Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Bílaumboðið Brimborg hefur ákveðið að lækka verð á Ford- bifreiðum. Starfsfólk umboðsins telur að bílasala muni rétta úr kútn- um á næstu mánuðum enda sjást merki þess að kreppan hafi loksins náð botninum og efnahagur lands- ins sé á uppleið, að því er fram kem- ur fréttatilkynningu frá umboðinu. Verðlækkanirnar eru mismun- andi eftir bílategundum en þær nema hundruðum þúsunda króna. Nefna má sem dæmi að Ford Ka Trend Plus sem kostaði áður 2.390.000 kr. kostar nú 1.980.000 kr. Ford Fiesta Trend kostaði áður 2.990.000 kr. en kostar nú 2.390.000 kr. Ford Focus Trend Collection kostaði áður 3.920.000 kr. en kostar nú 3.390.000 kr. Ford Mondeo Trend kostaði áður 5.170.000 kr. og lækkar nú niður í 3.950.000 kr. Brimborg lækkar verð á Ford Telja að botninum hafi nú verið náð Morgunblaðið/Eyþór Ford Lækkunin hjá Brimborg nem- ur hundruðum þúsunda króna. Ljósanótt í Reykjanesbæ var sett í 11. sinn í gær þegar nemendur í leik- og grunnskólum slepptu 2000 blöðrum til himins við Myllubakka- skóla í Keflavík. Nemendur komu til athafnarinnar í skrúðgöngu í lit- um skólanna og með fánum og trommuslætti. Framundan er fjölbreytt dagskrá sem stendur yfir í fjóra daga eða til sunnudagsins 5. september. Má þar nefna gríðarlegan fjölda myndlist- arsýninga, tónlistarveislu og skemmtun fyrir alla fjölskylduna enda er Ljósanótt fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Dagskráin hófst strax kl. 13 með opnu púttmóti í boði Toyota í Reykjanesbæ, hraðmóti í körfu- bolta í Ljónagryfjunni í Njarðvík og pílukastmóti. Í gærkvöld voru flest- ar listsýningarnar svo opnaðar. Gestir voru hvattir til að mæta með höfuðföt. Ljósanótt í Reykjanesbæ Morgunblaðið/Hilmar Bragi Eftirvænting Frá Ljósanótt í Reykjanesbæ í gær. Sleppt var 2.000 blöðrum við Myllubakkaskóla. Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Full búð af nýjum vörum Kvarterma, þunn peysa með áföstum toppi Verð 6.900 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.