Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Golli Á æfingu Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sýnir landsliðsmönnunum hvernig eigi að taka Norðmenn í nefið, en liðin mætast í undankeppni EM í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld. Nú eru samningarnefndir aftur byrjaðar að funda vegna Icesave- málsins milli Íslands, Bretlands og Hollands. Ótti fjármálaráðherra við hugsanlegar afleiðingar dóms EFTA- dómstólsins ásamt yfirlýsingum for- svarsmanna ríkisstjórnarinnar tengd- um þriðju endurskoðun AGS á efna- hagsáætlun Íslands benda til þess að stjórnvöld muni hugsanlega enn einu sinni reyna að flýta sér of mikið í þessari vinnu. Það er því hætta á því að framtíðarhagsmunir Íslands verði fyrir borð bornir í þriðja sinn. Ný nálgun er nauðsynleg Íslenska þjóðin gaf skýr skilaboð þegar hún hafnaði síðustu samningum um Icesave (Icesave 2) í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 6. mars síðastliðinn með yfirgnæfandi meiri- hluta, eða 98% atkvæða. Það er því ljóst að nýir samningar verða að byggjast á öðrum grunni en þeir sem komið hafa fram hingað til. Munum að Icesave-ábyrgðin er ekki skuld íslenskra heimila. Að veita ótakmark- aða ríkisábyrgð á risavöxnum höfuðstól með háum vöxtum, eins og gert hefur verið í Icesave-samningum hingað til, er eins og að skrifa upp á óútfylltan tékka sem skal greiðast úr vasa skattgreiðenda. Þeir 5,5% vextir sem gengið var út frá í síðustu Ice- save-samningum gátu komið í veg fyrir hag- vöxt og gerðu auk þess ráð fyrir að Bretar og Hollendingar högnuðust beinlínis á samningunum. Enginn á að hagnast á þessu máli. Vegna stærðar Icesave-kröfunnar, miðað við íslenskt hagkerfi, og skorts á lagalegum forsendum fyrir henni sætir furðu að ríkisstjórnin skuli tvívegis hafa samþykkt svo gallaða samninga. Engin tak- mörk voru sett á þá áhættu sem Íslend- ingum var ætlað að taka á sig. Mótaðilar okkar tóku engan þátt í áhættu af end- urheimtum eignasafns Landsbankans og því ef neyðarlögin standast ekki umfjöllun dóm- stóla. Gert var ráð fyrir ríkisútgjöldum sem hefðu skert lífskjör hérlendis og skópu hættu á greiðsluþroti íslenska ríkisins. Eng- ir fyrirvarar voru settir sem tengdu greiðslur við stöðu íslenska hagkerfisins. Hér var raunveruleg hætta á að lánið yrði eilífðarlán með tikkandi vöxtum um ókomin ár. Með fyrirvörum Alþingis við fyrstu Ice- save-samningunum var brugðist við þessum hættum að nokkru leyti en þeir gengu samt sem áður ekki nægilega langt. En mótaðilar okkar hafa ekki fallist á slík tilboð. Þvert á móti hafa þeir samningar sem gerðir hafa verið sett alla áhættuna skilyrðislaust á Ís- land. Slík lausn er ekki ásættanleg! Þrotabú Landsbankans á að standa undir skuldum vegna Icesave Sú grundvallarhugsun þarf að standa að baki Icesave-samningum að þrotabú Lands- bankans standi straum af greiðslum vegna þrots bankans en ekki íslenskir skattgreið- endur. Einkabankinn á að greiða sínar eigin skuldir. Krafa Breta og Hollendinga er 3,9 milljarðar en verðmæti eignasafns Lands- bankans er metið á um 6,6 milljarða. Það eru því til nálægt tvöfalt meiri fjármunir í þrotabúi Landsbankans en nemur Icesave- kröfunni. Hvert er þá vandamálið? Vanda- málið er að Bretar og Hollendingar krefjast þess að fá helming eigna Landsbankans til móts við útgjöld sem þeir stofnuðu til þegar þeir greiddu sínum sparifjáreigendum um- fram lágmarkstrygginguna af pólitískum ástæðum. Þær fjárhæðir voru greiddar án samráðs við Íslendinga og eru auk þess tryggðar að langmestu leyti í breska inni- stæðutryggingasjóðnum, sem Landsbankinn var aðili að. Bretar eiga því enga heimtingu á að íslenskir skattgreiðendur taki á sig ómælda áhættu og lífskjaraskerðingu um ókomin ár til að bæta þeim upp þá fjárhæð. Eðlilegt er að endurheimtur úr eignasafni Landsbankans gangi fyrst til greiðslu þeirr- ar upphæðar sem tilskipanir ESB gera ráð fyrir að séu tryggðar, þ.e. allt að 20.887 evrum á reikning. Landsbankinn gerir ráð fyrir 90% heimtum og trúi mótaðilarnir því mati ætti það ekki að vera erfiðleikum bundið fyrir þá að samþykkja slíkan for- gang. Ef þeir trúa ekki þessu mati, af hverju ættu Íslendingar þá að gera það? Það ætti því ekki að þurfa að koma til rík- isábyrgðar. Nýr samningur má ekki byggjast á þeim gömlu Það er öllum málsaðilum í hag að sann- gjarn samningur náist. Slíkur samningur verður að byggjast á Brussel-viðmiðunum og takmarka efnahagslega áhættu Íslands. Jafnframt verður hann að byggjast á þeirri grundvallarhugsun að einkabanki, sem greiðir arð til eigenda sinna þegar vel geng- ur, varpi ekki skuldum sínum yfir á skatt- greiðendur þegar illa fer. Nýr samningur má ekki byggjast á grunnatriðum sem ís- lenska þjóðin hefur þegar hafnað í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Til að ná sanngjarnari niðurstöðu, sem íslenska þjóðin getur fellt sig við, verður að vanda til verka nú í þriðju tilrauninni til að semja um Icesave. Fyrstu tvö skiptin hafa kennt okkur að flas er ekki til fagnaðar. Eftir Jóhannes Þór Skúlason, Ragnar F. Ólafsson, Eirík S. Svavarsson og Ólaf Elíasson »Munum að Icesave-ábyrgð- in er ekki skuld íslenskra heimila. Einkabankinn á að greiða sínar eigin skuldir. Jóhannes Þ. Skúlason Icesave 3: Áminning til ríkisstjórnar og samninganefndar Íslands Ragnar F. Ólafsson Eiríkur S. Svavarsson Ólafur Elíasson Höfundar eru meðlimir InDefence-hópsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.