarðarvegarins um Vesturárdal. Starfsmenn KNH voru léttklæddir þegar þeir fengu sér kaffi í gamla strætisvagn- inum, Holtahverfi nr. 31, skammt ofan við Hauksstaði í Vesturárdal, enda hlýtt í veðri og skotin gengu á milli manna. Sá sem var ber að ofan gerði grín að peysu- klæddum verkstjóra. Starfsmenn KNH hafa strætisvagninn til að stytta ferðatímann en borða og sofa í íbúðarhúsi í Ytri-Hlíð í Vesturárdal. Þótt verktakafyrirtækið sé vestfirskt koma starfsmennirnir víða af að landinu. Þeir vinna alla daga vikunnar í hálfan mán- uð og fá svo frí í eina viku. Skot í strætó LÉTTKLÆDDIR VEGAGERÐARMENN Kaffipása Ekki er mikil ferð á strætisvagninum á meðan starfsmenn fá sér kaffi og brauð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.