Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA MÁLGAGN framsóknar- og SAMVINNUMANNA I VESTMANNAEYJUM 7. tölublað Vcstmannaeyjuni, 19. apríl 1983 42. árgangur Kjosum ábyrga menn áþing BÖÐVAR BRAGASON: MIKILVÆGI RETTRAR EFNAHAGSTEFNU NIÐURTALNING TÓKST íslenskum hagfræðingum hefur lengi verið kunnugt um þær leiðir sem tiltækar eru í því skyni að draga úr verðbólgu. Höfuðleiðirnar eru leiftursókn samkvæmt uppskrift Sjálf- stæðisflokksins eða efnahags- stefna Framsóknarflokksins sem gerir ráð fyrir niðurfærslu allra stærða efnahagslífsins jafnt, þ.e. kaupgjalds, verðs landbúnaðarafurða, fiskverðs, verði opinberrar þjónustu o.s.frv. Framsóknarflokkurinn hefur frá árinu 1980 barist fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að fylgt yrði leið hans. Aðeins á árinu 1981 voru sjálfstæðis- menn í stjórn og Alþýðubanda- lagið tilkippilegt til þess að fylgja ráðum Framsóknar- flokksins enda var verðbólgan aðeins 40% í lok þess árs. Síðan hefur efnahagsstefnu Fram- sóknarflokksins ekki verið fylgt af ríkisstjórninni nema að litlu leyti og aðrar forsendur hafðar fyrir efnahagsstefnunni en Framsóknarflokkurinn lagði til. En þrátt fyrir það þá væri efnahagsástand landsins með öðrum hætti í dag ef and- stæðingar Framsóknarflokks- ins hefðu ekki sameinast um það á þessu vori að láta alla ábyrgð á stjórn efnahagsmála lönd og leið og snúa sér heldur að því að reikna hvern annan inn og út af Alþingi og boða það helst þjóðinni til bjargar að taka upp kosningar sem einn af atvinnuvegunum að því er virð- ist. STEFNUFASTUR FLOKKUR Efnahagsstefna Fram- sóknarflokksins er jafnhæf til lausnar á vandamálum þjóðar- innar og áður ef aðeins að henni er beitt við lausn vanda- málanna en á það skorti í síð- ustu ríkisstjórn og það vegna þess að semja þurfti í hvert sinn við samstarfsflokkana er að- gerða var þörf. í dag ber Fram- sóknarflokkurinn fram þær til- lögur um lausn efnahagsmála sem hann hefur áður fram bor- ið. Þrátt fyrir andbyr innan ríkisstjórnar við þessar tillögur þá er flokkurinn sannfærður um að þær duga sé þeim beitt og er reynslan frá árinu 1981 ólygnust í þessu efni. Flokkur- inn hleypur ekki frá þeim til- Böðvar Bragason lögum sem hann telur réttar þótt nokkuð blási á móti. UNDIR SAUÐARGÆRUNNI En það sama verður ekki sagt um stærsta flokk þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokkinn. Hann bar fram leiftursóknina 1979 sem hina einu réttu lausn. En hvað skeður þegar þjóðin reynist ekki þess fýsandi að feta leið atvinnuleysis til þess að ná niður verðbólgu, sbr. íhalds- Framhald á 2. síðu Uppbygging fiskiskipaflotans Við höfum á undanförnum árum byggt upp öflugan fiski- skipaflota og ég held að sjó- mennirnir skilji það manna best, hversu þýðingarmikið það er fyrir okkur að eiga vel búin og nýtískuleg fiskiskip. Þetta er jú þeirra vinnustaður, árið um kring. En það hefur því miður sýnt sig að þær forsendur sem gefnar voru, þegar í uppbygg- ingu þessa var ráðist, hafa ekki staðist. Það eru ekki mörg ár síðan fiskifræðingar héldu því fram að veiða mætti a.m.k. 800 þús. lestir af loðnu árlega, en hvað hefur skeð? Banna verður allar Ioðnuveiðar til að vernda stofninn. Og það sama virðist vera að ske með þorskveiðar, að '76 áragngurinn, sem að mati fiskifræðinga átti að vera mjög öflugur, hann lætur alls ekki sjá sig. Og það er þetta sem veldur okkur erfiðleikum í dag. Það er þetta sem veldur okkur erfiðleikum í dag. Það er þetta sem veldur vaxandi við- skiptahalla við útlönd. Það er þetta sem veldur vaxandi við- skiptahalla við útlönd. Það er þetta sem veldur heimilunum Guðmundur Búason erfiðleikum í dag. En ég full- yrði að úr þessu verður ekki bætt með einhverjum upp- hrópunum og slagorðum. Við þurfum að slá nokkuð af í bili, meðan versta ólagið gengur yfir og við þurfum að gæta þess að hlutur þeirra sem minna mega sín verði ekki fyrir borð borinn, meðan þetta ástand varir. En fiskveiðar eiga eftir að ná sér á strik aftur og þá stöndum við íslendingar mjög vel að vígi vegna þeirrar miklu uppbygg- ingar sem hér hefur orðið