Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 21.09.1983, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 21.09.1983, Blaðsíða 2
L Andrés Sigurmundsson ' RITNEFND: Sigurgeir Kristjánsson, Sigurður Gunnarsson, Guðmundur Búason, Jón Eyjólisson, Oddný Garðarsdóttir, Bima Þórhallsdóttir, Geoig Stanley Aðalsteinsson, Jóhann Bjömsson. Setning og prentun: EYJAPRENl’ H.F. Skipastóllinn eflist. Vestmannaeyjar eru mesti útgerðarbœr á landinu. Á þessu ári er útlit fyrir að kaupstaðurinn haldi vel sœti sínu, sem er ekki aðeins metnaðarmál, heldur mikilsvert þar sem sjávarajlinn er undirstaða atvinnulífsins. Fyrir nokkrum árum var uggur í mönnum, vegna þess að skipastóllinn drógst saman þar sem smœrri bátar helltust úr lestinni og skip voru seld burtu úr plássinu. Þessu dœmi hefur nú verið snúið við, þar sem allmörg skip hafa nú bœst í Vestmannaeyjaflotann. Svo það er búið að fylla í skörðin og vel það. Þar á meðal er fimmti togarinn Bergey, sem kom hingað um síðustu áramót og var keyptur af hlutafélaginu Bergur-Huginn. Þá er von á tveim nýjum skipum sem verið er að byggja í Póllandi. Samtog h.f. stendur að þeim kaupum. Því er það góð og mikilvœg þróun að fiskiskipafotinn verður með öfugasta móti á komandi vertíð, og vœntanlega búum við að því um langa famtíð. Varðandi rekstrargrundvöllinn byggist hann á afabrögð- um og verðlagi á erlendum mörkuðum. Varðandi afann eru horfurnar ekki sérlega góðar, þar sem að þorskveiðar hafa verið að dragast saman aíðustu árin. Sveifur í sjávarafa eru ekkert einsdœmi. Til dœmis hafa Norðmenn verið í lágmarki hvað þorskveiðar varðar undanfarin ár, en nú sjá þeir fram á óhemju veiði á komandi árum. Þannig gœti afi einnig snúist við hjá okkur. Þá heyrast fréttir um, að norsk-íslenski síldarstofninn sem er að vaxa upp við Noregsstrendur sé mjög sterkur, svo menn eru að gera gœlur við þœr vonir, að síldin taki upp sínar fyrri göngur á miðin fyrir Norðurlandi. Varðandi markaðsmálin mágeta þess, að hagspekingar, sem hafa það hlutverk að meta fjármálaástand heimsbygðarinnar og gefa ráð, telja að heldur fari nú að rofa til í því vandrœða kreppuástandi sem nú hrjái heimsbyggðina. Rætist þær spár mun kaupgeta í viðskiptalöndum okkar vaxa og við njóta góðs af. Verðlag á lýsi og mjöli hefur farið hækkandi síðustu mánuðina, sem bætir stöðuna varðandi þáframleiðslu. Það er búið að gera stóran sölusamninga á saltsíld sem gott er til að vita, nú í upphafi síldarvertíðar. Fjármagnskostnaður er og verður hrikalegur liður í rekstrarkostnaði útgerðarinnar. Hann er einn stór fylgifiskur verðbólguskrúfunnar. Núhefurspor veriðstigið í þá átt að lœkka þau útgjöld, sem mun bætastöðuna. Takist að halda áfram á þeirri braut að koma fjármagnskostnaði í eðlilega vexti, þá er mikið unnið, ekki aðeins fyrir atvinnuvegina heldur einnigfyrirfólkiðsem vinnuraðfram- leiðslustörfunum. En hvað sem þessum hugrenningum líður, þá er gott til þess að vita að fiskiskipaflotinn hér í Eyjum hefur stœkkað og þar með eru stoðirnar traustar undir atvinnulífinu. Svo er að vona að gamall málsháttur standi enn fyrir sínu: Þeir fiska sem róa. Sigurgeir Kristjánsson Fasteigna- markaðurinn Skrifstofa Vestmannaayjum Barugotu 2. 2 hasð Viðtalstimi. 15 30-19 00. þnðjudaga laugardaga S i m i 1847 Sknfs’ fa Reykjavik Garða straBti 1 3 Viðtalstimi á manudogum Simi 13945 Jón Hjaltason hrl F asteignaviðskipti Urval fasteigna af öllum stærðum og gerðum. Jón Hauksson, hdl. Kirkjuvegi 23 III. hæð Sími 2000 - Heima 2001 Uraboð í Vm: Páll Helgason Hólagötu 16 Sími 1515 Nýjasta uppá- tæki meiri- hlutans Nýlega var ákveðið að skipa þriggja manna eftir- litsnefnd með byggingu Hamarsskóla. Nefndar- kosning þessi hefur vakið furðu, þar sem í henni eiga sæti Olafur Elísson bæjar- stjóri sem er yfirmaður Vestmannaeyjabæjar, Sig- urður Jónsson skrifstofu- stjóri Vestmannaeyjabæjar og formaður Grunnskóla- nefndar og Viðar Aðal- steinsson