Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 246. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Vala Grand: Hann var myndar… 2. Ósátt við ráðherravalið 3. „Ég biðst innilega afsökunar“ 4. Hirtu bara bringurnar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Baraflokkurinn heldur tónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í kvöld. Baraflokkurinn á 30 ára afmæli í ár. „Við vorum aldrei mikið í pönkinu,“ segir gítarleikari Baraflokksins, Þór Freysson. »42 Baraflokkurinn snýr aftur eftir langt hlé  2. október verða haldnir tón- leikar í minningu söngvarans Vil- hjálms Vilhjálms- sonar í menning- arhúsinu Hofi á Akureyri. Fyrir tveimur árum voru slíkir tón- leikar haldnir í Salnum í Kópavogi. Friðrik Ómar og Guðrún Gunnars- dóttir munu flytja vinsælustu lög Vil- hjálms ásamt 11 manna hljómsveit. Vilhjálms Vilhjálms- sonar minnst í Hofi  Sigfús Halldórsson tónskáld hefði orðið níræður 7. september n.k. og verður þess minnst með tónleikum í Salnum 4. og 7. september. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson syngja fjölda laga Sigfúsar og Jónas Ingimundarson leikur á píanó. Þá hefur verið ráðist í heildar- útgáfu á tón- verkum Sigfúsar á nótum. Sigfúsar minnst með tónum og útgáfu SPÁ KL. 12.00 Í DAG SA 13-18 m/s og rigning sunnan- og vestan til en 18-23 í vind- strengjum við fjöll. Bjart að mestu en þykknar upp síðdegis. Hiti 13 til 20 stig. VEÐUR Ísland tekur á móti Noregi á Laugardalsvellinum klukkan 19 í kvöld en þetta er fyrsti leikurinn í undankeppni Evr- ópumóts karla í fótbolta. Ólafur Jóhannesson lands- liðsþjálfari teflir fram mörgum ungum leik- mönnum en telur lið sitt eiga ágætis möguleika á því að leggja það norska að velli í kvöld. „Ég tel þá vera tilbúna í slaginn í erfiðan leik,“ sagði Ólafur. »1-2 Ungir leikmenn fá tækifæri í kvöld Teitur Þórðarson hefur verið end- urráðinn þjálfari kanadíska knatt- spyrnuliðsins Vancouver Whitecaps. Hann var þar með það skemmtilega verkefni að stýra liðinu á fyrsta ári þess í MLS-deildinni, efstu atvinnu- deild Norður-Ameríku, en þar er lið- ið með keppnisrétt frá og með næsta ári, 2011. »1 Teitur stýrir liði White- caps í MLS-deildinni Þór vann KA örugglega, 3:0, í upp- gjöri Akureyrarliðanna í 1. deild karla í knattspyrnu í blíðskaparveðri í gær- kvöldi. Sigurinn flutti Þórsliðið upp í efsta sæti deildarinnar, a.m.k. fram á laugardag, þegar keppinautarnir um úrvalsdeildarsæti, Reykjavíkurliðin Leiknir og Víkingur, leika. »3 Þórsarar í efsta sæti eftir öruggan sigur á KA ÍÞRÓTTIR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Garðyrkjubændur byrja margir í þessari viku að taka grænmeti upp úr útigörðum til geymslu fyrir vet- urinn. Útlit er fyrir ágæta upp- skeru og það grænmeti sem farið hefur á markað í sumar hefur selst vel. Bændurnir í Þórisholti í Mýrdal hafa náð þannig tökum á ræktun og geymslu gulrófna að þeir geta verið með rófur til sölu allt árið. „Við vorum að selja síðustu róf- urnar frá síðasta ári um miðjan júlí,“ segir Guðni Einarsson sem er með gulrófnarækt í Þórisholti ásamt Grétari, bróður sínum, og fjölskyldum þeirra. Þeir fóru svo að selja nýjar rófur undir lok júlí þannig að ekki leið nema hálfur mánuður á milli sölutímabila. „Eftir að við erum eingöngu komnir út í þessa ræktun skiptir máli að hafa veltu allt árið og geta séð mark- aðnum fyrir vörunni í sem lengstan tíma,“ segir Guðni. Þeir bræður eru með stórar og góðar geymslur og geyma rófurnar í kössum. Þá hafa þeir gert ýmsar lagfæringar á ræktun rófnanna og meðhöndlun til þess að gera þetta mögulegt. Vel lítur út með gulrófnaupp- skeruna. Sömu sögu hefur Þröstur Jónsson hjá Garðyrkjustöð Sigrún- ar í Hrunamannahreppi að segja, en þau hjónin eru stórir kálrækt- endur. Þau byrja í þessari viku að skera hvítkál, rauðkál og kínakál til geymslu fyrir veturinn. Þótt útlit sé fyrir ágæta uppskeru nær hún ekki sömu hæðum og í fyrra. Sá litli raki sem náttúran hefur séð plöntunum fyrir í sumar hefur gufað upp jafn- óðum í hitunum, að sögn Þrastar. Uppskerustörf Grétar Einarsson bóndi tekur dúk af rófnaakri í Þórisholti í Reynishverfi. Dúkurinn er til varnar kálflugu og minnkar notkun á eitri. Kálið er síðan slegið áður en byrjað er að taka rófurnar upp. Íslenskar gulrófur nú á boðstólum allt árið  Bændurnir í Þórisholti hafa náð tökum á geymslu rófna Fyrsta hrossarétt haustsins verður í Miðfirði á morgun og fyrstu fjár- réttirnar voru í Baldursheimsrétt í Mývatnssveit á sunnudaginn var. Bændasamtökin hafa að venju tekið saman lista yfir fjár- og stóð- réttir haustsins. Samkvæmt honum er fyrsta fjárréttin í landnámi Ing- ólfs Þórkötlustaðarétt í Grindavík. Hún verður laugardaginn 18. sept- ember klukkan 14. Oft kemur fleira fólk en ferfæt- lingar í réttirnar. Réttir njóta vax- andi vinsælda á meðal erlendra ferðamanna og sækjast þeir einkar mikið eftir því að komast í stóð- réttir. Íslendingar af mölinni láta sig ekki heldur vanta þegar fé og hross eru heimt af fjalli. »18 Morgunblaðið/Kristján Réttir Það er alltaf vinsælt að mæta í rétt- irnar, hvort heldur fjár- eða stóðréttir. Göngur og réttir eru að hefjast um landið Dark Valley, stuttmynd Ósk- ars Arnar Arn- arsonar, nem- anda við Kvik- myndaskóla Íslands, er ein af 25 myndum sem var valin í hina alþjóðlegu mín- útumyndakeppni Filminute. Keppninni bárust yfir 2.000 mynd- ir. Í dómnefnd situr meðal annarra Neill Blomkamp, sem leikstýrði District 9. Mynd Óskars, sem heitir Hulduhóll á íslensku og gerist úti í náttúru Íslands, lenti í öðru sæti í Vídeósamkeppni mbl.is og Canon í fyrra. Með aðalhlutverk fer Ísa- bella Mist Tómasdóttir. Hulduhóll í alþjóð- lega myndakeppni Óskar Örn Arnarson Um helgina, á mánudag og þriðjudag SA-átt, víða 5-13 m/s, hvassast syðst. Bjart að mestu N-lands, en annars rigning með köflum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan. Á miðvikudag og fimmtudag Áframhaldandi suðaustanátt, en lægir heldur. Úrkomulít- ið sunnan til, en áfram bjartviðri fyrir norðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.