Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 1
OTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA 1 VESTMANNAEYJUM 14. tölublað Vestmannaeyjum, 18. nóvember 1983 42. árgangur J? FERÐASKRIFSTOFAN I Mikilsverður árangur Það fer ekki milli mála að núverandi ríkisstjórn undir forystu Steingríms Hermanns- sonar, hefur náð miklum ár- angri í baráttunni við verð bólguna. Jafnframt er nú ljóst, að þjóðin unir furðuvel þeim hörðu aðgerðum sem gripið var til á s.l. vori sem miðuðu að því að keyra dýrtíðardrauginn nið- ur. Þannig kemur fram að vaxandi skilningur er á því grundvallaratriði, að efnahags- líf þjóðarinnar verður að kom- ast á heilbrigðan grundvöll. Nú er ekki talað um að dýrtíðin hafi sínar björtu hliðar. Þvert ámóti er þjóðin nú reynslunni ríkari, þar sem hún veit, að dýrtíðar- holskeflur voru að kippa fótun- um undan öllum heilbrigðum atvinnurekstri. Og ekki er síður Ijóst, að sífelldar verðhækkanir með gengisfellingum á þriggja mánaða millibili komu þyngst niður á þeim sem minnst máttu sín og lægst höíðu launin. Vissulega er það rétt, að lág- launafólkið á í erfiðleikum sem úr þarf að bæta. En því miður heiur það löngum verið hér á landi og út um allar jarðir. En síst hefur vísitölukúrfan- skammtað því fólki ríflegan hlut miðað við þá sem hærri voru í launastiganum. Þó keyrði út yfir allan þjófabálk, þegar hálaunamaðurinn fékk nálega verkamannalaun í kauphækk- un meðan láglaunafólkið fékk réttar hundsbætur, sem brunnu strax upp í verðbólgubálinu. Það voru ekki síst forystu- menn Alþýðubandalagsins sem vildu skammta svona. I þeirra augum var vísitalan heilög kýr og þess vegna héldu þeir í dýrtíðarhalann á henni alveg dauðahaldi. Þess vegna stóðu þeir með stjórnarandstöðunni á útmánuðum í fyrravetur, með þeim árangri að einhver mesta dýrtíðarholskefla, sem hér fara sögur af skall yfir. En viti menn, þegar Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins leitaðist við að mynda nýja ríkisstjórn eftir Alþingiskosningarnar lagði hann til að íresta vísitölu- greiðslum á öll laun þann 1, júní s.l. Með þeirri tillögu verður ekki annað sagt en að hann haíi vísað leiðina fram á veginn. Því má ekki gleyma, að s.l. áramót boðaði Alþýðu- bandalagið neyðarráðstafanir í sinni stefnuyfirlýsingu. Nú reyna sömu menn að halda skildi til varnar dýrtíðardr- augnum og hneykslast á þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru í því skini að kveða hann niður. Nú er að sjálfsögðu viður- kennt, að þær ráðstafanir, sem eru í framkvæmd eru harðar, en þeirri spumingu verður ekki svarað hvort þær eru betri eða verri en hinar sem Alþýðu- bandalagið boðaði með sinni neyðaráætlun. Það ættu menn að hugleiða þegar þeir heyra hástemmdan málfiutn- ing Alþýðubandalagsins um færari og betri leiðir út úr því dýrtíðaröngþveiti og kreppu- ástandi, sem enn hrjáir okkur og ríkir svo víða um heims- byggðina.S.K. Siggi Jóns og Öli bæjó Óli bæjó, Siggi Jóns og blessaður tæknifræðingur- inn sem ráðinn var með svo miklu offorsi á sínum tíma, mynduðu svokallaða eftirlitsnefhd með bygg- ingu Hamarsskóla á sínum tíma. Nú hefur það komið fram, að nefnd þessi sem skipuð er frábærum starfs- mönnum Sjálfstæðisfiokks- ins hér (það er ekki vitað hvort nefndin er á bíla- styrk eða hafi fasta yfir- vinnu) hafi ekki staðið sig sem skyldi. Einangrun í gólf Hamarsskólans vantar. Það eru svik. Sagt hefur verið að Viðar tæknifræðingur hati gefið leyfi um að því væri sleppt. Nú er spurningin þessi: Til hvers er eftir- litsnefhdin? Eða eru greiðslur undir borðið? Er það stefna hjá þeim er nú stjórna bænum, að mata krókinn rétt fyrir sjálfa sig? Mikil spenna Vitað er að framsóknar menn í Eyjum hafa verið óánægðir með skipan framboðslista flokksins til Alþingiskosninga. Fulltrúar héðan hafa nánast verið til þess eins að skreyta þriðja og jafnvel fimmta sætið. Nú vill framsóknarfólk hér í Eyjum að veruleg breyting verði á, og að þeir er veljast til forystu fyrir flokkinn í kjördæminu séu valdir af því fólki sem fylgir framsóknarmönnum fylgir Framsóknarfiokkn- um að máli, en ekki fá- einum útvöldum. Ef okkur á að takast að koma fulltrúa okkar ofar á lista fiokksins þá þurfum við á hjálp frá ykkur að halda. SUÐURLAND Kjördæmisþing framsóknarmanna á Suðurlandi verður í Vestmannaeyjum laugardaginn 19. nóv. og sunnudaginn 20. nóv. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Stjórnmálaviðhorfið, Jón Helgason, ráðherra. 3. Flokkstarfið, Haukur lngibergsson,framkv.stj. 4. Lagabreytingar 5. Inga Þyri Kjartansdóttir flytur ávarp Farið með ms. Herjólfi frá Þorlákshöfn kl. 12. 30 á laugardag. Áætlunarbíll fer frá KÁ Selfossi kl. 11 árdegis. Framsóknarfélögin tilkynni fulltrúa sína sem fyrst. Þingið er öllu áhugafólki opið. Nánari upplýsingar gefur Guðni Ágústsson í síma 99-2182. Stjórnin Silfur hafsins

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.