bæjartæknifræð- ingursem er yfir öllum verklegum þáttum á veg- um bæjarins. Okkur hér á blaðinu er alsendis ó- kunnugt um, hvernig þessi nefnd á að starfa, en sennilegasta skýringin er sú, að þeir er skipa nefnd- ina og eru um leið yfir- menn bæjarins eigi að hafa eftirlit með hvor öðrum. Annars væri gaman að fá álit fleiri á þessu nýjasta uppátæki bæjarstjórnar - meirihlutans. Hvar er samn- ingurinn Varla mun árið 1983 vera talið mikið fram- kvæmdaár í sögu Vest- mannaeyja. Þó hefur all- nokkuð verið malbikað af vegakerfinu og að sjálf- sögðu fagna því allir. Vega og gatnagerð er íjármögnuð með tvennum hætti. Svo kallaðar þjóð- brautir eru kostaðar af ríkinu, en gatnagerð í þéttbýli að mestu leiti af bæjar og sveitarfélögum. Nú hefur efri hluti Illuga- götu verið malbikaður, en það eru ca.300 m. Það er bæjarframkvæmd. Hins- vegar er vegurinn frá Hásteini suður að Bú- hamri þjóðbraut, þar sem að ríkið er greiðsluaðili. Með öðrum orðum: bæjar- félagið hefur tekið að sér þessa ríkisframkvæmd. Hér eru um stórviðskipti að ræða milli ríkisins og bæjarfélagsins og því ligg- ur í hlutarins eðli, að samningur ætti að liggja fyrir um verkið, fram- kvæmdina og greiðslur. Þar sem ég hef ekki heyrt slíkan samning nefndan, og ekki séð neina samþykkt í þá átt í fundagerðum bæjarstjórnar, spyr ég hvernig þessu sé varið. Hvar er samningurinn? Andrés Sigmundsson Bókun Tómasar Árnasonar Þaó er ljóst# aö það vantar verulegt fé til gatnageró- ar í þéttbýli. Ég er að athuga hvernig hægt er aó leysa það mál. Nú er verið að senda út eyðublöó til sveitarfélaga varóandi upplýsingar um framkvæmdir. Þær kóma væntanlega i október. Þá geri ég tillögur til stjornarinnar um þessi mál. Ég vil geta ]oess að i Vestmannaeyjum er sérstakt vandamál vegna vegagerðar sem er nánast hluti þéttbýlisvegagerðar. • Hér er um að ræða ca. 2 m.kr.# sem ég álit að eigi að leysa i tengslum vió gatnagerðarframkvæmdir i Vestmannaeyjum. Þó mun ég leggja til að fyrir liggi yfirlýsing þingmanna kjör- dæmisins um endurgreiðslu þessara tveggja milljóna ásamt vöxtum af vegafé i Suóurlandskjördasmi á næsta ári. Þetta er bókun Tómasar Árnasonar þingmanns og framkvæmdastjóra Framkvæmdastofnunar sem hann gerði á fundi þar, fyrr í þessum mánuði. Þetta er það eina sem er bitastætt varðandi útvegun fjár til malbikunar þjóðbrauta hér, fyrir utan það sem gert er ráð fyrir á vegaáætlun Samgönguráöherra er kunnugt um og hefur ekki athugasemdir fram aö færa, varöandi framkvæmdaáform viö varanlega vegagerö í Vestmannaeyjum á þessu ári, meö malbikun á Stórhöföavegi og Dalavegi, yfirlýsingu þingmanna kjördæmisins, aö lán til þessarar vegagerðar veröi endurgreidd á árunum 1984 og 1985, eöa með öörum hætti ef á vantar, samkvæmt yfirlýsingu þingmanna Sunn- lendinga um endurgreiöslu þessa fjár af framkvæmdafé til vega- geröar í kjördæminu. I Þetta er bréf sem skutlað var inn á bæjar- stjórnarfund frá Samgönguráðuneytinu. Send- illinn var Árni Johnsen. í þessu bréfi kemur ekkert fram sem gæti liðkað til varðandi útvegun fjár til malbikunar hér. Loðmullulegt bréf, þar sem Samgönguráðherra vísar öllu frá sér. SViaUharðn,. skelfinus Nýjasta klúðrið Á föstudaginn s.l. var haldinn fundur í bygginganefnd, þar sem draga átti um lóðir við Hrauntún og lllugagötu. Þegar búið var að draga um lóðina við Hrautún var tekið til við að draga um lóðirnar við lllugagötu. Þá var aðili látinn draga, sem ekki hafði sótt um lóðirnar við lllugagötu. Sá hinn sami var Ijónheppinn, því önnur lóðin kom í hans hlut. Þá kom babb í bátinn, því menn vildu ekki una því, að aðili sem ekki hafði sótt um umrædda lóð fengi hana svo. Nú voru góð ráð dýr. í stað þess að láta þá eina draga sem höfðu sótt um lóðirnar, var ákveðið að auglýsa þær aftur, að sjálf-sögðu til að sá Ijónheppni gæti sótt um. Er ekki kominn tími til að klúðurmeistararn- ir fái frí?

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.