Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 11
Holtagörðum 2. hæð Sími 512 6800 www.dorma.is dorma@dorma.is 30x30 cm kr. 99,- 50x100 cm kr. 499,- 70x140 cm kr. 995,- Baðmottur 50x85 cm kr. 1.090,- Ellefu litir OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-17 handklæði - Ný sending ótrúlegt ver ð Daglegt líf 11 þurrkuð blóm. En hún leggur áherslu á að halda sig við þetta gamla, hafa blómin lifandi,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, en hún heldur utan um heimsókn Sa- yoko Iguchi til landsins. Tínir lauf af trjánum Ragnhildur segir að Ikebana sé ekki bundið við nein ákveðin blóm umfram önnur og hún leggi áherslu á að nota þau blóm og annað sem finna má í umhverfinu á hverjum stað. „Þetta eru lifandi blóm og lauf af trjánum. Hún tínir jafnvel bara lauf af trjánum hérna úti. Nokkuð sem við veltum kannski ekkert fyrir okkur en hún kemur auga á að hægt sé að nota á þennan hátt. Það er fyrst og fremst aðferðafræðin við þetta sem skiptir máli.“ Sayoko býr í lítilli borg í nágrenni japönsku borgarinnar Niigata á vest- urströnd landsins. „Hún fer fjórum sinnum á ári til borg- arinnar Kyoto svona til þess að halda sér við en það er aðal- miðstöðin til þess að læra þessa list alveg til fullnustu og á réttan hátt. Það má segja að Kyoto sé vagga þessarar listar,“ segir Ragn- hildur. Hreifst af Íslandi Sayoko og Ragnhildur kynntust þegar þær voru báðar á ferðalagi í Egyptalandi fyrir 15 árum og tveim- ur árum eftir það heimsótti Sayoko Ísland í fyrsta sinn. „Hún hafði lesið um landið og orðið hrifin af því og var alveg staðráðin í að sækja það heim. Hún fór meðal annars hring- inn um það þegar hún kom hingað. Síðan hefur hún verið að hugsa um það í mörg ár að halda sýningu er- lendis á Ikebana og þar sem hún hafði þessi tengsl við mig á Íslandi ákvað hún að fyrsta sýningin erlend- is yrði haldin hér á landi en hún hef- ur haldið margar sýningar í Japan í gegnum tíðina. Þannig tekur hún t.a.m. strax þátt í sýningu þar þegar hún fer heim aftur eftir helgi,“ segir Ragnhildur. Með kynningunni í Garð- heimum vill Sayoko sýna Íslend- ingum inn í undraheim Ikebana að sögn Ragnhildar. Kynningin stend- ur í þrjá daga, 3. til 5. september, frá klukkan 14 til 17 alla dagana. Blóma- skreytingar sem Sayoko hefur hann- að verða þar til sýnis og sýnt verður hvernig unnið er með ýmsan efnivið við gerð fallegra blómaskreytinga samkvæmt aldagamalli japanskri hefð. Lifandi blóm Ikebana er ekki bundið við nein ákveðin blóm umfram önnur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Hinn kunni lagaprófessorAlan Dershowitz viðHarvard-háskóla sagði ífyrirlestri sem hann hélt hér á landi fyrir nokkrum árum að það fyrsta sem lögmaður gerði þeg- ar hann fengi til sín skjólstæðing væri að kanna feril hans á netinu. Á facebook, myspace og öðrum síðum væri aragrúi upplýsinga sem kynnu að varpa ljósi á hagi skjólstæðings- ins. Ungu fólki eins og mér finnst frekar augljóst að fletta öllu upp á netinu en þegar þetta kom frá göml- um lagaprófessor fór ég að hugsa málið á annan hátt. Sérstaklega nú í ljósi sakamáls sem hefur töluvert verið í umræðunni. Dershowitz, sem er hvað þekkt- astur fyrir aðkomu sína að vörn O.J. Simpson í frægu morðmáli, sagði að markaður hefði skapast fyrir fyrir- tæki sem leituðu markvisst uppi við- kvæmar og óviðeigandi upplýsingar um viðskiptavini sína á netinu í þeim tilgangi að hreinsa nafn þeirra. Mið- að við allt það upplýsingaflæði sem stöðugt streymir á netið ætti maður að veðja á þann bransa til að græða pening. Erlendis hafa opinberir starfs- menn þurft að hrökklast úr starfi vegna óviðeigandi djamm-mynda sem hafa verið dregnar fram í dags- ljósið. Þá er oftast um að ræða frek- ar sakleysislegar myndir af þeim of- urölvi í einhverju háskólapartíi. Ég held að margir prísi sig sæla yfir því að facebook og stafrænar mynda- vélar hafi ekki verið til þegar þeir voru á sínu viðkvæmasta ævi- skeiði. Ég hef oft velt fyrir mér hvað allar djamm- myndirnar á facebook muni lifa lengi. Hvað á ég til dæmis að segja eftir 20 ár þegar börn- in mín draga upp mynd af mér á góðri stundu, tekna úr öllu samhengi? Sumir ein- staklingar komast reyndar upp með að segja og gera hvað sem er án nokkurra afleið- inga. Slíkir ein- staklingar geta hagað sér eins og vitfirringar frammi fyrir alþjóð sem aðeins hlær góðlátlega að heimsku- pörunum. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna svo sé og komist að því að tvær meginástæður eru fyrir því að fólk kemst upp með að haga sér eins og fífl. Annaðhvort er við- komandi fífl fyrir alvöru og þar af leiðandi tekur hann enginn alvar- lega. Hins vegar eru til ein- staklingar sem hafa skapað sér ákveðna ímynd meðal almennings sem er það sterk að fátt fær henni breytt. Slíkir geta í versta falli varið gjörðir sínar með því að kalla þær ádeilu á ríkjandi hugsunarhátt í samfélaginu. Þessi síðari hópur er öfundsverður. Slíku fólki yrði jafn- vel boðið að sjá um Stundina okkar þótt það væri með tattú í andlitinu. Talandi um það þá velti Benni Bú vinur minn því lengi fyrir sér hvort hann ætti að fá sér tattú í andlitið eða fésið eins og hann orðaði það. Helst langaði hann að fá sér enska meiðyrðið „Fuck You“ á ennið. Ég réð honum eindregið frá því enda er maðurinn að læra lögfræði. Það tók nokkurn tíma að sannfæra hann en að lokum áttaði hann sig á því að eng- inn ræður lögmann sem á stendur fuck you. Slíkt væri ekki til þess fall- ið að vekja traust og þar sem umræddur Benni er skynsamur maður áttaði hann sig á því. Nógu slæmt verður að takast á við djamm-myndirnar eftir 20 ár! Hjalti Geir Erlendsson| hjaltigeir@mbl.is »Helst langaði hann aðfá sér enska meiðyrðið „Fuck You“ á ennið. Ég réð honum eindregið frá því enda er maðurinn að læra lögfræði. Heimur Hjalta Geirs 1. Rudolph Valentino og Jean Acker. Gift í sex klukkutíma árið 1919. 2. Britney Spears og Jason Alexander. Tveir dagar 2004. 3. Carmen Electra og Dennis Rodman. Níu dagar 1998. 4. Mario Lopez og Ali Landry. Tvær vikur, 2004. 5. Ethel Merman og Ernest Borgnine. Fjórar vikur, 1964. 6. Chris Kattan og Sunshine Tutt. Átta vikur, 2008. 7. Lisa Marie Presley og Nicolas Cage. Þrír mánuðir, 2002. 8. Renée Zellweger og Kenny Chesney. Fjórir mánuðir, 2005. 9. Bradley Cooper og Jennifer Esposito. Fjórir mánuðir, 2006. 10. Jennifer Lopez og Cris Judd. Fjórir mánuðir, 2001. Sambönd Reuters Spears Á næst- stysta hjónabandið. Stystu hjónaböndin í Hollywood Samkvæmt hefðinni er andlegur þáttur Ikebana álitinn mjög mik- ilvægur fyrir þá sem stunda þessa blómaskreytilist. Hljóð- látt umhverfi er talið skipta miklu máli þegar listin er iðkuð. Nota eigi tímann til þess að finna til þakklætis fyrir náttúr- una og það sem hún gefur af sér, nokkuð sem fólk horfi gjarn- an framhjá í þeim ys og þys sem einkennir daglegt líf. Markmiðið er að byggja upp þolinmæði og umburðarlyndi fyrir því sem er öðruvísi, ekki aðeins í náttúrunni heldur alls staðar. Ikebana getur þannig veitt fólki innblástur við að koma auga á fegurðina í hlut- unum og umhverfinu og tengj- ast náttúrunni í gegnum af- slöppun fyrir hugann, líkamann og sálina. Þolinmæði og umburðarlyndi BLÓMASKREYTILIST starfar alla jafna við kvikmynda- gerð en á milli anna sinnir hún myndlistinni. Hún verður ekki við- stödd þetta árið. Helga Björg fór aðra leið en systur hennar í sköpunarþránni, hún hannar föt, fylgihluti, svo sem belti og veski og skart, og notar roð í bland við efni. Helga Björg setti á fót galleríið og vinnustofuna „Atelier Einfact“ með systur sinni Lindu í Austurríki þar sem Helga Björg bjó um tíma og þá fóru hjól- in að snúast, að sögn Helgu Bjarg- ar. Galleríið rekur hún enn í Aust- urríki og hefur sýnt fatalínu sína bæði þar og í Lúxemborg. Nú fá Reykjanesbæingar og gestir Ljósahátíðar að sjá nýja línu MÝR design á tískusýningu á Flughóteli í dag kl. 17:00. Sýningar systranna ásamt fjölmörgum öðrum sýn- ingum í Kjarna voru hins vegar opnaðar á fimmtudag kl. 17:30 og standa til sunnudags. Þegar blaðamaður spurði í lokin hvort þær systur hefðu feng- ið hvatningu hver frá annarri svar- aði Rakel því til að mesta hvatn- ingin hefði komið frá móður þeirra systra. „Mamma hefur mikinn áhuga á list og mikla trú á okkur systrum, svo hvatningin er enda- laus.“ Rakel gat þess sérstaklega að einkabróðir þeirra, Júlíus, væri einnig listrænn þótt hann sinnti ekki listsköpun í líkingu við þær systur. „Hann er hins vegar snill- ingur í að gera ónýta og laskaða hluti nýja og nothæfa.“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Tvær af þremur Helga Björg og Rakel við eina af myndum Rakelar á sýn- ingunni. Linda Björk býr út í Austurríki og er ekki viðstödd þetta árið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.