Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 3
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ 3 „Þarf að draga flokkinn upp úr feninu” í eldhúsdagsumræðum, sem nýlega fóru fram á Alþingi var greinilegt að kosningabaráttan er hafin. Þá var það athyglis- vert, að formaður Sjálfstæðis- flokksins Geir Hallgrímsson var ekki meðal ræðumanna. Hefði honum þá ekki veitt af að rétta hlut sinn nokkuð með skeleggum málflutningi eftir niðurstöður prófkjörsins í Reykjavík, þar sem hann fékk sjöunda sætið. Má því ætla að þingflokkurinn meti formann- inn í samræmi við þá útreið, sem hann fékk í prófkjörinu og því lokað hann úti frá eldhús- dagsumræðunum, sem bæði var útvarpað og sjónvarpað. Hins vegar kom Albert Guð- mundsson í pontuna og var helsta inntakið í ræðu hans að skora á alla Sjálfstæðismenn, að rífa nú duglega kjaft á vinnu- stöðum og í vinahópum fram yfir kosningar. Markmiðið væri að Sjálfstæðisflokkurinn næði hreinum meirihluta á Alþingi. Nú hefur heyrst, að hógværari Sjálfstæðismenn séu ekki yfir sig hrifnir af málflutningi AI- berts í eldhúsdagsumræðunum. Meira að segja er spurning hvort sjálfum formanninum, Geir Hallgrímssyni, hefur geðjast að fram,komu Alberts á eldhúsdeginum. Fyrir síðustu alþingiskosningar var Geir að tala um þjóðarsátt. Svo kemur Albert eins og sjálfskipaður leiðtogi flokksins og hvetur liðsmenn hans til að eitra andrúmsloftið á vinnustöðum og í vinahópi með pólutísku þrasi. En það bólaði lítið á inál- efnalegu veganesti til skutils- sveina Alberts Guðmundsson- ar. Hvað eiga þeir að segja? Hvar er stefnumótun og stað- festa Sjálfstæðisflokkmsins í dag? Verður leiftursóknarpró- grammið dregið upp úr skúff- unni eftir kosningar og fyrir- myndin síðan breska íhalds- stjómin með allt atvinnuleysið í eftirdragi? Það er hægast að lofa gulli og grænum skógum og breytingu til hins betra fyrir kosningar, en standa síðan uppi eins og glópar þegar á reynir. Hver er reynslan hér í Vestmannaeyj- um af meirihlutastjóm Sjálf- stæðisflokksins? Hefur fjár- málastjórn bæjarins farið batnandi? Hefur framtakið aukist? Hefur reisn bæjarfé- lagsins vaxið? Er ekki stjóm bæjarmála hér síðustu mánuð- ina angi af því, sem kallast sjálf- stæðisstefna? Birtist hún ekki í því að hlynna að sér og sínum? Hvað hefur mikið af starfs- þrótti meirihlutans farið í pylsuvagninn? Mundi ekki sama stefna og sami andi svífa yfir vötnunum á þjóðmálasvið- inu ef Sjálfstæðismenn næðu hreinum meirihluta í komandi alþingiskosningum. Svo má þó ekki gleyma því, að fyrsta verkefnið var skýrt afmarkað eftir því sem Albert sagði. En það var að draga flokkinn upp úr feninu. Þeir vita það, sem þekkja til í sveit- inni, að oft eru það óþrifa- Atli Asmundsson: Andstæðingar Framsóknar- flokksins hafa ávallt haldið því fram, að launþegar ættu enga samleið með Framsóknar- flokknum, og þeir hafa reynst ótrúlega samhentir við að rót- festa þá skoðun, að flokkurinn sé ekkert annað en harðsvíraður bændaflokkur. Sem betur fer er það nú orðið ljósara en nokkru sinni fyrr, að þetta er hin mesta villukenning. Mikill og vaxandi fjöldi launþega hefur sýnt í verki, að hann treystir Fram- sóknarflokknum - þessum áróðri hefur verið hafnað. Síðustu Alþýðusambands- kosningar sýndu þetta áþreifan- lega. Þar voru framsóknarmenn fjölmennari en nokkru sinni fyrr, cða um níutíu talsins. Þessi auknu áhrif framsóknarmanna urðu til þess, að hvorki Alþýðu- bandalagið né Sjálfstæðis- flokkurinn í samvinnu við Al- þýðuflokkinn gátu hrifsað til sín meirihluta miðstjórnar A.S.