Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 ✝ RagnheiðurBjörnsdóttir fæddist í Göngustaða- koti í Svarfaðardal 3. september 1926. Hún lést 27. ágúst 2010 á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Foreldrar hennar voru Björn Guð- mundsson, bóndi þar, f. 25. september 1903, d. 27. janúar 1980, og Sigrún Björnsdóttir húsfreyja, f. 28. febr- úar 1899, d. 13. desm- ber 1983. Systkini hennar: Sig- urbjörn, f. 1925, lést af slysförum 1935, Lúðvík, f. 1928, Fanney, f. 1930, Vigdís, f. 1932, Sigurbjörg, f. 1935, Reynir, f. 1940. Ragnheiður giftist 31. desember 1954 eftirlifandi eiginmanni sínum, Skarphéðni Árnasyni, f. 31. mars 1924. Foreldrar hans voru Árni Magnús Árnson, f. 20. nóvember veturinn 1944-1945 og Húsmæðra- skólann á Löngumýri veturinn 1946-1947. Þau Skarphéðinn opinberuðu trúlofun sína í júní 1946 og hófu samtímis búskap í skjóli foreldra hennar en árið 1951 flytjast þau í Kópavog og stuttu síðar Hafn- arfjörð og síðan árið 1953 á Akra- nes, þar sem þau áttu sitt heimili upp frá því. Til viðbótar húsmóð- urstörfum, sem hún sinnti af al- kunnum myndarskap, stundaði Ragnheiður um árabil ýmis störf utan heimilis, en lengst af í eldhúsi Sjúkrahúss Akraness. Ragnheiður var mikil fjölskyldumanneskja og hafði óþrjótandi áhuga fyrir vel- ferð barna sinna, ömmu- og lang- ömmubarna og bar umhyggju fyrir þeim til hinstu stundar. Ragnheiður var listhneigð og hafði mikið yndi af sögum og ljóðum, fögrum söng og annarri tónlist og var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Eft- ir Ragnheiði liggja fjölmörg verk í formi útsaumaðra mynda og ann- arrar handavinnu, fatnaðar og skreytinga af ýmsum toga sem bera listfengi hennar fagurt vitni. Útför Ragnheiðar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 3. september 2010, og hefst athöfnin kl. 14. 1895, d. 28. sept- ember 1964, og kona hans Þuríður Guð- mundsdóttir, f. 29. nóvember 1901, d. 9. apríl 1992. Ragnheið- ur og Skarphéðinn voru systkinabörn. Börn þeirra eru Sig- urbjörn, f. 4. desem- ber 1948, Sigrún, f. 1. ágúst 1950, og Að- alheiður, f. 2. ágúst 1957. Barnabörnin eru 11 og barna- barnabörnin 16. Nán- ari upplýsingar um ættir Ragnheið- ar er að finna í bókinni Fyrir opnu hafi – Bæjarættin. Fyrstu æviárin bjó Ragnheiður í Svarfaðardal en flutti árið 1935 með foreldrum sínum að Bæ á Sel- strönd og síðar að Drangsnesi. Til viðbótar venjubundinni skólagöngu þeirra tíma stundaði Ragnheiður nám við Héraðsskólann á Laugum „Amma segir ástardýrðin!“ Þetta sagði ég einhvern tíma þegar ég var písl og foreldrar mínir voru að skamma mig fyrir einhverja vitleys- una. Og þegar ég hugsa um það þá eiga þessi orð einmitt svo vel við um samband okkar ömmu. Alla tíð hef ég verið ástardýrðin hennar. Ég hef lifað við þau forréttindi að eiga svona yndislega ömmu sem hefur stutt mig, glaðst með mér og verið vinur minn frá fæðingu og sú vinátta hefur bara orðið styrkari með árunum. Fyrstu tvö æviárin var ég svo heppin að búa hjá ömmu og afa á Akranesi en flutti svo með foreldrum mínum í annan landshluta. Ég fór samt oft á Akranes til ömmu og afa í lengri og styttri heimsóknir og það- an á ég yndislegar minningar: Tilhlökkunin þegar „Strompur- inn“ var í augsýn, ég að skríða í afa holu þegar hann var farinn á sjó og syngja með ömmu, amma að kenna mér „Vertu nú yfir og allt um kring“, sendiferðir í Skagaver með smápen- ingabudduna, aðstoð við kleinu- bakstur, tekex með bláberjasultu, taflkökurnar sem amma bakaði, garðurinn á