Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Blaðstjóm: Andrés Sigmundsson (ábm.) - Sigurgeir Kristjánsson Jón Eyjólfsson - Georg Stanley Aðalsteinsson Sigurður Gunnarsson - Jóhann Bjömsson Oddný Garðarsdóttir - Bima Þórhallsdóttir Guðmundur Búason Framsóknaráratugurinn Andstæðingar Framsóknarflokksins tala oft um síðasta áratug sem Framsóknaráratuginn, þar sem flokkurinn hefur setið í stjóm mest allan þann tíma. Og engum skyldi detta í hug að þeir meini þetta sem hrós um okkur framsóknarmenn, heldur þvert á móti. En ég held að okkur landsbyggðarfólkinu væri hollt að renna huganum aðeins aftur í tímann og rifja upp ástandið eins og það var orðið í lok „Viðreisnar- tímabilsins” svokallaða, en þá höfðu Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur farið með stjórn landsmála í samfellt tólf ár. Allan þann tíma hafði ríkt nánast algjör stöðnun í uppbyggingu atvinnulífsins út um landsbyggðina, enda var svo komið að við heilu byggðarlögunum blasti það eitt að leggjast í auðn, ef ekkert yrði að gert. Undir forystu Framsóknarflokksins var strax hafist handa við að snúa þessari öfugþróun við, með öflugri uppbyggingu atvinnulífsins um land allt og árangurinn lét heldur ekki á sér standa. Fólksflutningar utan af landi, til Reykjavíkur, stöðv- uðust og jafnframt fór að bera á því að fólk flytti frá Reykjavíkursvæðinu, þar sem það sá nú allt í einu bjartari framtíð út á landi. í kjölfar hinnar miklu atvinnuuppbyggingar bötnuðu lífskjörin og óhætt er að fullyrða að aldrei höfum við íslendingar búið við betri lífskjör, heldur en einmitt á Framsóknaráratugnum. Og þetta hefur skeð þrátt fyrir það að á þessum tíma höfum orðið fyrir einhverjum mestu áföllum sem um getur til mjög langs tíma. Þarna ber að sjálfsögðu langhæst eldgosið í Heimaey, sem olli alveg ómældu tjóni, ekki síst fyrir Vestmanna- eyinga sjálfa, en hafði auk þess í för með sér verulegt tjón fyrir þjóðarbúið í heild. Ógleymanlegur er sá dugnaður sem Eyjamenn sýndu þá og frá byrjun höfðu þeir fullan stuðning stjórnvalda, undir forystu Ólafs Jóhannessonar, í því að takast mætti að byggja Eyjarnar upp, að nýju. I öðru lagi má nefna olíuverðshækkanirnar sem dunið hafa yfir á síðasta áratug og hafa valdið slíkum útgjalda hækkunum fyrir þjóðarbúið á skömmum tíma, að naumast verður jafnað við neitt sem áður hefur skeð. Framsóknarflokkurinn hefur átt mestan þátt í því, að tekist hefur að stýra framhjá þessum áföllum, án þess að til alvarlegra erfiðleika hafi komið, fyrir þjóðarbúið. í dag blasir það við að við erum að glíma við enn eitt áfallið, sem orsakast af gífurlegum samdrætti í fisk- veiðum og algjörri stöðvun loðnuveiða á síðasta ári, en þetta hefur leitt til gífurlegra erfiðleika í útgerð og fiskvinnslu, sem er okkar undirstöðuatvinnugreinar og munu verða það um ókomin ár. En við getum þó glaðst við það að vegna hinnar miklu uppbyggingar, sem orðið hefur á Framsóknar- áratugnum, þá erum við betur undir það búin nú, en nokkru sinni áður, að takast á við erfiðleikana og vinna okkur fram úr þeim. Við þurfum vissulega að slá nokkuð af í bili, meðan versta ólagið gengur yfir, en með skynsamlegri