Framsóknarblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 7

Framsóknarblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 7
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ 7 Margt fólk er hjátrúarfullt varðandi töluna 13. Ekki mega 13 sitja saman við borð, hótelin hlaupa yfir 13. hæðina o.sv.frv. Þessu er öðruvísi háttað hjá hjónunum Annelore og Walter Rodolph. Þau telja töluna 13 sína happatölu, og ekki að ástæðulausu. Þau hafa eignast fjögur böm, og öll eru þau fædd 13. janúar, og aðeins eitt í einu. Það em ef til vill einhverjir foreldrar til sem reyna að ákveða fæðingardag bama sinna, en það gengur misjafn- lega. En Rudolphsfjölskyld- unni tókst þetta, og það fjómm sinnum í röð. Þessar fæðingar hafa allar átt sér stað á Albertinensjúkrahús- inu í Dissen í Þýskalandi, og læknamir staðhæfa að allar fæðingamar hafi verið með fullkomlega eðlilegum hætti. Ekki var um að ræða, að reynt væri að seinka fæðingu, fram- kalla fæðingu eða taka börnin með keisaraskurði. Hjónin fengu hugmyndina fyrir 12 árum, við lestur greinar í vikublaðinu Constanza. Þar var sagt frá hjónum sem höfðu eignast fjögur böm, öll fædd 30. apríl, og sögðu hjónin að þetta hefði verið samkvæmt óskum og áætlunum. Lækna- prófessor í Hamborg var hins- vegar vantrúaður á þetta, og taldi þetta útilokaðan mögu- leika. Annelore stakk upp á því við mann sinn, að þau reyndu að afsanna kenningu prófess- orsins. Þau hefðu einmitt hugs- að sér að eignast fjögur til fimm böm. Það sakaði ekki að reyna. Fyrsta bamið, Susanna, fæddist 13. janúar 1970. Það var algjör tilviljun, sagði móðirin. En þar með var því slegið föstu að 13. janúar væri rétti dagurinn. Og viti menn. Hinn 13. janúar 1972 fæddist Melania, Henning fæddist 13. janúar 1974. Nú fór að þrengj- ast í bamaherberginu. Fjöl- skyldan varð að fá stærri íbúð áður en hugsað væri um frekari stækkun fjölskyldunnar. Þetta var ekki svo auðvelt, en það tókst. Og nú er ekkert til fyrir- stöðu að eignast fjórða bamið, og að sjálfsögðu fæddist Frank Gömlum bónda, sem ég þekkti í æsku, sagðist svo frá hvemig hann hefði læknað influensu. Þegar drengimir mínir lágu í flensunni vakti ég yfir þeim, og eina nóttina var ákaflegt veik- indaloft í baðstofunni og bakt- eríur á sveimi. Allt í einu fann ég að eitthvað sogaðist ofaní mig, alveg niður í háls. Auðvit- að vissi ég strax að ég myndi hafa dregið ofaní mig bakteríur og fór því fram í bæjardyr og saup þar á steinolíu, því hún drepur flestar bakteríur. Ég saup vænan sopa, og lét hann skolast niður í hálsinn á mér, skolaði munninn, og skirpti sumu, en kyngdi sumu. Svo fór ég út á tún, og jós áburði þangað til ég svitnaði, og á milli hafði ég opinn munninn á móti heilnæmri hafgolunni. Við sjávarloftið, olíuna og svitann lamaðist bakterían, svo að hún olli aðeins lítilsháttar hósta, en við honum tók ég inn asperín, og hvarf hann við. Þannig gætu fleiri læknað sína kvilla, ef þeir hefðu þekkingu til þess, og vissu hvaða áhrif ýmiss efni hafa á líkama mannsins. J.B. Sendum viðskiptavinum okkar bestu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsælt nýtt ár með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári Nippill, S 2101 13. janúar 1979. Nú linnti ekki látum. Síminn hjá Rudolphsfjölskyldunni hringdi viðstöðulaust. Ökunn- ugt fólk hringdi og spurði hvemig þetta mætti ske. Mældu þau húshitann nákvæmlega? Var Annelore á sérstöku fæði? Höfðu þau haft samráð við lækni? Notaði hún framkall- andi lyf? Enginn trúði, að þetta væri aðeins nákvæmur útreikn- ingur. Frú Annelore hló, og svaraði að hún hefði lifað á sama hátt og aðrar verðandi mæður. „Ég hef ekki stillt hús- hitann nákvæmlega, og ekki lif- að á sérstöku fæði. Það einasta sem við höfum gert, er að við höfum reiknað maðgöngutím- ann nákvæmlega” Útreikningur hjónanna var þannig: Tíu mánuðir 4- 10 dag- ar. Fyrsta bamið fæddist eins og áður er sagt 13. janúar 1970. „Við reiknuðum 28 daga í mánuði, í stað 30 eða 31 sam- kv. dagatalinu. Með þessu móti skiptir ekki máli hvort það er hlaupaár, eða ekki. Við reikn- um sem sagt 10x28 daga 4- 10 daga = 270 dagar fyrir 13. jan- úar”. Varðandi Susönnu, fyrsta bamið okkar, þá hefði þessi útreikningur ekki staðist, því fæðingarhríðimar stóðu í 28 klst. og taka varð bamið með sogskálum. En allar hinar fæð- ingamar gengu eðlilega, og allir útreikningar stóðust nákvæm- lega”. Yfirlæknirinn við Albertin- en-sjúkrahúsið staðfestir að allar fæðingarnar hafi gengið eðlilega, og að þrír læknar hafi verið viðstaddir. Hann segir að enginn hafi nefnt það fyrirfram, að fæðingin ætti að eiga sér stað 13. janúar. Móðirin hafi komið í mæðraskoðun reglulega og til lokaskoðunar á sjúkrahúsið. Frú Annelore segir að lokum „Ég undirbjó mig ekki neitt sérstaklega undir fæðingamar. Ég stundaði lítilsháttar leikfimi og slökunaræfingar. Ég borð- aði kjöt og grænmeti. Það er ekkert yfimáttúrulegt við þetta, aðeins skipulag og ná- kvæmir útreikningar”. Þýtt úr Norsk Ukeblad J.B, Óskum starfsmönnum okkar skipshöfnum og viðskiptavinum GLEÐILEGRA JÓLA og farsœls komandi árs Þökkum viðskiptin á liðnum árum SINDRI VE 60 BREKI VE 61 FISKIMJÖLSVERKSMIÐJAN í VM

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.