Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 m² sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is, Leó, s: 897- 5300. Húsnæði óskast Óska eftir 4 herb. í Kóp., helst í 201, 203 4 manna fjölsk. vantar íbúð til leigu sem fyrst. Reyklaus. Skilvísum greiðslum heitið. Hafið samb. við Sigríði, s. 867 8877 eða sirryosk@internet.is. Geymslur Vertargeymslur: ,,Geymdu gullin þín í Gónhól”. Pöntun í s. 771 1936 - gonholl.is Kæli- og frystiklefar til sölu Til sölu kæli- og frystiklefar. Nokkrar stærðir. Hagstætt verð. Senson ehf., sími 511 1616, netfang: senson@senson.is. Sumarhús Til sölu bjálkahús Húsið er 15 fermetra + verönd Upplýsingar í síma 824-3040 og 893-4609. SUMARHÚS Í BLÁSKÓGABYGGÐ Til sölu gott 48 m² sumarhús í Brekku- skógi með öllu innbúi. Rafm., hitav. og heitur pottur. Nægt vatn. Verð kr. 13 millj. Uppl. í s. 552 8329. Gestahús 20 m² til sölu á gamla genginu. 2 hús eftir. Verð kr. 840.000. Spónasalan ehf. Smiðjuvegi 40, gul gata. Sími 567 5550. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu sumarhús Til sölu fokhelt, tilbúið að utan, til flutnings, 85 m² + 55 m² milliloft. Ás, verð 12,5 m. (Seljandi tekur þátt í flutningskostn.) Upplýsingar í síma 899 5466 og 864 7100 eða á netfang- inu bakki@bakki.com - Til að sjá myndir; bakki.com. Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, vefslóð: www.tresmidjan.is. Eignarlóðir undir sumarhús til sölu Sýningar laugardag og sunnudag frá kl. 14-17 í landi Kílhrauns á Skeiðum. 50 mínútna akstur frá Reykjavík. Landið er einkar hentugt til skógræktar og útivistar. Falleg fjallasýn. Upplýsingar í símum 824-3040 og 893-4609. Festu þér þinn sælureit í dag. Námskeið Leirkrúsin - Spennandi námskeið á haustönn Námskeið í leirmótun, rakú- og tunnubrennsla, leiðsögn á Opinni vinnustofu og tekið á móti hópum. Allar nánari uppl. á www.leir.is og í s. 661 2179 / 555 1809. Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Verslun Tilboð á Ti og W trúlofunar- hringum Tilboð okkar á titanium og tungstenhringum gildir út þessa viku. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerða- þjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is. Víngerðarefni fyrir kröfuharða Vínkjallarinn.is er með hausttilboð á Sentimento víngerðarefnum frá Kanada. Komið og gerið góð kaup að Suðurhrauni 2, Garðabæ, sími 5644299. Opið frá kl. 11 - 18. Motivo - Selfossi Nauðsynlegt áhald á hvert heimili, salatgaffall kr. 5.490. Motivo - Austurvegi 9 - Sel- fossi - s.482-1700 - www.motivo.is. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Upp. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhaldsstofa GSG Skilvirkt bókhald - Betri rekstur. Bókhaldsþjónusta fyrir lögaðila og einstaklinga. Reikningshald, laun, skattur, stofnun fyrirtækja. Sendu tölvupóst á g.ormsd@gmail.com. Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Stigahúsateppi Strönd ehf Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. S. 533 5800, strond@strond.is, www.strond.is.atvinna Elsku langamma Gugga. Núna ertu komin til ömmu Huldu. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin frá okkur. Öll þessi ár var ég alltaf í heimsókn hjá þér. Það var alltaf jafn skemmtilegt að koma í heimsókn til þín. Alveg sama hvað við gerðum, það var alveg yndislegt. Ég man alltaf eftir því þegar ég kom í heimsókn, að ég var að spjalla við þig um marga hluti. Við fórum í gegnum myndaalbúmin, sem var al- veg ofboðslega gaman. Og það var líka gaman að fá nammi og súkku- laði frá þér. Og að spila við þig veiðimann var rosalega gaman. Á hverjum aðfangadegi bauðstu okkur í möndlugraut. Ég vann alltaf verðlaunin hvert einasta ár, því að þú veiddir hana upp úr fyrir mig. Í fyrra eða hittifyrra fattaði ég að þú hefðir alltaf veitt möndluna upp úr grautnum á diskinn minn. Mér fannst alltaf