stjórn og samstilltu átaki, mun okkur takast að sigrast á tímabundnum erfiðleikum, eins og jafnan áður. En ég ítreka það að okkur landsbyggðarfólkinu er hollt að hugleiða það, hvaða flokkur það er sem jafnan hefur stutt af heilum huga alla uppbyggingu út um hinar dreifðu byggðir og eigi okkur að takast að halda okkar hlut í framtíðinni er nauðsynlegt að áhrif Framsóknar- flokksins á stjórn landsmála, verði sem mest. —Guðmundur Búason. Fjölgum atvinnutækifærum Framhald af 1. síðu gengur í sjávarútvegi, vilja sumir gleyma þessum stað- reyndum og líta þá ekki til þeirrar öru þróunar sem átt hefur sér stað og á tvímælalaust eftir að taka miklum og hrað- fara breytingum með meiri tækni og betri nýtingu á sjávar- afla. Þegar uppbygging togara- flotans hófst í byrjun síðasta áratugs, voru furðulega margir sem tóku undir þann söng að fordæma þá uppbyggingu. Hvar halda menn að íslenska þjóðin stæði í dag efnahagslega og hvemig væri atvinnuástand- ið víða um landið, ef ekki hefði verið ráðist í það stórvirki ásamt uppbyggingu frystihús- anna og bátaflotans? Þeir sem tala nú um nauðsyn þess að minnka fiskiskipastól- inn gera sér varla grein fyrir því, að það er ekki nóg að á- Framhald af 1. síðu Garðar Sigurðsson virðist ekki hafa haft tíma til að hlýða á boðskap þeirra um það. Eitt- hvað virðast þríflokkamir hafa orðið hræddir um þennan mál- flutning sinn, að eingöngu skyldi hugsað um kosningalög á nýju þingi, því að síðar fóm þeir að tala um að Alþingi ætti þá að koma saman til að leysa vanda efnahagsmálanna. En allir vita hvernig það gekk á nýliðnu þingi, þegar ríkisstjómin hafði ekki lengur nægan meirihluta í báðum deildum Alþingis. Hvemig halda menn að það yrði á nýkjömu þingi, þegar ríkisstjórnin væri búin að segja af sér og forsætisráðherra horf- inn af þingi, en núverandi ríkis- stjórn ætti samt sem áður að sitja við slíkar aðstæður. Að fenginni reynslu liðins vetrar getur ekki verið hægt að telja nokkrum manni trú um að Al- þingi geri nauðsynlegar að- gerðir í efnahagsmálum nema búið sé að mynda nýja ríkis- stjóm, sem styðst við ömggan meirihluta þar. En sjálfsagt hafa þríflokkamir meirihluta á Alþingi að loknum næstu kosn- ingum og geta því ráðið fram- gangi mála. En til þess verða þeir að mynda ríkisstjóm, sem tæki þá ákvörðun um nýjar kosningar, en láta annað reka á reiðanum. Orkumál Garðar Sigurðsson víkur einnig að sorgarsögu Alþýðu- bandalagsins í orkumálunum. En eins og öllum er kunnugt hefur Alþýðubandalagið farið með yfirstjóm iðnaðar- og orkumála nærri samfellt í 4V2 ár. Skilja ekki allir, sem þekkja til hvemig verðlagi er háttað á innlendri orku, að Fram- sóknarmenn geta ekki lengur borið ábyrgð á því hvemig þar hefur verið á málum haldið. Vegna stöðu minnar á Alþingi ræddi iðnaðarráðherra við mig áður en hann birti ákærur sínar á Alusuisse. Ég lagði þá áherslu á, að hækkun orkuverðs hlyti að vera okkar langmesta hags- kveða hámarksstærð hans. Það verður líka að sjá um réttláta dreifingu hans um landið, svo að atvinna haldist sem jöfnust í landinu öllu. Og þó að flotinn hafi nokkuð vaxið á síðustu ámm, er það ekki sem veldur erfiðleikunum í dag, heldur