Í. eins og þeir höfðu ætlað. Þvert á móti urðu þeir að sætta sig við það, sem þeir síst vildu, að framsóknarmenn og ýmis óháð öfl voru orðin það sterk á Al- þýðusambandsþingi, að ekki varð fram hjá þeim gengið. Pólitískar einokunarfyrirætlanir runnu út í sandinn, og fram- sóknarmenn réðu meiru um samsetningu miðstjórnar A.S.I. en nokkrir aðrir. Framsóknarmenn sögðu strax, að ekki kæmi til greina, að Alþýðubandalaginu tækist að skapa neinn meirihluta og því síður mætti það gerast, að stjórnarandstöðunni i landinu tækist það. Þeir gerðu kröfu til þess, að í miðstjórn sætu tveir framsóknarmenn og tveir óháð- ir. Að þessu var gengið og hin pólitíska samsetning stjórnar- innar varð sú sem framsókn- armenn höfðu óskað eftir. Þetta var þýðingarmikill sigur, ekki aðeins fyrir framsóknarmenn, heldur fyrir alþýðusamtökin og raunar þjóðina í heild. Ekkert er líklegra til þess að veikja áhrifamátt þessara þýð- ingarmiklu samtaka en óeðli- lega sterk áhrif eins flokks eða flokkabandalaga, sem fyrst og fremst vilja, að starf samtak- anna miðist við þeirra eigin flokkspólitísku hagsmuni. Ég hygg, að sú skoðun sé almenn í Framsóknarflokknum, að stétta- samtökin eigi sem minnst að blanda sér í flokkapólitík. Þau gemsar, sem lenda í kviksynd- unum, af því þeir kunna ekki fótum sínum forráð. Þeir eru ekki til stórræðanna lengi á eftir. —S.K. eigi að starfa á faglegum grundvelli og berjast fyrir skynsamlegri launastefnu, sem líkleg er til þess að auka kaup- mátt - ekki síst láglaunafólks í landinu, en ekki keppa að því einu, að fá sem flestar verð- lausar krónur í launaumslögin. Baráttu- og hagsmunamál launþega eru auðvitað mörg og margvísleg og sannarlega hefur miðað vel áfram með mörg þeirra. En framtíð og áhrifa- máttur alþýðusamtakanna bygg- ist fyrst og fremst á því, að hreyfingin vaki yfir sjálfstæði sínu og sjálfsákvörðunarrétti, en stofni jafnframt til eðlilegra tengsla við hin mikilvægu póli- tísku öfl í landinu. Það á auðvitað ekki síst við um Fram- sóknarflokkinn, sem hefur lengur en nokkur annar flokkur átt aðild að ríkisstjórn, og beitt sér fyrir þeirri miklu framfara- sókn, sem hefur gjörbreytt þessu þjóðfélagi. Dæmin hafa menn fyrir augum sér hvert sem litið er, og frekari gagnkvæm tengsl munu verða báðum til góðs - launþegum og Fram- sóknarflokknum. Framsóknarmenn í nokkrum kjördæmum hafa stofnað með sér launþegaráð, og stefnt er að því, að slík ráð starfi í öllum kjördæmum innan skamms. Slík samtök eru launþegum og sam- tökum þeirra tvímælalaust til góðs, og lifandi tengsl við verka lýðshreyfinguna hljóta að vera eitt af meginverkefnum Fram- sóknarflokksins í framtíðinni. Framsóknarmenn í nokkrum kjördæmum hafa stofnað með sér launþegaráð, og stcfnt er að því, að slík ráð starfi í öllum kjördæmunt innan skantms. Slík samtök cru launþegum og sam- tökum þcirra tvímælalaust til góðs, og lifandi tengsl við verkalýðshreyfinguna hljóta að vera citt af meginverkefnum Framsóknarflokksins í fram- tíðinni. Það er til marks urn hversu mikilvæg framsóknarmenn telja slík tengsl, að einróma var sam- þykkt á 18. flokksþingi fram- sóknarmanna, að formenn launþcgaráða eigi sæti í mið- stjórn flokksins. Þetta var mikið heillaspor og var Framsóknar- flokkurinn fyrstur stjórnmála- flokka á Islandi til að gera slíkt. Þórarinn Sigurjónsson Sundrung og öfgaöfl Síðan Alþingi kom saman eftir áramótin hefur mestur tími farið i að ræða efnahagsmálin, sem óneitanlega eru í nokkurri sjálfheldu, þar sem ríkisstjórn- in hefur ekki meirihluta í báð- um deildum Alþingis. Hafa því verið blikur á lofti og erfitt að segja hver