Framsóknarblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 1
MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA I VESTMANNAEYJUM x ítnj 4. tölublað 44. árgangur Vestmannaeyjum, 21. mars 1985 ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA Tíllaga minnihlutans um byggingu verkamannabústaða felld af meiríhlutanum Orðalag meirihlutans við afgreiðslu málsins: V erkamannabústaðakjaftæði Verkafólki enginn greiði gerður með byggingu verkamannabústaða Ekki þörf á byggingu slíkra íbúða Munið sjá eftir að hafa fellt þetta Tillaga minnihlutans Á bæjarstjórnarfundi 13. þ.m. lagði minnihluti bæjar- stjórnar fram eftirfarandi tillögu: „Bsejarstjórn sam- þykkir, að nú þegar verði hafist handa um byggingu verka- mannabústaða. Bæjarstjórn felur stjórn verkamannabú- staða að yfirfara teikningar sem þegar liggja fyrir. Þörf fyrir byggingu slíkra íbúða er nú mikil eins og hefur komið fram í fundargerðum nefndarinnar nú og á síðasta ári”. Furðulegur málflutningur Málflutningur meirihlutans var hreint út sagt stórfurðu- legur, Sigurður Jónsson forseti bæjarstjórnar og þar með, Bæjarráð 11/ 3: fyrir- spurn Eftirfarandi fyrirspurn var lögð fram af Andrési Sigmundssyni í bæjarráði mánudaginn 1 1. mars s.l. „Uggvænlegt ástand sem verið hefur að skapast hjá Fjarhitun þar sem nú hefur þurft að kynda með oltu það sem af er þessu ári jafnmikið og allt árið í fyrra eöa sem svarar til um 120 tonnum af olíu er slíkt stórmál að skýr- inga er þörf. Hvað veldur að nú þrátt fyrir tiltölulega hlýtt veður á þessu ári þarf að kynda hjá hitaveitunni svo mikiö sem raun ber vitni. Ljóst er að ef slíkt heldur áfram getur skapast þvílíkt ástand að ekki náist aö sjá bænum fyrir nægu heitu vatni. Ketillinn í dælustöð annar engan veginn bænum ef eitthvað bregður . útaf. Nauösyn er á að bæta öðrum stærri hitakatli við fyrir næsta haust. Hvaða hugmyndir eru uppi nú varðandi þessi mál? Hefur verið athugað hver líftími hraunhitans er?- Hefur verið athugað hvað skal taka við þegar að hann þrýtur? Andrés Sigmundsson”. Fyrirspurninni var vísað til stjórnar veitustofnana og þar var veitustjóra fali’ð að semja greinargerð varðandi spurningarnar. Maður hefði nú ætlað að rök- stuðningur við mál væri til að sýna frammá að maður færi með rétt mál. En Braga greyinu hefur greinilega ekki tekist að sannfæra sjálfan sig hvað þá aðra, um að hann gerði rétt með því að vera á móti tillög- unni. Forsetinn hundsaður Við allan málflutning meiri- hlutans kom greinilega fram að mikill ágreiningur væri á meðal þeirra og þurfti Sigurður að flytja langa tölu um að hann væri ekki að fara á bak við samherja sína í bæjarstjórn eins skyldi maður ætla, málsvari meirihlutans, lýsti sig strax fylgjandi tilögunni og sagði: Ef bæjarfulltrúar hugsa sæmilega rökrétt þá sjá þeir að þetta er nauðsynlegt. Þórður Rafn: Er algjörlega á móti þessu verkamanna- bústaðakjaftæði. Bragi: Algjörlega á móti verkamannabústöðum, drepur einstaklingsframtakið. Verka- fólki enginn greiði gerður með því að byggja verkamanna- bústaði yfir það. Rökin hans Braga Eftir að Ragnar Óskarsson hafði rökstutt sína skoðun með tillögunni og hvatt meirihlut- ann til að greiða atkvæði með tillögunni, stóð Bragi upp og sagði: Rökin hans Ragnars með þessu eru ekkert betri en rökin mín á móti þessu. Frá „Opinni viku” F.