Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is S jö íslenskir tannlæknar hafa flutt út og farið til starfa á Norðurlöndum undanfarin þrjú ár auk þess sem nokkrir starfa tímabundið erlendis og fleiri eru að hugsa sér til hreyfings. Ástæðan er fyrst og fremst mikill kostnaður við að koma sér upp aðstöðu hérlendis og langur vinnudagur. Ingibjörg S. Benediktsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands 2008-2009, flutti til Bergen í Noregi fyrir rúmu ári þar sem hún fékk starf sem yfirmaður röntgendeildar tannlæknadeildar háskólans þar í borg. Hún hafði starfað sem tann- læknir á Íslandi síðan hún útskrif- aðist úr tannlæknadeildinni 1993. Hún fór í doktorsnám í röntgen- tannlækningum til Árósa í Dan- mörku 1998 og að loknu doktors- prófi byrjaði hún aftur að vinna á Íslandi 2002. Þá fékk hún hlutastarf við tannlæknadeild HÍ og var auk þess sjálfstætt starfandi tannlæknir þar til hún flutti til Noregs. Allt annað umhverfi „Þetta er allt annað umhverfi,“ segir Ingibjörg um breytt starfsskil- yrði og telur að hún verði í Bergen til frambúðar. Hún segir að íslenskir tannlæknar séu eftirsóttir á Norð- urlöndum, eins og reyndar flestir Ís- lendingar, því þeir hafi orð á sér fyr- ir að vera vinnufúsir og góðir tannlæknar. Tannlæknadeild HÍ sé líka mjög góð og íslenskir tann- læknar standi því vel að vígi. Þegar um fylkis- eða skólatannlækningar sé að ræða vilji Norðmenn helst fá tannlækna með einhverja starfs- reynslu, þar sem þeir þurfi oft að vinna einir á afskekktum stöðum. Yngri tannlæknar fari frekar í vinnu á tannlæknastofum. Hún áréttar að eftirspurnin sé mest á minni stöðum og ekki vanti tannlækna í Osló eða Bergen. Stefnuleysi Ingibjörg segir að umhverfi tannlækna á Íslandi hvetji þá til þess að leita á önnur mið. Heilbrigð- iskerfið sé allt í ólestri. Í stuttri for- mannstíð sinni hafi setið þrír heil- brigðisráðherrar og nú sé sá fjórði kominn á tveimur árum. Og alltaf þurfi að byrja frá grunni. „Mér finnst vera óttalegt stefnuleysi í þessum heilbrigðismálum,“ segir hún um skipan mála. Daði Hrafnkelsson flutti til Óð- insvéa í Danmörku með konu og þrjú börn um sl. áramót. Hann ætl- aði að fara í framhaldsnám en kostn- aðurinn við flutningana var meiri en hann hafði áætlað og því fór hann að vinna. Síðan þá hefur hann eignast meirihluta í tannlæknastofunni, þar sem starfa 13 manns og þar af fimm tannlæknar, og stefnir að því að opna aðra stofu í Kolding í desem- ber með fimm tannlæknum og ein- um starfsmanni að auki. „Ég vinn aldrei á föstudögum,“ segir Daði og segir mikla breytingu á vinnutíma. Á Íslandi hafi hann yf- irleitt unnið frá klukkan átta á morgnana til klukkan sex á kvöldin án matarhlés, fyrir utan tíða laug- ardagsvinnu, en nú vinni hann fjóra daga vikunnar frá kl. hálfníu til fimm. Launin séu betri og auk þess fylgi mikil fríðindi starf- inu. Daði útskrifaðist fyrir fimm árum. Hann telur að jafn- aldrar sínir og yngri tann- læknar vilji frekar fara út en steypa sér í auknar skuldir samfara því að opna stofu á Íslandi. Svo séu líka mikil uppgrip í lausamennsku á Norðurlöndum og margir horfi til þess. Norðurlöndin heilla íslenska tannlækna Morgunblaðið/Árni Sæberg Samdráttur Komum til tannlækna á Íslandi hefur fækkað í kreppunni og ís- lenskir tannlæknar eru farnir að huga að störfum erlendis. 