Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Ágústa Bergmann hefur nú lagt augun aftur í hinsta sinn. Það er mikill söknuður hjá öllum sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast jafn heilsteyptri og yndislegri konu sem hún var. Ágústa var greind og víðlesin, sagði skemmtilega frá og var stálminnug. Hún var vinur vina sinna og hjá henni var engum mismunað. Jón Bergmann og Ágústa voru ein- stök hjón, það geislaði af þeim ást, virðing, vinátta og samheldni eftir tæplega sjötíu ára hjónaband. Þeirra stærsta áhugamál var fjölskyldan. Oftar en ekki var stórfjölskyldan samankomin á heimili þeirra, þá svignuðu borð undan kræsingum, og ekkert til sparað og veitt á báða bóga fyrir gesti og gangandi. Aldrei heyrði ég Ágústu hallmæla nokkrum manni og innrætti hún börnum sínum slíkt hið sama. „Ef þú hefur ekki eitthvað gott að segja um viðkomandi þá láttu það ósagt“ átti hún til að segja. Ágústa uppskar eins og hún sáði. Það vildu allir hafa hana og Jón í kringum sig. Amma Gústa og afi Nonni urðu að mæta! Það voru mikil gæfuspor fyrir Gísla son minn þegar hann kvæntist Guðrúnu dóttur þeirra Ágústu og Jóns. Þau tóku honum opnum örmum eins og þau hefðu eignast einn son til viðbótar. Takk fyrir það. Yndisleg eiginkona, kærleiksrík móðir og tengdmóðir, ástkær amma og langamma með hlýjan faðm og enda- lausa þolinmæði hefur nú kvatt. Eftir stendur mikið tómarúm og söknuður. Jónas sonur þeirra hjóna lést fyrir tveimur árum langt fyrir aldur fram Ágústa Jónasdóttir Bergmann ✝ Ágústa Jón-asdóttir Berg- mann fæddist í Reykjavík 21. mars 1922. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 25. ágúst 2010. Útför Ágústu fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 2. september 2010. og er ég viss um að hann tekur nú á móti móður sinni með út- breiddan faðm og sitt hlýja bros. Ég kveð nú Ágústu um leið og ég þakka henni 32 ára kynni. Samverustund- irnar voru alltaf skemmtilegar og góð- ar. Vertu guði falin. Minning þín lifir í ljós- inu. Elsku Guðrún, Gísli, Biggi, Jón og allir hinir. Innilegar samúð- arkveðjur. Hanna Gísladóttir. Það var fyrir langalöngu eins og sagt er í sögunum, að lítil stúlka eign- aðist heimili á Laufásvegi 4 hjá afa og ömmu okkar systkina, þeim Guð- mundi Breiðfjörð og Guðrúnu Bjarnadóttur. Þetta var á þriðja tug síðustu aldar og hnátan hét Ágústa Jónasdóttir – alltaf kölluð Gústa. Hún varð fljótt hvers manns hugljúfi með krullaða hárið sitt, létta lund og fal- lega söngrödd. Hún ólst í fyrstu upp með móður okkar Dórotheu og Agnari bróður hennar, en var enn á heimilinu þegar foreldrar okkar Þorsteinn og Thea hófu búskap og fóru að fjölga mann- kyninu. Hún ólst því einnig upp með okkur systkinunum að nokkru leyti. Hún var eins og ein af okkur þótt ald- ursmunur væri talsverður. Bernskan leið eins og ljúfur draumur á Lauf- ásveginum og þegar Gústa var orðin gjafvaxta mær birtist ungi prinsinn, hann Jón Bergmann (Nonni), á hlaðinu. Það var kátur piltur sem einnig hafði söngrödd svo fagra og var bóngóður með afbrigðum. Hann var ævinlega fljótur í förum þegar Thea hóaði eftir hjálp við viðhald og endurbætur á Laufásveginum. Þær stúpsystur Gústa og Thea voru alla tíð afar góðar vinkonur og fjölskyldur þeirra áttu margar góðar stundir saman, ekki síst eftir að þær eignuðust sumarbústaði hlið við hlið upp við Elliðavatn. Samverustundir á Laufásvegi 4 á 17. júní voru líka fast- ur liður hjá fjölskyldunum. Þegar Thea var tekin að reskjast og sest í helgan stein voru Gústa og Nonni miklir aufúsugestir á Laufásveginum