Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ ÁBYRGÐARMAÐUR Andrés Sigmundsson RITNEFND: Sigurgeir Kristjánsson, Sigurður Gunnarsson, Guðmundur Búason, Jón Eyjólísson, Oddný Garðarsdóttir, Bima Þórhallsdóttir, Georg Stanley Aðalsteinsson, Jóhann Bjömsson. Seming og prentun: EYJAPRENT H.F. Þórarinn Sigurjónsson: Hvert stefnir? Vegna þeirrar staðreyndar að þjóðarframleiðsla hefur dregisl saman að undanförnu og sþáð er 9-10 þrósent minni þjóðarframleiðslu á þessu ári en á árinu 1981, hefur verið að skaþast mikið hœttuástand í okkar þjóðarbúskaþ. A síðasta ári og í kosningabaráttunni í vor vöruðu framsóknarmenn mjög við því hœttuáslandi sem fyrirsjáanlegl var. Með minnkandi þjóðartekjum og hraðvaxandi verðbólgu, allt að 130%, var ekki um annað að rœða en að taka affestu og öryggi í taumanna svo að ekkiyrði algjör stöðvun atvinnuveganna, og um leið stórfellt atvinnuleysi. Lagði Framsóknarflokkurinn höfuðkaþþ á, að lekið yrði á málunum strax á árinu 1982 svo að hœgl vœri að stöðva þá óheillaþróun sem skaþaðist við samdrátt í þjóðarfrandeiðslu, en ekki varð samstaða um í fyrrverandi stjórn, svo að á árirtu 1982 og fyrri þart ársins 1983 söfnuðust uþþ erlendar skuldir og verðbólgan í landinufór hraðvaxandi svo að i hreint óefni horfði. Við þessi vandamál hefur stjórn Steingríms Hermannssonar verið að fást síðan hún var mynduð, enda hafði hún sett se'r það markmið að koma þjóðinni út úr þeim gífurlega efnahagsvanda sem við blasti. En um það segir' í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar: ,,Þjóðinni er brýn nauðsyn að brjótast út úr vítahring verðbólgunnar til þess að unnt sé að tryggja grundvöll atvinnulífsins, koma í veg fyrir atvinnuleysi og draga úr skuldasöfnun við útlönd. Aðeins með víðtcekum samstilltum aðgerðum, er taka til allraþátta hagkerfisins er unnt að vinna bug á þeirn þrengingum, sem nú steðja að þjóðarbúinu og leggja grundvöll að framförum. “ A þessum grundvelli hefur verið unnið og allar aðgerðir hafa miðað að því að koma þeim íframkvcemd, meðal annars meðþeim hörðu ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið til að draga úr verðbólgunni, en jafnframt að draga úr áhrifum aðgerðanna á afkomu þeirra einstaklinga og heimilasem minna megasín ogsíst þola skerðingu kauþmáttar, ásamt því að koma í veg fyrir áframhaldandi skuldasöfnun erlendis, stöðvun atvinnuveganna og atvinnuleysi. Þegar svo árangur af efnahagsaðgerðunum fór að koma í Ijós með minnkandi verðbólgu, voru vextir lœkkaðir, í samrœmi við hjöðnun verðbólgunnar, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Sá árangur sem þegar hefur náðst er í samrœmi við spá Þjóðhagsstofnunar, að verðbólgan verði komin niður í 30prósent um ncestu áramót. A liðnum árum er það verðbólgan sem verst hefur leikið einstaklinga og alvinnuvegi. Allar áœtlanir hafa brugðisl meira eða minna, og fjármagnskoslnaður verið óbcerilegur, sem hefur svo valdið stórkostlegri skerðingu á ráðstöfunarfé þeirra. Flestir œttu að vita það, að ef ekki tekst að halda verðbólgunni niðri er hœtta á stórkostlegri kjaraskerðingu og atvinnuleysi, en í lœkkandi verðbólgufelst aukið atvinnuöryggi og varanlegar kjarabcetur með auknum kaupmœtti og traustara efnahagslífi. Frumvarp tilfjárlaga 1984. ífrumvarpiþví sem nú liggurfyrir Alþingifelst breytt stefna í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Ríkisstjórnin leggur þar fram ýmsa höfuðþœtti í efnahagsstefnu sinni á næsta ári, og viðleitni hennar til að draga úr ríkisumsvifum án þess þó að skerða mikilvœga félagslega þjónustu. Þá er einnig gerð tilraun til að frumvarpið sé sem raunhœfast og gefi sem réttasta mynd af umfangi og starfssemi ríkisins ásamt því að vera sem öflugast hagstjórnartœki. Með þessu frumvarpi er stefnt markvisst að því að ná tökum á efnahagslífi landsmanna og fylgja eflir þeim