Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Á síðustu vikum hafa helstu talsmenn virkjana á Íslandi hafið nýja sókn í virkjanamálum sem byggist á því að þeir segjast sjálfir berj- ast fyrir friðun þeirra virkj- anasvæða, sem dýr- mætust eru sem náttúruverðmæti, og einnig nýta umhverfisvænstu virkjanakostina. Síðasta útspilið kemur frá Jóni Gunnarssyni al- þingismanni sem fullyrðir að Norðlingaölduveita sé umhverf- isvænsti virkjanakostur Íslands og nefnir stærð miðlunarlóns því til sönnunar. Hann fetar þarna í fótspor annarra virkjanaglaðra baráttumanna sem gera pró- sentureikning að aðalrökum fyrir því að bæði sé hægt að friða og virkja sama svæðið. Úlfurinn ætl- ar að vernda 98% af ömmu Rauð- hettu, éta aðeins 2% af henni, augun, nefið og munninn. Jú, þeir hafa meðal annars sett fram þá frábæru lausn að friða 98% af Gjástykki en virkja aðeins 2%. Lítum fyrst á „umhverfisvænsta virkjunarkostinn“ að dómi Jóns Gunnarssonar, Norðlingaöldu- veitu. Hann getur þess ekki í grein sinni að með því að taka Þjórsá úr farvegi sínum við Norðlingaöldu og veita henni yfir í Þórisvatn er þurrkaður upp tæplega 30 kílómetra langur kafli árinnar þar sem eru þrír stórir fossar og tveir þeirra, Gljúf- urleitarfoss og Dynk- ur, álíka stórir og Gullfoss. Ég tel að Dynkur í fullri stærð sé flottasti stórfoss Íslands vegna þess hve ólíkur hann er öllum öðrum fossum og einstæður að því leyti. Samkvæmt rök- semdafærslu Jóns væri það jafnvel enn umhverfisvænni kost- ur að virkja Gullfoss með miðlun í Hvít- árvatni og einnig sú hugmynd að virkja helming afls Dettifoss, eins og fyrirhugað er, en ljúga síðan eftir það að útlendingum að sá foss sé aflmesti foss Evrópu. Faghópur Rammaáætlunar um áhrif virkjana á ferðaþjónustu hefur komist að þeirri dýrlegu niðurstöðu að gildi komandi virkjanasvæða fari eftir þeim ferðamannafjölda, sem hingað til hefur verið þar á ferli, en ekki eftir þeim möguleikum sem bætt aðgengi og fræðsla geti skapað. Þarna er augljóst ósamræmi í mati á virkjanakostum annars vegar og gildi til ferðamennsku hins vegar. Ef menn gefa sér það að núverandi ástand nýtingar eigi að ráða á báðum sviðum og jafn- ræðis gætt yrði niðurstaðan þessi: Ferðamennska: Áhrif á hana yrðu lítil af því að lítil umferð ferðamanna hefur verið á áhrifa- svæðinu fram að þessu og ekkert gert til að bæta aðgengi að því og auglýsa gildi þess sem ónsnortins náttúruverðmætis. Virkjun: Jákvæð áhrif hennar eru engin af því að það hefur ekki verið virkjað! Lítum síðan á nýjustu náttúruverndaráætlanir virkjanamanna sem vilja leysa málin með því að friða 98% við- komandi svæða. Gjástykki er 100 ferkílómetrar og friða á 98 af þeim en virkjunarmannvirki að- eins að þekja tvo ferkílómetra. Þarna er ekki tekið tillit til þess að virkjanamannvirkin sjást nær alls staðar að á svæðinu enda yrðu þau á því miðju. Tökum hliðstæðu. Askja er 100 ferkíló- metrar og því allt í lagi að friða 98 Ferkílómetra en setja upp tveggja ferkílómetra virkj- anamannvirki í henni miðri. Eftir sem áður gæti fólk komið þangað og upplifað stemningu fyrstu tunglfaranna og hins ósnortna nýfædda landslags (?) Þingvalla- þjóðgarður er um 100 ferkíló- metrar en í góðu lagi væri að setja upp jarðvarmavirkjun rétt norðan við gjárnar sem væri tveir kílómetrar á annan veginn og einn kílómetri á hinn með til- heyrandi stöðvarhúsi, borholum, gufuleiðslum og háspennulínum! Svona mætti halda áfram með þessi umhverfisvænu virkjana- áform hvarvetna, m.a. í Kerling- arfjöllum, Kverkfjöllum og við Landmannalaugar. Þingvallavatn er 83 ferkílómetrar en í góðu lagi að virkja bæði í Sandey og Nesjaey úti í vatninu af því að þær eru innan við 2% af flat- armáli vatnsins (?) Síðan væri nú ekki amalegt að kynna þessi um- hverfisvænu áform fyrir Banda- ríkjamönnum sem snerta ekki við mesta jarðvarma- og vatnsafls- orkusvæði sinnar álfu. Yellow- stone er 9.000 ferkílómetrar og í góðu lagi samkvæmt hinni ís- lensku snilldarlausn að setja þar niður virkjanamannvirki á 180 ferkílómetra svæði sem er aðeins 2% af þjóðgarðinum! Kannski væri réttast að enda á dæmi, sem meirihluti þjóðarinnar þekkir, fjallshlíðunum, sem blasa við Reykvíkingum norðan Kolla- fjarðar. Hlíðar þessara fjalla, sem sjást frá Reykjavík, eru um 100 ferkílómetrar. Samkvæmt prósentugaldri mætti réttlæta að gera malarnámu í Esjuhlíðum, sem væri tveggja kílómetra löng og einn kílómetri á breidd, eða sem svaraði einum þriðja af vega- lengdinni frá rótum fjallsins upp á brún. Þetta yrðu aðeins 2% af viðkomandi fjallshlíðum og því mikil friðun fólgin í því að snerta ekki 98% af þeim! Fleiri hlið- stæður mætti nefna. Kyrrð- arstund í kirkju er rofin með ísk- urhljóði sem er aðeins 2% af þeim hávaða sem hægt að fram- leiða í kirkjunni. Í góðu lagi? Annað augað er plokkað úr and- liti Monu Lisu en það er í góðu lagi af því að 98% af andlitinu eru látin í friði? Umræðan í þess- um málum hér á landi er á svip- uðu plani og hún var í Bandaríkj- unum fyrir 40 árum og þykir þar hafa verið næsta brosleg þegar menn líta um öxl. Segja má að í því ljósi reyti íslensku stóriðju- og virkjanafíklarnir af sér brand- arana þótt alvara málsins komi í ljós þegar kafað er betur í málið. Ótrúlegar tillögur um friðun og mat á náttúruverðmætum Eftir Ómar Ragnarsson » 40 ára amerískurbrandari: Úlfurinn vill vernda ömmu Rauð- hettu með því að láta 98% hennar í friði og éta aðeins 2% af henni, aug- un, nefið og munninn. Ómar Ragnarsson Höfundur er formaður Íslandshreyf- ingarinnar – lifandi lands. Fossinn Dynkur í Þjórsá. Þurrkaður upp með Norðlingaölduveitu. Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) er keppni í nýsköpun fyrir alla aldurshópa grunn- skólans. NKG fer fram allan ársins hring. Hefst á haust- in með starfi kenn- ara og nemenda, sem senda afrakstur vetr- arins síðla vors. Við- burðir keppninnar, vinnusmiðja og lokahóf, fara fram á haustin. Tilgangur keppninnar er að gera einstaklingnum grein fyrir sköp- unargáfu sinni og þroska hana í gegnum vinnu með eigin hug- myndir, efla og þroska frum- kvæði nemandans og styrkja þannig sjálfsmynd hans og ekki síst efla nýsköpunarstarf í grunn- skólum og vekja athygli á hugviti barna í skólum og atvinnulífi. NKG er nú haldin í 19. sinn. Keppnin var fyrstu 15 árin starf- rækt meira og minna í sjálfboða- vinnu einstaklinga með ríka hug- sjón fyrir eflingu nýsköpunarmenntar á Íslandi. Stofnandi var Paul Jóhannsson sem nú er sestur í helgan stein eftir dýrmætt ævistarf í þágu ný- sköpunarmenntar. Í kjölfarið tók mennta- og menningarmálaráðu- neytið við umsjón keppninnar. Rekstur og framkvæmd er í höndum NKG-verkefnalausna, með hjálp ómetanlegra sjálf- boðaliða sem bera hugsjón ný- sköpunarmenntar í brjósti sér. NKG er einn af þeim mögu- leikum sem grunnskólum býðst til að efla áhuga barna og ung- linga á nýsköpun. Í ár voru innsendar hugmyndir 1600 tals- ins frá nemendum víðs vegar um land. Árið 2009 bárust alls 2700 umsóknir og þar á undan 3600 um- sóknir. Þessar tölur tala sínu máli. Í ár kemur fram 60% fækkun innsendra hugmynda frá grunn- skólum í Reykjavík. Skólastjórnendur hafa þurft að draga saman seglin víða og hefur sá niðurskurður því miður bitnað á nýsköpunarkennslu, hvort sem hún fer fram í formi aðkeyptar þjónustu eða er leidd áfram af kennurum í grunnskólum sem hafa orðið að taka á sig skerð- ingu. Þátttaka í NKG gefur m.a. vísbendingu um þá