Í.V. í síðustu viku. —Ljósm.: Sigfús G. Aðgerða er þörf Á yfirstandandi kjörtímabili hefur bersýnilega komið í ljós hvernig sjálfstæðismenn vilja að bænum sé stjórnað. Fram- farir í atvinnumálum sem minnstar, þannig að auðvalds- klíkan geti haldið um fram- leiðslustarfsemina og stjórnað þannig vinnuaflinu, atvinnu- tækifæri á nýjum sviðum mega ekki koma nema að þeirra maður sé við völd þar. Þannig að samkeppni um vinnuaflið fari ekki út fyrir raðir flokksins og fólki færi að vera ljóst að það fengi betur út úr því að vinna hjá öðrum. Eða hver heldur um taumana hjá aðalatvinnufyrirtækjunum hér í bæ, hverjir geta lamað byggðarlagið með því að loka aðalfyrirtækjunum eins og gert var í fyrrahaust? Svo segir bæjarstjórnarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins Bragi í. Ólafsson: „Fólk flyst ekki hér úr bænum vegna húsnæðis- skorts eða út af atvinnu, það flyst héðan til þess að mennta sig”. Þannig reyna þeir að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að vandann sé ekki að finna hjá þeim sjálfstæðismönnum, held- ur einhverjum allt öðrum. Það þarf víst ekkert að segja bæjarbúum hið rétta í málinu en bersýnilegt er að meirihlut- inn skipaður sjálfstæðismönn- um í bæjarstjórn, er á móti öllum framförum hér í bæ. Niðurfelling fasteignaskatts í Fylki sem kom út í síðustu viku er gert töluvert úr því að Framsóknarfélag Vm. hafi sótt um niðurfellingu fasteigna- skatts af húseign sinni Kirkju- vegi 19. Bærinn hefur komið til móts við félög sem ekki leigja út húsnæði sitt, með því að fella niður fasteignaskatt. Fylgir hér til upplýsingar listi um þau félög sem felldur hefur verið niður fasteignaskattur hjá. 1984: Félag Lækkun Skátafélagið Faxi v/Höfðavegs 25 kr. 7.400,- Alþýðubandalagið v/Bárugötu 9 kr. 2.980,- Húsfélagið Básar kr. 10.740,- Frímúrarar kr. 432,- Oddfellowst. Herjólfur kr. 16.690,- Kiwanis kr. 32.288,- J.C. v/Bárugötu 1 kr. 2.440,- 1985: Framsóknarfélag Vm. kr. 4.368,- Húsfélagið Básar kr. 9.102,- Akóges kr. 25.740,- Kiwanis kr. 40.433,- I. O.O.F. (Oddfellow) kr. 20.600,- Frímúrarar v/Kirkju- bæjarbraut kr. 15.235,- Alþýðubandalagið v/Bárugötu 9 kr. 3.695,- J. C. Bárugata 1 kr. 4.710,- og þeir höfðu haldið fram. En greinilegt er að staða hans sem forseta bæjarstjórnar fer ekki alltof vel fyrir hjartað á samherjum hans, og varla langt að bíða þar til þeir ýta honum út í horn. Fjórir með fimm á móti Afgreiðsla málsins var því miður sú, að minnihlutinn ásamt Sigurði var með tillög- unni en aðrir á móti. Það er því greinilegt að þeir hugsa ekki sæmilega rökrétt samherjarnir hans Sigurðar, og því spurning hvað þeir eru að gera í bæjar- stjórn. En íbúar bæjarins fá að segja álit sitt, á þessari sem og öðrum afgreiðslum á málum bæjarins, í kosningum eftir rúmt ár, og þá kernur væntanlega það fram sem Sigurður Jónsson sagði við samherja sína, þið eigið eftir að sjá eftir því hvernig þið greidd- uð atkvæði í þessu máli. Bæjarráð 11/ 3: Eftirfarandi tillaga var borin fram af Andrési Sig- mundssyni í bæjarráði mánudaginn 11. mars s.l. „Mælingar sem gerðar hafa verið á hitavatns- brunnum víðs vegar í bæn- um hjá hitavcitunni leiða í Ijós að töluverður munur er á hitastigi í þcim. Legg ég því til að stjórn veitustofn- ana geri tillögu að breyttri gjaldskrá þar sem tillit sé tekið til þess mismunar sem er á hita vatns í hinum ýmsu hverfum í bænum. Gengið verði út frá því að eðlilegast teljist að hiti til notenda sé 75°. Vitað er að margir la ekki heitara vatn inn til sín en 65° og er hér um slíkt óréttlæti aö ekki er viðunandi. Því þeir sem fá kaldast vatn þurfa að nota mun meir og þar af leiðandi greiða langt- um hærra verð fyrir. Þetta þarfað lciðrétta. Andrés Sigmundsson”. Tillögunni var vísað til stjórnar veitustofnana sem hefur hana til meðferðar.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.