Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 07.09.1983, Side 4

Framsóknarblaðið - 07.09.1983, Side 4
4 ’ FRAMSÓKi\íARBLAÐIÐ Magnús Ólafsson: Græningjarnir í Þýskalancfi Úr hvaða jarðvegi eru | þeir sprottnir- hver eru markmiðin? að er ekki bara á Islandi, sem nýir flokkar með ný baráttumál hafa verið valdir til ábyrgðar í þingkosning- um að undanförnu. Hinir svo- nefndu græningjar í Vestur- Þýskalandi vöktu heimsathygli í kosningunum 6. mars s. I. er þeim tókst að fá meir en 5% at- kvæða og komast þannig inn á sambandsþingið. Par sem flokkur- inn leggur höfuðáherslu á um: hverfis- og friðarmál meðan aðrir málaflokkar eru óljósari, má ef til vill segja að sigur flokksins sé tákn nýrra tíma. Þá má þess geta, að í þingkosningunum 24. apríl s. 1. voru austurrískir græningjar ekki langt frá 5% markinu, sem þarf til að fá þingmenn kosna. Frjálslyndir flokkar, eins og reyndar aðrir, þurfa að taka tillit til þessarar þró- unar. Óuntflýjanlega verður að svara áleitnum spurningum, sem stinga upp kollinum í þessu sambandi, s. s. hvað getur frjáls- ■lyndur flokkur boðið borgurunum upp á í þessum og tengdum mála- flokkum? I þessari grein verður því í örstuttu máli reynt að gera grein fyrir þýsku græningjunum, skipulagi þeirra og baráttumálum, en einnig verður hugleitt hvernig þessi nýja hreyfing gæti tengst ís- lenskum stjórnmálum. Upphafspunktui græningj- anna er sú staðreynd, að hinir hefðbundnu stjórn- málaflokkar V-Þýskalands hafa framar öðru sett sífellt meiri hag- vöxt á oddinn. En ótakmarkaður vöxtur þjóðartekna í heimi tak- markaðra og þverrandi auðlinda er hreint óraunsæi. Til viðbótar kemur ennfremur, að þegnarnir verða nú æ meir að fórna áður sjálfsögðum lífsgæðum, s. s. hreinu lofti, jörð og vatni, kyrr- látri náttúru, til að ná fram hagvexti. Þessar fórnir vega nú þyngra á metunum en ávinningur hagvaxtarins. Því leggja grænin- gjarnir til, að hagvaxtardýrkunin verði lögð til hliðar og að þau auðævi er þegar hafa myndast verði frekar notuð til að skapa þegnunt þjóðfélagsins mannlegra og öruggara umhverfi svo áunn- inna gæða sé óttalaust hægt að njóta. Með þessa hugmynda- fræði að baki, byggja græningjarnir stefnu^ sína á fjórum meginatriðum er síðan skiptast í marga undir- flokka. Atriðin fjögur eru: 1. Hinn umhverfislegi þáttur skiptir höfudmáli og mótar einnig afstðdu flokksins til annarra mála. Lagt er til nd horfið verði frá um- hverfisspillandi orkugjöfum og notadir í staðinn náttúrulegir orkugjafar. eftirliti komið á með iðnadarframleiðslu. vörur verði endurnýttar. t. d. pappír. o. s. frv. Pessi þáttur er annars auðskýranlegur og byggist ein- faldlega á þeirri meginhugsun. að allt sem ógnar jafnvægi í náttúr- unni ógnar mannlegri velferð og beri því að koma I veg fyrir. 2. Hinn félagslegi þáttur ber sterk merki jafnaðarstefnu, jafnréttis og þess að hafnað er frjálsu mark- aðskerfi til að leysa umhverf- isvandamál V-Pýskalands. 3. Grunn-lýðræði er þáttur, sem græningarnir hafa einnig lagt a'herslu á. Hér er átt við valdatil- færslu frá miðstjórnum til minni eininga svo einstaklingurinn fái meira ákvörðunarvald I sínar hendur. Pessi þáttur setur vitan- lega merki sitt á skipulag græn- ingjanna sem stjórnmálaflokks, en þeir hvetja einnig til svipaðs fyrirkomulags í stjórnkerfinu og verkalýðshreyfingunni. 