Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 21.09.1983, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 21.09.1983, Blaðsíða 1
\ e OTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA 1 VESTMANNAEYJUM 10. tölubiað Vestmannaeyjum 21. september 1983 )83 42. árgangur I FERÐASKRIFSTOFAN ) \_________i 8 millj króna lán fyrir ríkið? Varanleg gatnagerð hér á eyjunni er tvenns konar, annars vegar gatnagerð í þéttbýli, sem bæjarsjóður stendur kostnað að, þó með stuðningi ríkisins, þ.e. þétt- býlisvegafé, sem nemur 25% af kostnaði við gerð varan- legra gatna. Hins vegar eru svokallaðar þjóðbrautir sem ríkið greiðir að fullu. Þjóðbrautir hér á eyjunni eru: Hlíðarvegur, frá Friðar- höfn og í framhaldi síðan Stórhöfðavegur, sem liggur í sveig vestur á hamar og þaðan sem leið liggur út í Stórhöfða. Auk þess er Dala- vegur eða, nánar tiltekið, leiðin upp á flugvöll. Skipting á vegagerð hér var gerð með samkomulagi bæjarins og vegagerðarinnar. Inn á áætlun Árið 1981 eru þjóðbraut- irnar hér, teknar inn á vegaáætlun, og skal varið til þeirra: 1983 ¦¦¦¦¦¦ kr. 1.1 millj. 1984 ¦¦¦¦¦¦¦ kr4.2 millj. 1985 ¦¦¦¦¦¦¦ kr2.4 millj. Ákvörðun meiri- hlutans Núverandi meirihluti á- kvað það einn og sér, að flýta verkþætti ríkis í sumar, þ.e. þjóðbrautirnar á eyjunni, en í staðinn var framgangur gatnagerðar Vestmannaeyja- kaupstaðar látinn sitja á hakanum. Þegar þessar hug- myndir voru uppi hjá meiri- Hring eftir hring og skýring- artillaga Það skeði á bæjarstjórn- arfurndi fyrir skömmu, þegar að tillaga minni- hlutans um að útboð færi fram í byggingu dælu- stöðvar til að koma skolp- inu endanlega út fyrir höfnina, að sjálfstæðis- menn fóru í tvo hringi. Þannig, að þeir höfðu samþykkt tillögu minni- hlutans fyrr á árinu um að útboð skildi fara fram eigi seinna en 20. ágúst. Síðan skera þeir stórkostlega nið- ur allar framkvæmdir á vegum bæjarins sem kunn- ugt er, og þá um leið byggingu dælustöðvarinn- ar. Svo gerist það, á fundi bæjarráðs, þann 20. ágúst, að þeir samþykkja aftur að útboð skuli fara fram, en svo, á bæjarstjórnarmndi nokkrum dögum síðar, kom Arnar Sigmundsson með tillögu um, að vísa þessu til gerðar fjárhags- áætlunar fyrir árið 1984. Þegar að forseti ætlaði að fara að bera þessa tillögu upp, var hann spurður um hvers konar tillaga þetta væri? Væri þetta breytingatillaga,frá- vísunartilíaga eða við- aukatillaga? Forseti úrskurðaði fyrir sjálfan sig og sagði, að þessi tillaga Arnars væri skýringartillaga svo að menn gætu skilið mælt mál. Nú er bara að breyta fundarsköpum og bæjar- málasamþykktinni því að þarna er á ferðinni flunku- nýtt form á tillögugerð, og hver veit nema fleiri vilji læra af þeim félögum. Svo er bara að láta orðabókina vita. hlutanum í vor, var hug- myndin hjá þeim, að fá fyrir- tæki ofan af landi Hraðbraut h.f. til að annast verkið. Ef það hefði orðið að veruleika, heíðu farið úr bæjarfélaginu óhugnanlega háar upphæðir. En Hraðbrautarmenn voru -ekki allt of ginnkeyptir til að vinna fyrir hinn skuldseiga meirihluta í Eyjum. Því varð ekki framhald á þessum hug- myndum, en vilji núverandi meirihluta var ótvíræður. Akvörðun núverandi meiri- hluta um, að ílýta verkþætti ríkisins, var pólítísk ákvörð- un. Hinsvegar var þessi ákvörðun aldrei tekin fyrir í bæjarstjórn og fer því alger- lega í bága við bæjarmála- samþykkt Vestmannaeyja- bæjar. Eðlilegur framgangs- máti hefði átt að vera: Form- leg afgreiðsla í bæjarstjórn um að hefja betta verk. Eftir að hún liggur fyrir var næsta mál, að gera bindandi samn- ing um framkvæmdina milli ríkisins (Vegagerðarinnar) og bæjarstjórnar og sá samn- ingur hefði átt að staðfestast í bæjarstjórn. I samningnum hefði komið greinilega fram, hvernig skildi unnið, og svo að sjálfsögðu, hvernig staðið skyldi að greiðslum eftir því sem verkinu miðaði áfram. Fram hjá þessu grund- vallaratriði gekk meirihluti sjálfstæðismanna. Þeir hófu framkvæmdina án þess að tryggingar lægju fyrir um greiðslur, enda enginn samn- ingur til, eins og fyrr segir. Bærinn