Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 05.12.1983, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 05.12.1983, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA MALGAGN FRAMSOKNAR OG SAMVINNUMANNA í VESTMANNAEYJUM 42. árgangur Vestmannaeyjum 5. desember 1983 15. tölublað Á 3. síðu er viðtal við fyrrverandi eitur- lyfjaneytanda í Vestmannaeyjum. Kemur þar margt fram sem okkur hefur verið hulið til þessa. Nýtt fyrirtæki: FOTO ljósmyndaþjónusta 1. desember opnaði Guð- mundur Sigfússon, ljósmynd- ari, nýtt fyrirtæki hér á Strandvegi 51. Mun Guð- mundur starfrækja framköll- unarþjónustu auk margskon- ar þjónustu samtengt því, svo Sex stykki Nýlega var Vestmanna- eyjabæ boðið að senda fimm fulltrúa í heimsókn til Reykja víkur. Var þetta kallað í bókun bæjarráðs (höfðinglegt boð) og víst er að (sumir) munu ábyggilega hlakka mikið til að komast þangað. Eitthvað mun það hafa vafist fyrir Sjálfstæðismönnum, hverja þeir ættu að velja úr hópnum til að komast í þessa (pílagrímsför). Fyrst af öllu vildu þeir að 4 sjálfstæðis- menn færu, en það var ansi aumt, hefur þeim sjálfsagt fundist, að (leyfa) bara einum minnihlutamanni að fljóta sem framleiðslu á jólakort- um, póstkortum og litstækk- unum. Þetta er ánægjuleg þróun. Óskum við Guðmundi til hamingju. til Davíðs með. Nú voru góð ráð dýr. En af alkunnri snilld, þá duttu þeir ofan á afar snjalla hug- mynd. Við sendum bara sex í stað fimm og það verður þá bara að hafa það, þótt bæjarsjóður verði að borga allt fyrir þennan eina. En sagan er ekki búin. Eftir því sem best er vitað, þá mun bæjarsjóður borga undir botn in á þessum sex suður í þetta (höfðinglega boð). Líklegt þykir, að flestir munu vera á fullum launum. Og bæjarsjóður mun að öllum líkindum borga undir þá aftur til baka. Kjördæmisþing í Vestmannaeyjum Helgina 19. og 20. nóv- ember s.l. var Kjördæmis- þing Framsóknarmanna hald ið hér í Vestmannaeyjum. Þingið hófst kl. 17.00 á laugardag með setningu Guðna Ágústssonar, for- manns kjördæmissambands- ins. Framsögumenn á þing- inu voru Jón Helgason ráð- herra, sem ræddi um stjórn- arsamstarfið og þau Haukur Ingibergsson og Inga Þyrí Kjartansdóttir, sem töluðu um fiokkstarfið. Miklar og fjörugar umræður urðu á þinginu og voru málin rædd af mikilli hreinskilni. Sam- þykkt var tillaga þess efnis, að fyrir næstu alþingiskosningar skuli fara fram prófkjör í kjördæminu, vegna uppstill- ingar á framboðslistann. Ekki var gengið frá end- anlegum prófkjörsreglum, en samþykkt að skipa sérstaka nefnd til að ganga frá regl- um þar um. Þá voru samþykktar til- lögur um breytingar á lögum Kjördæmissambandsins, sem miða að verulegri fjölgun fulltrúa á kjördæmisþingum. Þannig njóta nú öll félags- form þ.e. hin hefðbundnu framsóknarfélög, félög fram- sóknarkvenna og félög ungra, sömu réttinda við kjör full- trúa á Kjördæmisþing, en áður höfðu réttindi tveggja þeirra síðarnefndu verið nokkuð takmörkuð. Margar fleiri ályktanir og tillögur voru samjjykktar. Stjórn Kjördæmissam- bandsins var öll endurkjörin, en fulltrúi okkar \?estmanna- Snakka Eins og fram kemur ann- arsstaðar í blaðinu, þá er yfirdráttur á hlaupareikningi bæjarins í Útvegsbankanum kr. 16,5 milljónir og hefur aldrei í sögunni verið