Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 8

Framsóknarblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 8
8 Kaupfélagið Drífandi 1920 Árið 1920 var Kaupfélagið Drífandi stofnað í Vm. og var það þá þriðja starfandi kaup- félagið í bænum. En þá höfðu Bjarmi og fram dafnað vel s.l. ár og vildu verkamenn einnig fara að græða á samskonar samtökum. Kaupfélagið gekk ansi vel til að byrja með og árið 1922 sögðu þeir sig úr Samband- inu. Ástæðan fyrir því var, að þeir voru hræddir við sám- ábyrgð kaupfélaganna, voru hræddir um að illa rekin kaupfélög uppi á landi myndu hirða af þeim allan hagnað. Miklar pólítískar hræring- ar urðu svo innan félagsins sem náðu hámarki þegar 6 félagsmönnum var vikið úr félaginu „logaði“ þá allt í bænum. Talað var um pólí- tísk svik, félaga Stalíns sem tignuðu goð fyrir austan tjald og fleira í þessum dúr. Með aukinni skuldasöfnun var allt komið á vonarvöl síðustu árin og árið 1931 lét Sambandið (aðallánadrottn- arinn) slíta félaginu og eign- aðist þar með allar eignir þess. Talað var um tvær megin- ástæður slita Drífanda, en þær voru fjárhagskreppan mikla og hin pólítíska sundrung innan félagsins. Það var ekki samstaða um einn einasta hlut síðustu árin sem kaupfélagið starfaði. Kaupfélag Verkamanna 1931 Fyrrum __ kaupfélagsstjóri Drífanda, Isleifur Högnason, hafði sérstakan áhuga á nagsmunamálum verkalýðs- ins og naut hann trausts forystumanna S.I.S. þósvona heföi farið með Drífanda. ísleifur afréð að stofna nýtt kaupfélag og skyldi það heita Kaupfélag Verkamanna (K. V. M.). Kaupfélagþetta gekk vel og var búið að koma sér fyrir í mjög góðu verlunar- húsnæði á tveimur hæðum. En 1943 hætti ísleifur sem kaupfélagsstjóri en við tók Eyjólfur Eyjólfsson sem var í sex ár, en þá tók við Friðjón Stefánsson sem verið hafði kaupfélagsstjóri á Akranesi og Seyðisflrði og hefði átt að hafa reynslu, en ekkert stoð- aði, Kaupfélag Verkamanna varð gjaldþrota 7 árum eftir að ísleifur Högnason hætti þó þeir hefðu átt nýja verslunar- húsnæðið að mestu skuldlaust er hann fór. Kaupfélag Alþýðu 1932 Kaupfélag þetta var stofn- að árið 1932 og var aðeins með eina verslun sem seldi nauðsynjavörur og var aðeins opin eftir kl. 3 á daginn. Sumarið 1933 reistu þeir svo í sjálfboðavinnu nýtt verslunarhús. Mikil sam- keppni var á milli Kaup- félags Alþýðu og Verka- manna, en eina sem þeir höfðu vit á að panta sam- eiginlega var kol. Silla, Egill, Guðni kaupfélagsstjóri og Baddí við opnun nýrrar verslunar að Heimagötu 35 - 37, í nóvember 1969. öllum rekstri sínum. Það skvldi fá afnnt af verslunar- húsi Kaupfélags Verka- manna við Bárugötu nr. 6. Þá skyldi það einnig fá vörulager þess keyptan við vægu verði. Stofnfundur Kaupfélags Vestmannaeyja, sem er skammstafað K.F.V. sam- kvæmt firmaskrá, var svo haldinn 29. október 1950 og sátu hann milli 70 - 80 manns, heimilisfeður og húsmæður í bænum. Tilgangur félagsins var: a) Að útvega félagsmönnum góðar vörur og ná hagkvæm- um kaupum á þeim. b) Að selja framleiðsluvörur félagsmanna og efla vöru- vöndun. c) Að sporna við skuldaversl- un og óreiðu í viðskiptum. Fljótlega eftir stofnfundinn var sóst eftir inngöngu í Sambandið, en eitthvað gekk það treglega að fá svar frá forstjóra þess. Áramót nálg- uðsust og þá átti hið nýja félag að taka við vörubirgð- um hins gjaldþrota Neyt- endafélags og reka eigin verslun eftir það. Neytendafélagi Vest- Kaupfélagsstjóri Kaupfél- ags Alþýðu var Þorsteinn Víglundsson skólastjóri og fórst honum reksturinn vel úr hendi. Nýja verslunin var beint á móti verslun Einars ,,ríka“ og er haft eftir Einari að Kaupfélag Alþýðu hefði orðið stórveldi ef Þorsteins hefði notið þar við framvegis. En þegar Þorsteinn hætti afskiptum sínum af félaginu tók við kaupfélagsstjóri að sunnan og fór allt