þróun mála verður þegar þetta er ritað. Mánuður er nú liðinn síðan þing hófst að nýju og hafa bráðabirgðalögin um efnahags- aðgerðir, sem ríkisstjórnin gaf út í ágústmánuði s.I., verið að- almálið þessar vikur. Stjórnar- andstaðan hefur gert allt til þess að tefja fyrir þessu máli, þó að henni sé það vel ljóst, að verði bráðabirgðalögin felld, tekur verðbólgan nýjan kipp, sem valda mundi því, að atvinnu- vegirnir mundu stöðvast og at- vinnuleysi fylgja í kjölfarið. Verður þessi afstaða stjórn- arandstöðunnar þeim mun ó- skiljanlegri, þar sem þjóðar- tekjur hafa farið minnkandi og útlit fyrir að svo verði áfram á þessu nýbyrjaða ári. Varla er hægt að draga aðra ályktun af þessum gerðum stjórnarandstöðunnar, en að hún sé óábyrg og stefnulaus og hafi ekkert til málanna að leggja, en reyni eftir megni að NÝKOMIÐ í Timbursöluna Furupanel og parkett Hagstætt verö Kaupfélag Vestmannaeyja Timbursala fella bráðabirgðalögin eða koma í veg fyrir afgreiðslu þeirra, þó að af því leiði meiri efnahagsvanda og stórfellt at- vinnuleysi. Varla getur stjórnarandstað- an ætlast til þess, að nokkur taki hana alvarlega á meðan hún hagar sér svona. Þegar fjárlögin voru afgreidd fyrir jólin, kom það glöggt fram, hvað úrræðaleysið var mikið af þeirra hálfu. Sjálfstæðismenn í stjórnar- andstöðu fluttu enga einustu sparnaðartillögu, en ræddu þess í stað um stórauknar út- gjaldahugmyndir og á sama tíma um skattalækkanir. Töldu erlendar lántökur stórhættuleg- ar en í öðru orðinu nauðsynlegt að taka erlend lán til vegamála. Gefur þetta nokkra mynd af málflutningi þeirra og ringulreið í málflutningi, sem ótrúlegt er að margir taki mark á. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki lengur meirihluta til að koma samræmdum, raunhæf- um efnahagsaðgerðum í gegn- um þingið, gegn vilja stjórnar- andstæðinga. Er því ekki um annað að ræða, en kosningar sem allra fyrst, svo að nýr stjórnarmeirihluti geti tekið á þeim vandamálum sem að steðja. Framsóknarflokkurinn legg- ur á það megináherzlu, eins og áður, að samræmdar efnahags- aðgerðir verður að gera sem allra fyrst. Ljóst er, að slíkar aðgerðir hljóta að koma við lífskjör landsmanna. Tekjur þjóðfélagsins hafa minnkað mikið á liðnu ári og horfur á að svo verði einnig á þessu ári. Það er því minna til skiptanna en áður og nauðsyn- legt að jafna þeim halla réttlát- lega niður á landsmenn. Verði það ekki gert, hlýtur að koma til vaxandi samdráttur í atvinnu- lífinu, sem verður til óbætan- legs tjóns fyrir þjóðina. í öllum greinum þarf að vinna þannig að verðbólgan minnki jafnt og þétt og að sem flestir verði virkir þátttakendur í þeim aðgerðum. Með þess- háttar allsherjarátaki til lækk- unar á verðbólgunni er von um betri framvindu efnahagsmála, sem leggur grundvöll að bætt- um lífskjörum í landinu. Mikilvægt er að unnið verði að þessum málum af einurð og festu og að allir aðilar þjóðfél- agsins sýni þar skilning á sam- eiginlegum hagsmunum þjóð- arinnar og taki ábyrga afstöðu í samræmi við staðreyndir efna- hagslífsins. Kjósendur munu fljótlega velja menn til forystu í málum þjóðarinnar næsta kjörtímabil. Það mun ráða miklu um fram- tíðarþróun íslenzka þjóðfélags- ins, hvort kjósendur velja þá ábyrga og umbótasinnaða menn til forystu, eða hleypa sundrungar- og öfgaöflum ó- beizluðum í valdastólana. Lifandi tengsl við verkalýðs- hreyfinguna ■■■iii ■■■■■■ mmssj EFLIÐ YKKAR HEIMABYGGÐ SKIPTIÐ VIÐ SPARISJÓÐINN SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA [iíiiia ■■■■■■ mmœ|j

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.