Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 21.09.1983, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 21.09.1983, Blaðsíða 4
Eru framkvæmdir á vegum bæjarins að stöðvast? Þegar Qárhags og fram- kvæmdaáætlun bæjarins fyrir árið, sem nú er að líða, var til afgreiðslu í bæjarstjórn, létu formælendur íhaldsmeiri- hlutans drjúglega yfir því, að hún væri byggð á skynsam- legu viti. Þeir voru farnir að stjórna sjálfir og þá um leið að standa við fyrirheitin um að breyta til hins betra. Þrátt fyrir það, sáu sömu menn ástæðu til að gera enn betur, með því að ráðast á, meistaraverkið og skera niður framkvæmdir í stórum stíl, frá því sem áætlað var í fyrr- nefndum áætlunum. Það var ákveðið að hætta við fram- kvæmdirnar við Brimhóla- brautina og jarðvegsskiptin í Sóleyjargötunni, Mín skoðun Var sú, að þegar stórframkvæmdum, þar átti ég við Fjarhitun og Skipalyftu, væri lokið, kæmi gott svigrúm til að gera stór- átak ígatnagerð. Migminnir, að fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar væru menn sam- mála um að á yfirstandandi kjörtímabili væri unnt að koma varanlegu slitlagi á þær götur sem ólokið var á þeim tíma. Fyrri bæjarstjórn mót- aði stefnu í þessu efni með því að malbika verulegan áfanga á hverju ári og undirbyggja þann næsta og þannig koll af kolli. Við vorum vel í stakk búin til að fylgja þessu eftir og búin til að koma þessu áfram, þar sem við eigum vélakost og höfum þjálfaða starfsmenn í Áhaldahúsinu. Mér virðist það hæpin hagfræði, að loka Kaupfélagið NÝJUNG! NÝJUNG Ný-grillaðir Holta- kjúklingar beint úr Grillofninum. la fimi»tudasa f8studaga* , ° aðradag® »ms a 1 'tir pöutuu- Vinsamlegast leggið inn pantanir. Hittumst í Kaupfélaginu Kaupfélagið Vörumarkaður vélarnar inni á meðan verk- efnin bíða. Varðandi undirbyggingu gatnakerfisins, er kostnaður- inn að verulegum hluta milli- færsla milli stofnanna, og á ég þar við vélavinnuna. Svo eru starfsmenn í Áhaldahúsinu á launum hvort sem er. Því sé ég ekki að greiðslustaða bæjarsjóðs versni að^ neinu ráði þótt starfsorka Áhalda- hússins sé nýtt til að skipta um jarðveg í Sóleyjargötunni. Eg hefi gagnrýnt fjármálastjórn bæjarins að undanförnu og vissulega er staðan verri en ég átti von á, ef forráðamenn bæjarins neyðast til að stöðva gatnagerðarframkvæmdir á meðan vélar og starfsmenn bæjarins eru svo að segja í startholunum til að hefja verkin. Nú fer það ekki fram hjá neinum, að verulegur kafli af Stórhöfðaveginum var mal- bikaður í sumar. Það er þjóð- braut sem ríkið hefur á sinni könnu, en var framkvæmd og fjármögnuð af bæjarsjóði. Eg hefi reynt að fylgjast með fundarsamþykktum bæjar- stjórnar, en ekki séð neinn stafkrók um þetta verk, fyr en nú fyrir skömmu þegar því er lokið. Því síður hef ég orðið var við að samningur hafi verið gerður við Vegagerð Ríkisins varðandi greiðslur til bæjarsjóðs vegna þessarar ríkisframkvæmdar. Það er alveg ótrúlegt kæruleysi af bæjarfulltrúum, að fara í milljónaframkvæmd fyrir rík- ið án formlegrar heimildar í bæjarstjórn, og í framhaldi af því, fyrirhyggjuleysi, að sem- ja ekki um greiðslu í samræmi við framgang verksins. Og nú vantar peningana. Þeir liggja nú ekki alveg á lausu, enda samdráttar og krepputímar. En bæjar- stjórnarmeirihlutinn deyr ekki ráðalaus. Hann bókar fögnuð sinn yfir framtakinu og samþykkir átta millj. króna lántöku til að borga brúsann. En sá böggull fylgir þó skammrifi, að það á að gefa öllum þingmönnum Sunnlendinga