Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 ✝ Guðrún Sigurð-ardóttir fæddist í Görðum við Ægisíðu í Reykjavík 6. febr- úar 1916. Hún and- aðist á hjúkr- unarheimilinu Eir 26. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru Sigurður Jóns- son, útvegsbóndi í Görðum, f. 11. mars 1865, d. 15. sept- ember 1956, og Guð- rún Pétursdóttir, f. 18. mars 1878, d. 25. maí 1962. Guðrún var níunda í röð ellefu systkina, barna Sigurðar og Guðrúnar, en einnig átti hún þrjú hálfsystkin, börn Sigurðar frá fyrra hjónabandi með Ólöfu Krist- ínu Guðmundsdóttur, f. 11. janúar 1860, d. 4. apríl 1901. Guðrún giftist 12. október 1940 Guðmundi Kristni Kristmundssyni, framkvæmdastjóra Suðurleiða hf., f. 8. mars 1914, d. 8. febrúar 1981. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Guðrún Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9. janúar 1940, gift Þorvaldi Thoroddsen tæknifræðingi, börn þeirra a) Guð- mundur Kristinn, kvæntur Hall- dóru Elíasdóttur, börn þeirra: Halldór Gústaf og Theodór Hrann- ar. Fyrir átti Guðmundur dótt- urina Kristrúnu Unu, sonur henn- ar er Tristan Berg, og Halldóra dótturina Birgittu. b) Ægir Gauti, kvæntur Hrefnu Kristínu Ágústdóttur. 2) Kristmundur Guð- mundsson blikk- smiður, f. 21. janúar 1942, kvæntur Mar- gréti Sigríði Krist- jánsdóttur leikskóla- starfsmanni, börn þeirra a) Guðmundur Kristmundsson, dá- inn 1962, b) Kristján, sambýliskona hans Þyrí Guðjónsdóttir, börn þeirra Thelma Rós, Guðgeir Búi og Ágústa Katrín. Fyrir átti Kristján dótturina Margréti, sambýlismaður hennar er Bjarni Guðni Jóhannesson, börn þeirra: Ingunn Birta og Mikael Máni. c) Guðmundur Brynjar, son- ur hans er Arngrímur Húni. 3) Bryndís Guðmundsdóttir flug- freyja, f. 25. desember 1944, gift Ottó Tynes flugstjóra, börn þeirra a) Ottó Davíð, dóttir hans er Tinna. b) Gunnar Örn, sambýlis- kona hans er Sigurlaug Gísladótt- ir. 4) Hrefna Guðmundsdóttir, f. 19. júlí 1950, gift Helga Agnars- syni prentsmið, dóttir þeirra Lísa Dögg. Guðrún og Guðmundur bjuggu nær allan sinn búskap í Hólmgarði 2 í Reykjavík. Útför Guðrúnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 3. september 2010, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku Gunna mín, besta tengdó í heimi. Ég kveð þig með söknuði. Þú varst mér og okkur öllum svo góð í gegnum lífið. Þegar ég kynnt- ist Kidda syni þínum 17 ára og kom inn á heimili þitt tókstu mér opnum örmum. Það er svo margs að minn- ast elsku Gunna mín. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Þú varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir mig. Öll fallegu dressin sem þú saumaðir á mig mun ég ávallt muna. Þú varst svo mikill snillingur á saumavélina og ekki skemmdi smekkur þinn fyrir. Ég veit að þú leist á mig sem eina af þínum dætr- um. Þegar svo Krissi og Gummi synir okkar fæddust varst þú sú besta amma sem hægt var að eiga, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd, hvort sem það var að passa eða sauma á þá. Við Kiddi minn þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur elsku Gunna mín. Hvíl þú í friði, guð þig geymi og vefji þig örmum sínum. Kær kveðja. Þín tengdadóttir, Margrét (Maggý.) Í dag verður