og leiðin var aldrei löng frá Ljósvalla- götunni. Við systkinin þökkum Gústu og Nonna og börnunum þeirra fyrir margar indælar samsverustundir í gegnum tíðina. Guð blessi Gústu okk- ar. Systkinin frá Laufásvegi 4, Guðrún, Helga, Stefán og Kristján. Okkur mæðgurnar langar að minn- ast góðrar vinkonu okkar Ágústu Bergmann, eða Gústu eins og við köll- uðum hana alltaf. Leiðir fjölskyldn- anna lágu fyrst saman fyrir hartnær sextíu árum þegar hús okkar voru byggð hvort á móti öðru í Háagerðinu þegar Smáíbúðahverfið byggðist upp. Það varð strax mikill samgangur á milli fjölskyldnanna og myndaðist vinátta sem aldrei hefur borið skugga á, þrátt fyrir að allir séu löngu fluttir úr Háagerðinu. Ekki er hægt að tala um Gústu án þess að minnast á Jón enda eru þau búin að standa hlið við hlið hátt í sjö- tíu ár. Úr Háagerðinu eru margar góðar minningar, til dæmis þegar kellurnar hlupu á náttsloppunum milli húsa til að setja rúllur hver í aðra eða bara til að fá sér kaffibolla, þegar kallað var yfir hverfið „matur“ og börnin léku sér frjáls í móunum og pollunum. Það var alltaf gaman þegar við hittumst, mikil gleði, mikið talað og sungið, jafnt í ferðalögum sem heimafyrir. Fyrir tæpum þrjátíu árum stofn- uðum við mæðgurnar saumaklúbb með Gústu og dætrum hennar. Það var mikið prjónað og mikið skrafað og hlegið. Þessar samverustundir á und- anförnum árum eru dýrmætar minn- ingar í huga okkar. Þegar við hugsum til Gústu, þessarar litlu, fíngerðu konu, hlýnar okkur um hjartarætur. Nú er komið að kveðjustund og hugur okkar er hjá Jóni, Andreas, Ingibjörgu, Guðrúnu, Halldóri og fjölskyldum þeirra. Vottum við þeim samúð okkar. Hvíl í friði elsku vinkona, Hallgerður, Ásta og Elín Ýrr. Handabandið fast. Faðmlagið hlýtt. Brosið geislandi og augun glettin. Hlýja og ást gagnvart frændfólkinu. Þannig var Heiða frænka mín. Við hittumst síðast í júní þegar við Sigga systir mín tókum á móti Heiðu og Guju, föðursystrum okkar og dætrum þeirra í Hvammi, sem var einu sinni heimili Heiðu. Hún kom svo kát og glöð og sat hjá okkur lengi dags. Þótt líkaminn væri orð- inn lélegur, sjón og heyrn farin að gefa sig, var viljinn óbugaður og húmorinn enn til staðar. Hún sló sér á lær og skellihló þegar við leiðrétt- um hana og sögðum að hún væri komin á tíræðisaldur en ekki níræðis eins og hún hélt. Svo voru sagðar sögur úr Hvammi, skoðaðir gamlir hlutir, sumir úr búi foreldra hennar, og góðar minningar rifjaðar upp. Það var yndisleg dagstund sem við áttum saman þennan rigningardag. Margar myndir voru teknar sem gaman verður að skoða í framtíðinni. Við hittumst einnig á ættarmóti sem haldið var sl. haust í Reykjavík. Ragnheiður Guðbjartsdóttir ✝ Ragnheiður Guð-bjartsdóttir fæddist á Hjarð- arfelli í Miklaholts- hreppi 15. febrúar 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. ágúst 2010. Útför Ragnheiðar fór fram frá Akra- neskirkju 13. ágúst 2010. Þar sátu þær systur saman og glöddust yfir að hitta ættingjana. Svo var sungið Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur. Heiða tók vel undir, enda alltaf verið söngelsk, eins og þau voru öll systkinin á Hjarðarfelli. Heiða var mér mjög kær, enda ólst ég upp við að finna mikla væntumþykju milli föður míns og hennar. Það var ljóst að öll systkinin voru alin upp í ást og virð- ingu hvert gagnvart öðru. Það var alltaf gaman að heimsækja Heiðu og Halldór á Akranesi eða fá þau í heimsókn á Hjarðarfell. Það var sveitin hennar Heiðu, sem henni þótti svo vænt um. Ekki var þó lífið í sveitinni alltaf dans á rósum. Á stuttum tíma missti