færi á að skrifa á víxilinn. Svo er verið að skera niður framkvæmdir á vegum bæj- arins. Sigurgeir Kristjánsson. Óljós teóría Hverju leikur svartur? ■ f fyrstu var það alls ekki þessi staða sem vakti eftirtekt mína, held- ur byrjunin. Eftir að hafa séð Stean tapa fyrir Beljavsky í 15 leikjum, í afbrigði sem ég hafði talið prýðilegt. Hér er um sama afbrigði að ræða, og eftir tæpa 15 leiki er augsýnilegt að svartur hefur betri stöðu. Um þetta má segja, að í mörgum hvössum afbrigðum geta smávægileg mistök skilið milli vinnings og taps. Minic þekkir vel allra nýjustu teoríuna, en afbrigðin varðandi 9... Rb-d7 eru ennþá nokkuð óljós. Minic: Lukov, Pamporovo 1982. Sikileyjarleikur. 1. ed4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd2 Dxb2 9. Rb3 Rb-d71? 10. Bxf6 (Með von um Rxf6?? 11. a3! Svartan vantar Rc5 möguleikann. En Beljav- sky lék 10. Bd3 b5? ll.o-o Rc5?? 12. Rxc5 dxc5 13. Bxf6 gxf6 14. Ha-bl Da3 15. Rxb5 og Stean gafst upp.) 10... gxf6 11. Be2 Rc5! 12. o-o Bd7 13. Ha-bl (R*c5 er svarað með Db6.) 13.. Da314.15 h515. Khl o-o-o 16. fxe6 fxe6 17. HI3 (Svörtum stóð á sama um peðið, og hvítur vanrækir að drepa á f6. Allt vegna hins sterka biskupapars svarts. Svartur hefur yfirburðastöðu. Svo einfalt er það. t>á er byrjunin af staðin, en það er einnig gaman að horfa á raunveru- lega skák.) 17... Rxb3 18. Hxb3 Da5 19. Dcl Bc6 20. Ha3 Dg5 21. Dgl Dc5 22. Dcl (Að sjálfsögðu hefur hann engan áhuga fyrir töpuðu enda- tafli. í afbrigðinu 22. Dxc5 dxc5 23. Hxf6 c4 24. Ha5 Bb4 sjáum við forspilið að villu hróksins.) 22...d5 23. Rdl d4 (Einfaldara en 23... dxe4 24. Hf-c3) 24. R12 Dg5 25. Dxg5 fxg5 26. Ha5 Be7 27. He5 Bd7 28. Hd3 Kb8 29. Hb3 Ka7 30. Bd3(?) b6! Hvítur gafst upp. Hrókurinn fellur, hótunin er Bf6. Staðan var gjör- töpuð. Bent Larsen, stórmeistari skrifar um skak •• 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e6 4. Rc3 exd5 5. exd5 d6 6. Rf3 g6 7. Bf4 a6 (Þessu mæla hinir lærðu spekingar með. og hvítur svarar venjulega með a4. Kannski á svartur samt að leika Bg7 afbrigðið, 8. Da4í Bd7 9. Db3 Dc7, því þetta þarf ekki að óttast.) 8. e4!? b5 (Til álita kemur 8. . Bg4. En b5 var einnig leikið af Sax í Linai'es. gegn Jusupov: 9. e5 dxe5 10. Rxe5 Bd6! 11. Be2 0-0 12. 0-0 He8 með flókinni en jafnri stöðu. Ég veit ekki hvort næsti leikur hvíts sé neitt sérstaklega sterkur. En allaveganna er hann sniðugur.) 9. De2!? Bg4?? (b4 er langtum betra.) Ný-Benoni vörn, er byrjun sem um þessar mundir má þola margan löðr- unginn. T.d. í afbrigðinu 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e6 4. Rc3 exd5 5. exd5 d6 6. e4 g6 7. f4 Bg7 8. Bb5t Rf-d7 9. a4. En trúlega telja Benoniteflendur sig hafa eina eða aðra endurbót á takteinum. Eftirfarandi örskák skipti sköpum hvað efsta sætið varðaði á einum af opnu mótunum í New York. Hvítur sem vissi'að mótstöðu- maðurinn var Benoni-iðkandi, var svo ósvífinn að undirbúa gildru. Svartur hlunkaðist beint í hana. Silman. Sanchez. 10. e5! (Og vinnur. Það er stórsmell- ið, að ef svartur drepur ekki á f.3. gerir Re5t út af við hann. En upp- skiptin gagna ekki, því hvítur fær möguleikann Bh3. T.d. 10. . dxe5 11. Bxe5 Kd7 12. Bxf6 Dxf6 13. Re5t. Eða 10. . Rh5 exd6t Kd7 12. Re5t.) 10. . Bxf3 11. gxf3 Rh5 (Eða 11. . dxe5 12. Bxe5 Kd7 13. Bh3t.) 12. exd6t Kd7 13. Bh3t f5 14. De6 mát. Svona lélegur er 'Benoni ekki. En svartur verður að fara að öllu með gát.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.