árangri sem náðst hefur. Það er mikilvœgur liður til að náþví marki, sem stefnt er að, og verður að skoðast í Ijósi þess mikla og sérstaka vanda, sem nú er við að eiga í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þ.S. Einar ráðinn þjálfari Einar Friðþjófsson hefur verið ráðinn þjálfari IBV. Það hlutverk bíður Einars á næsta ári, að koma liði IBV aftur upp í 1. deild. Að sögn forráðamanna IBV, þá munu flest allir er spiluðu með liðinu í sum- ar, halda áfram. Það dug- ar ekkert að láta undan þótt móti blási og þessi ósanngjarni dómur hafi verið kveðinn upp. Nú er ekkert sem heitir, það verða allir að standa sam-' an og vinna liðið aftur upp í 1. deild, þar sem lið IBV á heima. Söngfólk vantar Kór Landakirkju er nú að hefja undirbúning að sínum árlegu jólatónleik- um, sem verða væntanlega haldnir sunnudaginn 18. desember. Að venju verður reynt að fá hingað þekkta einsöngvara, til að taka þátt í ílutningnum. Vegna þessara tónleika vantar nú söngfólk í kór- inn og þá sérstaklega í tenór og viljum við hvetja alla þá, sem áhuga hafa og vilja taka þátt í þessu, að hafa nú samband við einhvern af kórfélögunum og láta vita af sér. * (fréltalúkynning) Frum- sýning í næstu viku Nú standa yfir hjá Leik- félaginu, æfingar á leik- ritinu „Beðið í myrkri“. eí'tir Frederick Knott og eru þær nú að komast á loka- stig. Að sögn Runólfs Gísla- sonar, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum, er þetta spennandi sakamálaleikrit í „Agöthu Christie“ stíl og verður frumsýningin vænt- anlega í næstu viku. Leik- endur eru 8. Aldraðir þurfa líka að ferðast— sýnum þeim tillitssemi. Af hverju hló fólkið? Á sínum tíma lá mikið á að ráða Sigurð Jónsson í Ráðhúsið og var honum gefinn titillinn, skrifstofu- stjóri, þó svo auglýst hafi verið eftir bæjarritara. Var getum að því leitt, að hér væri um mikið starf að ræða, það svo, að ekki væri á einn mann leggjandi og ábyrgðin hlaut að vera í samræmi við umfang starf- anS; Á bæjarstjórnarfundi hér á dögunum, þegar til um- ræðu var starfslýsing fyrir nokkra starfsmenn í Ráð- húsinu, las Sigurgeir Kristj- ánsson, starfslýsingu Sig- urðar (sem allir þurfa að kynna sér). Og sjá! Veldi keisarans mikla var hrunið. Heyrst hefur að yfir lestri Sigurgeirs hafi Sigurður hugsað: „Hvert er nú orðið mitt starf‘. Að lestrinum á starfslýsingunni lokinni, varð almennur hlátur. Og nú er spurningin þessi: Að hverju hló fólkið? Réttar lausnir sendist til Fram- sóknarblaðsins og er verð- launum heitið fyrir besta svarið. ÚTBOÐ Lifrarsamlag Vestmannaeyja óskar eftir til- boðum í að byggja ca 230 ferm. geymsluhúsnæði á lóð sinni við Strandveg. - Verkinu skal lokið 15. apríl 1984. Væntanlegum bjóðendum er bent á að panta útboðsgögn á skrifstofu Páls Zóphoníassonar, tæknifræðings, að Kirkjuvegi 23 sími 2711. Utboðsgögn verða síðan afgreidd þar frá og með mánudeginum 7. nóvember, gegn 1500 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu minni að Kirkjuvegi 23, þriðjudaginn 15. nóvember kl. 17.00, að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. F.h. Lifrarsamlags Vestmanneyja PÁLL ZÓPHONÍASSON, tæknifræðingur f Til skipstjóra og útgerðarmanna Embættið vekur athygli á orðsendingu Sam- gönguráðuneytisins, um að frá og með 15. nóvember n.k. verði undanþágubeiðnir því aðeins teknar til umfjöllunar, að allar umbeðnar upplýsingar komi fram á sérstöku eyðublaði, sem Samgönguráðuneytið hefur útbúið varðandi und- anþágur til skipsstjórnar eða vélstjórnar. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum - Framsóknarfélagið auglýsir: Almennur félagsfundur verður haldinn á Gestgjafanum (uppi) laugardaginn 5. nóvember kl. 16.00 Fundarefni: Kjör fulltrúa á Kjördœmisþing Bœjarmálin Onnur mál FÉLAGAR FJÖLMENNIÐ! Framsóknarfélag Vestmannaeyja

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.