nýsköp- unarkennslu sem fer fram innan grunnskólanna. Grunnskólar á landsbyggðinni hafa undanfarin ár verið að taka við sér, m.a. í kjölfar ferðastyrks sem iðnaðarráðuneytið greiðir fyrir komu þátttakenda í vinnu- smiðju og lokahóf keppninnar. En styrknum er ætlað að jafna aðgengi að viðburðum. Í haust verður sérstöku landsbyggð- arátaki hrint af stað í samtarfi við Impru nýsköpunarmiðstöð sem á án efa eftir að efla áhuga nemenda, kennara og skóla- stjórnenda á nýsköpunarmennt. Nýsköpunarmennt og þátttaka í NKG er áhrifamikil leið til að vekja börn og unglinga til um- hugsunar um sitt nánasta um- hverfi og leiðir til þess að bæta það. Þátttaka í nýsköpunar- verkefnum eflir sjálfstraust nem- enda og eykur lausnarmiðaðan hugsunarhátt þeirra. Undirrituð er í forsvari fyrir hóp sérfræðinga sem hefur síð- astliðið ár unnið að þýðingu og staðfærslu nýs kennsluefnis í samstarfi við Námsgagnastofnun og styrkt af mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu. Einnig er væntanlegt innblástursmyndband með viðtölum við íslenska frum- kvöðla og uppfinningarmenn, kostað af Samtökum iðnaðarins. Kennsluefninu verður dreift í alla grunnskóla landsins fyrir næsta skólaár gjaldfrjálst. Efnið er aðgengilegt og skiptist í ferli sem felur í sér kennslu í að fá hugmynd, að hanna og fram- kvæma. Hægt er að nálgast kennsluefnið hjá Námsgagna- stofnun. Það er von mín að hlúð verði að nýsköpunarmennt í skólum landsins þrátt fyrir aðstæður og fundnar verði leiðir til að starfið geti átt samleið með öðrum námsgreinum skólanna. Í hinu nýja kennsluefni eru ýmsar hug- myndir að skipulagi nýsköp- unarkennslu settar fram, sem gefið hafa góða raun í grunn- skólum landsins. Matsferli keppninnar er nýaf- staðið. Þar voru innsendar um- sóknir metnar útfrá hagnýti, raunsæi og nýsköpun. Nú hefur verið tilkynnt hvaða þátttak- endur komast í vinnusmiðjuna sem haldin verður 16.-17. sept- ember næstkomandi. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu keppninnar, www.nkg.is, eða í tölvupósti, nkg@nkg.is. Að matsferlinu í ár komu fulltrúar víðs vegar að, frá stofn- unum, félögum og atvinnulífinu. Verkefnið var krefjandi þar sem hugmyndir barnanna að lausnum við hinum ýmsu vandamálum voru óteljandi, jafnt stórum sem smáum. Hönnun stóla var áber- andi í ár ásamt ýmsum sköp- unarverkum. Tölvuleikjagerð var vinsæl og lausnir við ýmsum vanda tengdum landbúnaði og orku. Afrakstur vetrarins stað- festir að nemendur í grunn- skólum búa yfir ríkum sköp- unarkrafti og sjá lausnir við mörgum vandamálum nútíðar og framtíðar. Í matsferli II voru: Viðar Helgason (Hí), Sólrún Halldórs- dóttir (FíKNF), Sigurður Ágústsson (Samorka) og Hulda Hreiðarsdóttir (FAFU). Síðustu misseri hafa orðin „ný- sköpun“ og „frumkvöðull“ verið grundvöllur umræðu fyrir bjart- ari framtíð okkar Íslendinga. Hvernig væri þá að byrja á grunninum og sjá til þess að öll börn á grunnskólaaldri á ein- hverju stigi grunnskólans hljóti þjálfun í að efla sköpunarkraft sinn í gegnum nýsköpunarmennt. Þjálfun sköpunarkrafts í gegnum nýsköpunarmennt í grunnskólum Eftir Önnu Þóru Ísfold »Nýsköpunarmennt og þátttaka í NKG er áhrifamikil leið til að vekja börn til umhugs- unar um sitt nánasta umhverfi og leiðir til þess að bæta það Anna Þóra Ísfold Höfundur er verkefnastjóri NKG. Hluti matsnefndarmanna sem stóðu að vali hugmynda sem komust í úrslit. Efri röð frá vinstri: Guðvarður B. Halldórsson (Seljaskóla), Eiríkur Rögn- valdsson (Hí), Kári Harðarson(HR), Róbert Pétursson(HR) og Gísli Freyr Þorsteinsson (HR). Neðri röð frá vinstri: Pétur Kristjánsson (Samorku), Þorsteinn Jónsson (HÍ) og Eiríkur Hilmarsson (HÍ).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.