svo skrítið að ég væri alltaf að fá möndluna. En það var samt svo gaman að vinna alltaf verðlaun. En mér fannst líka alveg rosalega gaman þegar þú komst í heimsókn til okkar. Þegar það var nýbúið að vera jarðskjálfti, og íbúð- in þín var í rúst. Þú gistir tvær til þrjár nætur hjá okkur, sem var gaman. Þessir dagar þegar þú komst í heimsókn voru alveg ofboðs- lega skemmtilegir. Það var líka gaman þegar þú komst til okkar aft- ur í heimsókn og gistir í mínu rúmi, og ég svaf á dýnu á gólfinu við hlið- ina á þér. Alltaf ef einhver varð veikur í fjölskyldunni minni þá hringdir þú í okkur og spurðir hvernig maður hefði það, hvort Guðbjörg Sveinsdóttir ✝ Guðbjörg Sveins-dóttir fæddist í Arnarbæli í Gríms- nesi 14. október 1917. Hún andaðist á Ljós- heimum á Selfossi 16. ágúst 2010. Útför Guðbjargar fór fram frá Selfoss- kirkju 24. ágúst 2010. manni liði vel og spjallaðir lengi við mann. En núna þegar þú varðst veik, þá gat ég því miður ekki hringt í þig og spurt þig hvernig þér liði og spjallað við þig. Og ég gat heldur ekki komið í heimsókn til þín, sem var alveg ofboðslega leiðinlegt að geta ekki gert. Þú varst góð langamma, ég hef aldrei kynnst eins góðri og indælli manneskju og þér. Ég mun aldrei gleyma þeim minningum sem ég á um þig. Ég elska þig af öllu mínu hjarta. Eva María. Jæja elsku amma Gugga nú ertu farin frá okkur. Mikið ofboðslega á ég eftir að sakna þín í einu og öllu, því það var alltaf svo gott að geta komið í heim- sókn til þín og spjallað við þig um öll heimsins vandamál. Þú varst svo mikilvæg í mínu lífi elsku amma mín. Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera af mér núna á Selfossi þegar þú ert farin og ég get ekki lengur kíkt í heimsókn til þín. Ég er svo ánægður með að börnin mín hafi getað notið þeirrar gæfu að kynnast jafn hjartgóðri og yndis- legri ömmu eins þú varst alltaf. Eva María og þú voruð mjög miklar vinkonur og meðan þú bjóst í Grænumörkinni bað Eva María allt- af um að fá að vera heima hjá þér að spjalla meðan Líney fór í búðir á Selfossi, henni fannst alltaf jafn gaman að koma til þín, hún sagði alltaf þegar hún kom frá þér: Hún amma Gugga er svo skemmtileg og góð. Fróða kynntist þú nú sem betur fer nokkuð vel og hittust þið reglu- lega í heimsóknum okkar til þín sem og heimsóknum þínum til okkar, við erum svo heppin að eiga mikið af myndum af ykkur Fróða frá ýmsum tímabilum saman. Það verður skemmtilegt fyrir Fróða þegar hann eldist að sjá hversu falleg hún amma Gugga var. Þegar ég sagði Fróða litla að núna væri hún amma Gugga farin upp til ömmu Huldu og afa Fróða þá sagði hann að við þyrftum bara að búa til geimskip og heimsækja ykkur öll sem fyrst. Þær eru margar minningarnar sem ég á frá æsku minni og eldri ár- um sem tengjast þér og Ártúni 6. Ég man þegar ég sagði við mömmu og pabba að ég ætlaði bara að flytja til ömmu Guggu af því að það væri alltaf svo gott að vera hjá henni og gott að borða. Ég er núna stundum að segja börnunum frá því að þegar ég var lítill strákur hjá henni ömmu Guggu þá hafi ég alltaf fengið að sofa á dýnu við rúmgaflinn, og öll kvöld fyrir svefninn fórum við með faðirvorið saman. Síðan þegar ég vaknaði þá komstu alltaf með bakka til mín inn í herbergið og á honum var heitt kakó og ristað brauð. Þetta lýsir því svo vel hversu góð og ynd- isleg amma þú varst. Ef ég eða einhver úr minni fjöl- skyldu var veikur hringdirðu alltaf til að athuga hvernig við hefðum það, alveg sama hversu smávægileg veikindin voru, þú varst alltaf að hugsa um hvernig aðrir hefðu það. Einnig var alltaf gaman að segja þér frá því þegar við vorum að fara eitthvað, þá baðstu mig alltaf um að hafa samband þegar við værum komin á áfangastað og þegar við værum komin heim aftur. Þú vildir alltaf, amma mín, vita að allir væru í heilu lagi. Einnig vil ég þakka