vinkona mín og tengdamóðir Guðrún Sigurðardótt- ir kvödd hinstu kveðju. Gunna tengdó eins og ég kallaði hana allt- af var skemmtileg kona með sterkt viðmót og fas sem geislaði af. Hún var borin og barnfædd við sjáv- arsíðuna í Görðum við Ægisíðu, þar var stundaður hefðbundinn búskap- ur og sjósókn. Ólst hún upp í stórum systkinahópi við strangan aga sem mótaði hennar persónu- leika og dugnað sem entist henni allt lífið. Frásagnir hennar og lýs- ingar af högum sínum og fjölskyld- unnar í Görðum voru oft hnyttnar, fróðlegar og skemmtilegar, enda alltaf stutt í húmorinn hjá henni. Gunna mín, margs er að minnast á þeim rösku fjörutíu árum sem lið- in eru frá því að ég kom fyrst inn á heimilið í Hólmgarðinum, nýbúin að krækja í örverpið þitt hana Hrefnu, kom þá í ljós nokkuð sem við Hrefna vissum ekki, gömul tengsl fjölskyldna okkar frá þeim tíma er þær bjuggu báðar á Flóka- götunni nánast í næsta húsi hvor við aðra en eldri systkini okkar höfðu verið leikfélagar á þeim tíma. Ekki náðum við Hrefna tengingu á Flókagötunni því að þið fluttuð í Hólmgarðinn með hana nokkurra mánaða gamla. Margir atburðir koma upp í hugann á tímamótum sem þessum, sumir sorglegir aðrir erfiðir en þó enn fleiri skemmti- legir, ég minnist t.d. þeirrar sorg- legu stundar þegar Guðmundur tengdapabbi féll frá og við tvö stóð- um saman á spítalanum þegar úr- skurður læknanna var tilkynntur okkur. Einnig man ég erfiðu tím- ana þegar þú áttir í veikindum og dvaldir hjá okkur langdvölum á meðan það versta gekk yfir. Ég man líka brúðkaupsdaginn okkar Hrefnu og hina glæsilegu veislu sem þú og Guðmundur héld- uð okkur, svo sé ég líka fyrir mér þegar þú og hún Lísa mín láguð hvor í sínum endanum í stofusóf- anum og spjölluðuð og hlóguð sam- an, þá fenguð þið nafnið „Sóffalín- urnar“ sem festist við ykkur, ekki gleymast heldur allir sunnudags- bíltúrarnir þegar alltaf þurfti að fara vestur í bæ og kaupa ís, keyra svo Ægisíðuna og skoða sjóinn hennar ömmu og litla hvíta húsið sem amma Gunn bjó í þegar hún var lítil stelpa eins og Lísa. Oft gát- um við Gunna mín rætt og spaugað um allskonar málefni en þó var eitt málefni sem alltaf hefur komið upp reglulega hjá okkur á þessum 40 árum, það er uppeldið á henni Hrefnu okkar áður en ég kom til skjalanna. Ég hef nefnilega haldið því fram eins og þú veist, Gunna mín, að ég hafi verið plataður hvað þetta varðar en ég hef aldrei fengið neinn hljómgrunn hjá þér í þessu máli. Þú hefur alltaf sagt að eft- iráuppeldið hjá mér hafi mistekist og þess vegna bæri ég skaðann af þessu og hvorki viljað taka hana til baka né greiða mér skaðabætur. Nú er svo komið að vísa verður þessu máli frá vegna breyttra að- stæðna. Kæra Gunna tengdó, ég hefði ekki getað verið heppnari með tengdamömmu, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og mínum á langri ævi og takk fyrir hana Hrefnu okkar sem er minn happa- fengur í lífinu. Nú ertu lögð upp í þína hinstu reisu, á vit horfinna ástvina sem bíða eftir að fá þig til sín, skilaðu kveðju og góða ferð. Minning þín lifir, hún mun aldrei mást. Þinn vinur, Helgi. Nú í dag kveðjum við Guðrúnu Sigurðardóttur frá Görðum, tengdamóður mina. Hún Guðrún var alltaf