Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 3
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ SÝNISHORN KTÖRSEÐILL við alþingiskosningarnar í Suðurlandskjördæmi 23. apríl 1983 A IISTI ALPÝÐUFLOKKS yB. LISTI f\ PRAMSÖKNARFLÖKK5 C LISTI BANDALAGS JAFNAÐARIVIANNA D LlSTI SJÁLFSTÆÐJSFLOKKS G LISTI ALÖÝOUBANDALAGS 1. Magnus H. Magnússon 1. Þórarinn Sigurjór.sson 1. Sjófn Halídórsoöttir i. Þorsteinn Páisson 1. Garöar Sigurft^nn 2. Steíngrímur ingvarsson 2. Jón Helgason 2. Hanna Maria Pétursdóttir 2. Árni Johnsen 2. Margrét Frlmannsdóttlr 3. Sóiveig Adólfsaóttir 3. Böðvar Bragason 3. Cyifi Harðarson 3. Eggert Haukdai 2. Ragnar óskarsson 4. Cuðlaugur Tryggvi Karisson 4. Cuðmundur Búason 4. Magnús Halidórsson 4. siggeír Björnsson 4. Gunnar sverrisson 5. norvaidur Elnksson 5 Guðr.i Agústsson 5. Þór Hafdai Ágústsson 5 Guðmundur Kartsson S. Dagnv Jónsdóttir 6. Eria Eyióifsdóttir 6. Guðrun Svefnsdóttir 6. Bergíjót Aradóttir ó, óli Þ, CuðBJartsspn 6. Gunnar Stefánsson 7. vaidimar Sigurjónsson 7. snorrs Þorvaldsson 7. Bolfi Þóroddsson 7. Jön Þorgilsson 7..Cuðmundur j. AlDertsson 8. ólafur Auöunsson 8. Máffríður Eggertsaöttir 8. Cuðríður vala císladótxlr 8. óii M. Aronsson 8. Margrét Gunnarsdóttír 9. Rebekka Jóhannesdóttir 9. oacmý Garðarsdóttir 9. Þröstur Cuðiaugsson 9. Einar Kjartansson 9. HHmar Gunnarsson 10. Cuðmundur Einarsson 10. Krlstlán Wiium 10. Slghvatur Eln'ksson 10. Sigríður Jakobsdóttir 10. Haiia GuOmunascióttlr 11, Krístján Gisiason 12. Edingur Ævar Jónsson 11. norvaídur cuðmundsson 12. Sigríður Magmisdóttir 11. Jón vigfússon 12. Bárður Guðmunósson 11. Brynieifur H Steíngrímsson 12. Björn Porláksson 12, Blðrrjvln saiómonsson Svona lítur kjörseðillinn út þegar B-listinn, listi Framsóknarflokksins hefur verið kosinn. í KJÖRKLEFANUM STJÓRNMÁLAMENN SÝNDARMENNSKUNNAR Akvörðun kjósandans ræður miklu um framvindu mála. Kosningar til Alþingis eru því stund íhugunar og ábyrgðar. Mjög er nú haft á orði að virðingu Alþingis hafi hnignað. Hygg ég að slíkt hafi við rök að styðjast, blámi fjarlægðar er farinn af þessari virðulegu stofnun, fjölmiðlar og bættar samgöngur gafa gert það að verkum að stjórnmálamenn- imir eiga meiri samskipti við þjóðina en áður var. Hitt er svo ljóst að ein aðalástæðan er sú að síðustu ár hefur valist til starfa á Alþingi nýr hópur manna, ennþá fámennur, sem kalla má stjórnmálamenn sýndarmennskunnar. Þessir menn hafa unnið Alþingi og lýðræði á íslandi ógagn. At- hafna þeirra hefur mjög gætt innan Alþýðuflokksins og er sá flokkur sárt leikinn. Klofningur Alþýðuflokksins hefur átt sér stað, en það eitt mun ekki stöðva átök og tæringu innan þess flokks. Þar mun fara fram uppgjör á milli fleiri einstak- linga á næstu árum en þegar hefur átt sér stað. í Alþýðu- flokknum eru fyrst og fremst átök á milli manna, vegna þess að flokkurinn er slitinn úr sam- bandi við uppruna sinn og lífs- rót. Störf Alþýðuflokksins síð- ustu tuttugu og fimm árin hafa leitt hann inn á þennan helveg, enda hefur verkalýðsflokkur hvergi um víða veröld staðist langt samstarf og stuðning við stjómmálaafl gróðahyggju og harðrar samkeppni. TVÍÁTTA FERLÍKI Sjálfstæðisflokkurinn stend- ur aftur á móti á öðrum tíma- mótum, þar em átökin á milli Guðni Ágústsson manna út af stefnumótun. Það er öllum kunnugt, sem um stjórnmál hugsa, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur átt á að skipa víðsýnum foringjum, sem gátu leitt þetta tvíþætta afl fram undir einum fána. Nú gengur þessi stærsti flokkur þjóðar- innar til kosninga foringjalaus, uppgjörinu um stefnumótun er ekki enn lokið. Tvíhöfða og tvíátta ferlíki liggur á skeri og má sig hvergi hræra. Flokkur sem innbyrðis á slíkt uppgjör fyrir höndum má ekki ná auknu fylgi, slíkt torveldar lausn máls- ins og eykur líkurnar á að öfl frjálshyggjukenninganna nái að kviksetja hina víðsýnu menn, sem ferðinni réðu fram á miðjan síðasta áratug. SÓKN HARÐLÍNUMANNA Öllum er nú ljóst að Gunnar Thoroddsen gerði tilraun til að stöðva þessi nýju öfl í flokki sínum, hann gerði sér grein fyrir að Geir formaður gat ekki myndað stjórn eftir kosning- arnar 1979, vegna þess að hann er bandingji hinna þröngsýnu afla. Frá yfírkjörstjórn í Suðurlandskjördæmi Með vísan til 2. mgr. 9. gr. laga nr. 52 frá 14. ágúst 1959 tilkynnist að við Alþingiskosningar 23. apríl n.k. verður aðsetur yfirkjörstjómar á kjördegi í gagnfræðaskólanum á Selfossi, Ámes- sýslu. Sími þar verður 99-1120. Talning atkvæða fer þar fram að lokinni kosn- ingu. Yfírkjörstjómin í Suðurlandskjördæmi Kristján Torfason Páll Hallgrímsson, Vigfús Jónsson Hjalti Þorvarðarson, Jakob Havsteen Gunnar Thoroddsen og hans menn, Pálmi og Friðjón, eiga fylgi að fagna meðal sjálf- stæðisfólks, slíkt kemur fram víða. Gunnar er úr leik, aldur- inn hefur sett hann út fyrir leik- völlinn, harðlínumennirnir munu hafa aðvaranimar að engu eftir kosningar verði um fylgisaukningu að ræða. ÞOR OG FESTA I þessum kosningum ríður á því að fólk átti sig á að það er kosið um það, hvort Fram- sóknarflokkurinn eða Sjálf- stæðisflokkurinn verði burðar- afl næstu ríkisstjórnar, einnig verður kosið um það hvort ríkisstjórn verði mynduð strax að kosningum loknum, en til þess að svo verði þarf Fram- sóknarflokkurinn að verða sigurvegari þessara kosninga. Vestmannaeyingar kunna betri skil á stjórnun en margt fólk í þessu landi, þeir vita að skip draga ekki mikinn afla að landi nema skipshöfnin sé sam- hent og samtaka. Skipstjóra vantar á m/s Sjálf- stæðisflokk og óeining hrjáir liðið, fæstir munu hafa áhuga á eða telja heppilegt meðan óút- kljáð er hver leiðir flokkinn, að hann standi frammi fyrir því að þurfa að mynda ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn er aflið, sem alþýða þessa lands getur sett traust sitt á, hann einn er líklegur til að hafa þor til að leiða ríkisstjóm af festu og ein- urð til átaka við erfiðleika sem eru smáir miðað við vanda margra þjóða. Eigi að' síður þarf þjóðarsamstöðu og vand- inn verður ekki leystur nema í hægum áföngum í samráði við fólkið. Eflum Framsóknarflokkinn 23. apríl n.k. —Guðni Ágústsson. menn knýja Lrgrt -ramsókn mrðarásarmr tnkkarmr gætu^ ~ ' --- fíorúm m á Alþingy síðs Tökum undir með Þorsteini Við tökum undir með Þor- steini Pálssyni er hann segir að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn verði burðarásar á Alþingi. Þess vegna er nauðsynlegt að efla Framsóknarflokícinn. Vinnunn með 8®íSlminnkandi 70-100% yerðbólgu eins ok nú er verður raunvoxtum ekki komið á, því það er ekki nokkur mogubiki á því að ná vaxtafætinum upp fynr yer bólguna. Möguleikinn byggtst þvt a Þmrn stiórnun að ná verðbólgunm mður fynr vaxtafótinn þannig að hann v“ bólgunni síðan niður í henni ávallt upp. Þetta er leið S^ffstæðts flokksins, byggð á skynsemi og frjalslyndt, leið sem allt fólk skilur Sjálfstæðisflokkurinn opinberar leynivopnið í baráttunni við verðbólguna Hinn stórkostlegi vaxtafótur Árna Johnsens verður notaður í fyrsta skipti strax að loknum kosningum ef kjósendur vilja styðja flutning Árna suður á Austurvöll með fótinn. Orðrétt úr forystugrein Á.J. í Suðurlandi 9/4: ,,Með minnkandi 70-100% verðbólgu eins og nú er verður raunvöxtum ekki komið á, því það er ekki nokkur möguleiki á því að ná vaxtafætinum upp fyrir verðbólguna. Möguleikinn byggist því á þeirri stjórnun að ná verðbólg- unni niður fyrir vaxtafótinn þannig að hann þrýsti verð- bólgunni síðan niður í stað þess að sparka henni ávallt upp. Þetta er leið Sjálfstæðisflokksins, byggð á skynsemi og frjálslyndi, leið sem allt fólk skilur.” Já, skilja þetta ekki allir. Árni og fóturinn verða til sýnis daginn fyrir kjördag í Eyverjasal, Samkomuhúsinu, milli kl 3 og 5. Kaffiveitingar. Byggioganefnd Yestmannaeyja auglýsir húslóðir við Goðahraun lausar til um- sóknar. Gerð húsa: Ein hæð með háu risi. Upplýsingar hjá byggingafulltrúa. Auglýsing um utankjörfundar- atkvæðagreiðslu vegna Alþingiskosninga 23. apríl 1983 Fram að Alþingiskosningum verður skrifstofa embættisins opin sem hér segir umfram venju- legan opnunartíma (10-12 og 13-15), fyrir þá sem ætla að kjósa utan kjörstaðar: Föstudaginn 15. apríl kl. 16-18 Laugardaginn 16. apríl kl. 14-18 17. apríl kl. 14-18 18. apríl kl. 16-18 19. apríl kl. 16-18 20. apríl kl. 16-18 21. apríl kl. 15-18 (Sumardaginn fyrsta) Föstudaginn 22. apríl kl. 16-19 Sunnudaginn Mánudaginn Þriðjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum 11. apríl 1983.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.