Framsóknarblaðið - 20.12.1979, Side 4

Framsóknarblaðið - 20.12.1979, Side 4
4 FRAMSOKNARBLAÐIÐ Móðir Teresa konan sem hlaut friðarverðlaun Nóbels 1979. Ég er óverðug, sagði Móðir Teresa, þegar henni var til- kynnt, að hún hefði hlotið friðarverðl. Nóbels 1979. En Nóbelsnefndin var á öðru máli. í þrjátíu ár hefur hún unnið óeigingjarnt kærleiksstarf í þágu hinna örsnauðu íbúa milljónaborgarinnar Calcutta á Indlandi. Engill Calcutta Postuli kærleikans Ljóslifandi dýrlingur Þannig er talað um Móðir Teresu, konuna sem hlaut frið- arverðlaun Nóbels 1979, fyrir óeigingjarnt starf fyrir hina aumustu í þessum heimi. Þegar tilkynnt var hinn 17. október sl. hver hefði hlotið friðarverðlaunin í ár, þá voru allir á einu máli. Verðugur verðlaunahafi, hún á það skilið. Friðarverðlaunin eru gjöf frá Guði. Sjálf er ég óverðug slíkra verðlauna. Má vera, að til- gangurinn sé að ég byggi fyrir þessa peninga brú á milli ríkra og fátækra. Þetta sagði Móðir Teresa, þegar henni var til- kynnt að hún hefði hlotið frið- arverðlaun Nóbels 1979. Mánudaginn 10. desember voru friðarverðlaun Nóbels nk. 900 hundruð þúsund (um það bil 70 millj.ísl.) afhentar Móður Teresu í Osló. Hún hefur verið sjúk að undanförnu, en hún var staðráðin í að gera allt sem í hennar valdi stæði til að geta veitt verðlaununum viðtöku. Ég er ánægð, ekki mín vegna, heldur vegna hinna fátæku. Verðlaunin eru viðurkenning heimsins á vandamálum fá- tæktarinnar í heiminum. Pen- ingana mun ég nota til að byggja fleiri hús fyrir hina holdsveiku, fátæku og sjúku, þetta sagði konan sem í 30 ár hefur fórnað lífi sínu óeigin- gjörnu starfi meðal hinna aum- ustu, í milljónaborginni Calcutta. Það sem enginn ann- ar vill, eða þorir að gera, það gerir Móðir Teresa. Hún hjálp- ar þeim allra fátækustu og sjúk- ustu í samfélaginu, þeim sem enginn skiptir sér af lengur, þeim sem gefið hafa upp alla von. Hann er velkominn. Fyrir nokkrum árum birtist í Norska vikublaðinu, grein um Móðir Teresu, og þá sern hún vinnur fyrir, og er frásögnin á þessa leið: Hann deyr það þarf engann lækni til að sjá hann. Eiginlega er hann þegar dáinn. Húðin er skorpin, augun star- andi í beinaberu andlitinu. Hann minnir á vofu. Allt í kring er óþveri og skítur. Hann hefur hvergi fengið pláss á sjúkra- húsum Calcutta. Það er ekkert pláss, heldur engin áhugi. Ekkert útlit á bata, og auk þess er þetta ekki neitt læknisfræði- lega áhugavert tilfelli. Menn yppta öxlum, það er ekkert við þessu að gera. Þeir hafa sagt, því miður, það er ekkert hægt að gera. Svona tilfelli eru dag- leg í Calcutta. Þeir liggja á göt- unni, og deyja fyrir allra aug- um. Calcutta sjöunda stærsta borg í heimi, er deyjandi borg. Ekki tekst að tæma nema fjórða hlutann af sorptunnun- um, aðeins helmingur borgar- búa býr við frárennsli. Milljónir manna nota götur og gangstíga fyrir salerni. Það svelta millj- ónir í þessari borg. Sveltandi fólk er í harðri samkeppni við rotturnar, um sorphaugana. Calcutta er að deyja, kafna í óþef. Þeir fara með hann til Kalig- hatstrætis.