stórglæsileg. Ég man þegar ég kynntist henni fyrst, sem var fyrir um það bil 40 árum, þá hugsaði ég með mér: Ja, ef hún Bryndís mín verður svona flott á hennar aldri þá verð ég ekki svik- inn. Hún hafði stórt skap og stórt hjarta enda komin af stórættum, Skildinganesætt og Engeyjarætt. Hún var mikil hannyrðakona og kenndi konunni minni margt í þeim efnum svo sem að ef maður getur gengið í flíkinni ranghverfri, þá er hún rétt saumuð. Hún var dugleg að sækja sund og göngur og lét sér ekki nægja að ganga frá Hólmgarði (þar sem hún bjó lengst af) yfir Grensásveginn til okkar í Glað- heimana, þá 80 ára gömul, heldur þurfti hún að fara lengri leiðina eða að Bústaðakirkjunni sinni og þar yfir holtið að Heimunum. Hún var drengjunum okkar sú besta amma sem hægt er að hugsa sér, gaf þeim tíma, ræddi við þá og alltaf var hún tilbúin að koma og vera hjá þeim þegar við Bryndís vorum fjar- verandi vegna vinnu eða annarra hluta. Guðrún var kona sem hafði gam- an af að skemmta sér og aldrei gleymi ég þegar við héldum upp á 80 ára afmælið hennar, henni að óvörum. Við Helgi tengdasynir hennar og Kiddi sonur hennar komum og sóttum hana prúðbúna eins og drottningu í það boð á li- mósínu og ókum með hana um Æg- isíðuna, á heimaslóðir hennar, áður en farið var í boðið heima í Glað- heimum þar sem hún var mærð í orði og söng. Elsku Gunna mín, ég er svo inni- lega þakklátur fyrir að hafa fengið að verða samferða þér á lífsveg- inum síðastliðin 40 ár og mun ég aldrei gleyma þér. Þinn tengdasonur, Ottó. Elsku amma mín, mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér í lífinu, þolinmæði, ást, vináttu og góðar óskir. Nú þegar þú ert farin frá okkur til annars og betri staðar finn ég til tómleika í hjarta mínu en þó í bland léttleika yfir því að þú þurfir ekki lengur að dvelja í myrkrinu vegna blindu þinnar. Nú ertu komin í birtuna og ljósið og búin að hitta afa Guðmund aftur og alla gömlu vinina þína. Ég geymi minninguna um þig í hjarta mínu og gleymi þér aldrei. Þín Lísa Dögg. Elsku amma. Ég á alltaf eftir að hugsa um þig með bros í hjarta. Þú varst sterk fyrirmynd fyrir lítinn strák. Ég man svo vel eftir að vera hjá þér á Hólmgarðinum. Ég hertók yfirleitt allt skápa- pláss undir mína ímynduðu undra- veröld. Ég átti fjársjóði í hand- töskum þínum út um alla íbúð. Ég fékk bókstaflega að baka vandræði þegar þú leyfðir mér að gera til- raunir með allt það sem ég fann í eldhúsinu, óætt en ótrúlega skemmtilegt. Ég fékk frelsi hjá þér. Þú leyfðir mér að verða ég og fyrir það er ég þér óendanlega þakklátur. Ég veit að þú ert ein- hvers staðar annars staðar á betri stað. Það er staðreynd að orka eyðist ekki, hún breytist bara. Góða nótt og góða ferð. Þinn einlægur aðdáandi, Gunnar Örn Tynes. Þegar ég var lítill strákur fannst mér gaman að fara á Hólmgarðinn til ömmu og afa. Í minningunni var amma mín bara ósköp venjuleg amma sem bakaði pönnukökur og eldaði uppáhaldsmatinn minn sem voru ömmubollur (kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu og sultu) .Seinna þegar ég kynntist ömmu minni betur uppgötvaði ég að hún væri miklu meira en bara húsmóð- ir. Hún var eitt sinn ung og lífsglöð kona með væntingar