Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Byrjunin lofaði góðu: Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Ísraels, lagði hönd á öxl Mahmouds Abbas á fundi í Washington eftir að hafa lýst forseta Palestínumanna sem „sam- starfsmanni í þágu friðar“ og lofað að beita sér fyrir „sögulegri mála- miðlun sem gerir báðum þjóðunum kleift að lifa í friði, öryggi og reisn“. „Við sækjumst eftir friði sem bindur enda á átökin á milli okkar í eitt skipti fyrir öll. Við sækjumst eft- ir friði sem endist í mannsaldra. Þetta er friðurinn sem þjóðin mín vill. Þetta er friðurinn sem við verð- skuldum öll.“ Þessi ræða og hlýlegt viðmót Netanyahus við Abbas kom mörgum á óvart en fáir þora að spá því að leið- togunum takist að ná samkomulagi um varanlegan frið. Orð eru til alls fyrst, segja þó sumir og leggja áherslu á að Netanyahu sé eini stjórnmálamaðurinn í Ísrael sem sé fær um að semja frið við Palestínu- menn. Aðrir draga í efa að hugur fylgi máli og trúa því ekki að Net- anyahu sé tilbúinn til að fallast á nægar tilslakanir. Enn aðrir leggja áherslu á að mörg grenjandi ljón séu á veginum, þeirra á meðal íslömsku samtökin Hamas sem eru við völd á Gaza- svæðinu. Leiðtogar samtakanna sögðu í gær að þau myndu halda áfram árásum á Ísraela eftir tvær skotárásir sem kostuðu fjóra Ísraela lífið á Vesturbakkanum fyrr í vik- unni. Talið er að markmiðið með árásunum sé einmitt að spilla fyrir friðarviðræðunum. Enda bætti Netanyahu við í ræðu sinni að hryðjuverkamenn mættu ekki hindra frið. „Við fórum frá Líbanon og fengum hryðjuverk. Við fórum frá Gaza og fengum hryðjuverk. Við viljum tryggja að landsvæðið sem við gefum eftir breytist ekki í þriðja svæðið er nýtur stuðnings Írana til hryðjuverka sem beinast að hjarta Ísraels.“ Með augun á Íran Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, skoraði á leiðtoga Ísraela og Palestínumanna að ná friðarsam- komulagi innan árs. Margir eru þó efins um að þetta markmið náist og viðræðurnar gætu jafnvel farið út um þúfur eftir nokkrar vikur vegna deilu Ísraela og Palestínumanna um landtökubyggðir gyðinga á Vestur- bakkanum. Ástæðan er sú að 26. þessa mán- aðar fellur úr gildi ákvörðun ísr- aelskra stjórnvalda um að banna að hluta stækkun byggða gyðinga á Vesturbakkanum. Palestínumenn hafa hótað að slíta viðræðunum verði bannið ekki framlengt en hægri- menn í stjórn Netanyahus leggja fast að honum að heimila stækkun byggðanna. Andstæðingar Netanyahus í Ísraels segja að ekkert sé að marka ræðu hans á leiðtogafundinum í Washington, hann vilji aðeins láta líta út fyrir að hann vilji semja frið við Palestínumenn til að tryggja sér stuðning stjórnar Obama í máli sem brennur mest á honum – í baráttunni gegn Íran. Netanyahu telur að mikilvæg- asta úrlausnarefni Ísraela í öryggis- málum sé að hindra að Íranar fram- leiði kjarnavopn. Margir fréttaskýrendur telja að Netanyahu leggi svo mikið kapp á að tryggja sér stuðning Bandaríkjastjórnar í þeirri baráttu að hann sé tilbúinn til að semja frið við Palestínumenn, að því tilskildu að tryggt sé að það auðveldi ekki Írönum að komast til áhrifa á Vesturbakkanum. Mikil andstaða er þó meðal hægrisinnaðra bandamanna Net- anyahus við hvers konar tilslakanir í friðarviðræðunum. Margir frétta- skýrendur efast um að Netanyahu sé tilbúinn til að fórna samsteypu- stjórninni og mynda nýja stjórn með Kadima, mið- og vinstriflokki sem er hlynntur friðarsamningum við Pal- estínumenn. Orðin lofa góðu en mörg blóðþyrst ljón eru á veginum 20 km FRIÐARVIÐRÆÐUR ÍSRAELA OG PALESTÍNUMANNA Dauðahaf Jórdaná 2005 Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, lýsa yfir vopnahléi og Ísraelar flytja hermenn og landtöku- menn