Þeir fara um yfir- flotnar götur. Allar götur eru á kafi í vatni, því það rignir dag og nótt. Síðasta sólarhring mæidist úrkoman 98.3 milli- metrar. Þeir taka hann niður af vöru- bílspalli, og bera hann inn í hornhúsið við Kalighatstræti 251. Hér er honum ekki úthýst. Hann er velkominn, í fyrsta og síðasta skipti í lífinu. Með bros á vör. Systir þvær honum, og talar við hann. Hún leggur hann varlega í rúmið. Hún gefur honum mat, heldur undir mátt- laust höfuðið, og ber skeið upp að munni hans. Hann getur ekki lengur matast, hefur týnt því niður, hrísgrjónagrauturinn rennur út um munnvikin. Eng- inn veit hvenær hann mataðist síðast. Og heldur ekki, hvenær talað var síðast til hans. Ef til vill eru mörg ár síðan, segir systirin, og brosir. Umhverfis þennan nýkomna sjúkling Íiggja 96 konur og 65 karlar, allt dauðvona. En systirin bros- ir. Loftið er heitt og rakt, óum- ræðilega þungt, þrungið af óþef frá hinum deyjandi fólki, en systirin brosir engu að síður. Hún gengur um, lagar kodda, strýkur hönd yfir innfallin and- lit. Brosandi kemur hún með sígarettu, og brosandi ber hún „bekken” frá rúmunum. Þetta hefur hún gert dag eftir dag í 30 ár, og enn brosir hún. í þrjátíu ár hefur húsið við Kalighatstræti verið heimili fyrir fátæka og dauðvona. Áður var húsið musteri Hindúa. En síðustu 30 árin hefur hún safn- að hinum dauðvona hingað. Þeir hafa þó fengið að deyja eins og manneskjur. Móðir Teresa, ein merkasta kona þessarar aldar, hefur skapað þetta heimili. Árið 1948 fann hún á götu í Calcutta konu, hún var með lífsmarki, en maurar og rottur voru byrj- aðar að éta líkama hennar. Ekkert sjúkrahús í Calcutta vildi taka við þessari konu. Þá ákvað Móðir Teresa að veita þessari dauðvona konu dvalar- stað, stað þar sem henni væri sýnd ástúð og umhyggja. Allir sem hitt hafa Móður Teresu segja að hún sé mikill persónuleiki. Blíð og róleg, en þó með skapfestu, gefur hún samstarfsfólki sínu fyrirmæli, en í regiu hennar eru nú um 1800 manns. Þetta fólk dæmir sig til fátæktar, tekur aldrei laun fyrir vinnu sína, þjónar aldrei þeim ríku, en er til hjálp- ar þeim sem á einn eða annan hátt er útskúfað af samfélaginu. Hinar heitu og mollulegu nætur Calcutta unna ekki systr- unum langrar hvíldar. Kl. hálf fimm hefst vinnudagurinn, þá heimsækja þær hina fátæku. Þær þurfa ekki langt að fara. Því næst fara þær á barnaheim- ilin. Þar eru börn í hundraða- tali, börn sem borin hafa verið út, fötluð börn, eða kornabörn, sem enginn vill hafa. Þær út- hluta mat og meðölum, og alltaf brosa þær. Þær heimsækja „Land friðarins”, þar sem þeir holdsveiku búa. Þetta land- svæði keypti Móðir Teresa fyrir andvirði bifreiðar sem Píus VI páfi gaf henni, en bifreiðina hafði hann flutt með sér vegna heimsóknar til Indlands. Herra, gerðu okkur verðug. Friðarverðlaunarhafi Nóbels 1979, hét upphaflega Agnes Boyaxhiu, og er fædd í Skopje í Júgóslavíu árið 1910. Nítján ára gömul kom hún til Indlands sem nunna. Hún vann sem kennari á heimilum ríkra Ind- verja. Hún lifði öruggu og þægilegu lífi innan klaustur- múranna. Hún bjó í Calcutta, og hún sá fátæktina í borginni, en það snerti hana ekki. Breyt- ingin varð þegar hún eitt sinn var á ferð með lest frá Calcutta til Darjeeling. Út um gluggana sá hún endalausa röð vonar- snauðra og máttlausra vesa- linga. Þá varð henni skyndilega ljóst, að hún hafði ekki lengur áhuga á hinu örugga klaustur- lífi. Hún ákvað að fara út til hinna snauðu vesalinga, vinna meðal þeirra, og fyrir þá. Hún flutti út í eymdina. Hún byrjaði á því að leita að stað, þar sem hún gæti unnið fyrir fátæklingana. Hún sagði seinna frá þessu. „Mig verkjaði í fæturna, en ég hugsaði til þessara aumingja sem allt sitt líf

x

Framsóknarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.