Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 5

Framsóknarblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 5
5 HELGARFERÐ UM SÆNSKU DALINA Síðastliðið sumar dvöldum V IV/ íljuililij UOUlll V UWUUl okkar í Uppsölum í Svíþjóð. Það var einmuna blíða, sól- skin og hiti, hvern einasta dag. Það var ákveðið að skreppa um eina helgi upp í Dali, en þangað fara Svíar mjög mikið í sínum fríum. Lagt var upp frá Uppsölum, föstudaginn 12. ágúst um sexleytið, síð- degis. Farkosturinn var Volvo, af nýjustu gerð. Björn sonur okkar hafði þennan bíl að láni frá Astra lyfjaverksmiðjunni, sem hann vinnur hjá. Veðrið, var tölu- vert frábrugðið því, sem verið hafði að undanförnu, skýjað og hitinn ,,aðeins“ 16.5 stig og gekk á með rigningar- skúrum. En þetta var ákjós- anlegt ferðaveður. Ferðinni var heitið upp í Dali, nánar tiltekið til nágrennis Ráttvik, sem stendur við Siljanvatn. Það var ekjð um nokkra bæi, svo ^sem B.ala og Bor- lange, og það stýtti upp og birti eftir því sém norðar dróg. Við ókum upp með Dalelven og taldist okkur til að við hefðum farið fimm til sex sinnum yfir þessa á. Þetta var skemmtileg ökuleið, og meiri víðátta en á láglend- inu, þar sem skógurinn byrgir allt útsýni. Það var orðið nokkuð áliðið dags, þegar við komum til Ráttvik. Björn hafði pantað bústað hjá ferða skrifstofunni, en nú var kl. rúmlega átta og búið að loka. En á hurð skrifstofunnar voru tvö umslög, og var annað merkt Birni. Þetta fannst okkur mjög hugulsöm af- greiðsla. Þarna var smábréf og kort af nágrenninu. Það átti að aka eftir tilteknum vegi, og svo til hægri út með Siljanvatni. Ökuleiðin var . ..... .1,, / 1 mvi rvL ix rvwx nu mvo i uuoum tússpenna. En allt í einu endaði rauða strikið og engar upplýsingar um húsnúmer eða nafn á húsráðanda. Við reyndum að rýna betur í kortið. Það hlutu að vera einhver einkenni, en allt kom fyrir ekki. Þá var reynt að stoppa og spyrjast fyrir í næstu húsum, en það gekk ekki vel, því flestir voru gengnir til náða. Björn knúði dyra á einum stað og þar kom út gamall maður á brókinni. Hann bað afsökunar, sagðist hafa verið í ,,krabbaveislu“ og fengið sér neðan í því. En því miður gat hann ekki frekar en aðrir ráðið þær óglöggu rúnir, sem voru á miðanum. Við fórum í annað hús. Það var auðsjáanlega gististaður. Þar réði ríkjum norsk kerling. Hún vissi ekk- ert eða vildi ekkert vita, nema hún bauð okkur gist- ingu. Kerlingin þusaði mikið og sagði að þetta væri líkt þeim á ferðaskrifstofunni. Hún sagðist vera búin að vera í ferðaþjónustubransanum í yfir tuttugu ár og svona nokkuð hefði aldrei komið fyrir hjá sér. Og svo klikkti hún út með því að hún væri í ónáð hjá þessum helvítis sósí- alistum, sem rækju ferða- skrifstofuna í Ráttvik. Björn lagði nú bílnum og héldum við tveir af stað gangandi. Fljótlega hittum við hjón, sem voru á kvöld- göngu. Við sögðum þeim vandræði okkar og voru þau strax fús að hjálpa okkur. Fyrst var farið til gamallar konu í nágrenninu, en hún gafst upp við að ráða þessa gátu. Þá var haldið heim til þessara ágætu hjóna. Hús- bóndinn var bakari, og bakar eingöngu svokallað „tunn- br0d“, sem er líkt því, sem Norðmenn kalla lefsubrauð. Þrátt fyrir kunnugleika gátu hjónin ekkert ráðið út úr þeim takmörkuðu upplýsing- um, sem voru á miðanum. Þá tók konan til þess ráðs, að hringja heim til foreldra stúlkunnar, sem hafði undir- ritað miðann. Hún var heima en skyldi ekkert í þessu. Hún sagði að það hefðu verið tveir miðar og á öðrum hefði verið nafn og heimilisfang hús- eiganda. Hún bauðst til að fara niður á skrifstofu og finna þar nánari upplýsingar. A meðan biðum við öll í góðu yfirlæti hjá bakarahjónun- um. Við fengum te og ágætis brauð. Þetta var myndar- heimili. Mikiðafmyndumog húsgögnum, allt málað í norskum rósamálningarstíl af dætrum hjónanna. Loks var hringt. Þá var búið að finna nafn hús- eigandans og láta hann vita um okkur. Nú héldum við af stað og fóru bakarahjónin á bíl í fararbroddi, og