Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 15.03.1983, Síða 1

Framsóknarblaðið - 15.03.1983, Síða 1
CTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA 1 VESTMANNAEYJUM 4. tölublað Vestmannaeyjum, 15. mars 1983 42. árgangur Starf'sfólk Vestmanna- eyjabæjar fékk borgað út um síðustu mánaöamót á réttum tíma. Finnst okkur rétt að það komi fram. því þetta telst víst frétt. Áhugamannafélag stofnað Vonandi á sagan eftir að telja 28. febrúar 1983 einn af merkis dögum Eyjanna, þann dag gengust Atvinnumálanefnd Vm. og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga fyrir stofnun áhugamannafélags um nýjungar í framleiðslu sjávarafurða, hlaut félagið nafnið „Sjávarafurðarannsóknir h/f’. Kom í Ijós á stofnfundinum að áhugi var mikill fyrir stofnun félagsins þar sem um 40 manns skráðu sig strax sem hluthafar, en hlutafé félagsins var ákveðið 100.000,-, en stjórninni heimilt að auka það um 400.000,- með opnu eða lokuðu útboði. Framsóknarflokkurinn hefur lagt ríka áherslu á að slíkt félag yrði stofnað hér og höfum við ýtt á eftir þ\í með margvísleg- um hætti. I febrúar 1982 gekkst flokkurinn fyrir borgarafundi þar sem þessi mál voru rædd ásamt ýmsu fleiru er varðar nýja möguleika í atvinnulífinu. Var þessu fylgt eftir bæði í stefnuskrá flokksins fyrir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar og síðan í beinu framhaldi flutti ég tillögu 1. júlí í bæjarstjórn þar sem segir: „Bæjarstjóm samþykkir að beina því til atvinnumála- nefndar að hún kanni mögu- leika á, að komið verði upp lífefnaiðnaði hér sem fyrst. Þ.e. vinnsla á fiskúrgangi til efna- og lyíjaframleiðslu.” Var tillagan samþykkt ein- róma. Atvinnumálanefnd Atvinnumálanefnd hefur unnið vel að frangangi þessa máls og hefur Þorsteinn UMHVERFISVERND OG UPPGRÆÐSLA Umhverfisvemd og upp- græðsla hér í Eyjum hafa all- mikið verið til umræðu að undanförnu. Formælendur nú- verandi meirihluta lögðu mikla áherslu á þau mál fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar á s.l. vori. í samræmi við þann málflutn- ing var í fyrrasumar eytt miklu fé, eða nálega hálfri þriðju Ráðinn Veitustjóri Garðar Sigurjónsson hefur verið ráðinn Veitu- stjóri frá og með 1. mars. Garðar mun starfa áfram sem Rafveitustjóri en bætir við sig yfirumsjón með Fjarhitun. Foreldra- Hamars- skóla Foreldrafélag Flamars- skóla hefur sent bæjarráðí bréf og lista með nöfnum 54 foreldra barna í 5. bekk Hamarsskóla þar sem skorað er á bæjarráð að beita sér fyrir því að hægt verði að taka tvær kennslu- stofur í gagnið næsta haust. Garðarsson Iðnþróunarfulltrúi aðstoðað nefndina við undir- búning. Er ástæða að þakka atvinnumálanefnd undir for- ustu Sigrúnar Þorsteinsdóttur og öllum öðrum er hafa unnið að framgangi málsins fyrir gott starf. En þetta er aðeins áfangi á langri leið, stofnun félagsins er ekki aðalatriði heldur það, sem á eftir skal koma. Aukin nýting á sjávarafla Innyfli þorsks, svo dæmi sé tekið, vega um 15% af heildar- þunga fisksins, athuganir benda eindregið til þess að margvíslega vinnsla á slíku hrá- efni geti orðið verulega arðbær. Hlutverk félagsins nú er fyrst og fremst, að gera markvissa rannsóknaráætlun og vinna að framgangi málsins með föstum ákveðnum skrefum þannig, að hægt verði áður en Iangt um líður að ganga til stofnunar rekstrarfyrirtækja. Veist þú að í fjárl w áætlun núverandi meiri- hluta er gert ráð fyrir að verja til skrifstofu félags- málafulltrúa kr. 445.000,-. í fvrra var gert ráö fyrir kr. 251.000,-. Nú hefur þessi liöur hækkað um 56% og við sent héldum aö nú- verandi mcirihluti hcföi ákveðið að hafa engan félagsmálafulltrúa. Kannski finnst einhver ef leitað er vel uppi á lofti í Ráðhúsinu. milljón króna í þennan mála- flokk. Því miður nýttust þeir fjármunir illa í framkvæmd, sáning seint í júlí, en vonar- peningur og áburðardreifing skömmu fyrir höfuðdaginn kemur varla að notum. Það er vægast sagt ámælisvert, þegar þannig er staðið að málum, að skattpeningar bæjarbúa eru látnir fjúka út í veður og vind. A árunum