Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bensín sem selt var hér á landi í vor og fór illa í til- teknar gerðir kerta í bílvélum stóðst allar gæða- prófanir, bæði hjá olíufélögunum og hjá óháðri rannsóknastofu, að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra eldsneytis hjá N1. „Allir eldsneytisfarmar eiga að standast ákveðnar alþjóðlegar gæðakröfur og þessi farmur stóðst þær,“ sagði Magnús. Ekkert fannst athuga- vert við bensínið við rannsókn hér á landi. Sýni úr farminum var einnig sent til rannsóknar erlendis og fannst ekkert athugavert í henni. Íblöndunarefni í bensíninu, svonefndur „octane booster“, virðist hafa valdið því að tilteknar gerðir kerta virkuðu illa og kom það niður á vinnslu þeirra bíla sem hafa þau. Magnús sagði að birgir íslensku olíufélaganna, finnska olíufyrirtækið Neste Oil, hefði upplýst að „octane booster“ hefði verið í bens- íninu, en sennilega væru íblöndunarefni með sömu virkni í flestu bílabensíni. Það sérstaka var að þessi tiltekna sending fór illa í ákveðnar kertagerðir. Bensínfarmurinn sem um ræðir kom til landsins í apríl og var aðallega seldur í maí hjá öllum olíufé- lögunum. Hann samsvaraði fjögurra vikna notkun af bensíni. Á þessum tíma stóð yfir vinna í olíu- hreinsunarstöð Neste Oil sem olli því að þeir keyptu þennan farm á markaði til að standa við samninga við íslensku olíufélögin. Magnús sagði það vera dag- legt brauð að slíkt væri gert. Hann sagði að þetta hefði ekki haft áhrif á marga bíla og þorra bíla hefði verið ekið á bensíninu vandræðalaust. Í samtali Morgunblaðsins við Hermann Guð- mundsson, forstjóra N1, í gær kom fram að fyr- irtækið hefði bætt nokkrum bíleigendum tjón vegna notkunar bensínsins. Magnús var spurður hvort fyrirtækið ætti endurkröfurétt á hendur framleiðanda bensínsins. „Það er ekki orðið skýrt en það verður að hafa í huga að bensínið stóðst allar gæðakröfur,“ sagði Magnús. Engar kvartanir höfðu borist til FÍB Ekki þótti ástæða til að tilkynna bíleigendum sérstaklega þau vandræði sem sumir urðu fyrir vegna íblöndunarefnisins, enda komu kvartanir ekki fram fyrr en bensínsendingin var að klárast, að sögn Magnúsar. Félag íslenskra bifreiðaeigenda birti grein um bensínið á heimasíðu sinni í gær. Þar kom fram að FÍB hefðu ekki borist neinar kvartanir vegna gang- truflana af völdum umrædds bensíns. Bensínið stóðst gæðakröfur  Bensínfarmur sem seldur var hér á landi í vor fór illa í tiltekna kertagerð bíla  Bílarnir misstu afl vegna íblöndunarefnis  Ekkert athugavert kom fram við rannsókn á bensíninu hér og erlendis „Allir eldsneytisfarmar eiga að standast ákveðnar alþjóðlegar gæðakröfur og þessi farmur stóðst þær.“ Aukaefni í bensíni » Bensínfarmur sem kom til landsins í apríl innihélt „oct- ane booster“ en íblöndunar- efnið jafnar oktantölu bens- ínsins. » Íblöndunarefnið truflaði kerti sumra bíla og virðast bandarískir bílar hafa orðið einkar illa úti. » Margir bíleigendur leituðu til bílaverkstæða vegna gang- truflana í sumar. Þá kom í ljós rauðleit húð á kertum vél- anna. DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR (KUNG-FU) OPIÐ HÚS Heilsurækt Sjálfsvörn fyrir konur Wu Shu Art (Kung-Fu) Tai Chi Hugræn teygjleikfimi Qi Gong Heilsumeðferð Nálarstunga Fjölbreytt nudd Tækjameðferð Snyrting Dekur Spa LAUGARDAGINN 4. SEPTEMBER Í HEILSUDREKANUM SKEIFUNNI 3J HEILSUVÖRUR - HEILSUTE Opnir tímar - Sýningar Sími: 553 8282 ¦ heilsudrekinn@heilsudrekinn.is ¦ www.heilsudrekinn.is Rússneska barkskipið Sedov lagði að