4. Friðarþátturínn er mikil- vægasta atriðið í stefnu græningj- anna að umhverfisþættinum undanskildum. Hér er ekki ein- ungis átt við andstöðuna gegn staðsetningu bandarískra með- aldrægra kjarnorkuvopnaðra eld- flauga í Evrópu og kröfuna um kjarnorkuvopnalaust svæði í Evrópu eins og mest hefur verið haldið á lofti heldur einnig and- stöðu gegn erlendum herstöðvum hvarvetna um allan heim, að V- þýska lögreglan verði afvopnuð, tilraunum með líf- og efnafræðileg vopn verði hætt, barist verði móti ofbeldi gegn konum, að konur verði ekki þvingaðar til að gegna herþjónustu o. s. frv. Varðandi konur má þess geta í framhjá- hlaupi, að margt sem er á stefnu- skrá kvennaframboðsins á ís- Reiner Trampert (lengst til f kosningabaráttunni. lanadi, má einnig finna á stefnu- skrá hinna grænu. Hvers konar fólk styður græningjanna og úr hvaða stjórnmálaflokk- um kemur það? Enda þótt í röðum þeirra finnist fyrrverandi nasistar, kommúnistar, hershöfð- ingjar og ráðuneytisstjórar, er yfirgnæfandi meirihluti kjósenda ungt, „meðvitað" fólk, sem oftast nær er langskólagengið. Og þótt einhverjir hafi áður kosið kristi- legu flokkanna (CDU/CSU) og ef til vill fleiri Frjálslynda flokkinn (FDP), þá er mikill meirihluti þeirra fyrrum kjósendur sósíal- demókrata (SPD), áður óánægðir kjósendur eða þá fólk, sem fékk fyrst að kjósa í síðustu kosning- um. Græningjarnir eru stór hópur fólks, sem hefur sameinast um tiltakan- lega afmörkuð baráttumál, þ. e. umhverfis- og friðarmál. Eins og svo oft með slíka hópa, eru þau fleiri atriðin sem deilt er um en sameinast um. Líkindin á mis- munandi skoðunum koma einnig enn betur fram vegna skipulags græningjanna sem stjórnmála- flokks, þ. e. ályktunar- og ákvörðunarvald liggur hjá hinum smærri einingum í bæjarhverfum og þorpum Þýskalands. Og engin trygging er fyrir því, að hinir grænu í Bayern og Norður-Þýska- landi hafi sömu skoður á af- stöðunni til trygginga-, landbún- aðar- eða ferðamála, svo nokkur óskyld mál séu nefnd. Síðan flokkurinn var kosinn á þing hef- ur það líka verið reyndin, að for- ystumenn græningjanna hafa eytt meiri tíma í að sætta sjónarmið innan flokksins en að beita sér fyrir sameiginlegum málum flokksmanna. I þessu sambandi má nefna, að austurrísku græn- ingjarnir klofnuðu skömmu fyrir þingkosningarnar 24. apríl s. 1. og veikti það verulega stöðu þeirra. Varðandi forystumál ætti að geta þess, að hinir grænu hafa reynt að forðast að byggja upp valdakerfi svipuð þeim og tíðkast í hefðbundnu flokkunum og því er erfitt að nefna einstök leiðtoganöfn. Þó er líklegt, að tvö nöfn komi upp frekar en önnur: Rainer Trampert og Petra Kelly. Þau, eins og reyndar flestir aðrir leiðtogar flokksins, eru sérlega vel máli farin og því sterkir áróðurs- meistarar; Tampert rökfastur og þéttur fyrir, en Kelly eldfljót og hrífandi. Reyndar má búast við, að Kelly hverfi brátt úr sviðsljósinu þvt þingstörfin hafa reynst henni erfið og þrisvar hefur hún verið borin meðvitundarlaus út úr þing- húsinu í Bonn á jafnmörgum vik- um. Græningjarnir hér í Þýska- landi hafa tvímælalaust gert góða hluti, þótt ekki væri nema að hafa ýtt umræðunni um umhverfismál af stað og kom- ið hinum hefðbundnu flokkum til Petra Kelly. að virða slík mál að verðleikum. En áður en ísland er sett inn í dæmið ættu lesendur að íhuga þann gífur- lega mun sem er á þessum tveimur þjóð- félögum og ekki gleyma því að V- Þýskaland er sérlega þéttbýlt iðn- aðarveldi þar sem þegnarnir búa undir verksmiðjuveggjum og nátt- úrusvæði bæði smá og fá. Þeir málaflokkar, sem hinir grænu leggja áherslu á, skipta máli og það veru- legu og ekki aðeins í Þýskalandi heldur einnig á Islandi sem ann- ars staðar. Olíumengaður sjór, út- dauðar fuglategundir, eiturspú- andi verksmiðjur, árekstur kjarij- orkuvopnaðra kafbáta í hafiriu kringum ísland og stórleg lands- lagsspjöll