Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Blaðstjóm: Andrés Sigmundsson (ábm.) - Sigurgeir Kristjánsson Jón Eyjólfsson - Georg Stanley Aðalsteinsson Sigurður Gunnarsson - Jóhann Bjömsson Oddný Garðarsdóttir - Bima Þórhallsdóttir Guðmundur Búason Hinn 1. mars s.l. hækkuðu öll laun í Iandinu um tæp 15% svo sem kunnugt er og í kjölfar þess dynja nú yfír landsmenn hækkanir á öllum þjónustuliðum hins opin- bera, gengi krónunnar er látið síga ört og afleiðingar þess eru stórkostlegar hækkanir á öllum innfluttum vörum og landbúnaðarvörur hækkuðu í verði um 20- 40%. Það er því augljóst mál að ávinningur launafólks í landinu, af þessari kauphækkun, er nákvæmlega enginn og rekstrargrundvelli fjölmargra fyrirtækja er stefnt í verulega hættu, þar sem þau hafa nánast enga mögu- leika til að mæta þeim kostnaðarhækkunum sem af þessu leiðir. Og óhjákvæmilegar afleiðingar þess ef fyrirtækin lenda í enn meiri erfiðleikum, en þegar er orðið, eru uppsagnir starfsfólks og þar af leiðandi atvinnuleysi. Þess vegna lögðu þingmenn Framsóknarflokksins á það áherslu að fyrir 1. mars yrðu gerðar einhverjar aðgerðir til þess að draga úr þeirri verðbólguholskeflu sem fyrirsjáanleg var, ef ekkert yrði að gert. Fyrst með stuðningi við vísitölufrumvarp forsætisráðherra, sem þjóðhagsstofnun hafði sýnt fram á að myndi draga úr verðbólgunni um 5-6%, án þess að skerða kaupmátt launa nánst nokkuð, en þegar sýnt var að það næði ekki fram að ganga, þá með tillögu um að niðurgreiðslur landbúnaðarvara yrðu auknar, þannig að vísitölu- hækkunin færi ekki yfir 10%. Ekki fékk það neinn stuðning hinna flokkann á Alþingi heldur og afleiðingarnar urðu eins og áður sagði tæplega 15% launahækkun, en það þýðir í reynd að láglaunamaðurinn, sem hefur t.d. 10.000 kr. í laun á mánuði, fær 1.500 kr. í bætur, en þeir hærra launuðu svo sem þingmenn og ráðherrar, sem hafa 40.000- 70.000 kr. á mánuði, fá þetta 6.000-10.000 í bætur og þær þar að auki greiddar fyrirfram, meðan flest lág- launafólk fær sín laun greidd eftirá. Og hverra hagsmuni er svo verið að vemda? Það sjá auðvitað allir hvers konar hringavitleysa þetta er og það er með öllu óskiljanlegt að Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur, sem telja sig eina málsvara láglaunafólksins, skuli ekki vilja styðja alla viðleitni í þá átt að ná niður verðbólgunni, sem hlýtur þó að vera eina raunhæfa leiðin til þess að vemda kaupmátt þeirra lægstlaunuðu. Afstaða stjómarandstöðuarms Sjálfstæðisflokksins verður tæpast skýrð með öðru en því að heiftin í garð Gunnars Thoroddsen sé svo mikil að þeir geti ekki hugsað sér að styðja neitt mál sem hann leggur fram, Þótt þeir heyktust reyndar á því að fella bráðabirgða- lögin, eins og þeir höfðu þó marglýst yfir að þeir myndu gera og gerðu sig með því að almennu athlægi. —Guðmundur Búason. VORUM AÐ FÁ ÓDÝRAR EN MJÖG VANDAÐAR FERÐATÖSKUR AÐGERÐA ER ÞÖRF Framhald af 1. síðu í þriðja lagi þarf að kapp- kosta að draga úr milliliða- kostnaði svo sem unnt er. Við höfum á undanfömum ámm byggt upp fullkomið þjónustukerfi, bæði á sviði heilbrigðis- og skólamála svo og á fjölmörgum öðmm svið- um, bæði á vegum hins opin- bera og einstaklinga, svo viða- mikið að ég efast um að annað eins þekkist nokkursstaðar í heiminum. Allt lítur þetta vel út á pappímnum, en ég álít að menn hafi hreinlega gleymt að taka allan þann kostnað, sem þetta hefur í för með sér fýrir þjóðar- búið, með í reikninginn þegar farið hefur verið út í aukna og jafnvel alveg nýjar tegundir þjónustu. Ég tel löngu