Kirkjubrautinni, rólóinn á bak við hús, amma að kalla á okkur krakkana í mat og margt fleira. Amma var mikill listakokkur og bakari og enginn sem settist við eld- húsborðið hjá henni fór þaðan ósnortinn. Hún eldaði með hjartanu enda er afi með myndarlegan maga! Eftir að börnin mín fæddust kom amma oft til Reykjavíkur í heimsókn og útréttingar og þá styrktist vinátta okkar. Við fjölskyldan fórum líka oft í paradísina á Jaðarsbrautinni þar sem vel var tekið á móti okkur og eiga börnin mín margar góðar minn- ingar frá þessum heimsóknum. Oftar en ekki fóru þau fáklædd heim með blaut föt í poka, því Langisandur var beint fyrir framan húsið hjá ömmu og afa … og alltaf södd og sæl! Þótt síðustu ár hafi tekið sinn toll af yndislegu ömmunni minni þá vann ekkert á hennar hlýja og örláta hjarta og þörfinni fyrir að setja eitt- hvað gott á borð fyrir fólkið sitt. Elsku amma mín. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð þig nú á afmæl- isdeginum þínum en á sama tíma er ég óendanlega þakklát fyrir þau for- réttindi að hafa fengið að vera ást- ardýrðin þín! Hvíldu í friði. Þín Ragnheiður. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma. Á þessum tímum eru svo margar tilfinningar sem hvíla á hjarta okkar; sorg, þakklæti, vænt- umþykja og söknuður. Við systurnar erum svo þakklátar fyrir allar góðar minningar og stundir sem við áttum saman. Við vorum svo mikið hjá ykkur afa þegar við vorum yngri, sérstaklega við yngstu og brölluðum þar ýmis- legt. Það voru ófá skiptin sem við bökuðum kleinur og annað góðgæti og fengum heimsins besta mat hjá þér. Þinn helsti stuðningsmaður í eldamennskunni var að sjálfsögðu afi. Hann miðar alla eldamennsku við snilldina sem þú matreiddir í hvert mál. Jarðarberjaís með Cheer- ios var vinsæll eftirréttur hjá okkur systrum þegar við vorum í heimsókn og er það einn af þessum litlu hlutum sem fylgir okkur áfram og minnir á stundirnar sem við áttum saman. Þvílík ósköp sem þú varst líka hæfi- leikarík í höndunum. Iðulega með eitthvað á prjónunum og dugleg í bútasaumi og við eigum nokkra kjóla og svuntur sem þið mamma föndr- uðuð oft í sameiningu. Oft sátum við á svölunum á Jað- arsbrautinni og horfðum út á Faxa- flóa og niður á Langasand og fylgd- umst með bátunum koma í land og notuðum svo kíkinn til að athuga hvort við sæjum bátana hjá afa og pabba. Þú varst svo falleg og góð mann- eskja, elsku amma. Við ömmustelp- urnar þínar höfum allar fengið að heyra svo fallega, „elsku rósin henn- ar ömmu“. Eftir erfiða baráttu seinustu daga við erfiðan sjúkdóm sem heltók huga þinn, minningar og málið þitt, fékkstu loksins hvíld. Hvíld sem við, sem eftir sitjum og söknum, erum af- skaplega þakklát fyrir að þú hafir loksins fengið. Það veitir okkur styrk að vita að þú átt eftir að fylgja okkur í hjarta og starfi um ókomna tíð. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (Helgi Sæmundsson.) Þínar ömmurósir, Bergþóra, Ragnheiður og Sólveig. Elsku langamma. Þegar ég hugsa um þig rifjast upp fullt af góðum og fallegum minningum. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ykkar langafa á Akranes. Hjá þér var alltaf nóg af gómsætum kræs- ingum og alltaf nóg að gera. Þegar þið bjugguð á Jaðarsbrautinni man ég hvað mér fannst gaman að fá að fara með þér og mömmu niður í búr- ið og þú sýndir okkur hvað þú varst búin að vera að baka. Svo þegar þú varst búin að fá hækjur fannst mér alltaf svo gaman að þykjast vera fót- brotin og þurfa að vera með hækj- urnar þínar. Og þegar við mamma komum einu sinni í heimsókn til þín og þú gafst mér allt matarstellið þitt og fullt af kökudiskum og fleira tengt eldhúsinu. Þetta er aðeins brot af þeim mörgu frábæru minningum sem ég á um þig og mun varðveita alla mína tíð. En nú ertu komin á betri stað og ég veit að þú fylgist með okkur og passar okkur öll. Þín Ester Alda. Ragnheiður Björnsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Takk fyrir allar góðu stund- irnar. Þín verður sárt saknað. Þinn Daníel. Eitt sinn skal hver deyja. Nú er hún amma mín, Auður Jónasdóttir, látin í hárri elli. Öll þau rúmlega 40 ár sem ég hef lifað hefur amma Auður verið samgróin tilvist minni. Það voru forréttindi að kynnast þessari konu; hún var einstaklega hjartahlý, kunni að hlusta og deila með öðrum, og var mjög skilnings- rík; hún bjó yfir visku langrar ævi og var brú yfir í löngu horfna heima. Amma Auður aðhylltist klassísk gildi: heilbrigða sál í heil- brigðum líkama, meðalhóf og Auður Jónasdóttir ✝ Auður Jón-asdóttir fæddist í Reykjavík 1. apríl 1913. Hún lést í Reykjavík 6. ágúst 2010. Útför Auðar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 12. ágúst . nægjusemi. Ekkert var henni fjær en hroki og dramb. Hún kunni að njóta líðandi stundar og lifa í núinu. Ríkidæmi hennar lá í fjölskyld- unni og vinum, upp- safnaðri reynslu og minningum, frekar en í veraldlegum auði. Amma miðlaði af reynslu sinni, þekk- ingu og visku: hún kenndi mér ýmis hús- ráð, að baka pipar- kökur, að búa til hollan og góðan mat, að keyra bíl, og að ferðast um Ísland; hún fór með mig, árum saman, á einn fallegasta stað lands- ins, Þórsmörk, í fyrsta skipti þegar ég var aðeins fjögurra ára gamall. Eitt sinn skal hver deyja. Við amma erum ekki lengur samferða í þessu jarðneska lífi en hún heldur áfram að lifa í hjarta mínu, huga og hugsun. Atli Gunnarsson. Engin orð geta lýst þeim áhrifum sem nærvera eða jafnvel bara tilvera annarra einstaklinga getur haft á lífið. Samt virðist það oft vera það fyrsta sem manni dettur í hug þegar dauðinn kemur – sæll, þá hann vill – að það var svo margt ósagt. Þú varst af þeirri kynslóð sem fórnaði morgundeginum sínum fyrir daginn okkar í dag, sem merkilegt nokk er mörgum hverjum byrði þó hann blikni í samanburði – þó heyrði ég þig aldrei kvarta eða kveina. Þín kynslóð var í, leyfi ég mér að segja, meirihluta tilfella ekki mikið fyrir hvers konar tilfinninga„vellu“ heldur voru verkin látin tala. Er tilfinningalegur valkvíði ein helsta meinsemd þjóðfélagsins í dag (heimsmet falla í geðlyfjaáti – kannski frekar spurning um mark- aðssetningu?) eða kemur jafnvægið með næstu kynslóð? Hvað myndir þú ráðleggja mér og börnum mínum að væri mikilvægast (að gera) í þessu lífi? Er eitthvað sem ég get gert fyrir þig? Hverjir voru þínir draumar? Sérðu eftir einhverju? Hverju ert þú stoltastur af? Þessum og mörgum öðrum spurningum verð ég að varpa út í sama „tómið“ og hýsir þig núna, úr því sem komið er, í von um við- brögð þín. Þið amma reyndust mér ólýsan- lega vel og ég var mjög heppinn að það átti sér stað á þeim tíma í mínu lífi þegar ég þurfti hvað mest á því að halda. Þið kennduð mér svo margt og hápunkturinn var annars vegar veiði- ferðirnar, hins vegar fjölskylduveisl- urnar þar sem amma gerði alltaf svo góðan mat og oft „frosting“-köku – jafnvel þó aðeins ég borðaði hana!?! Kannski ekki skrítið að ég byrjaði snemma að kalla hana „sleikjó- ömmu“… Kærleikur og stolt – „með jódyn allra jarða mér í blóði“! – er það sem ég finn fyrir þegar ég hugsa um að vera afkomandi þinn og ég vona helst að ég nái að verða börnum og barna- Jón Helgason ✝ Jón Helgasonfæddist í Hraun- túni í Biskupstungum 12. nóvember 1921. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 8. ágúst 2010. Útför Jóns fór fram frá Lágafellskirkju 19. ágúst 2010. börnum mínum sem og öðrum afkomendum jafn kær og þú ert mér. Öðrum afkomend- um þínum votta ég innilega samúð mína. Samdi ljóð handa ykkur: Í dag er nýr dagur myrkrið hefur aftur lagt hönd á plóginn eftir situr einmana hjörð björt stjarna ferðast norður á bóginn viðskilin þessari voluðu jörð. bara að hlutverk manns hefði verið stærra söknuðurinn nístir hjarta sona og dætra nú er svo komið að heilli kynslóð er færra hvílir í kærum faðmi minninga mætra ég lærði að ok hversdagsleikans er svikul byrði nærvera ykkar var mér stundum sem barni allt frelsið er hamingjunnar virði þúsundfalt hver þarf í lífi sínu að bera sinn eigin kross mönnum ferst þó misvel úr hendi að smíð́ann þó ég hafi aldrei fengið frá honum koss veit ég hann geymdi elskandi dreng og blíðan líf hans var tekið föstum tökum hafði yndi af að fylgjast með boxi og brölti henti stundum frá sér léttum stökum samt ótrúlegt hversu lengi án Hennar hann skrölti elsku amma verður alltaf geymd stundum pínu ströng en alltaf svaka góð sálinni og maganum aldrei gleymd þeim báðum tileinka ég þennan óð nú er það ósk mín heitust að hana aftur hann fái og líklega er það flestra hagur glaður hinsta ástarfundinum nái í dag er nýr dagur afi í dag er nýr dagur Sölvi Fannar Viðarsson. Bjarndís Bjarna- dóttir var alltaf kölluð Bæja þar sem ég ólst upp. Hún var móður- systir mín og hún og hennar fjölskylda var alltaf í nágrenninu í uppvexti okkar systk- ina. Börn Bæju og mannsins hennar Eyva, sem lést fyrir nokkrum árum, voru á okkar reki og mikill samgang- ur á milli fjölskyldnanna. Það er eig- inlega varla nógu sterkt að orði kom- ist því í raun og veru var sama á hvoru heimilinu við vorum. Á báðum heimilum var eins og við börnin vær- um sameign hvorratveggja foreldr- anna og við nutum einlægrar og ást- kærrar umhyggju, sem í foreldrahúsum væri, á hvorum staðnum sem var. Þannig liðu bernskuárin áhyggjulaus í þeirri fullvissu að um okkur væri hugsað og okkur sinnt. Bæja er nú fallin frá í hárri elli, þótt það hugtak sé reyndar afstætt. Ég er hins vegar ekki grunlaus um Bjarndís Bjarnadóttir ✝ Bjarndís Bjarna-dóttir fæddist 16. júlí 1927 í Reykjavík. Hún lést 20. ágúst sl. Útför Bjarndísar fór fram 27. ágúst 2010. að Bæja hafi orðið hvíldinni fegin, enda hrjáði hana heilsuleysi af ýmsum toga síðustu árin. Við fráfall Bæju frænku er mér efst í huga þakklæti fyrir þann tíma, sem okkar samveru naut. Ég hugsa tilbaka um hversu mikilvægt var að eiga þann aðgang að heimili þeirra hjóna á æskuárum sem raunin var; um öll matarboðin og önnur heimboð, sem ég naut í gegnum tíðina og öll þau önnur skipti, sem fundum okkar bar saman á ævigöngunni. Jafnframt áttar maður sig alltaf á við svona tímamót hve ímyndað tímaleysi truflar okkur, sem fullorðin teljumst, frá því að gefa okkur nauðsynlegan tíma til þess að sinna ættingjum, ást- vinum og öðrum sem okkur þykir vænt um. Um það þyrftum við oftar að hugsa. Ég votta frændum mínum og frænku, Brynjólfi, Bjarna og Ca- millu, börnum þeirra og barnabörn- um og öðru venslafólki innilega sam- úð okkar Herdísar. Við minnumst Bæju frænku með hlýhug. Pétur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.