Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 1
3se FERÐASKRIFSTOFAN v___________________j Loðnuveiðar hefjast fljötlega segir Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra. Loðnuveiðar munu hefjast fljótlega, segir sjávarútvegs- ráðherra, Halldór Ásgríms- son. Er víst að margir munu hugsa sér gott til glóðar- innar. Deila er nú komin upp milli minni og stærri báta, sem munu stunda þessar veiðar. Ekki er ljóst, hvernig tekið verður á þeirri deilu. Ánægjulegt er þó að vita, að samkvæmt mælingum, er loðnustofninn að styrkjast. Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum, að síldin er farin að koma til. Það er alltaf létt yfir mönnum þegar vel veiðist og sannast það vel á þessari mynd sem Sigurgeir smellti af þessum brosmildu köppum þar sem þeir voru að moka „silfri hafsins" úr lúgukössunum. Vatns- veitan bilaði Eins og bæjarbúar vita, bilaði vatnsveitan um síð- ustu helgi og var biluð í nokkra daga. Að sögn, þótti ráðamönnum í bænum það alltof dýrt að nánast bruðl að láta vinna að viðgerð vatns- veitunnar á næturvinnutaxta svo það dróst að hefjst handa við viðgerðina. Þessi nýja sparnaðarstefna kom svo þannig út, að hætta varð vð að salta síld í einu húsanna, fyrir utan önnur óþægindi, er bæjarbúar höfðu af þessari bilun. Bæjar- stjórnar- fundi flýtt Bæjarstjórnarfundi var flýtt nú í vikunni og haldinn á þriðjudaginn var, í stað þess, eins og venja er að halda fundi á fimmtudögum. Þessi breyting var gerð vegna þess, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins töldu mikilvægara að sitja lands- fundinn frekar en fund í Bæjarstjórn Vm. Ný Krossgáta í blaðinu í dag, birtist í fyrsta sinn krossgáta Skall- harðar skelfínusar. Margir hafa gaman af að ráða slíkar gátur og er það von okkar, að þessi nýbreytni mælist vel fyrir. Skallharður skelfínus, vinur okkar, kemur víða við og er víst margt furðulegt og fyndið, sem kemur upp úr undirdjúp- unum, þegar að b'úið er að ráða krossgátuna. Nú er ekkert annað en að fá sér penna (þó ekki eins og Albert notar) og leggja af stað og ráða þessa fyrstu krossgátu Skallharðar. Lítið fer fyrir for- gangs- verkefnum Eins og flestum er kunn- ugt um, þá sögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn, að það væri þeirra „forgangsverkefni" aðbyggja dælustöðina, sem rísa á við Brattagarð. I tíð fyrrverandi meirihluta var unnið að því að leggja leiðslur yfir höfh- ina frá Brattagarði út á Eiði, einnig var búið að leggja frárennslisrör úr vesturbæn- um út yfir Eiði, svo ekkert skolp hefur runnið í vestur- höfnina (Friðarhöfnina) nú í nokkur ár. Þeir Sjálfstæðis- menn hafa hikstað heldur betur á þessu „forgangs- verkefni" sínu, svo skolpið fær að renna í friði í austur- höfnina. Öllum til ama og leiðinda. Það er nauðsynjamál, sem má ekki dragast lengur að byggja dælustöð, svo skolp- inu verði endanlega komið út úr höfninni. Já, það er af litlu að státa. s \ -----" N Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfln gmunifc er tempruð. Yfirlýsing formanns bæjarráðs fallin úr gildi Allmiklar umræður og blaðaskrif hafa að undan- förnu farið fram um mal- bikun Dalavegar. Það hef- ur lengi þvælst fyrir hinum sterka meirihluta að taka ákvörðun varðandi þá framkvæmd. Á bæjarstjórnarfundi þann 13. október var Arnar Sigurmundsspn spurður að því hvenær mætti vænta ákvörðunar- töku um þetta mál. Hann svaraði því alveg ákveðið: ,,Það verður gert á mánu- daginn." Síðan er nú komið á þriðju viku og engin á- kvörðun hefur verið tekin enn. Yfirlýsing Arnars Sig- mundssonar formanns bæj- arráðs er því fallin úr gildi. Eftir hverju er verið að bíða? Á sama fundi þann 13. f.m. kom fram, að eftir væri að gera hæðarmæl- ingar á Dalaveginum. Arnar, formaður bæjar- ráðs, velti vöngum yfir því máli og taldi varasamt að leggja í kostnað við mæl- ingar nú fyrir veturinn, því hælarnir (hæðarpunktarn- ir) myndu skælast og brotna, eí malbikunvegar- ins drægist fram á vorið. Það er að sjálfsögðu alveg rétt hjá honum. En viti menn. Þann 20 okt. komu menn ofan af landi og mældu fyrir veg- inum. Hér er um verk að ræða sem kostar peninga, sem, eins og Arnar gerði ráð fyrir, gæti farið for- görðum ef malbikun dregst á langinn. Því er ástæða til að spyrja: hvers vegna var ekki fyrst tekin ákvörðun um það, hvenær ætti að malbika veginn? 10% hækkun á dagvistunargjöldum „Breyting til hins betra" að sögn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. máli sínu til bóta og um væri að ræða „breytingu til hins betra". Já, það er margt skrítið í kýrhausnum. • Nýlega var samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins 10% hækkun af dagvistunar- gjöldum. Fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði á móti þess- ari hækkun. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins samþykktu aftur á móti þessa hækkun og bentu m.a. á, máli sínu til stuðnings (ja, það er margt skrítið í kýrhausnum) að í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, sem var undir forsæti Sjálfstæðis- manna, að kjaraskerðing hefði verið 14 sinnum og dagsvistunargjöld hefðu verið hækkuð án þess að notendur væru bornir fyrir brjósti. Þetta töldu Sjálfstæðismenn 11 banka- útibú Samkvæmt fréttum, hafa verið gefin út leyfi til að opna ellefu ný banka- útibú, víðsvegar um land- ið. En samkvæmt sömu frétt, mun enginn hafa sótt um að opna ný útibú hér, sem væri þó veruleg þörf fyrir.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.