hafnarbakkanum í Reykjavík í gær. Skipið er næststærsta seglskip í heim- inum. Það tilheyrir tækniháskólanum í Murmansk og er notað til að þjálfa unga sjóliða. Sedov hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum siglingakeppnum og unnið marg- vísleg verðlaun. Minnast skipalesta bandamanna Heimsóknin er tileinkuð hátíðarhöldum í tilefni þess að 65 ár eru liðin frá sigri í seinni heimsstyrjöldinni. Ætl- að er að minnast skipalesta bandamanna sem fóru frá Hvalfirði til Murmansk og Arkhangelsk á stríðsárunum. Sedov mun liggja við Miðbakka í gömlu Reykjavíkur- höfninni til 5. september þegar það heldur för sinni áfram. Skipið verður opið almenningi í dag, föstudag, og á morgun frá kl. 9-18. Morgunblaðið/Ernir Í Reykjavíkurhöfn Sedov er næststærsta seglskip í heiminum og er það notað til að þjálfa unga rússneska sjóliða. Morgunblaðið/Ernir Í röð Sjóliðarnir bíða eftir að fá vegabréfin sín afhent. Næststærsta seglskip heims  Barkskipið Sedov í heim- sókn í Reykjavíkurhöfn Kristján Jónsson kjon@mbl.is Taugatitringur var í gær í röðum Vinstri grænna vegna frétta á vef ráðuneytis samgöngu- og sveitar- stjórnarmála þar sem sagði að ráð- herrann, Kristján Möller, myndi veita Flugmálastjórn heimild til að undirbúa skráningu herþotna hol- lenska fyrirtækisins ECA Program hér á landi. Samkomulag hefði náðst um máli milli leiðtoga stjórnarflokk- anna. VG hefur áður lýst miklum efasemdum um málið. Í fréttatilkynningu frá Hrannari Arnarssyni, aðstoðarmanni Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, í gær var tekið fram að ekkert slíkt samkomulag hefði náðst. En samið hefði verið um að afla frekari gagna. Ertu ekki búinn að skrifa bréfið? „Hér er ekki verið að hefja skrán- ingu sem slíka heldur undirbúning og svara spurningum áður en ákveð- ið verður að fara á næsta stig,“ segir Kristján Möller. „Ég fór með þetta inn í ríkisstjórn fyrir nokkrum mán- uðum og það var rætt en beðið um frekari gögn og sú gagnavinna hefur átt sér stað undanfarið. Fyrir 10-15 dögum átti ég fund með Jóhönnu og Steingrími um þetta mál. Samkomu- lag varð um að aðstoðarmaður minn og aðstoðarmaður Steingríms færu í frekari gagnasöfnun, reyndu að svara ákveðnum spurningum og setja fram spurningar sem myndu vakna og skila okkur þessu, þá yrði hægt að fara með þetta á næsta stig. Þetta átti að klárast sem fyrst. Ég hitti forsætisráðherra og fjármála- ráðherra á þriðjudag eftir ríkis- stjórnarfund. Þá sátum við þrjú og fórum yfir þessi drög að minnisblaði og punktana á því. Þetta eru 10 eða 12 spurningar.“ Kristján segist hafa ákveðið að senda formlegt bréf til flugmála- stjóra um málið enda kostar gagna- öflun af þessu nokkurt fé. „Í gær [miðvikudag] er ég á fundi hjá Jó- hönnu þar sem við förum yfir ýmis mál sem varða ráðuneytið. Þetta mál bar á góma og hún spyr: Ertu ekki búinn að skrifa bréfið? Ég segi jú og búinn að skrifa undir það.“ Fær ECA að skrá vélar sínar hér á landi? Titringur í röðum Vinstri grænna vegna málsins Öflug Úkraínsk-smíðuð Sukhoj- þota eins og ECA hyggst nota. Þarf að afla gagna » Áður en ECA fær að skrá vélar sínar hér þarf að svara ýmsum spurningum. Kanna þarf hvaða reglur gilda um svona mál í nágrannaríkjunum, hvort nægileg þekking sé fyrir hendi á Íslandi á þeim vélum sem ECA hyggst nota. » Einnig hver ábyrgð Íslend- inga yrði á vélunum við æfing- ar utan lofthelgi Íslands og loks hvort viðskiptavinir yrðu eingöngu frá ríkjum NATO og ef ekki þá hvaða ríkjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.