Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ L'Tf'.STANDI H'.AMSOKNARFÉLAO VEST.MANNAEYJA MÁLGAON FKAMSÓKNAK OG .SAMVINNL'MANNA I VESTMANNAEYJLM Blaðstjóm: Andrés Sigmundsson (ábm.) - Sigurgeir Kristjánsson Jón Eyjólfsson - Georg Stanley Aðalsteinsson Sigurður Gunnarsson - Jóhann Bjömsson Oddný Garðarsdóttir - Bima Þórhallsdóttir Guðmundur Búason ^ ^ rt NÝ STJARNA Hveitibrauðsdagar hins sterka meirihluta sjálfstæðis- manna hér í Vestmannaeyjum eru liðnir. Sólskinsdagar sigurvímunnar eru á bak og burt, en kaldur veruleikinn blasir við. Einn bæjarstjómarmeirihluti er hvorki betri né verri en þeir fulltrúar sem þar eiga sæti. Átta mánaða reynslutími er neikvæður fyrir þá og bæjarfélagið. Framkvæmdastjóm bæjarfélagsins hefur slappast og fjármálin em komin í slíkan hnút að vanskilaskuldir hrannast upp og í þrígang hefur ekki verið hægt að greiða bæjarstarfsmönnum laun á réttum tíma. Því verður ekki neitað, að íhaldsmeirihlutinn tók við góðu búi sem raunar hefur verið staðfest af löggiltum endurskoðanda, sem fann engan hnökra á glöggri og myndarlegri skilagrein fyrrverandi bæjarstjóra þegar hann hætti störfum. Og því má ekki gleyma, að nú- verandi bæjarstjóm hélt bæjarstjórahjónunum Páli og frú heiðurssamsæti fyrir vel unnin störf í þágu bæjar- félagsins, og undirstrikuðu þakklæti sitt með því að gefa þeim Flateyjarbók, sem er konungsgersemi. í sambandi við þessar hugleiðingar hlýtur að rifjast upp fyrir mönnum, að kosningabaráttan á s.l. vori beindist fyrst og fremst að Ráðhúsinu. í ræðu og riti vom starfsmenn bæjarins rægðir, og linnulaust hamrað á því að þar væm óþurftarmenn, sem bæjarfélagið þyrfti að losa sig við. Já, það átti svo sem að hreinsa til í Ráðhúsinu. Jafnframt þögðu leiðtogar Sjálfstæðisflokksins og meira að segja þrættu fyrir þær fyrirætlanir sínar, að ráða sjálfa sig í einskonar sjálfsmennsku í bæjarkerfið, og það í háa launaflokka með mikilli fastri eftirvinnu og bílastyrk að auki. Svo fóm þeir að stjóma sjálfir. Þá hófst rósadansinn um grænar gmndir íhaldsmennskunnar. Fjármál bæjarfélagsins stóðu vel, og þá var nú farið að spila eftir eyranu en ekki föstum nótum. Hver liður af öðmm var keyrður framúr áætlun, sem hlaut að koma fram þegar leið á árið. Sem dæmi má nefna, að liðurinn Sáning og uppgræðsla fór um tvær milljónir fram yfir það sem áætlað var. P*ó að þetta sé bara einn þátturinn í spila- mennskunni, þá skilja það allir, að það hefði komið sér vel, að hafa þessar tvær milljónir í kassanum þegar kom að launagreiðslum síðari hluta ársins og nú á vetrar- dögum. Að taka gjaldeyrislán hvað eftir annað til að greiða rekstrarliði, er háskastefna og gengur ekki til lengdar. En leiðtogar Sjálfstæðisflokksins höfðu um fleira að hugsa en fjármál bæjarins. Það fór fram prófkjör til Alþingis í Suðurlandskjördæmi, og þar létu bæjar- fulltrúar flokksins hér heldur betur til sín taka. Forseti bæjarstjómar, sem er kunnur íþróttamaður, fór þar sínar eigin götur. Hann greip handfylli sína af at- kvæðum og kastaði nýrri stjömu upp á stjómmála- himininn. Þykir það vel af sér vikið og mun varla ofmælt að hann hafi nú greitt samherjum sínum í flokknum fósturlaunin. Og bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, þegar forsetinn og nýi þingmaðurinn fara í sam- einingu að leysa vandamál kaupstaðarins, og verður þá nærtækast að byrja á fjármálasviðinu. Sigurgeir Kristjánsson. Frá mjög vel heppnuðu þorrablóti Framsóknarflokksins er haldið var á Skansinum fyrir skömmu. Það er greinilegt að kempan Sigurgeir Kristjánsson skemmtir sér vel umkringdur blómarósum. Frá stjómmálafundi er Framsóknarflokkurinn gekkst fyrir 22. janúar. T.f.v.: Jón Helgason alþingismaður og forseti Sameinaðs alþingis, Hilmar Rósmundsson, Einar Sigurfínnsson og Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður. Frá stofnfundi Félags ungra Framsóknarmanna í Eyjum. Gest- imir er mættu, Jóna Oddsdóttir, Atli Ásmundsson og Áskell Þórisson. Mikil stemmning var á Þorrablóti Framsóknarflokksins. Ljósmyndimar tók Guðmundur Sigfússon Þórarinn Sigurjónsson al- þingismaður ávarpar gesti á þorrablóti framsóknarfólks hér

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.