og þrár. Hún upplifði margt og var nýjungagjörn og sterk með fjölmargar hugmynd- ir um framtíðina. Hún sagði mér einu sinni að hún hefði aldrei ætlað sér að verða heimavinnandi hús- móðir. Ég kunni alltaf vel við hversu óhrædd hún amma var að segja hug sinn. Hún viðurkenndi þó og vissi vel að fjölskyldan væri hennar dýrmætasta eign og að hún væri stolt af öllum sínum börnum. Ég vona að hún hafi verið að hlusta þegar ég sagði við hana að það væri henni að þakka að ég væri til og því væri ég afar þakklátur. Ég ætla að gera eins vel og ég get í mínu lífi til að halda heiðri þínum lifandi. Bless amma mín og takk fyrir mig. Ottó Davíð. Gunna var vinkona mín frá barn- æsku minni í Norðurmýrinni. Ég átti heima á Flókagötu 8 en Guð- rún og Guðmundur bjuggu á Flóka- götu 4 ásamt börnum sínum, þeim Guðrúnu, Kidda og Bryndísi. Hrefna dóttir þeirra, og síðar mág- kona mín, var ekki komin í heiminn þegar fjölskyldan á númer 4 flutti í stærra húsnæði í Bústaðahverfinu. Við Gunna áttum sama afmæl- isdag. Þegar ég var lítil stelpa puntaði mamma mig, eins og það hét þá, og greidd og strokin með slaufu í hári hljóp ég við stuttan fót frá Flókagötu 8 eina húslengd yfir á Flókagötu 4 til að taka inn af- mælisglögg með Gunnu vinkonu minni. Við áttum þennan dag. Ég var heimagangur á heimili Gunnu sem var kát og skemmtileg og oft var glatt á hjalla. Í eldhúsinu sat ég oft í kaffi og gjarnan var Gauja, systir Gunnu, okkur til sam- lætis. Við Kiddi vorum jafnaldrar, í minningunni var hann minn fyrsti leikfélagi og kallaði Gunna okkur kærustupar sem mér fannst ekki nema sjálfsagt. Svo voru þau bara flutt í Hólmgarðinn sem fyrir mér, sjö ára, var í grennd við Kína, en man þó eftir að koma þar í heim- sókn í nokkur skipti eftir hverfing- arnar. En aldrei slitnuðu böndin al- veg, því Addi bróðir minn og Kiddi héldu kunningsskap fram eftir ár- um. Það var svo seint á sjöunda ára- tug fyrri aldar að Helgi yngri bróð- ir minn, sem var í barnavagni þeg- ar Gunna og fjölskylda bjuggu á Flókagötunni, kom heim með Hrefnu, verðandi brúði sína, til þess að kynna hana fyrir foreldrum okkar. Þau fóru að glugga í mynda- albúm og þá sér Hrefna, sér til mikillar undrunar, myndir af Kidda bróður sínum. Þá fékk hún söguna frá árum áður og ekki þurfti vitn- anna við eða rekja úr henni garn- irnar og allir vissu strax deili á henni. Þannig kom Gunna aftur inn í líf mitt og oft rifjuðum við upp kynnin frá Flókagötunni forðum. Eftir að Guðmundur lést og síðar pabbi minn hittust þær oft, Gunna og mamma, og áttu saman góðar stundir. Þótt árin líði æ hraðar þá sitja bernnskubrekin betur í minn- ingunni en það sem gerðist í gær og minningin um Gunnu yljar áfram. Guð geymi minningu Guð- rúnar Sigurðardóttur. Takk fyrir mig Gunna mín. Anna Agnars. Guðrún Sigurðardóttir ✝ Else Pedersenfæddist í Odense í Danmörku 26. ágúst 1937. Foreldrar hennar voru Karl og Viola Pedersen. Else gerðist íslenskur rík- isborgari og tók þá upp nafnið Elsa Karlsdóttir. Bræður Elsu voru Raimond og Tom. Elsa giftist Gunn- ari Erlendssyni vél- tæknifræðingi, sem fæddist í Hafnarfirði 2. janúar 1932 og lést 28. mars 2002. Þau kynntust þegar Gunnar var í námi í heimabæ Elsu. For- eldrar Gunnars voru Erlendur Halldórsson, vélstjóri og bruna- varnaeftirlitsmaður, og Guðríður Sveins- dóttir húsfreyja. Elsa hafði lagt stund á fóstrunám í Dan- mörku áður en hún fluttist alfarin með Gunnari til Íslands árið 1959. Hún starf- aði um hríð á vöggu- stofunni Laufásborg og vann seinna hjá Kókverksmiðjunni, í Ísbirninum, saumaði vettlinga hjá Max og starfaði sem smur- brauðsdama hjá Brauðhúsinu við Hlemm. Útför Elsu fer fram frá Foss- vogskapellu í dag, föstudaginn 3. september 2010, kl. 13. Elsa Karlsdóttir er einn þessara samferðamanna á lífsveginum sem auðga líf þeirra sem umgangast þá með alveg sérstökum hætti. Þegar ég staðnæmist í huganum við ung- lingsár mín, þetta undarlega langa æviskeið frá 10 ára aldri til tvítugs, þá birtist þessi mynd af broshýrri og hláturmildri konu sem virtist sameina sjálfa lífsgleðina í öllu sínu fasi, já mynd af konu sem hafði ein- stakt lag á því að hlusta og tala við unglinga en líka njóta þess að vera með börnum og yfirleitt fylla um- hverfi sitt af lífi og fjöri. Hún talaði þennan yndislega dönskublending, sem var eiginlega bara hennar eigið tungumál. Hún hafði fylgt Gunnari Erlendssyni, frænda mínum og móðurbróður, sem ég mat svo mik- ils, heim til Íslands, þegar hann hafði lokið námi í Odense á Fjóni, heimabæ Elsu, laust fyrir 1960. Vinátta okkar efldist með þeim sið á jólum í mörg ár að hún og Gunni voru hjá okkur í Köldukinn 12 á að- fangadagskvöld en við hjá þeim í Skerjafirðinum á jóladag og nutum þá jólakræsinga úr Danmörku sem ekki voru á boðstólum í búðunum þá og báru með sér andblæ af heimsmenningu. Hún var falleg kona og glæsileg í allri framkomu sinni. Blóm voru hennar yndi. Hún hafði gaman af tónlist og stereóhljómnum, þessari tækninýjung sem fyllti stofuna hennar á þessum góða tíma með suðuramerískri músík og Porgy og Bess og Louis Armstrong og Mills- bræðrum. Hún fegraði heimili sitt svo unun var að á tímum þegar far- ið var í eftirmiðdagsheimsóknir á sunnudögum, drukkið súkkulaði og borðaðar pönnukökur og smørre- brød sem henni einni var lagið að töfra á borð. En henni var ekki skapað að eignast börn. Þeim mun meiri alúð auðsýndi hún manni sínum, þegar síga fór á ógæfuhliðina með þeim óvægnu veikindum sem smám sam- an lögðust með fullum þunga á þann hrausta dreng og leiddu hann út af þessum heimi árið 2002. Þau voru óaðskiljanleg alla tíð, Gunni og Elsa. Nú sækir samviskan mig heim. Aldrei heimsótti ég hana í nýja staðinn í Mosfellssveitinni, þangað sem hún flutti úr Kópavogi eftir að Gunni dó. Við töluðum nokkrum sinnum saman í síma og þá bar þær fyrirætlanir á góma en aldrei varð af fundi. Jólakortin voru það litla sem tengdi okkur saman hin síðari ár. Nú eru breyttir tímar. Miklu er fórnað til að við getum brotist í gegnum það sem okkur finnst við þurfa að áorka í lífinu. Og drættir mannlífsmyndinnar allt aðrir en áð- ur var. En skyndilegt andlát Elsu Karlsdóttur minnir mig samt óþyrmilega á að við mæðumst í mörgu mannfólkið vitandi innst inni að „eitt er nauðsynlegt“ og gæti snúist um að gefa sér tíma fyrir hinn minnsta bróður. Erlendur Sveinsson. Elsa Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.