fyrir jarðeldana var nokkuð unnið varðandi framangreind mál. Melurinn ofan við Breiðabakka var græddur upp. Moldarbakkinn vestan í Stórhöfða var græddur upp og jarðvegseyðing stöðvuð þar. Rofin í Sæfelli, sem blöstu við af flugvellinum, voru stung- in niður, sárin tyrfð með þeim góða árangri að hlíðin í fellinu er að mestu grasi gróin. Því má ekki gleyma að á þessu svæði unnu nokkrir ágætir menn gott verk í sjálfboðavinnu. Sama má segja um það ágæta fólk, sem vann gott og mikið verk við að hreinsa Dalinn á árunum eftir gosið, einnig í sjálfboðavinnu. Mér hefur komið til hugar, hvort ekki væri nú hægt að ná saman einhverju liði á komandi vori, til að bjarga grastorfunni, sem enn er eftir ofantil í Hánni, það er að segja með sjálfboðavinnu. Þar er ennþá um jarðeyðingu að ræða, sem, verði ekkert að gert, mun halda áfram, þar til Háin verður örfoka upp í eggjar. Jarðvegseyðing á sér nokkr- ar orsakir. Hér hygg ég þær fyrst og fremst vera tvær, upp- Framhald á 2. síðu Ánægjulegt var að sjá er stærsta skip Eyjaflotans, Herjólfur, var tekinn upp í Skipalyftuna í síðustu viku. Eru hér nú breyttir tímar, þar sem skip héðan þurfa ekki að fara annað til viðgerðar. -Ljósm.: G.S. Aðgerða er þörf Það dylst engum áð við eig- um nú við að glíma verulega efnahagsörðugleika og því eðli- legt að menn velti fyrir sér, hvaða leiðir séu helst til úrbóta. Ég tel að um þrjú meginatriði sé að ræða í því efni. í fyrsta lagi þurfum við að leggja áherslu á að auka þjóðartekjurnar með stórbættri nýtingu þess hráefnis sem við höfum í höndum. Þama er tví- mælalaust miklir möguleikar og þá sérstaklega á sviði sjávar- afurða og nú er algjör nauðsyn að sjómenn, útgerðarmenn og útflytjendur taki nú höndum saman í því að bæta nýtingu og meðferð fiskafurðanna. A s.l. vetri gekkst Fram- sóknarfélag Vm. fyrir al- mennum fundi, þar sem ræddar voru ýmsar hugmyndir um ný- iðnað m.a. í sambandi við frekari nýtingu sjávarafurða. Atvinnumálanefnd Vm. undir ágætri forystu Sigrúnar Þorsteinsdóttur, hefur nú tekið þarna upp þráðinn og unnið ötullega að þessu máli og ár- angurinn er sá að nú nýlega var stofnað hér félag áhugamanna um frekari úrvúnnslu og nýtingu sjávarafurða. Er ánægjulegt til þess að hugsa að Vestmannaeyingar skuli hafa forgöngu um þetta nauðsynjamál, sem á tvímæla- laust eftir að skila miklum tekjum í þjóðarbúið ef vel tekst til. Einnig þarf að skoða gaum- gæfilega allar aðrar hugmyndir sem fram koma og miða að því að auka hér atvinnu og þar með þjóðartekjurnar. í öðru lagi þurfum við að draga úr innflutningnum, því það sjá auðvitað allir að það gengur alls ekki, að flytja inn í landið, mánuð eftir mánuð, vörur fyrir mikið hærri upphæð en sem nemur útflutnings- tekjunum. Ég tel að beinar hömlur á vissar vörur kæmi þama mjög vel til greina, eða hvaða ástæða er til að flytja inn allskonar óþarft skran, á sama tíma og okkur bráðvantar gjaldeyri fyrir nauðsynjavöru. Þá er einnig þýðingarmikið að auka á ný tiltrú þjóðarinnar á sparnaði, þannig að menn vilji frekar leggja peninga fyrir, heldur en að eyða þeim jafn- óðum, jafnt að þörfu og óþörfu. Framhald á 2. síðu Ekki fyrr en 1984 Á fundi bæjarstjórnar er haldinn var á fimmtudaginn í síðustu viku spurðist Andrés Sigmundssin fyrir um, hvort núverandi meirihluti myndi beita sér fyrir því að hægt verði að taka tvær kennslustofur til viðbótar við Hamarsskólann í gagnið næsta haust. í svari meirihlutans kom fram að fullmikil bjartsýni væri að búast við því fyrr en í fyrsta lagi haustið 1984. Eins og fram hefur komið hafa foreldrar barna miklar áhyggjur af, ef þessar tvær kennslustofur verða ekki til- búnar næsta haust. 5. bekk í Hamarsskóla er var fluttur þangað í fyrrahaust, verður þá að flytja aftur eittvert annað næsta haust. Allir sjá að slíkir flutningar milli staða hljóta að hafa ákaflega slæm áhrif á námið. Vitað er að ef þessar tvær kennslustofur verða ekki teknar í notkun næsta haust þá skapast vandræðaástand í skólamálum.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.