Framsóknarblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 2
ÍKNAR
ITdKK.VNDI:
KR.\MS(')K\ARK>;l.At
VHSTMANNAKYIA
I .'Jk MAMíAON KRAMSOKNAR- ()(
fijf) , SAMVINNt'MANNV
Æ/W I \'i:siM.\\\Ai:\n \
ÁBYRGÐARMAÐUR
Andrés Sigmundsson
RITNEFND:
Sigurgeir Kristjánsson, Sigurður Gunnarsson, Guðmundur Búasoii,
Jón Eyjólisson, Oddný Garðarsdóttir, Bima Þórhallsdóttir, Gtarg
Stanley Aðalsteinsson, Jóhann Bjömsson.
Setning og prentun: EYJAPRENT H.F. i
Þú átt samleið með
framsókn
Það er ekki of mikið sagt, að Framsóknarflokkurinn í
Vestmannaeujum standi nú á tímamótum.
Nasstu helgi verður haldinn hér í Eyjum kjördœmisþing
Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördœmi. Framsóknar-
fólk i Eyjum vœntir þess, að þingið samþykki mjög svo
breytta tilhögun við val efstu manna lista flokksins til
Alþingiskosninga. Einnig að hlutur kvenna innanflokksins
verði gerður enn meiri en hanh er í dag.
Þetta munu vœntanlega vera helstu mál sem koma til kasta
þingsins í þetta skiþtið.
Umrœður um stjórnarsamstarf Framsóknarflokks og
Sjálfstœðisflokks kemur ekki til með að vera aðal
umrœðuefni kjördœmisþings Framsóknarflokksins í Vest-
mannaeyjums einfaldlega vegna þess, að ekki er óánœgja
með aðgerðir ríkisstjórnarinnar, heldur aðgerðaleysis
stjómarinnar.
Það, er nýkjörinn formaður Sjálfstasðisflokksins lœtur
frá sérfara um, að hann sœki ekki eftir setu sem ráðherra í
núverandi ríkisstjórn, er ekki hœgt að skilja öðruvísi en að
Sjálfstœðisflokkurinn leiti nú að útgönguleið úr ríkis-
stjórninni. Þvi fyrr sem það skeður því betra.
Byggðastefnan ogjöfnun kjaraerekkiádagskráþessarar
ríkisstjórnar. Þeir ríku verða ríkari og þeir fátœku verða
fátœkari. Það er stefna Sjálfstœðisflokksins. Slíkt er ekki
vilji hins almenna kjósanda Framsóknarflokksins.
Að staðið sé við áður boðaða stefnu umjöfnuð og sáttir
milli þéttbýlis og dreifbýlis er lágmarkskrafa til forystu
Framsóknarflokksins. Það hefur aldrei gefist vel að hundsa
viljq þeirra er fylgja Framsóknarflokknum að máli.
Islendingar eru sér meðvitaðir um þann mikla vanda sem
við höfum við aðglíma. Launafólk hefursýnt mikla biðlund.
I sameiningu og með samvinnu eigum við að vinna að
baettum lífskjörum, fáfólk til liðs við Framsóknarflokkinn
til að skaþa réttlátt þjóðfélag, þar sem manngildið er sett
ofar auðsöfnun. Það er hlutverk Framsóknarflokksins. Allt
annað er hégómi og mun leiða til drottnunar peningaaflanna
verri lífkjara meðal almennings og óscetti milli landsmanna.
Drengskapur og ábyrgð hafa verið aðalsmerki Framsókn-
arflokksins. Hinn almenni kjósandi gerir se'r vonir um, að
flokkurinn standi einhuga vörð umþástefnu sína. Við eigum
aðframkvœma nákvœmlega eins og kjósendur hafa œtlast til
af okkur.
I dag þarf Framsóknarflokkurinn aðendurskoða hlutverk
sitt í rVíisstjórn. Stefna Framsóknarflokksins er sú sem allir
landsmenn geta fallist á, "komin frá fólkinu sjálfu.
Ekki öfgakenningar sóttar til annarra landa. Framsóknar-
flokkurinn er flokkur fólks sem hefur haft að leiðarljósi
jófnuð, samvinnu, heiðarleika og drengskap. Undan þessu
megum við ekki víkja. Framsóknarflokkurinn krópar áhjálp
til landsmanna svo ekki taki við tímar ósáttar og niðurrifs í
landinu.
Sjálfstœðisflokkur og Alþýðubandalag eiga svo ótrúlega
margt sameiginlegt, m.a. það að skipta fólki upp í tvœr
fylkingar með eða móti hernum. Sameiginlegt markmið
þessara tveggja flokka, Sjálfstœðisflokks og Alþýðubanda-
lags er að viðhalda ófriði og ósáttum meðal landsmanna.
Við þurfum á öðru að halda í dag.
Reynslan af sterkri stjórn
Sjálfstœðisflokksins
I dag hafa Vestmannaeyingar reynslu af sterkri stjórn
Sjálfstœðismanna við stjórn hér í batjarfélaginu.