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekki er aug-ljósthvers vegna ráðist var í breytingar á rík- isstjórninni. En myndin verður ljósari við skoðun. Skýringarnar sem gefnar hafa verið op- inberlega eru hins vegar ekki beinlínis trúverðugar. Jó- hanna Sigurðardóttir hafði fullyrt að hún hefði fengið fullt og skilyrðislaust umboð frá sínum þingflokki til að gera hverjar þær breytingar sem hún vildi. Það reyndist ofmælt. Því var leikþáttur settur á svið með henni, Jóni Bjarnasyni og Ögmundi Jón- assyni. Látið er líta þannig út að Jóhanna hafi fengið lof- orð frá þeim um stuðning við meginmál sem þeir tveir hafa opinberlega lýst efasemdum um. Á þeim grundvelli veitti þingflokkur Samfylking- arinnar loks samþykki sitt í þeirri tímaþröng, sem boð- aður ríkisráðsfundur skap- aði. Gylfi Magnússon lenti í ógöngum fyrir fáeinum vik- um vegna óvarlegrar um- gengni við sannleikann. Ber- sýnilegt varð að ráðherrann myndi ekki lifa það sem slík- ur að tillaga um vantraust á hann yrði borin fram í þinginu. Óbærilegt var fyrir Gylfa að hrökklast úr stjórn vegna ósanninda og það hefði einnig verið mjög skaðlegt fyrir ríkisstjórnina. Því var þessi ráðherrakapall lagður. Ragna Árnadóttir hlaut að fylgja Gylfa brott ella væri augljóst að ósannindamálin væri hin raunverulega ástæða fyrir hvarfi hans. Látið var sem breytingar á ráðuneytum samkvæmt áætl- un ríkisstjórnarinnar hefðu þegar náð fram og þess vegna væri uppstokkun í stjórninni. Þær breytingar hafa enn ekki átt sér stað. Ráðherrarnir sem inn komu fara með tvö ráðuneyti í stað eins, svo sem oft hefur gerst áður. Engin raunveru- leg og enn síður formleg breyting hefur orðið á ráðu- neytunum. Meginskýringin sem gefin er opinberlega á uppákomunni er því röng. Það gerir breytingarnar farsakenndar, svo ekki sé fastar kveðið að. Þetta mál og vandræðagangurinn í kringum það undirstrikar enn að núverandi forsætis- ráðherra er fjarri því að valda sínu hlutverki. Og sú staðreynd hefur verið árétt- uð með því að færa smám saman öll veigamestu verk- efnin úr forsætisráðuneytinu og hlaða sífellt fleiri verk- efnum og völdum á fjár- málaráðuneytið, stundum með stuttu stoppi í við- skiptaráðuneytinu. Ísland notar hlutfallskerfi við sínar kosningar. Af því leiðir að það er land samsteypu- stjórna. Þegar af þeirri ástæðu eru áhrif forsætisráð- herrans hér minni en vera myndi ef einmennings- kjördæmi myndu stuðla að eins flokks meirihluta eins og tíðkast sums staðar. Það hef- ur verið lykillinn að öflugu hlutverki forsætisráðherra hér á landi þrátt fyrir þetta að hann hefur löngum verið æðsti yfirmaður efnahags- mála. Því lauk með Jóhönnu Sigurðardóttur. Það má vera skiljanlegt í hennar persónu- lega tilviki en er skaðleg fyr- ir stjórnskipunina. Ráðherrakapallinn var afbrigði af löngu vitleysu} Kapallinn gekk ekki upp Í tengslum viðbreytingar á ráðherraliði rík- isstjórnarinnar voru birtir nokkr- ir áherslupunktar hennar sem vinna á að í framhaldinu. Einn punkturinn sneri að fisk- veiðistjórnarkerfinu. Sér- kennilegt var að þeim punkti var fylgt eftir með hótunum. Ef ekki næðist „sátt“ um fiskveiðistjórnunina, sem rík- isstjórninni hugnaðist, myndi hún standa fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið. Slík framganga er ekki líkleg til að skapa traust og ýta undir málefnalega vinnu. Og það er einnig æði sérstakt að ein- mitt þessir stjórnarherrar skuli hóta mönn- um með þjóð- aratkvæða- greiðslum. Ein slík fór fram fyrir rúmu hálfu ári. Hin fyrsta í langan tíma. Stjórn- arherrarnir fundu henni allt til foráttu og sögðu hana fyr- irfram marklausa, vegna þess „að annar samningur lægi þegar á borðinu“. Það reyndust hrein ósannindi eins og svo margt annað. Þjóðin hélt sínu striki og bjargaði þjóðarhag, að minnsta kosti um sinn. Furðuleg er fram- ganga ríkisstjórn- arinnar gagnvart sjávarútveginum} Hótanir enn F rá örófi alda höfum við mannfólkið verið heltekin af því hver við er- um. Hvað felst í því að vera mað- ur? Að hve miklu leyti erum við fullsköpuð við fæðingu og að hve miklu leyti