Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA 1 VESTMANNAEYJUM 6. tölublað Vestmannaeyjum, 7. apríl 1983 42. árgangur Kjósum ábyrga menn áþing Yínnubrögð Alþýðubandalagsins þjóðínní of dýr Garðar Sigurðsson sendir okkur Þórarni Sigurjónssyni kveðju í sínum stíl í Eyjablað- inu nýlega. Alveg ósjálfrátt kemur í hugan að ritsmíð þessi sé sjálfsvörn, þar sem Garðar reyni að koma þeim orðrómi, sem um hann hefur gengið, á okkur Þórarinn. Það er a.m.k. óskiljanlegt af hverju hann var að eyða orðum á okkur, ef við værum slíkir híðisbangsar, sem fram kemur í grein hans, þar sem varla mundi þá hvarfla að neinum að fela okkur umboð til setu á Alþingi. Ég hef ekki talið ræður Garðars Sigurðssonar á Alþingi á kjörtímabili því, sem nú er að ljúka, og skal því ekki fullyrða neitt um fjölda þeirra. Hitt vita allir þar, að hann hefur verið þrautseigari við aðra list en orðsins list, enda þótt sú geti lítt talist til þingstarfa. Og stundum hefur sú þaulsætni hans haft áhrif á afgreiðslu þingmála. En sennilega skilja menn það við lestur greinar Garðars af hverju ræðuhöld hans á Alþingi hafi ekki borið meiri árangur en raun ber vitni. Hitt þori ég óhræddur að bera undir dóm allra, sem til þekkja, hvort störf mín eða Garðars Sigurðssonar hafa sett meiri svip á Alþingi á liðnu kjörtíma- bili. En þrátt fyrir Garðars-stíl- inn á greininni eru þar tvö efnisatriði, sem rétt er að víkja að nokkrum orðum. Samkomudagur Alþingis Laugardaginn 19. feb. s.l. var ég fulltrúi Framsóknarflokks- ins á fundi aðila þingflokkanna um lokafrágang stjórnarskrár- breytingar um kjördæmaskip- un. Þar lagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, fram þá kröfu, að þingflokk- arnir gerðu með sér bindandi samkomulag um endanlega af- greiðslu þess máls og nýjar kosningar á þeim grundvelli. Skyldi nýtt Alþingi verða kall- að saman í byrjun maí og stað- festa breytingar á stjórnar- Yantar skemmti- krafta á þing? Árni Johnsen sendir mér tóninn enn á ný og nú í síðasta tölublaði Frétta. Þar telur hann mér það helst til foráttu að vera Eyfirðingur að uppruna og að ég sé ekki nógu skemmtilegur, auk þess sem hann sér ástæðu til að benda mér á að taka Georg Hermannsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóra, mér til fyrir- myndar. Ég vil taka undir það með Árna, að Georg sé góð fyrir- mynd hverjum sem er og mættu reyndar fleiri taka hann sér til fyrirmyndar, enda er hann góður og gegn framsóknar- maður. Um uppruna minn hef ég ekkert að segja nema það að ég er ánægður með að vera ætt- aður úr því myndarhéraði, sem Eyjafjörður er, en ég tel mig alveg fullgildan sunnlending í dag, eftir þriggja ára búsetu hér í Eyjum. Á nákvæmlega sama hátt tel ég að Árni geti verið hreykinn af uppruna sínum héðan úr Eyjum, en hljóti eftir sem áður að teljast Reykvfkingur í dag, eftir margra ára búsetu þar. Um skemmtilegheit mín ætla ég ekkert að fjölyrða og læt mér Guðmundur Búason þau í léttu rúmi iiggja, en ég vil aðeins benda Árna Johnsen á það, að ef hann er að leita fyrir sér sem skemmtikraftur, þá er það allt önnur stétt manna en alþingismenn, sem hafa tekið það hlutverk að sér í okkar þjóðfélagi. Þar eru margir hinir mætustu menn og ég efa ekki að Árni hefði sómt sér vel í þeim hópi. En ég segi það við Árna, í fullri vinsemd, að ég held að okkur vanti margt annað, frekar en skemmtikrafta, inn á Alþingi íslendinga í dag. —Guðmundur Búason. skránni og afgreiða kosninga- lögin á 1-2 vikum. Síðan skyldi það rofið og nýjar kosningar boðaðar í júnílok eða júlí. Þetta væri heildarpakki, eins og hann orðaði það, sem yrði að ná fram að ganga, hvað sem öðrum málum liði. Ólafur G. Einars- son, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, tók eindregið undir þessa kröfu. Ég andmælti þessu strax og sagði, að Fram- sóknarflokkurinn legði áherslu á, að þegar að loknum kosn- ingum 23. apríl yrði mynduð meirihlutastjórn, sem legði fram tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum til þess að koma í veg fyrir að atvinnulíf stöðvaðist eða yrði fyrir ó- bætanlegu tjóni. Olafur Ragnar Grímsson lýsti sig algerlega andvígan þessu viðhorfi mínu. Jón Helgason J?að yrði engin tími til að hugsa um efnahagsmál eða atvinnulíf á þeirri stundu. Stjórnarskrár- breytingin og nýjar kosningar yrðu að ganga fyrir öllu, hvaða áhrif sem það hefði á atvinnu- lífið í