Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 3
3 Bestujólin eru í vœndum Skammdegismyrkrið skygg ir svart, ei skugga sjáum þó tóma, því víða logar ljós á aðventu og jólum. Lifandi ljós með birtu og ilmi tengj- ast þessum tíma. En hvað sjáum við í þessum ljósum? Hvað sérð þú? Það er trú- lega erfitt að koma orðum að því. Ef til vill viljum við heldur ekki ræða það opin- skátt. Þessu tengjast svo margar minningar, sumar af nákomnar og viðkvæmar, til þess að ræða við aðra. Margir leita í heim minn- inganna á jólum og rifja upp liðin jól, bernskujólin, sum góð, önnur síðri. Góðar minningar eru dýrmætar og geta sannárlega varpað Ijós- geislum inn í skammdegis- myrkrið. Við skulum varð- veita góðar minningar, líkt og perlur, taka þær fram og láta þær varpa birtu á dimma daga. En bernskujólin koma ekki aftur og við erum ekki og verðum ekki börn, þótt við kynnum að óska þess. Við getum ekki flúið inn í for- tíðina. Við getum ekki heldur lifað jólaatburðina að nýju. Jesús fæðist ekki að nýju seirí barn. Hann fæddist, lifði og dó - og reis upp fyrir mörgum öldum. Hann fæðist ekki aftur, en hann kemur sem Drottinn í dýrð. Við fæðingu hans var mörgum hulið, hver hann var. Sumir sáu ljós Guðs dýrðar í barninu og mann- inum Jesú - „þér englarnir kveða himneskt hrós, það hljómar og raust Guðs barna“. Stundum er auðveldara að sjá dýrð Guðs í Jesú Kristi við kertaljós - jafnvel með hálf- Jesús, þú ert vort jólaljós umjólin Ijómar þín stjarna. Þér englarnir kveða himneskt hrós það hljómar af raust Guðs barna. Skammdegismyrkrið skyggir svart, ei skugga sjáum þó tóma. Þú Ijósið af hceðum blítt og bjart, þú ber oss svo fagran Ijóma. (V. Briem) luktum augum. Þannig sjá sumir dýrð Guðs á jólum, finna nálægð hans í Jesú- barninu og jólaatburðunum, þegar við rifjum þá upp við hátíðlegar aðstæður. Þá er gjarnan sungið: „Þú ljósið af hæðum, blítt og bjart, þú ber oss svo fagran ljóma“. Þannig sjá sumir ljóma Guðs dýrðar í Jesú. Aðrir sáu þetta ekki við fæðingu hans eða síðar og margir sjá þetta ekki á þessum jólum. Þannig hefur þetta löngum verið. Sumir tóku undir það með englunum, aðrir ekki. Ná- lægð Guðs var og er hulin - ósýnileg - mörgum. Ljómi Guðs dýrðar duldist og dylst mörgum. Augun eru líkt og hjúpuð hulu - þau sjá ekki ljósið í jólaljósinu - í Jesú Kristi. Aðrir gátu játað með sálmaskáldinu í 36. Davíðs- sálmi: „Hjá þér er uppspretta lífsins, í þínu Ijósi sjáum vér ljós“. Uppspretta ljóssins, lífs- ins, birtist í Jesú Kristi. Þegar við sjáum þetta getum við tekið undir sönginn: ,Jesú, þú ert vort jólaljós“ þú ber oss svo fagran ljóma“. Þetta breytir lífi okkar. Við sjáum lífið í öðru ljósi. Páll postuli horfðist í augu við samtíð sína og framtíðina í ljósi trúar- innar á Jesúm Kristii, Drott- inn - dýrð Guðs. Hann orðar vonina svo eftirminnilega: „En allir vér, sem með ó- hjúpuðu andliti sjáum endur- skinið af dýrð Drottins, um- myndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar... (2. Korintubréf 3:18). Hann fann sárt til þess, að margir sáu ékki dýrð Guðs í Kristi og endurspegluðu hana ekki í lífi sínu. í nýju Biblíuþýðingunni er þetta orðað: „En allir vér, sem endurspeglum dýrð Drott- ins...“ Þýðingarnar varpa báðar Ijósi á líf kristins manns í trúnni á Krist. Ekkert Ijós lýsir sjálfu sér. Ljósið lýsir .öðrum. Þannig lýsi einnig líf hvers manns öðrum, endurspegli ljósið - taki á móti ljósinu að ofan og varpi því áfram til annarra. Þannig mótast líflð afljósinu - nmmyndast, líkist uppsprettu ljóssins. Jólakertin okkar brenna og renna niður. Brenna upp - eða niður. Þannig fer einnig með líf okkar. Það líður og eyðist - brennur út. Jóla- kertin lýsa og ylja í kringum þig. Vonandi endurspeglar líf okkar ljósið, uppsprettu lífs- ins um leið og það eyðist. Þannig eigum við að veita Ijósinu áfram inní skamm- degismyrkrið. Lýsa og verma kringum okkur. Þá rætist það, sem Páll postuli skrifaði: „Því að Guð, sem sagði: Ljós skal skína fram úr myrkri! Hann lét það skína í hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekkingu vorri á dýrð Guðs, eins og hún kom í ljós í ásjónu Jesú Krists (2. Kor. 4:6). Þetta mótar einnig við- horflð til framtíðarinnar. Þessi framtíðarvon kemur vel fram í I. Jóhannesarbréfi 3:1- 3. „Sjáið, hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn, og það erum vér. Vegna þess þekkir heimurinn oss ekki, að hann þekkti hann ekki. Þér elskaðir, nú erum vér Guðs börn, og það er enn ekki orðið bert, hvað vér munum verða honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er. Og hver sem hefur þessa von til hans, hreinsar sjálfan sig, eins og hann er hreinn“. Við lítum til baka til bernskuáranna um leið og við færumst einum jólum fjær þeim. Við horfum fram á veg í von, um leið og við nálg- umst betri jól - hin bestu jól, sem við væntum og biðjum með sálmaskáldinu. Ó, virstu, góði Guð, þann frið, sem gleðin heims er jafnast við í allra sálir senda, og loks á himni lát oss fá að lifa jólagleði þá, sem tekur aldrei enda. Guð gefi þér og þínum gleðileg jól í minningum og von. Ingólfur Guðmundsson ■ ★ Gudsþjónustur í Landakirkju um jól og áramót AÐFANGADAGUR: Aftansöngur kl. 18:00 Náttsöngur kl. 23:30 JÓLADAGUR: Hátíðarmessa kl. 14:00 ANNAR ÍJÓLUM: Skírnarmessa kl: 14:00 GAMLÁRSDAGUR: Aftansöngur kl. 18:00 NÝÁRSDAGUR: Hátíðarmessa kl. 14:00 ★ Framsóknarblaðið Ábyrgðarmaður: Andrés Sigmundsson. RITNEFISID: Sigurgeir Kr- istjánsson, Sigurður Gunn- arsson, Guðmundur Búason arsson, Guðmundur Búason, Oddný Garðarsd., Jón Eyj- ólfsson, Birna Þórhallsd., Georg S. Aðalsteinsson, Jóhann Björnsson. Setning og prentun: Eyjaprent h.f.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.