Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 47
Gestir á komandi kvik- myndahátíð í Toronto þurfa ekki að óttast að verða bitnir af veggjalús á meðan þeir njóta kvikmynda í kvikmyndahúsinu Scotiabank. Einn bíógesta kvartaði á dögunum yfir því að hafa verið bitinn af slíkum kvikindum í bíósal og voru sérfræð- ingar kallaðir til og könnuðu málið. Í ljós kom að engar veggjalýs eru í kvikmyndahúsinu sem verður að- alsýningarstaður hátíðarinnar. Pat Marshall, talsmaður Cinep- lex, fyrirtækisins sem rekur kvik- myndahúsið, sagði að þessu loknu að öryggi gesta og starfsmanna væri fyrir öllu. Því hefðu menn gengið í málið með hraði. Kvikmyndahátíðin í Toronto hefst 9. september og stendur í tíu daga, til 19. september. Engin veggjalús í Toronto Plata? Hill á tíunda áratugnum þegar hún var hvað vinsælust. Bandaríska tónlistarkonan Lauryn Hill segist þokast nær því að gefa út sólóplötu, en tólf ár eru liðin frá því hún sendi síðast frá sér hljóðvers- skífu. Hill gerði það gott með hljómsveitinni Fugees á tíunda ára- tugnum og telur tíma kominn á hljóðversplötu, ef marka má vef MTV. Hill kom síðast fram á Rock the Bells-tónlistarhátíðinni í Kali- forníu í sumar og flutti þar nokkur laga sinna af plötunni The Mise- ducation of Lauryn Hill, frá árinu 1998, og nokkur laga Fugees, í heldur djössuðum útgáfum. Plata í sjónmáli? Menning 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2010 Kringlan s. 568 6244 Smáralind s. 544 4230 Coraline jakki 8900 Nýjar haustvörur Skyrta 6500 Gallabuxur 4990 All me kjóll 5990 Cosmo kjóll 4500 Mille peysa 2990 Mikil, góð og uppbyggileg starf- semi hefur verið í Havarí í Aust- urstræti í sumar þar sem hægt er að versla plötur, berja myndlist og hljómsveitir augum og taka þátt í allra handa menningarstarfsemi. Síðustu helgi var sumartónleika- sería verslunarinnar/gallerísins kvödd með kurt og nýtti Havar- ísmaðurinn Svavar Pétur Ey- steinsson þá tækifærið til að kynna nýjan veitingastað sinn, Skakkakrepes, sem verður til húsa í Havarí og hér og þar eins og segir á fésbókarsíðu Skakkakre- pes. Um er að ræða bleikar pönnukökur með skinku og osti eða „pulsur hins hugsandi manns“, eins og Svavar kemst svo kersks- nislega að orði á fésbókarsíðunni góðu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skjálftinn Sjálfur Ragnar skjálfti stóðst ekki freistinguna og fékk sér eina Skakkakrepes, pulsu hins hugsandi manns, eins og hún er kölluð á Fésbók. Skakkakrepes komnar til að vera Fyrstu tónleikar vetrarins í Havarí verða svo á morgun en þá leikur sjálfur Ólafur Arnalds. Sjónvarpsþátta- og kvikmynda- framleiðandinn JJ Abrams hefur í hyggju að fram- leiða þáttaröð um fanga í hinu alræmda fangelsi Alcatraz. Abrams leitar nú að handritshöf- undi að þátt- unum, sem verða dramatískir. Al- catraz er í San Fransisco-flóa og hefur verið sögusvið fjölda kvik- mynda, m.a. The Rock. Þekktasti fanginn sem þar hefur dvalið er mafíuforinginn Al Capone. Nú er fangelsið ferðamannastaður, þ.e. engir læstir þar inni lengur. Abrams á að baki þætti á borð við Lost og Alias og hefur einnig leik- stýrt kvikmyndunum Mission: Imp- ossible 3 og Star Trek. Abrams spá- ir í Alcatraz Farsæll JJ Abrams.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.