lóðsuðu okkur á náttstað. Við þökk- uðum þessum ágætu hjónum fyrir hjálpina. Nú var klukk- an orðin 11, en samt fengum við okkur að borða. Veðrið var ágætt, en hitinn ekki meiri en 8-9 stig. Ibúðin var ágæt. Þetta var neðri hæð í nýlegu húsi, skammt frá Siljavatni. Á slóðum Dalahestsins Næsta dag, laugardag, 13. ágúst, var ágætt veður, en frekar kalt. Eftir að hafa verslað í Ráttvik, fórum við til staðar sem heitir Nusnás. Þar er verkstæði, sem ein- göngu smíðar minjargripi, aðallega svokallaðan Dala- hest. Upphaflega var smíði þessara hesta heimilisiðnað- ur eða frístundaföndur skóg- arhöggsmanna og eru heim- ildir um þetta frá um 1700. Um 1800 var farið að skreyta hestana með máln- ingu, aðallega rauðum aðal- lit, en skreytt með, hvítum, grænum og gulum litum. Arið 1928 hófu tveir bræður, Nils og Jannes Olsson, fjölda/ framleiðslu á Dalahestinum, og það var þeirra fyrirtæki, sem við fórum að skoða. Þetta er í mörgum deildum, eftir framleiðslustigi. Fyrst eru útlínur sagaðar með vélsög, síðan er handtálgað. Þá er málningar og lakkherbergi. Að lokum er sölubúð, sem selur allskonar minjagripi, en fyrst og fremst Dalahestinn. Það er seldur aðgangseyrir að verkstæðinu og er ös allan daginn, yfir ferðamannatím- ann. Dalahesturinn er einn þekktasti minjagripur, sem framleiddur er í Svíþjóð. Hann er seldur víða um heim m.a. mikið í Bandaríkjunum. Ráttvikurkirkja Sunnudaginn 14. ágúst fórum við snemma á fætur. Okkur var ráðlagt að fara til Ráttvikurkirkju, sem stend- ur við Siljanvatnið. Það var gamall siður þarna, að þegar gott er veður á sunnudögum , þá kemur fólk klætt skraut- legum þjóðbúningum á bát- um, til kirkjunnar. Þettamun hafa verið algengt áður, en núna er þetta skipulagt þann- ig, að einn bátur er notaður í þessum tilgangi. Við vorum mætt tímanlega og innan skamms sáum við til bátsins. Báturinn staðnæmdist skammt frá landi, þar til kirkjuklukkum var hringt í annað sinn. Þá settu ræð- ararnir, 18 að tölu, árarnar beint upp í loftið og héldu þeim þannig í lóðréttri stöðu nokkra stund. Því næst hófst lokaróðurinn og var lagt að lítilli bryggju en við hlið hennar er stór trékross. Við fórum til kirkju.Þetta er stór steinkirkja og mjög skrautlega máluð. Margt fólk var í þjóðbúningum m.a. meðhjálpari og kirkjuverðir. Ekki þekktum við neitt af sálmunum, sem sungnir voru. Þetta var hámessa með alt- arisgöngu. Okkur fannst messan heldur langdregin, enda höfðum við nauman tíma. I nágrenni kirkjunnar var mikið af smákofum, byggðum í norskum ,,stabursstíl“. Okk- ur var sagt, að þetta hafi veriö hesthús kirlýugesta, og mun hvert bændabýli hafi átt sitt hesthús. Koparnáma í Falun Frá Ráttvikurkirkju héld- um við til Falun. Þar er gömul koparnáma. Þetta er elsta koparnáma í Svíþjóð, og jafnframt elsta hlutafélag í Svíþjóð, stofnað 1662. Ekki er lengur unnið í þessari námu, en þangað kemur fjöldi ferðamanna dag hvern. Við fórum með lyftu niður í aðalhvelfingu nám- unnar og þaðan gengum við, sumsstaðar hálfbogin, eftir þröngum og rökum námu- göngumfVið fórum þarna 7U metra niður í jörðina og það fóru ónot um suma, þegar hugsað var til þeirra, sem þarna unnu. Þarna unnu börn frá 10 ára aldri, og var vinnutíminn 11 stundir á dag alla daga vikunnar. Það voru aðeins tveir frí- dagar á ári, jóladagur, og Jónsmessa. Slys voru tíð í námunni og meðalaldur námamanna var ekki hár. Þá voru ekki ekkjubætur eða aðrar trygg- ingar. En námueigendur höfðu þó sínar eigin ekkju- bætur. Ekkjurnar áttu kost á að setja upp brennivínskrár í nágrenni námunnar og munu þessar vínkrár hafa skipt mörgum tugum. Nú var kominn tími til að halda heimleiðis. Við kom- um til Uppsala kl. 8 um kvöldið. Við höfðum lagt að baki 400 km. leið. Þetta var skemmtileg og viðburðarrík ferð, en það kom sér vel að hafa góðan fararstjóra og túlk, þó við gætum bjargað okkur með okkar „skandi- navisku“ undir venjulegum kringumstæðum. J.B.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.