frá Gaza-svæðinu 2007 Friðarviðræður hefjast á ný fyrir atbeina George W. Bush, stefnt að samkomulagi um stofnun Palestínuríkis 2008 Hamas-samtökin og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé á Gaza en átökin hefjast að nýju hálfu ári síðar 2009 Barack Obama fær forsætisráðherra Ísraels til að hefja viðræður við forseta Palestínumanna en þær bera ekki árangur 2010 20. ágúst Ísraelar og heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum samþykkja friðar- viðræður sem hófust í Washington í gær SAGAN 1948 Maí Lýst yfir stofnun Ísraels- ríkis, breskir hermenn fara og átök við arabaríki hefjast 1949 Átökunum lauk með vopnahléssamningum en ekki náðist formlegt friðarsamkomulag 1979 Anwar Sadat, forseti Egypta, og Menachem Begin, forsætisráðherra Ísraels, undirrita fyrsta friðarsamning Ísraels við arabaríki á fundi með Jimmy Carter 1982 Egyptar fá aftur yfirráð yfir Sínaí-skaga 1993 Óslóarsamningarnir Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra Ísraels, og Yasser Arafat semja um takmarkaða sjálfstjórn Palestínumanna 2000 Viðræður um að Sýrland fái Gólan-hæðirnar aftur fara út um þúfur 2003 Bandaríkin, ESB, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar birta „vegvísi" að friði í Mið-Austurlöndum„Græna línan” (vopnahléslína frá 1949) Byggðir gyðinga „Útvarðarstöðvar” gyðinga Sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna E G Y P TA L . JÓ R D A N ÍA Ramallah Betlehem Maskiot Hebron V E S T U R - B A K K I N N ÍSRAEL Jerúsalem Nablus Jeríkó VESTURBAKKINN ÍSRAEL Gólan-hæðir Stjórnað sem hluta af Ísrael Gaza-svæðið Hernáminu lauk formlega árið 2005 LÍBANON EGYPTA- LAND Sinaí-skaginn SÁDI- ARABÍA JÓRDANÍA Jerúsalem SÝRLAND Svæði sem hernumin voru í Sex daga stríðinu 1967 Vesturbakkinn Enn her- numinn en formlega undir stjórn PalestínumannaEgyptar fengu svæðið aftur SVÆÐI SEM ÍSRAELAR HERNÁMU Barack Obama Forseti Bandaríkjanna Beitir sér fyrir tveggja ríkja lausn, þ.e. stofnun Palestínuríkis Benjamin Netanyahu Forsætisráðherra Ísraels Kveðst tilbúinn til að sættast á málamiðlun en líklegt er að bandamenn hans hafni tilslökunum Mahmoud Abbas Forseti Palestínumanna (á Vesturbakkanum) Krefst banns við stækkun landtökubyggða gyðinga Ismail Haniyeh Leiðtogi Hamas (á Gaza) Mótmælir friðarviðræðunum og viðurkennir ekki tilvistarrétt Ísraels TVEGGJA RÍKJA LAUSN BYGGÐIR GYÐINGA Á VESTURBAKKANUM JERÚSALEM FLÓTTAMENN PALESTÍNUMENNÍSRAELAR HELSTU DEILUMÁL Krefjast þess að flóttamennirnir fái að setjast að í Ísrael Hafna því að Palestínumenn sem flúðu árið 1948 fái að snúa aftur til Ísraels Segja að borgin eigi að vera „óskiptanleg eilífðarhöfuðborg” Ísraels Vilja að Austur-Jerúsalem verði höfuðborg Palestínuríkis Vill halda nokkrum stórum byggðum gyðinga á Vesturbakkanum Vilja að allar byggðirnar verði lagðar niður og álitnar ólöglegar Segja að fyrirhugað Palestínuríki verði að vera herlaust Hafna því ekki að Palestínuríki verði herlaust en vilja að samið verði um það Heimili & hönnun Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 17. september. MEÐAL EFNIS: Ný og spennandi hönnun. Innlit á heimili. Lýsing. Lítil rými. Stofan. Eldhúsið. Baðið. Svefniherbergið. Litir. Gardínur, púðar, teppi og mottur. Blóm, vasar og kerti. Arnar og pallaupphitun. Þjófavarnir. Ásamt fullt af öðru spen- nandi efn um heimili og hönnun. –– Meira fyrir lesendur S ÉR B LA Ð Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. september. Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem eru að huga að breytingar á heimilum sínum. Skoðuð verða húsgögn í stofu, eldhús, svefnherbergi og bað, litir og lýsing ásamt mörgu öðru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.