Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 42
42 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010  Í kvöld heldur hljómsveitin Búdrýgindi tónleika á skemmti- staðnum Venue. Herlegheitin hefj- ast með hljómum frá hljómsveitinni Sing for me Sandra, sem gefur út sína fyrstu plötu um jólin. Strák- arnir úr Búdrýgindum mæta svo hressir og svellkaldir til leiks á mið- nætti. Aðgangseyrir er enginn. Frítt inn á tónleika Búdrýginda í kvöld Fólk Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Pétur Jó- hann Sigfússon, þreytir frumraun sína í teikni- myndainnálestri, eða -leik, í teiknimyndinni Despicable Me, eða Aulinn ég eins og hún heitir á íslensku. Pétur leikur ómennið Gru sem stjórn- ar heilum her af skósveinum og hyggur á heims- yfirráð með því að stela tunglinu. Gru nýtur þess að fremja hin ýmsu illvirki og enginn virðist geta stöðvað Gru en þá koma þrjár litlar stúlkur til sögunnar sem sjá hið góða í karlinum. Myndin verður frum- sýnd hér á landi í dag. Pétur segist hafa farið í leikprufur fyrir myndina en framleiðandi kvik- myndarinnar, Illumination Entertain- ment, þurfti að samþykkja hann í að- alhlutverkið. Leikarinn Steve Carrell les inn á fyrir Gru í ensku útgáfunni og það með allsér- stökum hreim. „Hann talar með pínu hreim, svona hörðum hreim, einhverjum svona aust- antjalds-enskum hreim þannig að það var svolít- ið erfitt fyrir mig að finna þann íslenska hreim,“ segir Pétur. En hvernig var að lesa inn á teikni- mynd? „Það var rosa gaman, ég hafði aldrei gert þetta áður og þ.a.l. var þetta svolítið erfið fæð- ing.“ Pétur segist hafa verið einn í hljóðveri í upptökum og það hafi verið dálítið skrítið og nýtt fyrir honum. Pétur á tvær dætur og segir þær spenntar fyrir því að hlusta á pabba leika Gru. „Þær bíða eftir þessu með óþreyju,“ segir hann að lokum. helgisnaer@mbl.is Pétur fetar í fótspor Steves Carrells Gru Gru og Pétur  Í kvöld og annað kvöld kl. 22 verður sýningin The Dwarf sýnd í Smiðjunni á Sölvhólsgötu á vegum alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar Lókal. Sýning er byggð á sögu sænska nóbelsverðlaunahafans Pärs Lagerkvists og fjallar um illa innrættan dverg og samskipti hans við frönsku hirðina. Leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson og eru leikararnir flestir úr norska leik- hópnum Verk Produksjoner ásamt leikurum Teater Få. Ítarlegt viðtal við Egil birtist í Morgunblaðinu á morgun. Leiksýningin The Dwarf á fjalirnar í kvöld  Tónlistarspekingurinn Dr. Gunni ætlar á morgun að grisja grimmt og selja ýmsar eigur sínar í Kola- portinu, gangi C. Meðal þess sem verður til sölu í bási doktorsins eru vínylplötur, geisladiskar, mynd- diskar, bækur, blöð, tímarit og teiknimyndablöð. Doktorinn grein- ir frá grisjuninni á fésbókarsíðu sinni og kallar „Geðveika grisjun!“. Geðveik grisjun hjá doktor Gunna Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þór Freysson, gítarleikari Bara- flokksins og nústarfandi fram- leiðslustjóri/upptökustjóri hjá Saga Film, leiðir blaðamann í all- an sannleikann um sigra og sorgir Akureyrarbandsins Baraflokksins. Hann segir ástæðu þessarar end- urkomu nú hins vegar tvíþætta: „Í ár á sveitin 30 ára afmæli. Við hófum að rugla saman reytum ’78-’79 en Baraflokkurinn varð svo til 1980, þegar ég og Jón bróðir gengum inn í sveit Ásgeirs Jóns- sonar söngvara. Svo höfðu norð- anmenn í nýopnuðu Hofi samband við okkur og báðu okkur að spila. Tveir okkar búa í útlöndum og þessi dagsetning gekk upp.“ Ískalt popp Þór segir þá félaga glaða yfir því að fá þetta tækifæri, enda er þeim hlýtt til sveitarinnar. Bara- flokkurinn var einkar frambæri- legt band á sínum tíma, og ískalt svuntuþeysarapopp hennar stóð jafnfætis mörgu af því besta í þeim geiranum. En hvernig þróað- ist bandið? „Við vorum aldrei mikið í pönkinu,“ segir Þór. „Þetta var í upp- hafi eitthvert kassagítarspopp/ rokk en þegar ný- bylgjan skall á kú- ventum við. Við vor- um mjög spenntir fyrir þessari tónlist, þessu ískalda poppi sem kom frá Ultravox, Gary Num- an og fleirum og átti ræt- ur að rekja til Kraftwerk og Bowies. Lagið okkar „Radio Prison“ af fyrstu plötunni var eiginlega nokkurs konar háð í garð þessarar tónlistar. En svo virkaði þetta bara svo vel að þetta varð stefnan. Scary Monsters- plata Bowies var t.d. á stalli og gítarleikur Roberts Fripps hafði mikil áhrif á mig.