þér, elsku amma mín, fyrir það hversu mikil stoð og stytta þú varst fyrir okkur bræðurna þegar hún mamma okkar dó, þá kom nú heldur betur í ljós hversu sterk og hlý amma þú varst. Þegar ég hugsa til baka finnst mér með ólíkindum hversu sterk þú varst miðað við það að þú varst að missa dóttur þína. Mikið þykir mér vænt um að hafa getað setið hjá þér síðustu mínút- urnar í lífi þínu og haldið í hönd þína, því þú varst mér alltaf svo kær og góð amma. Hvíl í friði elsku amma Gugga. Bent Larsen. Ég hef verið á fimm- tánda ári þegar ég kynntist Evu Maríu. Mikill vinskapur hafði þá tekist milli mín og Jóa, yngsta sonar þeirra hjóna. Við vorum á þeim viðkvæma aldri ung- lingsáranna þegar hallærislegheit for- eldranna eru allsráðandi og ég man að Jói varaði mig við þegar ég kom fyrst með honum heim og sagðist eiga „gamla foreldra“. Því fór hins vegar fjarri að Eva María hefði eitthvað hall- ærislegt við sig, þar sem hún sat við eldhúsborðið í Baldursbrekkunni, þessi agnarsmáa kona, drakk kaffi og reykti filterslausar Camel-sígarettur. Þvílíkur töffari, hugsaði ég, sem hafði aldrei áður séð svona litla, gamla konu reykja filterslausan Camel og fannst það meira en lítið kúl. Ég varð heimagangur á heimili Evu Maríu og Jóhannesar og eyddi löngum stundum við eldhúsborðið í Baldurs- brekkunni og spjallaði við Evu Maríu um alla heima og geima. Hún hafði góða nærveru og var ein af þeim sem gott er að sitja og þegja með og það var einhvern veginn ómögulegt að vera stressaður í návist hennar. Hún sagði líka svo skemmtilega frá og sumar sög- urnar sagði hún mér oft og mörgum sinnum. Flestar þeirra voru minningar hennar úr sveitinni og það var augljóst að henni þótti mjög vænt um sveitina sína, Kelduhverfi. Eva María var rólynd kona og gædd miklu jafnaðargeði. Ég sá hana aldrei skipta skapi eða þræta um nokkurn hlut. Ekki svo að skilja að hún léti vaða yfir sig. Nei, hún fékk sitt fram. Einu Eva María Lange Þórarinsson ✝ Eva María LangeÞórarinsson fæddist 15. september 1929 í Neisse í Slesíu. Hún lést á Landspít- alanum 10. ágúst síð- astliðinn. Jarðarför Evu Mar- íu fór fram á Húsavík þann 20. ágúst 2010. sinni setti ég ofan í við hana og taldi mig hafa haft betur. Eva María hafði selt húsið sitt eftir fráfall Jóhannesar og ég var að pakka niður í eld- húsinu og hafði sett gamla og morknaða kaffitrekt í ruslapoka sem ég hafði hjá mér. Eva María kemur þá inn í eldhúsið, sínum hægu skrefum, kíkir of- an í ruslapokann og spyr hvað ég sé með þarna. Ég segi að þetta sé rusl sem eigi að henda. Eva María dregur þá upp hina morknuðu trekt og tautar fyrir munni sér að það megi nú hugsanlega nýta hana til einhvers. Ég hrifsaði þá af henni trektina og sagði að þetta væri ónýtt. Hún ætti nýja og fína kaffivél með ágætri trekt. Svo setti ég trektina aftur í ruslið. Mörgum árum síðar varð ég þess áskynja að trektin hafði, með einhverjum dularfullum hætti, dúkkað upp á nýju heimili Evu Maríu í Kópavogi. Ég veit ekki hve mikil áhrif reynsla Evu Maríu af stríðinu og eftirstríðs- árunum í Þýskalandi hefur haft á per- sónuleika hennar og breytni, en hitt veit ég að Eva María var ótrúlega víð- sýn og æðrulaus kona og ekki margt sem komið gat henni úr jafnvægi. Það kom líka á daginn að hún þurfti ekki fil- terslausar Camel-sígarettur til að sýna hve mikill töffari hún var. Viðbrögð Evu Maríu við samkynhneigð sonar hennar lýsa ef til vill persónuleika hennar og mannkostum best og því hve fordómalaus og hún var, þá hátt á sjö- tugsaldri. Eva María reyndist mér ávallt mjög vel, veitti mér samastað þegar ég var á hrakhólum og tók mínum börnum sem sínum eigin barnabörnum. Ég minnist hennar með þakklæti og söknuði. Börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Aðalheiður Ámundadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.