eins hár. Má segja, að bæjar- félagið sé nú (á framfærslu) hjá bankanum. Hjá Dabba í Reykjavík er svipaða sögu að segja. Þar hefur Reykjavíkurborg 220 milljónir króna í yfirdrátt nú, hjá Landsbankanum. Dæmið hér er þó ýfið skuggalegra. En þeir sex aðilar, sem fóru í hið (höfðinglega boð) en bæjar- sjóður Vm. borgar ferðirnar suður til Reykjavíkur, höfðu þó allavega gott tækifæri til að sitja á snakki við Dabba og félaga. Þeir hafa sjálfsagt eyinga í stjórninni er Jóhann Björnsson. í miðstjórn Framsóknar- llokksins voru kjörin þau Oddný Garðarsdóttir og Andrés Sigmundsson, héðan úr Vestmannaeyjum. Þingforseti var Ingveldur Gísladóttir, Vestmannaeyj- um. saman snakkað saman um sameigin- legt mál, þar sem yfirdrátt- urinn er. Við vonum inni- lega að þeim hafi ekki orðið bumbult af. Georg fer meðumboð baejarins Nýlega var gengið frá því, að Georg Þór fari með umboð bæjarins á aðalfundi Herjólfs. Hann var óheppinn og komst ekki suður. ÁHUGALEYSI Á fundi bæjarráðs í síð- ustu viku var meðal annars tekið til afgreiðslu tillaga mín, um að bæjarráð kallaði saman hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi. Fer tillagan hér á eftir: Eg beini þeim ein- dregnu tilmælum til bæj- arráðs, að það kaili sam- an til fundar, hagsmuna- aðila í sjávarútvegi hér, í ijósi þeirra alvarlegu tíð- inda, er nú berast. Lagt hefur verið til af fiskifræðingum, að ekki verði veiddar nema 200 þúsund lestir af þorski á næsta ári. Það er nú deginum ljósara, að fiski- stofnar eru ofveiddir og floti landsmanna er of stór miðað við stærð fiski- stofna. Rætt er um að rétt sé að leggja stórum hluta tog- araflotans. Þar sem Vest- mannaeyingar eiga allt sitt undir fiskiveiðum og vinnslu er nú brýn nauð- syn á að þessi mál verði rædd með hliðsjón af þeim alvarlegu tíðindum, sem áður var minnst á. Einnig er þörf á að aðilar komi sér saman um friðun uppeldisstöðva í kringum Eyjar. Ef nú heldur áfram sem horfir munu þau gjöfulu fiski- mið í kringum Eyjar stefnt í stórhættu ef ekk- ert verður að gert. Eg hvet bæjarráð til að hafa forgöngu um fund með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi sem allra fyrst. Mál þetta þolir enga bið. Andrés Sigmundsson Ekki er hægt að segja að sköruglega hafi verið tekið á þessu brýnasta hagsmuna- máli hér. Heldur bókuðu þeir í bæjarráði svo: Lögð voru fram tilmæli til bæjarráðs, frá Andr- ési Sigmundssyni, bæjar- fulltrúa, um að kalla saman hagsmunaaðila í sjávarútvegi í Vestmanna eyjum, þar sem rætt verði um ástand fiskistofna í ljósi skýrslu fiskifræð- inga og friðunaraðgerðir á miðunum kringum Eyj- ar. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna hvað liði undir- búningi að slíkri ráð- stefnu á vegum atvinnu- málanefndar. Það er leitt til þess að vita að bæjarráð skuli ekki sjá ástæðu til að kalla hags- munaaðila saman, til aðræða þetta hagsmunamál. Andrés Sigmundsson Aðstoðar- maður sjávarút- vegs- ráðherra til Eyja 10. desember n.k. mun Finnur Ingólfsson, aðstoð- armaður Halldórs Ásgríms sonar, sjávarútvegsráð- herra, koma hingað til Eyja. Mun Finnur þinga með ungu Framsóknar- fólki. Einnig mun Finnur hafa áhuga á að ræða við útgerðarmenn og fiskverk- endur.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.