tímabært, að ráðamenn byrji á því að gera þjóðinni grein fyrir því hvað slík þjónusta kostar, ef koma á henni á fót og hverju eigi þá að sleppa í staðinn og síðan kæmi alveg til greina að kanna vilja fólksins með þjóðaratkvæða- greiðslu, áður en endanleg ákvörðun er tekin. En fmmskilyrði þess að þessi markmið náist er auðvitað að við taki, sem allra fyrst, sterk og samhent stjóm, sem vill og þorir að takast á við vanda- málin og ég fullyrði að þing- menn Framsóknarflokksins munu ekki skorast undan því, fái þeir til þess stuðning frá þjóðinni í komandi kosningum. —Guðmundur Búason. Umhverfisvernd og uppgræðsla Framhald af 1. síðu blástur og skriðuföll. Hvort- tveggja á sér fremur stað þar sem jarðvegur er orðinn nokk- uð þykkur. Varðandi upp- blástur í jarðveginum er oft aðeins um smá skoming að ræða. Þá kemst stormurinn að, og fer sífellt að sverfa moldina undan grasrótinni. Þá myndast holbakki, sem fellur niður og eyðing heldur áfram. Þetta er að gerast í Heimakletti austan við Hettu. Ég held að eina ráð- ið til að hefta þennan upp- blástur sé að stinga niður rof- bakkana og þekja sárin með sniddunni sem kemur úr þeim. Þetta er ekkert stórvirki, það þarf bara að ráða svona fjóra röska menn til að taka þetta að sér og þeir mundu koma því í verk á fáeinum dögum. Og þar sem rofið fer nú í seinni tíð ört stækkandi, þá er ekki góðs að bíða, og því fyrr sem þetta verður lagfært því betra. Ég held að þama sé for- gangsverkefni á þessu sviði og vona að átthagavinimir í bæjar- stjórninni komi því áfram þegar með vorinu. Sauðfjárhald hér telur þann fjölda, að virðist vera þröngt í sumarhögum. Mér sýnist t.d. að Hlíðarbrekkur séu fullbeittar ef ekki ofbeittar. Meðan svo er virtist mér sumarhagar í Heimakletti jafn sjálfsagðir og önnur svæði sem beitt em hér á heimalandinu. Því þarf að friða foksvæðið með girðingu, og væri hagstætt að fá þyrlu sem öðru hvom er hér á ferð til að kippa efninu upp í klettinn. Skriðuhlaup verða með þeim hætti að mikill vatnsagi kemst í og undir jarðveginn og sprengir hann fram og torfan hrapar niður. Það em óstöðvandi náttúrulögmál, sem gerast hér og víðsvegar annarsstaðar gegnum aldimar. Smám saman fara svo harðgerar jurtir að festa rætur á klöppunum og landið fer að gróa upp aftur á lögnum tíma. Ég held að mannshöndin eigi þar örðugt um vik, að koma til hjálpar. Jafnvel þó unnt væri með æmum kostnaði, að flytja mold á brattar klappimar í Ysta- kletti, þá óttast ég að hún mundi skolast í burtu áður en væntanlegur gróður næði að festa þar traustar rætur. Ef til vill em þeir til, sem kunna hér betri ráð og væri fróðlegt að heyra þeirra tillögur. Þetta er nú orðið lengra mál en ég hugði í upphafi, og er þó eftir að ræða um foksvæðin austan við byggðina. En niður- staða þessara hugleiðinga er, að minna á brýn verkefni og umfram allt að leggja áherslu á að nýta vel þá fjármuni, sem ætlaðir em í málaflokkinn, Sáning og uppgræðsla, og þá að sjálfsögðu af meira viti en gert var á s.l. ári. —Sigurgeir Kristjánsson. Brjóstahaldarínn Við fengum eftirfarandi vísu senda vegna hins dularfulla brjóstahaldara. Að halda um brjóstin stinn og ber um leið og kappinn lúrði. En missa af öllu, því er ver mun vera meistari í klúðri. Eín sem notar ekki brjóstahaldara. NÝ FLUGVÉL Nú nýlega bættist ný flugvél í Eyjaflotann og er það Piper Cherokee Arrow. Eigendur vélarinnar em þeir Bjami Jónasson og Emil Sæmundsson. Blaðið óskar þeim félögum til hamingju. —Ljósm.: Guðmundur Sigfússon.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.