Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Mjög heitt hefur verið í veðri á Norðurlandi og síðdegis í gær komst hitinn í 22,4 gráður í Ás- byrgi. Nærri 22 stiga hiti var á Möðruvöllum og mældust 21,6 gráður á Húsavík. Á Akureyri var 20 stiga hiti og sól og nýtti Sonja Bríet Steingrímsdóttir tækifærið og fór með ömmusystur sinni, Steinunni Kr. Ævars- dóttur, í sund og ekki er annað að sjá en að þær stöllur hafi skemmt sér konunglega. Spáð er ríkjandi suðaustanátt og áframhald- andi hlýindum á Norðurlandi næstu daga og ljóst að haustið er ekki komið þangað ennþá. Haustið ekki enn gengið í garð fyrir norðan þar sem hitinn er yfir 20 stig Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Áframhaldandi hlýindum spáð á Norðurlandi Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Býsveif er nýr landnemi á Íslandi, asparglyttu hefur vaxið fiskur um hrygg í höfuðborginni í sumar og birkifeti hefur verið öflugur sem aldr- ei fyrr í bláberjalyngi. Átvaglið Spánarsnigill hefur hins vegar haldið sig til hlés og það sem virtist ætla að verða sumar holugeitunganna varð endasleppt og þeir sjást varla á sama tíma og allt hefði átt að vera kvikt af þeim. Þannig gerir Erling Ólafsson, skordýra- fræðingur á Náttúrufræðistofnun, upp sumarið á hraðferð. Hann segir að stærsta spurning- armerkið setji hann við holugeitungana. „Ég spyr eins og krakkarnir, hvað skeði fyrir geitungana?“ segir Erling. „Ég hef aldrei séð eins mikið af drottningum holugeitungs og í maímánuði og þetta leit sannarlega vel út frá sjónarhóli geitunganna. Er leið á sumar kom hins vegar í ljós að búin voru fáliðuð og í stað þess að þegnarnir skiptu þúsundum voru þeir aðeins í hundraðatali. Aðstæður hélt ég að væru góðar fyrir geitungana og ég hef ekki skýringu á því hvers vegna botninn datt úr þessu.“ Af nýbúum nefnir Erling nýja sveifflugu, sem hann kallar býsveifu þar sem hún líkist bý- flugu. „Ég reikna með að hún nemi hér land enda hafa aðstæður skapast sem henta henni,“ segir Erling. Hann segir að asparglytta, sem fannst í Kollafirði fyrir nokkrum árum, sé að stækka út- breiðslusvæði sitt. „Þetta er lítil og falleg græn bjalla sem lifir á öspum og víði og er greinilega komin inn í borgina. Hún er mikið átvagl og ét- ur hressilega af laufi svo sér á görðum þar sem hún nær sér á strik,“ segir Erling. Þá hefur birkifeti breiðst út sem skaðvald- ur frá Dölum og Snæfellsnesi um Vest- fjarðakjálkann og austur í Skagafjörð. Lirfan étur birkilauf og bláberjalyng og vart hefur orð- ið við skemmdir á stóru svæði. Hann segist aðeins hafa fengið eitt staðfest dæmi um Spánarsnigil í ár. Þá hafi hann gerst aðgangsharður við garðplöntur í húsagarði í höfuðborginni, sem ekki hafi vakið sérstaka kát- ínu húsráðenda. Undanfarin ár hefur meira ver- ið kvartað yfir búskap þessa stóra snigils. Birkifeti og asparglytta eflast  Býsveif er nýr landnemi á Íslandi  Botninn dottinn úr sumrinu hjá holugeitungum eftir líflegt vor en engar skýringar hafa fundist á því  Átvaglið Spánarsnigill hefur haldið sig til hlés í sumar Ljósmynd/Erling Ólafsson Drottning Mikið var af drottningum holugeit- ungs í vor, en er leið á sumarið hefur geitunga lítið orðið vart, enda voru bú þeirra fáliðuð. Eins og ævinlega á haustin hefur lús skotið upp kollinum í skólum og leik- skólum í höfuðborginni. Fyrstu til- kynningarnar um lús hafa þegar bor- ist. Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í hári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúk- dóma og er því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast af höfuðlús en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára börnum, segir á Vísindavefnum. Heilbrigðisyfirvöld segja mikilvægt er að þeir sem greinast með höfuðlús eða forráðamenn þeirra bregðist strax við smitinu, með þeim aðferð- um sem ráðlagðar eru til að komið sé í veg fyrir dreifingu til annarra. Leita þarf að lús í hárinu með ná- kvæmri skoðun, en það er best gert með kembingu með lúsakambi yfir hvítum fleti eða spegli. Finnist lús, jafnvel bara ein, er það merki um að viðkomandi er með höfuðlús og þarf meðferð með lúsadrepandi efni. Nokkur slík efni eru seld í lyfjaversl- unum án lyfseðils. Tveir af hverjum þremur sem smitaðir eru af höfuðlús hafa engin einkenni. Einn af hverjum þremur fær kláða. Kláðinn stafar af ofnæmi sem myndast með tímanum gegn munnvatni lúsarinnar. Kláðinn getur orðið mikill og húðin roðnað og bólgnað þegar viðkomandi klórar sér. Í einhverjum tilfellum geta myndast sár sem sýking getur kom- ist í. sisi@mbl.is Höfuðlúsin er komin á kreik í skólum borgarinnar Mikilvægt er að foreldrar bregðist strax við smitinu Nærmynd Lúsin er saklaus að sjá eins og hún birtist í smásjá. Fundur Icesave-viðræðunefnda annars vegar Íslendinga og Breta og Hollendinga hins vegar hófst í Hollandi í gær en nefndirnar hitt- ust síðast í júlí. Lárus Blöndal hæstarétt- arlögmaður, sem á sæti í viðræðu- nefnd Íslands, sagði fátt fréttnæmt hafa gerst á fyrsta fundinum í þess- ari lotu í gær. „En þetta heldur áfram á morgun [í dag] og þá gerist kannski eitthvað,“ sagði Lárus. „Menn voru bara að viðra sín sjón- armið, lýstu sinni nálgun á málið.“ Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins sagði í sumar að ekki væri ríkisábyrgð á Icesave-reikning- unum. „Þetta var ekki rætt sér- staklega. Við höfum gert það áður þó að það hafi ekki verið gert á formlegum fundum. Menn hittast jafnvel á tveggja manna fundum ef þannig ber undir,“ sagði Lárus. kjon@mbl.is Viðruðu sjónarmið um Icesave-málið Stjórn VM – Fé- lags vélstjóra og málmtækni- manna lýsir í gær yfir furðu sinni á fjárfest- ingum Framtaks- sjóðs Íslands í til- kynningu sem félagið sendi frá sér. Telur það þær „fara langt fram úr sam- þykktum sjóðsins“. Stjórn VM úti- lokar ekki að lífeyrissjóður fé- lagsmanna VM dragi sig út úr sjóðnum. Ekki hafi verið farið eftir þeim verklagsreglum og sam- þykktum sem stjórnir lífeyrissjóða félagsmanna hafi gengið út frá þeg- ar þær samþykktu að leggja fjár- muni í sjóðinn. VM gagnrýnir Fram- takssjóð harðlega Geitungar námu hér land á áttunda áratug síðustu aldar og hafa fjórar tegundir náð að festa sig í sessi. Þær eru trjágeitungur, holugeitungur, húsageitungur og roða- geitungur. Tvær fyrstnefndu tegundirnar eru algengastar og virðist stærð stofns trjágeitunga stöðug, en holugeitungurinn sveiflast meira milli ára. Húsageitungur er sennilega horfinn og roðageitungur hefur ekkert fundist í ár þannig að Erling setur spurningarmerki við landnám hans. Hann segir að trjágeitungur sé yfirleitt til friðs í borginni en „úti í náttúrunni getur hann verið ótrúlega kvikur og uppstökkur.“ „Kvikur og uppstökkur“ FJÓRAR TEGUNDIR Adolf Guðmunds- son, formaður LÍÚ, segist ekki átta sig á hvað felist í tilkynn- ingu formanna ríkisstjórn- arflokkanna um að þjóð- aratkvæða- greiðsla um kvótakerfið verði undirbúin ef ekki náist sátt um breytingar á fiskveiðistjórnkerfinu. Adolf bendir á að nefnd um endur- skoðun laga um stjórn fiskveiða sé ekki búin að skila niðurstöðum. Það sé erfitt fyrir menn að vinna að sátt þegar hótað sé að fara allt aðra leið ef einhver er ósáttur við útkomuna. Það sé heldur ekki ljóst hvað þurfi að vera margir ósáttir til að málið verði sett í þjóðaratkvæði. „Útgerðarmenn eru hins vegar ekkert á móti þjóðaratkvæða- greiðslu en við vitum ekkert hvernig þetta er hugsað. Þetta hefur aldrei verið nefnt í okkar eyru og ég veit því ekki hvað þarna vakir fyrir rík- isstjórninni.“ egol@mbl.is Erfitt að átta sig á tillögunni Þjóðaratkvæði um kvótakerfið? Adolf Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.