í vitleysu svo að skuldir og vanskil urðu því að falli. Það var aðeins velvild Jóns Baldvinssonar bankastjóra að þakka að verslunin var svo lengi opin. I mars mánuði 1938 lést Jón Baldvinsson og ekki hafði hann fyrr verið borinn til grafar þegar aug- lýsing stóð á búðarhurð Kaupfélags Alþýðu í Vest- mannaeyjum. Aðeins tvö orð: Búðinni lokað. ^ — mannaeyjabyggð að brjóta KaUDfélaq VeSt- heifann um hvað gera skyldi í ^ r t . - þessum verslunar og við- ITiannaeyja 1950 skiptamálum almenningi og Tveir af starfsmönnum Flokknum til hagsældar. Ekki S.I.S. mættu í bæinn til þess Guðlaugur og Jónas í Timbursölunni. Nú hefur verkfærasöluna að Bárustíg 1. Kaupfélag Eyjabúa 1932 Kaupfélag Eyjabúa var stofnað 1932 og lánaði Ut- vegsbankinn í Eyjum fé til reksturs þessa nýja fyrirtækis ásamt öðru láni sem félagið fékk til byggingar á nýju verslunarhúsnæði. Þeir peningar höfðu ekki verið til þegar hin kaupfél- ögin sem fyrir voru í kaup- staðnum beiddust þeirra. Eftir u.þ.b. 16 mánaða rekstur var Kaupfélag Eyja- búa svo gjaldþrota. Þá rak fólk upp stór augu. Hvað hafði gerst í rekstri þessa samvinnufélags? Gárungarn- ir sögðu að misskilningur hefði ráðið þarna mestu um. Álagning hefði í ógáti verið dregin frá í stað þess að bæta henni við innkaupsverðið. Að sjálfsögðu drógust við- skiptavinirnir að þessu lága vöruverði en er 16 mánuðir voru liðnir lauk þessu fram- taki einstaklinganna innan Kaupmannaflokksins í bæn- um. Neytendafélag Vestmannaeyja 1936 Eftir að Kaupfélag Eyja- búa var gert gjaldþrota, tóku ýmsir sjálfstæðismenn í Vest- var við það unað að hinir stjórnmálaflokkarnir í bæn- um rækju verslunarfyrirtæki kjósendum sínum til hag- sældar og fylginu til festu en þeir aðhefðust ekkert í þeim efnum. Þessum hugsjóna- mönnum var þó vissulega vandi á höndum, því að kaupmannavaldið í bænum var máttarvaldið í flokknum og vildi halda fast um sitt. Þessar hugleiðingar um framkvæmdir forgöngumanna hinna stjórnmálaflokkanna í bænum í verslunarmálum leiddu til þess að nokkrir kunnir Sjálfstæðismenn í bæn- um stofnuðu með sér pönt- unarfélag og var Steingrímur Benediktsson forgöngumaður þess. Árið 1936 hófust þessir Sjálfstæðismenn handa og stofnuðu formlegt verslunar- fyrirtæki, samvinnufélag, sem þeir kölluðu Neytendafélag Vestmannaeyja. Félagið rak verslun að Bárugötu 6 gegnt verslunarhúsi Kaupfélags Verkamanna og var einnig með útibú að Skólavegi 21. Árið 1950 var svo starfsemi Neytendafélagsins lögð nið- ur. að gera upp reikning Kaup- félags Verkamanna sem þá var orðið gjaldþrota. Starfs- menn þessir voru Björn Stef- ánsson og Kristleifur Jónsson núverandi bankastjóri Sam- vinnubankans í Reykjavík. Þeir gerðu sér erindi til Þorsteins Víglundssonar og báðu hann að beita sér fyrir stofnun nýs Kaupfélags og gerast jafnframt formaður í stjórn þess. Hið nýja kaupfélag skyldi að sjálfsögðu fá, strax og skil- yrðislaust inngöngu í S.I.S. og njóta stuðnings þess í Guðlaugur flutt sig með mannaeyja stjórnpðu fúlustu andstæðingar S.I.S svo og Framsóknarflokksins í land- inu. I málgagni þeirra sjálf- stæðismanna mátti m.a. lesa eftirfarandi:„Er ef til vill meira framtíðaröryggi í hinu nýja félagi sem hefur blekk- ingar og pólítíska valdagræðgi að hyrningasteini?“ Stuttu eftir birtingu þess- ara svívirðinga birtist hérna fulltrúi forstjóra S.I.S. og sagði stjórn K.F.V. að þeir fengju ekki inngöngu í Sam- bandið nema þeir hirtu upp .leifar neytendafélagsins, eign-i Aætlun m/s Herjólfs um jól og nýár Aðfangadagur, frá Vestmannaeyjum kl. 7:30 og frá Þorlákshöfn kl. 11:00. Jóladagur, engin ferð. Gamlársdagur, frá Vestmannaeyjum kl. 7:30 og frá Þorlákshöfn kl. 11:00. Nýársdagur, engin ferð. Önnur áætlun óbreytt. Upplýsingar í símum 1792 og 1433.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.