Þeir byrjuðu á, að koma sjálfum sérfyrir íháembœtti í
hasstu launaflokka, bílastyrk ogfleira isama dúr, um leið og
þeir frbmdu trúnaðarbrot á einum félaga sínum.
Loforð eru svikin daglega, skuldasöfnun hefur aldrei í
sögu Vestmannaeyjakaupstaðar verið eins mikil og verklegar
framkvœmdir aldrei verið eins litlar.
Sjálfstœðismenn sögðust œtla að stjórna sjálfir. Það er
nú farið að koma á daginn.
Kjördœmisþingið í Eyjum.
Kjördœmisþing Framsóknarflokksins verður nú haldið í
Eyjum. Við vœntum góðs af þeim tillögum og þeim
umrœðum sem þar verða.
En, framsóknarfólk á Suðurlandi! Sofandaháttur er ekki
leiðin til þess að leiða málfram.
Gamall málsháttur hljóðar svo:
Bændur eru kjarni hverrar þjóðar.
Það eru orð að sönnu. Ris úr rekkju bóndigóður og vektuþitt
heimafólk. Við eigum mikið óunnið verk framundan.
Tökumst á í sameiningu undir merki Framsóknarflokksins
Islandi til heilla.
Andrés Sigmundsson
gfcaUhai-ðt,;.
skelfínus
Þá hefur íhaldið kosið sór nýjan formann
eftir að Geir Hallgrfmsson heildsali og
lögf rœðingur haf ði tilkynnt, öllum almennum
áhangendum íhaldsins til ánœgju, að hann
væri hættur formennsku.
Þar með gafst nokkrum útvöldum lögfræð-
ingum og leiftursóknartittum t ífæri á að
berjast um bitann á landsmótinu se nkvæmt
forskrift flokkseigendanna.
Út af fyrir sig verður ekki hægt að segja að
hægt só að óska hinum almenna áhanganda
íhaldsins til hamingju með hinn nýja formann.
f fyrsta lagi vegna þess, að auðvitað bar
apparatinu ekki gæfa til pess að kjósa sér
þann sem mesta stjórnmálareynslu hefur,
heldur þvert á móti, þann sem minnsta
reynslu hefur.
I öðru lagi vegna þess að sá sem fyrir valinu
varð er kunnur fyrir leiftursóknarmennsku
sfna í vinnuveitendasambandinu og annað
ekki. Má þar með segja að endanlega hafi
Sjálfstæðisflokkurinn eignast sitt rétta andlit
innávið og útávið og er þess vegna óhætt að
óska andstæðingum íhaldsins sérstaklega til
hamingju með það.
Óraskvaldur íhaldsins með orðunum „stétt
með stétt," passar nú ekki lengur.
Haft er eftir mörgum gallhörðum íhalds-
gránanum að máli þessu haf i verið "klúðrað."
Ekki þykir Skallharði ósennilegt að "klúður-
gerðarsýkillinn" hafi borist á landsmót
íhaldsins.
Eftir er svo að sjá hvernig nýja formann-
inum og fulltrúa atvinnurekendaíhaldsins
muni takast að halda íhaldshjörðinni saman,
en nokkrir þóttust a.m.k. hafa séð frosið
íhaldsbrosið á varaformanninum.
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ
Leikfélag
Vestmannaeyja
auglýsir:
BEÐIÐÍ
MYRKRI
Sýning fimmtudags-
kvöld kl. 20.30
Sunnudagkvöld
Kl. 20.30
Beðið
i
myrkri
Nú standa yfir hjá Leik-
félagi Vestmannaeyja sýn-
ingar á sakamálaleikritinu
Beðið í myrkri, eftir Fried-
rick Knott. Þýðandi er
Loftur Guðmundsson og
leikstjóri er Edda Aðal-
steinsdóttir. Leikendur eru
8, en alls standa 14 manns
að sýningunni.
Hanna liirna og Elín
Helga sýna mjög góðan
leik.
Skúrkarnir eru tæplega
nógu miklir skúrkar.
nógu miklir skúrkar. Run-
ólfur, sá ágæti leikari,
fellur ekki inn í þetta
hlutverk, nema helst í
lokin. Sama er að segja um
Ólaf Tý. Hans hlutverk
gefur ekki mikla mögu-
leika, en hann er frjáls-
legur og skírmæltur. Það
heyrist ekki nógu vel í
Jónasi Þór, en Guðmndur
Jensson er skírari, og fer
vel með sitt litla hlutverk.
Edda virðist komast vel
frá sinni frumraun sem
leikstjóri. Lýsing og hljóð,
sem er mikið atriði í þessari
sýningu, er í góðu lagi, þó
finnst mér hljóðið í spila-
dósinni varla nógu eðli-
legt. Atburðarásin er hröð
og spennan helst allan
tímann.
Sýningar hafa verið illa
sóttar og má vera að mikil
vinna sé einhver afsökun.
Ég vil hvetja bæjarbúa
til að sjá þetta leikrit. Það
er skemmtilegt og spenn-
andi og Leikfélagið á það
skilið að menningarvið-
leitni þess sé metin. Ég
óska Eddu til hamingju
með sína frumraun sem
leikstjóri, hún stóð sig með
prýði, eins og vænta mátti.
J.B.