Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 3
í kvöld verður einn / ÞOR OG FRAM leiða saman kappa aðalleikur vetrarins/ sína í íþróttamiðstöðinni Kl. 20 í kvöld. MENNUM FJÖLMENNUMFJÖLMENNUM FJÖLMENNUMFJÖ FRAMSÓKNARBLAÐIÐ 3 Kreditkortaþjónusta EES Kaupfélags Vestmannaeyja Auk þess minnum við á laugardagsopnun okkar og matvörudeildin stingur upp á, að þið sleppið eldamennskunni í kvöld og fáið ykkur grillaðan Holtakjúkling með hrásalati á aðeins 180 krónur kjúklinginn. (Ath. Við seljum hálfan kjúkling, ef þú ætlar að fá þér snarl án þess að neinn viti) ,,Pennastrikiðu Nú væri það kærkomið fyrir íhaldsmeirihlutann hér að beita hinni frábæru aðferð sem Albert Guðmundsson fjármálaráðherra upplýsti landsmenn um, fyrirskömmu og nefnd hefur verið „penna- strikið“. Aðferð þessi felst í því að viðkomandi eigi góð- an penna, síðan striki hann yíir skuldir sínar, sem hann að hollustu við land og lýð hefur verið svo duglegur við að safna. Þegar það er búið, er einfaldast að byrja aðsafna strax aftur, en vel að merkja, rétt er að geyma pennann svo hægt verði að beita honum seinna. YFIRDRÁTTUR Yfirdráttur á hlaupareikn- ingi bæjarins, hefur aldrei í sögunni verið eins hár og í dag, og fer stöðugt hækk- andi. Nú er bara fyrir þá meirihlutamenn, að munda pennann og notfæra sér hina frábæru kenningar Alberts fjármálaráðherra. Þegar meirihlutinn væri búinn að framkvæma þetta snilldar- verk, liti dæmið einhvern- veginn svona út: Yfirdráttur á hlaupareikn- ingi bæjarins: Heyrst hefur að Sjálf- stæðismenn hugsi sér að slá lán út á svona„penna- strik“ og það væri nú virkilega snjallt hjá þeim. Vestmannaeyingar Aðildarfyrirtæki Eurocard kreditkorta, sem þegar veita kredikortaþjónustu í Vestmannaeyjum eru: Flugleiðir, Vestmannaeyjaflugvelli Skóverslun Axels Ó. Lárussonar, Vestmannabraut 23 Eyjabær Vestmannabraut Kostakjör, Skólavegi 21 Oddurinn, Strandvegi 45 Videoklúbbur Vestmannaeyja, Hólagötu 44 Rafeind, Bárugötu 11 Gestgjafinn, Heiðarvegi 1 Skútinn, Kirkjuvegi 11 Versl. Steina og Stjána, Skólavegi 4 Adam & Eva, Vestmannabraut 34 Eyjakjör, Hólagötu 28 Páll Helgason, Hólagötu 16 Heimaver, Hólagötu 40 Eyjablóm, Bárugötu 9 Skýlið við Friðarhöfn Steingrímur Benediktsson, Vestm.braut 33 Kaupfélag Vestmannaeyja, Bárugötu 6 Nánari upplýsingar og umsóknir eru að fá í Utvegsbanka Islands, Vestmannaeyjum. V Access MasterCard E 1 EUROCARD 1 CREDITCAR DS WELCOME ---- Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjiun Innritun nýrra nemenda fyrir vorönn 1984 fer fram á skrifstófu skólans nú í nóvember. Skrifstofan er opin virka daga kl. 9 - 12 og 13 -15. Fyrirhugað er að bjóða uppá lokaönn (3 stig) fyrir samningsbundna iðnnema í málmiðnaðargrein- um, ef næg þátttaka fæst. SKÓLAMEISTARI Hæfileikakeppní 1983 Tómstundaráð Vestmannaeyja hefur ákveðið að gangast fyrir HÆFILEIKAKEPPNI, sem fram mun fara seinni hlutann í nóvember, efframbærileg atriði tilkynnast. Keppnin mun fara fram í Félagsheimilinu (Bæjarleikhúsinu). Þátttökurétt hafa allir Vestmannaeyingar. Veg- leg verðlaun eru í boði: 1. verðl. 5000 kr. 2. verðl. 4000 kr. 3. verðl. 3000 kr. Fyrir besta frumsamda efnið: 3000 kr. Upplýsingar og skráning fer fram hjá tómstundafulltrúa í Félagsheimilinu. Þátttaka tilkynnist fyrir 4. nóv- ember n;k. Tómstundaráð Vm. ATVINNA! ' Óskað er eftir starfskrafti fyrir hádegi að leikskólanum Sóla. - Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 1928. Umsóknum sé skilað til skrifstofu félagsmálaráðs, Ráðhúsinu, fyrir 8. nóvember 1983. Þeir sem eiga eldri umsóknir, þurfa að endurnýja. FÉLAGSMÁLARÁÐ - Frá bæj arskrifstofunum Að gefnu tilefni, eru þeir fjölmörgu, sem flutt hafa frá 1. desember 1982 og ekki tilkynnt aðsetursskipti, beðnir að snúa sér til bæjar- skrifstofunnar í Ráðhúsinu, hið allra fyrsta. Jafnframt er minnt á ákvæði sem segir: ,,Hver sá, sem hefur í hyggju að skipta um aðsetur á tímabilinu 16. nóvember til 1. desember, skal tilkynna það hlutaðeigandi sveitarstjórn eigi síðar en 15. nóvember. Athugið, að allar tilkynningar um aðsetursskipti vegna nýrrar íbúaskrár 1. desember 1983, verða að hafa borist fyrir 15. nóvember næstkomandi. Kjördæmisþing í Vestmannaeyjum Kjördæmisþing Framsókn armanna á Suðurlandi, verð- ur haldið hér í Eyjum, helgina 19. og20. nóv-ember n.k. Áætlað er að þingið verði sett kl. 17.00 á laugar- deginum. Búast má við miklum umræðum, sérstaklega um stjórnarsamstarfið og efna- hagsaðgerðirnar. Þá hefur lengi verið óánægja meðal Framsóknarmanna hér í Eyj- um, varðandi skipa á fram- boðslista til alþingiskosninga og er líklegt að þau mál verði tekin til umræðu nú, þótt enn sé vonandi langt í næstu kosningar. Rétt til setu á þinginu eiga á milli 80 og 90 fulltrúar, auk þingmanna o.fi. (Fréttatilkynning)

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.