Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Tölvupóstsamskipti starfsmanna FL Group færa sönnur á að viðskipti með Sterling-flug- félagið og stofnun Northern Travel Holding (NTH) voru fyrst og fremst gerð til að falsa eiginfjárstöðu og fegra efnahagsreikninga þeirra félaga sem að viðskiptunum komu. Frá þessu var greint í Viðskiptablaðinu í gær, sem greindi í ítarlegu máli frá sölu danska lágfar- gjaldaflugfélagsins Sterling og Iceland Ex- press inn í NTH. Flugfélagið Sterling var upphaflega selt út úr dönsku fyrirtækjasamstæðunni Tjæreborg árið 1986. Sterling varð síðan gjaldþrota árið 1993, en þá keyptu stjórnendur félagið. Síðan dró ekki til tíðinda fyrr en í mars 2005, þegar fjárfestingafélag Pálma Haraldssonar og Jó- hannesar Kristinssonar, Fons, keypti félagið á 375 milljónir danskra króna. Á þávirði nam kaupverðið fjórum milljörðum íslenskra króna. „Erfið ákvörðun hjá mér og Jóhannesi“ Aðeins sjö mánuðum síðar keypti FL Group Sterling á 15 milljarða króna. Verðhækkunin nam því heilum ellefu milljörðum á afar skömmu tímabili. Þrátt fyrir þessa miklu verð- hækkun á skömmum tíma var greiningardeild Íslandsbanka hæstánægð með viðskiptin. Í umfjöllun greiningardeildarinnar kom fram að rættust áætlanir félagsins um hagnað fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta mættu kaup- in teljast hagfelld, en kaupverð félagsins var sagt tengjast afkomu. Þegar Fons seldi Sterl- ing til FL Group var eftirfarandi haft eftir Pálma Haraldssyni í Morgunblaðinu 24. októ- ber 2005: „Þetta var mjög erfið ákvörðun hjá mér og Jóhannesi. Við lágum yfir þessu í lang- an tíma. [...] Menn skulu átta sig á því að það er engin smáræðis hagræðing sem hefur átt sér stað hjá félaginu nú þegar.“ Einnig var haft eft- ir Hannesi Smárasyni, þá forstjóra FL Group, að forsvarsmenn félagsins „væru mjög ánægð- ir með þennan samning“. Rannsakað sem alvarlegt auðgunarbrot Í yfirlýsingu sem Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group, sendi frá sér í apríl síðastliðnum, mátti lesa milli línanna að þrír milljarðar króna sem hurfu af reikningum FL Group skömmu fyrir kaup Fons hafi verið nýttir til að fjármagna kaup Fons. Peningarnir skiluðu sér þó aftur til FL Group um það fjór- um mánuðum síðar, eða um svipað leyti og Sterling sameinaðist danska flugfélaginu Ma- ersk. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, sagði í samtali við Morgunblað- ið 21. apríl síðastliðinn að millifærslan sem um ræðir væri rannsökuð sem alvarlegt efnahags- brot. Ofmat vísvitandi lagt til grundvallar Það var síðan í lok desember 2006 að félagið NTH var stofnað til að kaupa Sterling og Ice- land Express af FL Group. Þá þótti forsvars- mönnum FL Group tímabært að koma Sterling og Iceland Express af efnahagsreikningi fé- lagsins. Í pósti sem Jón Sigurðsson, þáverandi framkvæmdastjóri FL Group, sendi til sam- starfsmanns var varpað fram eftirfarandi spurningu: „Er ofmat IE jafnmikið og á ST, hlutfallslega? Það er lykilatriði,“ en þarna vísar Jón til félaganna Iceland Express og Sterling. Ofmat á eignum var því lykilatriðið í viðskipt- unum. Tilgangurinn, var eins og áður sagði, að lappa upp á efnahagsreikning FL Group. Eins og áður sagði var sala Fons á Sterling til FL Group afkomutengd. Þau markmið sem miðað var við höfðu ekki náðst, þannig að FL hefði getað krafið Pálma um tæpa sex milljarða króna. Það var ekki gert, heldur var lausnin sú að stofna NTH sem keypti Sterling á enn upp- sprengdara verði, 20 milljarða króna. NTH varð gjaldþrota fyrir ári, eignalaust með öllu. Svikamyllan afhjúpast enn frekar Morgunblaðið/Sverrir FL Hannes Smárason á hluthafafundi árið 2005, þar sem hlutafé var aukið til að kaupa Sterling.  