ræðst eðli okkar af umhverfinu? Sumir hafa kallað okkur blendinga af englum og djöflum – verur sem eru færar um hræðilega illsku og ótrúlega góðmennsku og oft er það sami maðurinn sem getur sýnt af sér bæði illsku og góðmennsku. Nefna má sem dæmi að maðurinn, sem líklega verður um alla tíð þekkt- ur sem versta eintak tegundarinnar, Adolf Hitl- er, var víst afar góður við börn. Aðrir hafa kallað manninn hinn nakta apa og vilja meina að við eigum meira sameiginlegt með okkar nánustu ættingjum í dýraríkinu en mörgum þykir þægilegt. Þessi kenning virðist byggjast á því að hegðun okkar og samfélagsuppbygging eigi sér líffræðilegar rætur. Að kalla manninn samfélagsveru er gríðarleg klisja, en það er engu að síður satt. Margir vísindamenn telja nú að ástæðan fyrir því að heili forfeðra okkar stækkaði jafn- hratt og hann gerði hafi verið til að geta betur tekist á við lífið í samfélagi við aðra menn. Til að geta tileinkað sér tungumál og til að geta betur skilið aðra menn þurfti heili okkar að stækka. Það má því segja að við séum hönnuð – ef það er ekki of hlaðið hugtak – til að lifa í samfélagi við aðra. Ég held að það hafi verið rithöfundurinn Terry Pratc- hett sem sagði að þegar við fæðumst séum við menn en ekki manneskjur. Mannkynið sé klúbbur, sem þú færð ekki inngöngu inn í nema með því að gangast undir ákveðnar samskipta- og hegð- unarreglur. Tilgangurinn með uppeldi og menntun barna er sem sagt að breyta þeim úr litlum, afar sætum apaköttum í manneskjur. Þetta er svolítið harkaleg lýsing á börnum, en ég held að í henni sé mikill sannleikur. Ef maður umgengst ekki annað fólk og ef maður er of mikið út af fyrir sig þá held ég að maður minnki sem manneskja. Ég held að það sé ekki tilviljun að þegar maður les af mönnum í út- löndum, sem hafa gengið inn á veitingastað eða skólalóð og hafið skothríð á saklausa vegfar- endur, sé þeim iðulega lýst sem einförum, sem ekki hafi haft mikið með annað fólk að gera. Þetta þýðir ekki að maður eigi aldrei að eiga stund út af fyrir sig. Ég persónulega verð skelfilega leiðinlegur félagsskapur ef ég fæ ekki reglulega að vera einn með sjálfum mér. En allir þurfa á öðru fólki að halda, svo ekki sé til annars en að minna þá á hvað það er að vera manneskja og að annað fólk séu manneskjur líka. Það má vel vera að við fæðumst sem naktir apar en sam- félag við foreldra okkar og fjölskyldu lyftir okkur upp á æðra plan. Líkja má okkur við engla og djöfla, en hættan á því að djöfullinn nái yfirhöndinni er meiri ef hann er sá eini sem maður talar við. Við erum öll partur af tegundinni homo sapiens, en það eru vinir okkar og vandamenn sem gera okkur að manneskjum. Bjarni Ólafsson Pistill Engillinn, djöfullinn og nakti apinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Sigurður Benediktsson, for- maður Tannlæknafélags Ís- lands, segir að mikil eftirspurn sé eftir tannlæknum á Norð- urlöndum og sérstaklega nýút- skrifaðir tannlæknar hugsi sér gott til glóðarinnar. Menn sjái fyrir sér minni vinnu og betri af- komu erlendis. Dýrt sé að koma sér upp aðstöðu á Íslandi og lít- ið hafi verið um að nýjar tann- læknastofur hafi verið opnaðar undanfarna mánuði og misseri. Árlega útskrifast 6-7 manns úr tannlæknadeild HÍ. Sigurður segir að miðað við óbreytt ástand sé ástæða til að ótt- ast að nýútskrifaðir tann- læknar hverfi í auknum mæli til starfa erlendis, en þeir sem séu með stof- ur séu fastir í báða fætur. Reyndar hafi tannlæknar almennt nóg að gera en þeir þurfi að vinna mikið til þess að þéna nóg. Góð kjör er- lendis heilli því marga. Minni vinna og hærri laun TANNLÆKNAR ERLENDIS Sigurður Benediktsson tannlæknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.