“ Baraflokkurinn gaf út þrjár plötur á þremur árum og var virk- ur í tónleikahaldi og listrænni sköpun. Á Gas má segja að sveitin hafi staðið á hátindi ferilsins. En ári síðar lagði hún upp laupana. Hvað gerðist? „Við vorum búnir að vera í þessu í fimm ár, gerandi út frá Akureyri. Það var ákveðið að flytja bandið til Reykjavíkur til að komast nær hringiðunni. Þegar fluttum suður fyrir rest. En eftir á að hyggja græddum við í raun og veru á því að vera utan af landi. Það lá sérstaða í því og þeg- ar við komum til Reykjavíkur að spila vildu allir allt fyrir okkur gera.“ Á mjólkurbílnum Þór segir þá félaga auk þess hafa sloppið við allar hnútur sem gengu á milli Reykjavík- urbandanna, en lögmálum sam- kvæmt var rígur á milli sumra þeirra. „Við sluppum algerlega við það. Við komum bara kátir og hressir með mjólkurbílnum í bæinn með reglulegu millibili og allir voða glaðir að sjá okkur. Það var mjög gott að vera á Akureyri, – okkar litli heimur einhvern veginn. Við vorum með fínt æfingahúsnæði og höfðum það náðugt þannig lagað. En af peningum sáum við lítið, þeir fóru allir í það að koma sveit- inni á milli Reykjavíkur og Akur- eyrar! En við létum slíkan titt- lingaskít ekki stoppa okkur frekar en annað.“ Svona er „Bara“ lífið  Baraflokkurinn snýr aftur á Hofi í kvöld  „Við vorum í þessu af lífi og sál,“ segir Þór Freysson gítarleikari Ljósmynd/Sigurður Þorgeirsson Metnaður Baraflokkurinn í dulúðugum málum, haustið 1984, í sinni einu „faglegu“ myndatöku rétt áður en hann lagði upp laupana. „Þetta þróaðist áfram mjög hratt,“ segir Þór þegar hann er beðinn að rifja upp plötur flokks- ins. „Fyrsta platan okkar: Baraflokkurinn (1981) bar með sér þetta kalda nýbylgjurokk. Steinþór í Fræbbbl- unum sagði að við spiluðum „mod- rokk“ en við heyrðum það sem montrokk og fannst það mjög fyndinn stimpill. Á Lizt (1982) fóru nýrómantísku áhrif- in að verða til muna sterkari; hljóðgervillinn varð mýkri og meira áberandi. Við tókum hana upp á átta rásir í Grettisgati Egils og félaga í Þursaflokknum. Gas (1983) var síðan tekin upp í Bretlandi í júnímánuði ’83. Það var alveg meiriháttar tími og þarna var þetta orðið mjög fágað og framþróað. Platan hefur elst af- skaplega vel að mínu viti og hljóm- urinn er tímalaus einhvern veginn. Tómas Tómasson tók hana upp en hann var okkar upptökustjóri og „mentor“ á alla lund. Úr hráleika í fágun HLJÓÐVERSPLÖTUR BARAFLOKKSINS þangað er komið kemur viss þreyta í ljós og í desember ’84 ákváðum við að fara í jólafrí og hittast eftir áramót. Úr því fríi komum við svo sextán árum síðar þegar við spiluðum eina tónleika á Gauknum og gáfum út safnplötuna Zahir. Langt jólafrí!“ Stoltur Þór rifjar upp að það hafi verið mikill hugur í bandinu þegar það var úti í Bretlandi árið 1983. Sveitin fékk góð viðbrögð og eðli- lega spenntust menn upp. „Það voru alls konar pælingar í gangi. Við vorum á mála hjá Steinum og það var hugmynd að gefa út smáskífu. En svo hvarf það „móment“ bara einhverra hluta vegna. Draumur okkar þá var að geta sinnt þessu 100%.“ Þór lítur til baka stoltur og seg- ir það eiga við um hina meðlimina sömuleiðis. „Þetta var alveg ótrúlega gam- an þegar þetta stóð yfir. Við vor- um í þessu af lífi og sál. Þetta var bara lífið og auðvitað dreymdi okkur um að ná fleiri eyrum.“ Baraflokkurinn var ein af fáum landsbyggðarsveitum íslenska pönktímabilsins sem náðu ein- hverjum árangri og hæðum með tónlistinni. Hvernig var að vera á Akureyri á meðan pönkið óx og dafnaði í Reykjavíkinni? „Þetta voru ekki kjöraðstæður á þessum tíma,“ segir Þór, „og við » Þetta var í upphafieitthvert kassagít- arspopp/rokk en þegar nýbylgjan skall á kú- ventum við.  Litla Séð og heyrt-plakatið í nýj- asta tölublaði tímaritsins er heldur óvenjulegt; verulega óskýr mynd af borgarfulltrúanum Degi B. Egg- ertssyni á dansgólfi ónefnds skemmtistaðar, með bjórflösku í hendi sem hann þáði af ljósmynd- ara. Í texta segir m.a. að Dagur „breytist í villidýr – jafnvel dans- fífl“ þegar hann bregði sér á dans- gólfið. Dagur B. óskýr á plak- ati Séðs og heyrðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.