Tölvupóstar sem gengu á milli starfsmanna FL Group sanna að eignaverð var vísvitandi blásið upp úr öllu valdi  Sterling tapaði peningum hratt og örugglega en var keypt og selt á sífellt hærra verði Sterling-svikamyllan » Fons keypti flugfélagið Sterling á fjóra milljarða króna í mars 2005. » FL Group keypti félagið sjö mánuðum síðar á 15 milljarða. » Rúmlega ári eftir það keypti Northern Travel Holding, félag í eigu FL Group, Fons og Sunds, Sterling aftur á 20 millj- arða króna. » Tölvupóstar sem gengu á milli starfs- manna FL Group í nóvember og desem- ber 2006 sýna að verðmiðar flugfélag- anna Sterling og Iceland Express voru vísvitandi hafðir allt of háir við sölu. 22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 ● Landsbankinn hefur sett Límtré Vírnet í söluferli sem fyrirtækjaráð- gjöf bankans annast. Bankinn eign- aðist fyrirtækið þegar BM Vallá varð gjaldþrota í maí síðastliðnum. Þá var því lýst yfir að gengið skyldi frá sölu þess innan hálfs árs. Nú er stefnt að því að salan verði frágengin fyrir áramót. Við yfirtöku Landsbankans á fyr- irtækinu var stofnað um það rekstr- arfélag. Því er stýrt af fyrrverandi aðstoðarforstjóra BM Vallár, Stefáni Loga Haraldssyni, sem jafnframt var framkvæmdastjóri Límtrés Vírnets. Fyrirtækið selur framleiðslu sína einkum á innlendum markaði en hluti hennar hefur verið seldur til Færeyja. Límtré Vírnet í eigu nýrra aðila fyrir áramót Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Aðgerðir verndarsinnaðrar ís- lenskrar stjörnu og vinstristjórnar landsins, til að koma í veg fyrir kaup Magma á HS Orku, valda óvissu um það hvort viðskiptin ganga í gegn.“ Þannig túlkar greiningaraðili NBF- bankans í Kanada stöðu mála í deil- unni um kaup Magma á HS Orku, en stjarnan sem vísað er til er söngkon- an Björk Guðmundsdóttir, sem segja má að hafi verið í forgrunni þeirra sem sett hafa sig upp á móti viðskipt- unum. Aðgerðum Bjarkar og ríkis- stjórnarinnar er líkt við „flugu í skyri Magma.“ NBF er einn stærsti fjárfesting- arbanki Kanada og sendir viðskipta- vinum sínum reglulega fjárfesting- arráðgjöf varðandi skráð fyrirtæki þar í landi. Magma Energy Corp., móðurfélag sænska félagsins Magma Energy AB sem á nú ráð- andi hlut í HS Orku, er þar á meðal. Í skýrslu NBF frá 17. ágúst er því haldið fram að Magma leiti nú að meðfjárfestum, einkum lífeyrissjóð- um, ekki síst í því skyni að „friða“ andstæðinga kaupanna. Með þessu fyrirkomulagi væri jafnframt verið að tryggja lánsfjár- magn til frekari uppbyggingar orku- vinnslu. Gert er ráð fyrir því að framleiðslugetan verði aukin um 230 megavött. Greiningaraðilar NBF segjast gera ráð fyrir því að nefndin sem nú hefur verið skipuð til að fara yfir kaupin komist að sömu niður- stöðu og sú fyrri – að þau stangist ekki á við lög. Tilboðið ennþá á borðinu Ross Beaty sagði, í opnu bréfi til Bjarkar Guðmundsdóttur í júlí, að lífeyrissjóðunum stæði til boða að kaupa 25 prósenta hlut í HS Orku af Magma á sama verði og Magma greiddi fyrir hlutinn sem myndi því ekki hagnast á þeim viðskiptum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segir að lífeyris- sjóðum standi þetta enn til boða þó að prósentutalan sem nefnd hafi ver- ið sé ekki heilög. Hann segir ýmsar tölur hafa verið ræddar í þessu sam- hengi. Viðræður við lífeyrissjóði hafi hins vegar legið niðri