vegna virkjanna og i^n- aðar eru einungis örfá dæmi’af mörgum um það sem hinn al- menni borgari á íslandi kærir sig ekki um og eins og í V-Evrópu mun hann í æ ríkari mæli krefjast verndunar fyrir slíku. Og það er einmitt hlutverk stjórnvalda gegn- um stefnur stjórnmálaflokkanna að svara þessum kröfum kjósenda. En að stofna sérstakan stjórn- málaflokk til að sinna þessum málaflokki fyrst og fremst hlýtur að vera og langt gengið. Hér kemur bæði til, að þótt umhverfið sé mikilvægt, þá snýst lífið meir um hina efnahagslegu afkomu, öryggi og atvinnu, svo og eru einnig ríkjandi stjórnmálaflokkar fullkomlega færir um að móta, halda á lofti og framfylgja skynsamlegri stefnu í umhverf- ismálum. Islíkum málum, sem svo mörgum öðrum, stendur Framsóknarflokkurinn sem frjálslyndur flokkur sérlega vel að vígi; séríslenskur og laus við kreddur jafnt til hægri sem vinstri. Frjálslyndur flokkur styð- ur og hvetur einstaklingsframtak í frjálsu markaðshagkerfi. Hann leyfir hins vegar ekki, að þetta frjálsræði bitni á þeim sem minna mega sín. Hann gerir sér einnig grein fyrir,að hið frjálsa markaðs- kerfi hefur galla, sem einungis stjórnvöld geta lagfært með við- eigandi ríkisafskiptum. Frjáls- lyndur flokkur gerir sér grein fyr- ir, að þjóðfélagið verður fyrir kostnaði vegna starfsemi fyrir- tækja, t. d. mengun; kostnaði, sem kemur ekki fram á rekstrar- reikningum fyrirtækja, en á sér þó stað og verður því að leiðrétta. Með þessi meginatriói í huga á slíkur flokkur auðvelt með að móta hagnýta og skynsamlega umh verfisverndarstefnu. Innflutningur á erlendum kenningum svo og athuga- semdarlaus beiting þeirra hefur lengi tíðkast á íslandi. Frjálshyggjustefna stuttbuxna- deildar íhaldsins er þó nýjasta innflutningsvaran og ef til vill sú einkennilegasta. Ótrúlegt er hvernig mönnum upp á íslandi dettur í hug að halda á lofti kenn- ingum, sem búnar eru til í banda- rísku þjóðfélagi - gjörólíku hinu íslenska - af þarlendum vísinda- mönnum, sem eru vitanlega mótaðir af því þjóðfélagi er þeir lifa og hrærast í: Stórir markaðir með mörgum þátttakendum bæði hvað varðar kaupendur og selj- endur á vörum, vinnuafli og fjár- magni. Fámenni og smáir mark- aðir eru hins vegar hin óumflýjan- legu íslensku einkenni, en algjör- iega vanrækt af frjálshyggju- mönnum. Að beita „Made in USA“ kenningu upp á hrjóstrugu skerinu er því alvarleg staðar- skekkja. En fyrst mönnum tókst að flytja inn og fá hljómgrunn fyrir slíkar kenningar, er eins víst að einhverjum takist að flytja inn ómengaða þýska græningjakenn- ingu og þá er eins gott fyrir frjáls- lyndan flokk eins og Framsókn- arflokkinn að hafa þegar mótað og lagt áherslu á séríslenska stefnu í þessum málum, ;,em koma svo augljóslega til með að vera í brennidepli á yfirstandandi og komandi áratugum. ■ UMFERÐARMENNING Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. □□□□□□C □□□□□□C □□□□□□C □□□□□□C □□□□□□C □□□□□□C □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□□ □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c |□□□□□c □□□□□□ □□□□□c □□□□□□ □□□□□□ □□□□□□ □□□□□□ □□□□□□ □□□□□□c □□□□□□□ □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□□ □□□□□□c □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ B □□□□□□ □□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ B □□□□□□ □□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□c □□□□□□□ □□□□□□□ □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c gDDDDDC □□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c □□□□□□c

x

Framsóknarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.