hún bæði Hjálm, mann sinn, og Gunnar, elsta soninn. Eftir það flutti hún á Akra- nes og átti þar heima til dauðadags. Þar kynntist hún Halldóri, seinni manni sínum, og átti með honum mörg góð ár. Heiða var myndarleg í höndunum og á ég enn peysur sem hún sendi mér þegar eldri börnin mín fæddust, því hún var frændræk- in og lét sér annt um okkur systk- inabörn sín. Ég sendi Huldu, Hjálmi Geir, Ás- gerði og fjölskyldum innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Ragnheiðar Guðbjartsdóttur. Þorbjörg Gunnarsdóttir. Einar Sigurðsson, kollega minn, hefur kvatt þennan heim. Ég kynntist Einari fyrst hjá Vatnsveitu Reykjavíkur 1956, en ég fékk þar sumarvinnu, þegar ég kom heim í fríum frá verkfræðinámi mínu í München. Vatnsveitan var skilin frá Hita- veitu Reykjavíkur þetta ár og Jón Sigurðsson, þáverandi slökkviliðs- stjóri, skipaður vatnsveitustjóri. VR fékk til afnota eitt herbergi í Skúlatúni 2. Einar Sigurðsson, þá ungur verkfræðingur, var ráðinn til að koma á sjálfstæði VR og sinna þeim verkfræði- og rekstr- arverkefnum, sem því fylgdu. Var það tvímælalaust mikið happ fyrir VR að fá Einar til starfa. Mitt verkefni var að aðstoða Einar, meðal annars við uppsetningu skjalasafns, mælingar og hönnun, eftirlit og fleira. Á þessum árum var það algengara en hitt að verk- fræðingar reiknuðu kerfi og burð- arvirki og teiknuðu verkfræði- teikningar um kvöld og helgar. Þetta gerði Einar einnig og fór ég fljótlega að teikna fyrir hann burð- arvirkisteikningar eftir útreikning- um hans. Ég hafði undirstöðu frá próf. Þorvaldi Finnbogasyni, HÍ, auk þess sem ég hafði teiknað í skólanum í München. Einar var góður teiknari og kenndi mér nýj- ar aðferðir sem juku afköstin og gerði hann mig að nokkuð góðum tækniteiknara. Bjó ég alla tíð að kennslu Einars. Var þetta góður tími hjá góðum starfsfélögum og húsbændum. En Einar var ekki aðeins góður kenn- ari og vandaður verkfræðingur. Hann var líka mikill afbragðsmað- Einar Sigurðsson ✝ Einar Sigurðssonfæddist í Nes- kaupstað 18. janúar 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. ágúst 2010. Einar var jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 13. ágúst 2010. ur og með mikið innsæi; hefði getað orðið góður sálfræð- ingur. Þetta sumar, 1956, lenti ég í bíl- slysi á heimleið af íþróttamóti ofan af Kjalarnesi. Var ég farþegi í hópi ungs fólks í nýjum sendi- bíl, sem ekið var ótæpilega hratt. Er við mættum stórri bifreið missti bíl- stjórinn stjórn á bíln- um á malarveginum, fór út af háum bakka og valt rúm- lega heilan hring. Engin alvarleg meiðsli urðu á okkur, en mér tókst fyrir mildi að halda dóttur minni fjögurra ára og verja hana meiðslum. Áverkinn, sem ég varð fyrir, var óskapleg bílhræðsla, sem ég réð ekkert við. Hjá VR var lítil, ensk bifreið, nokkuð komin til ára sinna, sem ég hafði afnot af í vinnunni vegna mælinga- og eft- irlitsferða. Bifreiðin var mjög sér- stök með frumlegri sjálfskiptingu, sem við kölluðum venjulega hálf- skiptingu. Þessi bifreið gekk undir nafninu Birgitta í höfuðið á Birgi Frímannssyni verkfræðingi sem unnið hafði hjá VR nokkrum árum fyrr. Birgitta varð núna lækninga- tæki Einars, sem tók að sér að lækna mig af bílhræðslunni. Við fórum í bíltúr rétt út fyrir bæinn í átt að Gvendarbrunnum. Þar fann Einar langan vegarspotta í mjög lélegu ástandi. Hann sat undir stýri Birgittu og knúði hana áfram eins og vélaraflið leyfði og sagði mér að halda mér. Eftir tvær um- ferðir á þessari helreið var mér horfin bílhræðslan og hefur hún ekki látið kræla á sér síðan. Fleiri skemmtilegra og þroskandi atvika minnist ég frá þessum tíma er ég naut handleiðslu og vináttu Einars Sigurðssonar. Ég votta Ragnheiði Árnadóttur og börnum þeirra hjóna innilega samúð mína. Blessuð sé minning góðs drengs. Gunnar Torfason verkfræðingur. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: Gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. Þetta er það fyrsta sem kom upp í huga minn þegar ég fékk þær fréttir að þú værir farinn. Það voru ekki svo fá skiptin sem þið gaml- ingjarnir voruð búnir að reyna að kenna mér þessa vísu. En það eru margir svona hlutir sem við höfum gert sem hefur glatt mig í gegnum tíðina. Það er líka margt sem ég hef lært af þér, Ólafur, stærst er það æðruleysið og að taka hlutunum eins og þeir koma fyrir. Þegar ég kom fyrst í þessa fjöl- skyldu varstu nýbúinn að komast upp úr miklum veikindum, en það var ekki fyrr en núna síðustu árin að maður varð var við að það væri eitthvað að hrjá þig. Það var alveg sama hvaða veikindi herjuðu á þig þú tókst þeim alltaf með jafnaðar- geði, sást einhverja leið til að halda áfram því lífi sem þú kaust. Út á göngu skal ég fara, var við- Ólafur Stefánsson ✝ Ólafur Stefánssonvar fæddur í Sval- barði í Glerárþorpi þann 28. október 1925. Hann lést 14. ágúst 2010. Útför Ólafs fór fram frá Glerárkirkju 20. ágúst 2010. mótið sem mér fannst vera þitt sterkasta einkenni, þær voru ófáar gönguferðirnar sem við tókum saman. Allt frá þeim löngu sem við fórum fyrst, í kringum okkur þar sem við dvöldum í bústöðum, til þess litla hrings sem við tókum í Stafholtinu. Allar þessar ferðir munu nú geymast í minningabanka mín- um og þínum, þó svo að þú sért nú farinn. Við göngum þær göngu- ferðir, sem við áttum eftir að fara, þegar við sjáumst aftur. Lofaður sé guð og faðir drottins vors Jesú Krists sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Ég bið að guð almáttugur skap- ari himins og jarðar taki þér fagn- andi hendi og veiti Möttu svo og aðstandendum þínum styrk og mátt í þeirri sorg sem það er að missa þig. Drottinn minn guð þú ert bjarg mitt og borg, brugðist þú getur mér eigi. Þú ert mitt athvarf í sérhverri sorg, sól mín á hamranna degi. Frelsisins merki ég hef upp hátt, hjálpin úr upphæðum kemur brátt. Lúðvík Friðbergsson. Elsku Óli Þá er komið að kveðjustund. Eins og alltaf þegar við þurfum að kveðja einhvern okkur nákominn fallast manni hendur. Það er margs að minnast í gegnum árin en þær minningar geymum við með okkur. Óli var elstur af okkur systk- inunum en alls vorum við níu, eftir stöndum við nú fjögur en stutt hef- ur verið á milli þess sem við kveðj- um. Óli var mikill gleðigjafi og hafði gaman af að vera í góðra vina hópi. Hann hafði mikið yndi af söng og oft var glatt á hjalla þegar þeir bræður hittust og tóku lagið saman, hans verður sárt saknað hjá okkur. Óli og Matta eignuðust sjö börn og er hópurinn þeirra því orðin stór og ánægjulegt var að fylgjast með hvað þau voru samrýnd og héldu vel hópinn. Elsku Óli, við systkinin viljum þakka þér samfylgdina í gegnum árin og vitum að það hefur verið tekið vel á móti þér og gott til þess að vita að nú ert þú laus frá þínum veikindum. Matta mín, hugur okkar er hjá þér og þínum afkomendum og biðj- um við góðan guð að gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stund. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Óli, hafðu þökk fyrir allt. Minning þín lifir með okkur um ókomin ár. Fyrir hönd okkar systkinanna og maka þeirra, þín systir Auður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.