um tíma. „Það á eftir að skoða hvort sú vinna fer ekki bara aftur í gang. Ég á frekar von á því að við göngum aftur til við- ræðna við þá,“ segir Ásgeir. Framtakssjóður kaupir ekki Ágúst Einarsson, stjórnarformað- ur Framtakssjóðs Íslands, fjárfest- ingarsjóðs í eigu 16 lífeyrissjóða og Landsbankans, segir sjóðinn ekki ætla sér að taka þátt í fjárfestingu Magma. Engar viðræður séu í gangi eða fyrirhugaðar af hálfu sjóðsins. Framtakssjóðurinn hefur verið aðsópsmikill frá því hann var settur á fót laust fyrir síðustu áramót og keypti nýverið Vestia af Landsbank- anum. Ágúst segir sjóðnum hafa borist erindi frá Magma fyrir nokkru þar sem leitað hafi verið eftir fjár- festingu. Því erindi hafi verið hafnað. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort þeir lífeyrissjóðir, sem að- ild eiga að sjóðnum, ætli sér að fjár- festa í eigin nafni. Andstæðingar sölunnar á HS Orku sagðir vera „fluga í skyri Magma“  NBF segist reikna með grænu ljósi nefndar Morgunblaðið/Ómar Umdeilt Enn sér ekki fyrir endann á deilunum um Magma og HS Orku.                                            !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +0/-0, ++/-11 23-11, +,-/45 +5-.2/ ++4-,2 +-.+0/ +03-00 +1/-34 ++,-42 +0.-/. ++/-00 23-5+, +,-.// +5-.4+ ++0-21 +-.22. +0+-.2 +1/-1 230-+5.4 +23-3+ +0.-4, ++.-2+ 23-54, +,-., +5-1+, ++0-10 +-.251 +0+-,5 +1/-,/ „Northern Travel Holding hefur mjög mikla möguleika. Við erum sannfærð um að þessi einstaka samsetning ólíkra fyrirtækja á eftir að hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlönd- unum,“ sagði Pálmi Haraldsson í til- efni af sölu Sterling til Northern Tra- vel Holding, og bætti við: „Markmiðið er að Northern Travel Hold- ing verði arðbært, framsækið og leið- andi fyrirtæki.“ Rúmlega ári áður hafði Pálmi lýst yfir talsverðri eftirsjá á sölunni á Sterling: „Þetta var mjög erfið ákvörðun.“ Miklir möguleikar Jón Sigurðsson, sem á árinu 2006 var einn framkvæmdastjóra FL Group, virðist vera sá maður sem var falið að hanna Project Scantra- vel, sem var sú aðgerð að fjarlægja Sterling af efnahagsreikningi FL Group. Í pósti til Hannesar Smára- sonar, þáverandi forstjóra, og Ein- ars Þorsteinssonar, annars framkvæmdastjóra FL Group, sagði hann að mik- ilvægt væri að viðskiptin „meikuðu sens út á við.“ Raunin var sú að við- skiptin snerust að miklu leyti um að of- meta verð Sterling og Iceland Ex- press við stofnun NTH. Þarf að meika sens Haft var eftir Hannesi Smárasyni í tilkynningu til Kauphallar Íslands að salan á Sterling og stofnun NTH væri mikilvægt skref fyrir FL Gro- up. Að sama skapi sagði hann að „rekstur Sterling hefði aldrei gengið betur og því mikil tækifæri sem lægju í félaginu fyrir nýja eigendur“. Rúmlega einu og hálfu ári síðar varð Sterling gjaldþrota. Fram kom í Viðskipta- blaðinu í gær að Hannes Smárason hefði neitað að láta gera áreið- anleikakönnun vegna sölunnar á Sterling til NTH. Mikilvægt skref Ragnhildur Geirsdóttir tók form- lega við sem forstjóri FL Group hinn 1. júní 2005, en hætti tæplega fjórum mánuðum síðar. Það var síðan í apríl 2010 að Ragnheiður útskýrði ástæðu uppsagnar sinnar, en það voru fyrirhuguð kaup á Sterling og „óskiljanleg verðhækk- un á þeim fáu mánuðum sem félagið var í eigu Fons.“ Þegar Ragnhildur hætti var útskýringin þó ívið óljósari: „Í ljósi áherslubreytinga hjá félaginu er það sam- komulag milli mín og stjórnar félags- ins að leiðir skilja á þessum tíma- punkti.“ Hætti um leið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.