á liðnum árum. Steingrímur Hermannsson hefur sýnt það, sem sjavar- útvegsráðherra, að hann vill að sjómenn okkar rói á stórum og vel búnum fiskiskipum. Hann sýndi það með fiskverðs- hækkuninni um áramótin að hann vill ekki að sjómennirnir beri einir tjónið af aflabrest- inum sem orðið hefur, með því að hækka fiskverðið meira en sem nam almennum launa- hækkunum í landi. Sætti hann fyrir það miklum árásum af hálfu Alþýðubandalagsins... Er vonandi að sjómenn minnist þessa í kosningunum 23. apríl. Hann samþykkti smíði tveggja fiskiskipa fyrir Vestmanna- eyjar og eru þau væntanleg um næstu áramót. Væri gaman að heyra frá þeim sjálftæðis- og Alþýðuflokksmönnum, hvort þeir hyggjast stöðva smíði þeirra verði þeir í aðstöðu til þess eftir kosningar. Vest- mannaeyingar hafa byggt af- komu sína á útgerð og fisk- Framhald á 2. síðu Sáttafundur Friðrik Zóphusson, vara- formaður Sjálfstæðisflokks- ins var hér á ferð í síðustu viku. Mun koma varafor- mannsins standa í beinum tengslum við þá miklu ó- ánægju sem er innan Sjálf- stæðisflokksins eftir próf- kjörið hjá þeim, sem öllum er nú kunnugt um. Mun Friðrik hafa boðað helstu framámenn Sjálfstæðis- flokksins á sinn fund til að reyna að sætta menn innan flokksins. Friðrik mun hafa verið sýnd þrjú síðustu tölu- blöð Fylkis þar sem nokkrar greinar hafa birst eftir Árna Johnsen. Var Friðrik spurð- ur að því hvort þessi skrif væru stefna Sjálfstæðis- flokksins. Að lestrinum loknum mun hafa verið fátt um svör hjá varaformann- inum og gafst hann upp við að sætta stríðandi öfl innan Sjálfstæðisflokksins. Samvinna en ekki upplausn SAMKEPPNI f VERKI Eftir að hinn nýi fyrirliði Sjálfstæðisflokksins, Albert Guðmundsson, hafði tilkynnt þjóðinni í sinni sérstæðu ræðu við hinar almennu stjórnmála- umræður frá Alþingi, að „upp úr feninu stefnir Sjálfstæðis- flokkurinn", þá birti Sjálf- stæðisflokkurinn kjörorð sitt við alþingiskosningarnar 23. þ.m. Og í samræmi við yfirlýs- ingu fyrirliðans hljómar kjör- orðið „frá upplausn til á- byrgðar". Það kemur nokkuð á óvart, hversu hreinskilnisleg játning á upplausnarástandinu í Sjálf- stæðisflokknum kemur fram í þessum einkunnarorðum þeirra, enda þótt það hafi ekki farið framhjá neinum. En þar er sama hvort við lítum á á- standið hjá flokknum hér í kjördæminu eða hjá yfirstjórn hans. SLÆMAR MÓTTÖKUR Listi flokksins í Suðurlands- kjördæmi var ákveðinn eftir harðvítuga baráttu í prófkjöri. í keppninni um fyrsta sætið varð að lúta í lægra haldi forystu- maður flokksins í sveitar- stjórnarmálum á Suðurlandi, sem starfað hefur á þeim vett- vangi um langt skeið. í stað hans var valinn Reykvíkingur, sem ekkert hefur komið nálægt málefnum Sunnlendinga og er því algerlega óskrifað blað á því sviði. En hitt fer ekki á milli mála, að hann fylgir fast þeirri stefnu, sem nú er að ná undir- tökunum hjá forystuliði Sjálf- stæðisflokksins og forsætis- ráðherra átti vart nægilega sterk orð til að lýsa, hversu hættuleg væri fyrir þjóðina. HÓ AÐ AF BÆJARHÓLNUM Um annað sætið urðu hörð átök milli blaðamanns Morg- 4*w Jón Helgason unblaðsins og atvinnurekanda í Vestmannaeyjum. Þriðja sæti listans í síðustu alþingiskosn- ingum skipaði forystumaður verkalýðsfélaganna í Rangár- vallasýslu. Að þessu sinni fékk hann ekki að taka þátt í próf- kjörinu. í stað hans skipar nú það sæti Eggert Haukdal, sem hafnaði því við síðustu al- þingiskosningar og kaus þá að bjóða sig fram á móti lista flokksins. Hvatti hann þá mjög Sunnlenska kjósendur til að kjósa ekki lista Sjálfstæðis- flokksins og urðu margir við þeirri áskorun hans. Upp- reisnarmaðurinn hefur nú ákveðið að snúa til baka úr útlegðinni. En fram hefur komið í blöðum að honum verði tíðrætt um það á fundum flokksins, að mótttökurnar séu ekki nægilega góðar. Og nú hefur hann upp ákall til kjós- enda að hverfa aftur af þeim glapstigum, sem hann leiddi þá á og kjósa nú D-listann. HVERN STYÐUR GUNNAR? Vitanlega vaknar óhjá- kvæmilega spurningin um það, hversu þægir eða lítilþægir Framhald á 2. síðu

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.