verktaki? Þar sem mér þóttí að- dragandi að þessari fram- kvæmd bera vott um fyrir- hyggjuleysi, spurðist ég fyrir um það á fundi bæjarstjórnar hvort framkvæmdir við þjóð- brautir í Vestmannaeyjum væru á vegum bæjarsjóðs Vm? Bæjarstjórinn svaraði þess- an spurningu minni á þá leið, að hingað til hefði bærinn annast allar framkvæmdir fyrir Vegargerð Ríkisins hér, sem verktaki. Samkvæmt svari bæjar- stjórans er ljóst, að Vest- mannaeyjabær er verktaki, en hvorutveggja vantar, heimild til framkvæmda og samning, þar sem greiðslur eru fyrir hendi með ákveðn- um dagssetningum. Furðusamþykkt bæjarráðs 1 framhaldi af viðræðum við forráðamenn Vegagerðar ríkisins, Framkvæmda- stofnunar ríkisins og þingmenn kjördæmisins, samþykkir bæjarráð að halda áfram lagningu þjóóbrauta í Vestmannaeyjum, á þessu ári. Nú þegar er búið að leggja slitlag á 1500 metra kafla StórhÖfðavegar frá Hásteini cg vestur að gatnamótum við Hraunhamar. Verður næst ráðist í undirbúning og lagningu slitlags á Dalaveg frá Strembugötu og upp að flugstöð, samtals rúmlega 1050 metra. Fyrir liggur yfirlýsing allra þingmanna kjördæmisins, um að þeir muni beita sér fyrir nauðsyn- legri fjármögnun og endurgreiðslu af framlögum til vegamála á næstu 2-3 árum, auk fjármagnskostnaðar. Þá liggur fyrir yfirlýsing formanns stjórnar Framkvæmdastofnunar um útvegun á bráðabirgðaláni síðar í haust, sem greiðist af framlagi til Dalavegar á næsta ári. Til viðbótar liggur fyrir samþykki Samgönguráðuneytis á ofangreindri málsmeðfer-"-, samkvæmt viðræðum viö samgönguráðherra. Vegna ofangreindra framkvæmda, samþykkir bæjarráð aö taka lán allt að kr. 8 milijónir, sem endurgreiðist af framlögum til Vegaáætlunar á næstu 2-3 árum, auk fjármagnskostnaðar, en á næsta ári eru ætlaðan á Vegaaætlun 1,2 milljónir til lagningar varanlegs slitlags á þjóðvegi í Vestmannaeyjum, og 2,4 millj. 1985, auk verðbóta. í framhaldi af ofanrituðu, samþykkir bæjarráð að staðfesta pöntun á 100 tonnum af asfalti sem væntanlegt er til landsins í næstu viku, en fyrir liggur að nægilegt magn er til staðar af malbiks,efni og gjalli til að ráðast í malbikun Dalavegar. Þetta er f urðusamþykkt bæjarráðs sem gerð var 7. september s.l., en í þessari samþykkt er m.a. ákveðið að taka 8 milljón króna lán til fram- kvæmda fyrir ríkið. I þessari samþykkt eru fullyrðingar sem alls ekki standast, og þess vegna óskuðu fulltrúar minni- hlutans eftir aukafundi í bæjarstjórn og fóru fram á að gögn varðandi málið yrðu lögð fram á þeirra fundi. Ósk frá minnihlutanum Við undirritaðir fulltrúar í bœjarstjáni Vesttnannaeyja • förum fram á að fundur verði heldinn í bœjarstjárn Vm. eigi seinnu en föstudaeskvöld 9. september 1983. Á þeim fundi bæjarstjárnar verði 2. mál í fundargerö bæjarráðs frá 7. sept. 1983. Astæður hessara éska eru: Fullyrðingar um, að fyrir liggi yfirlýsing frá öllum hingmönnum Suðurlandskjördæmis um að, beir muni beita sér fyrir nauðsynlegri fjármögnun og endurgreiðslu af framlögum til vegamála á næstu tveim til hrem árum auk fjármagnskostnaðar• Þá á einnig að liggja fyrir yfirlýsing formanns Pramkvæmda- stofnunar ríkisins um útvegun á bráöabirgöarláni síðar í haust sem greiðast í af framlagi til Dalavegar á næsta ári. Til viðbátar á að liggja fyrir samhykki Samgönguráðuneytis á ofangreindri málsmeöferð, samkvæmt viðræðum við Samgöngu- ráðherra. hetta óskum viö staöfestingar á meö framlögöum gögnum á hessum fundi bæjarstjárnar, þar sem þetta á aö vera aðal- forsenda fyrir ábyrgð og samþykki fyrir 8 milljon krðna láni sem meirihluti svjarráðs samþykkti á fundi sfnum 7*sept s.l. Arnar les úr Alþýðublaðinu Á þessum fundi sem haldinn var 9. september s.l. biðu fulltrúar minnihlutans eftir því, að formaður skýrði og legði fram gögn í málinu eins og óskað var eftir, en minnihlutamenn urðu fyrir miklum vonbrigðum, því þess í stað urðu þeir að hlusta á Arnar Sigurmundsson lesa úr Alþýðu- blaðinu upphátt. Það var allt og sumt sem fram kom varðandi þetta mál.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.