að loðnan brást svo að þorskveiðiflotinn stækkaði um 25% þegar meginhluti loðnuflotans fór á þorskveiðar. Hmn loðnuveiðanna hefur þannig haft þær afleiðingar, að flotinn er í stærra lagi miðað við það ástand sem nú er. Stefna verður að því að nýta eðlilega alla fiskistofna innan 200 míln- anna og láta ekki úrtölumenn villa sér sýn. Það hafa oft komið sveiflur í fiskveiðum okkar, en ef við ætl- um að búa vel í þessu landi, verðum við að sjá til þess að eiga ætíð góð og traust fiskiskip munamál og þess vegna bæri okkur að halda á vitneskjunni um hækkun í hafi, sem vissu- lega var mikils virði, þannig, að hún yrði til að styrkja kröfur okkar um orkuverðshækkun. Þess vegna varaði ég við þeirri málsmeðferð, sem iðnaðar- ráðherra hafði þá ákveðið. Það sama var gert í ríkisstjóminni. Þrátt fyrir það hélt Alþýðu- bandalagið áfram með sín vinnubrögð. Framsóknar- flokkurinn hélt þó áfram stuðn- sem sótt geta á fjarlæg mið, svo að okkar mikilvægasta og arð- vænlegasta atvinnuvegi sé ekki hætta búin af úrtölumönnum. Með meiri þekkingu sjó- manna og fiskifræðinga á lífríki sjávarins, á að vera hægara að stjóma sókn og veiðum í fiski- stofna hér við land. Og með góðu samstarfi milli þeirra sem ráða ferðinni og þeirra sem hafa reynslu og þekkingu er hægt að nýta fiski- stofnana hóflega svo að ekki skapist hætta af og um leið til góðs fyrir alla þjóðina. Við Framsóknarmenn trúum á framtíð lands okkar og þjóðar - við viljum horfa fram á veginn - efla framfarir á öllum sviðum í þjóðlífi okkar, Við viljum sam- eina þjóðina til átaka gegn erfiðleikum. Við verðum að leysa sjálfir okkar vandamál. Á því veltur framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Þórarinn Sigurjónsson ingi sínum við iðnaðarráðherra allt fram á yfirstandandi vetur. Þá hafði fengist hækkað orku- verð víða erlendis við sambæri- legar aðstæður og hér eru. Hins vegar var orðið augljóst að málsmeðferð Alþýðubanda- lagsins mundi engan árangur bera. Þegar það lá fyrir að miklar líkur væru til að með breyttum vinnubrögðum væri hægt að fá orkuverðshækkun, þá töldum við Framsóknar- menn að þjóðin hefði ekki lengur efni á öðru en að hag- nýta sér það. Það er þetta, sem er aðalatriði málsins, en 364 blaðsíðna frumvarp Garðars Sigurðssonar í þinglok breytir þar engu. —Jón Helgason. UTANKJÖRFUNDAR ATKVÆÐAGREIÐSLA vegna alþingiskosninga 23. apríl n.k. hófst laugar- daginn 26. mars s.l. Kosning fer fram á skrifstofu bæjarfógeta virka daga kl. 10:00 til 12:00 og kl. 13:00 til 15:00. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum Frá innheimtu V estmannaeyjabæ jar Gjaldendur útsvars og aðstöðugjalda eru minntir á að 1. apríl s.l., var þriðji gjalddagi fyrirframgreiðslu. Fasteignaeigendur eru minntir á að tveir gjald- dagar fasteignagjalda eru fallnir, gjalddagi síðari hluta er 15. maí n.k. Athygli gjaldenda er vakin á, að 15. hvers mánaðar eru reiknaðir 5% dráttarvextir á öll vanskil við bæjarsjóð. Gerið skil á gjalddaga og forðist kostnaðar- samari innheimtuaðgerðir. INNHEIMTA VESTMANNAEYJABÆJAR Vinnubrögð Alþýðubanda lagsins þjóðinni of dýr

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.