landinu. Magnús H. Magnússon var fulltrúi Al- þýðuflokksins á þessum fundi og tók hann undir það, að kosn- ingar þyrftu að verða eins fljótt og hægt væri að nýju, enda þótt ekki mætti alveg gleyma efna- hagsmálunum. Eg þurfti enga línu að ofan til að hafna þessari kröfu þríflokkanna, eins og Garðar Sigurðsson virðist telja algerlega nauðsynlegt til að taka afstöðu í máli. Að mínu mati er það svo sjálfsagt að hagsmunir atvinnulífsins gangi fyrir. En það var til að innsigla þennan vilja þríflokkanna, sem þeir fluttu hinar furðulegu til- lögur um samkomudag nýs Al- þingis, enda hafði sá vilji einnig komið fram í framsöguræðum Geirs Hallgrímssonar og Svavars Gestssonar fyrir stjórnarskrárbreytingunni, en Framhald á 2. síðu Fjölgum atvinnutækifærum Á liðnu kjörtímabili hafa verið bæði skin og skúrir. Óhöpp og erfiðleikar hafa steðjað að eins og oft áður, en þróun og framfarir eru miklar, þó að mörgum finnist hægt ganga. Auðlindir lands og sjáv- ar eru miklar og við eigum að vinna að hagkvæmri nýtingu þeirra eftir því sem kostur er. Skynsamleg vinnubrögð til að auka notkun innlendra auð- linda þarf að gerast með þjóð- arhag fyrir augum. Þörfin fyrir fleiri atvinnu- tækifæri vex stöðugt með fjölg- un þjóðarinnar, svo að unga fólkið þurfi ekki að flytja úr sinni heimabyggð, þegar það kemur til starfa í þjóðfélaginu. Vestmannaeyjar eru þar ekki undanskildar, þó að sjávarút- vegur sé þar öflugur. Og þó að nokkuð hafi áunnist með ýmisskonar þjónustu- og fram- leiðsluiðnaði svo sem með byggingu myndarlegrar skipa- lyftu og fleiri þátta, má ekki láta staðar numið. Okkur vantar vel skipulagða og samræmda uppbyggingu margskonar iðnaðar svo að vel megi fara. Ég tel líka að í Suðurlandskjördæmi bjóðist margt af því sem til þarf, svo að öflugur iðnaður geti risið upp. Með tilkomu öruggs raf- magns frá okkar stóru orku- verum, sem búið er að byggja og þeirri miklu orku sem enn er óvirkjuð, ætti að geta risið upp öflugur iðnaður, ekki síst þar sem stór og góð höfn er fyrir hendi, eins og hér í Vest- mannaeyjum, með miklum stækkunarmöguleikum. Hér er líka duglegt og traust fólk, sem oft hefur lagt á sig mikla vinnu til þess að bjarga verðmætum sem dugmiklir sjó- menn hafa flutt að landi. Hefur það líka sýnt það í verki, að lagni og hugvitsemi er hér ríkj- andi. Það er því einsýnt, að hér væri hægt að auka öryggi byggðarinnar og gera atvinnu- lífið tryggara. Það hlýtur að vera hags- munamál allrar þjóðarinnar að innlend iðnaðarframleiðsla verði efld, svo sem kostur er, ekki aðeins tímabundið á með- an við erum að komast út úr þeim mikla efnahagsvanda sem við erum nú að glíma við, heldur með traustri uppbygg- ingu til frambúðar. Það veigamikla hlutverk, sem íslenskur iðnaður gegnir, og hlýtur að gegna í atvinnu- uppbyggingu landsmanna í framtíðinni, er svo stórt, að hlutur hans í fjarmagni til upp- byggingar þarf að vera mikill. Að því þarf og verður að vinna, meðal annars til þess að sem flestir fái nóg að starfa við sitt hæfi og til tryggingar örari vaxtar þjóðartekna. HVERT STEFNIR Menn gleyma því oft að þakka það sem vel er gert. Vafalaust geta þó flestir tekið undir það, að mikið hefur áunnist í uppbyggingu atvinnu- veganna, í samgöngumálum með uppbyggingu vega, flug- valla, hafna og ferjumála ásamt mörgu fleiru. Góðar samgöng- ur eru undirstaða að öflugu at- vinnulífi. Og ef við lítum til síðasta áratugs, þá blasir við sú stað- reynd, að aldrei hefur orðið Þórarinn Sigurjónsson meiri efnahagsbreyting á ís- landi en á því tímabili. Kaup- máttur verkamannalauna hefur aukist um milli 30 og 40% á þessum árum, eins og hag- skýrslur sína, meðan í ná- grannalöndum okkar hefur orðið lítil kaupmáttaraukning. Uppbygging í mörgum kaup- stöðum og kauptúnum hefur orðið svo mikil á þessum árum, að þeir eru óþekkjanlegir miðað við það sem áður var. Og hvaðan hefur svo komið það mikla fjármagn sem gert hefur það mögulegt að standa undir þeim miklu framförum og velmegun sem átt hefur sér stað síðasta áratuginn? Flestir munu gera sér það ljóst. Út- færsla landhelginnar og sigur okkar í landhelgisbaráttunni, ásamt stórfelldri uppbyggingu fiskiskipastólsins og fiskiðju- veranna hafa lagt grundvöllinn að hinum miklu framförum og bættu lífskjörum á undan- gengnum árum. Og þegar ver Framhald á 2. síðu

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.