Framsóknarblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 3
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ 3 Jón Eyjólfsson, skipstjóri: Athugasemdir við fullyrðingu Gríms Gíslasonar varðandi m/s Heijólf í 11. tbl. Frétta 1985 gerir Grímur Gíslason athugasemdir við svargrein mína í Fram- sóknarblaðinu frá því 28. febrúar s.l. varðandi búnað gúmmíbjörgunarbáta á m/s Herjólfi. Grímur Gíslason blaðamaður „Frétta” sakar mig um rangfærslur í svargrein minni og er ég því tilneyddur til að svara þessum ásökunum blaðamannsins með viðeigandi hætti. Ég hélt nú satt að segja að í grein minni hefði ég sett fram þær staðreyndir sem hefðu átt að koma Grími Gíslasyni í sæmilegan skilning um það sem hann vildi vita. Það virðist ekki vera fyrir hendi, heldur þvert á móti, því blaðamaðurinn sakar mig um ókunnugleika að því er málið varðar, auk rangfærslna. Það vill nú hins vegar þannig til, að það er ekki ég sem fer með rangfærslur, heldur er það Grímur Gíslason. Stafar þetta sennilega af því að hann hefur skort nokkuð af upplýsingum varðandi málið. Grímur Gíslason vitnar í reglur frá 25. júní 1982 varð- andi gúmmíbjörgunarbáta. Þessar reglur eiga aðallega við um fiskiskip og við skulum líta á hvað Páll Guðmundsson yfir- skoðunarmaður siglingamála- stofnunarinnar skrifar í frétta- bréf stofnunarinnar frá því í júní 1984, en þar skrifar hann m.a.: „Siglingamálastofnunin beinir þeim tilmælum til eig- enda skipa að þeir hugi að því í tíma að hand- og sjálfvirkur sjósetningarbúnaður verði kominn í skip þeirra fyrir 1. sept. n.k.”. (Þ.e. fyrir 1. sept. ’84). Það verður því að upplýsa Grím Gíslason og alla þá er fylgst hafa með skrifum hans, að haffæriskírteini m/s Herjólfs var gefið út 8. ágúst 1984 til 1 árs í senn eins og venjulega, eftir að búnaðarskoðun hafði farið fram eins og meðfylgjandi vottorð bera með sér. Haffæri- skírteinið er að sjálfsögðu gefið út án fyrirvara um breyttan eða aukinn búnað hvað þessi sleppibúnaðarmál varðar á gildistíma skírteinisins, sem er til 7. ágúst 1985. Haffæriskírteini m/s Herjólfs er gefið út 8. ágúst 1984 eða 23 dögum áður en hinn sjálfvirki búnaður átti að vera kominn í öll skip samkvæmt reglunum frá 25. júní 1982. Það er því ljóst að umræddur búnaður þarf ekki að vera kominn í m/s Herjólf fyrr en við næstu búnaðarskoðun sem verður gerð fyrir næstu útgáfu haffæri- skírteinis 7. ágúst 1985. Það er því rétt að taka fram við Grím Gíslason og alla þá sem áhuga hafa á málinu að öll ákvæði og tilmæli verður að sjálfsögðu staðið við hvað þessi atriði varðar. Um það hins vegar, hvaða tæki verða fyrir valinu, get ég ekki tjáð mig að sinni, en ákvörðun um það atriði verður tekin áður en langt um líður. Af framansögðu má það vera Þetta er nokkuð fróðleg grein; menn ættu að lesa hana vandlega. Fréttabréf Siglingamála- stofnunar frá því í júní 1984. SJÓSETNINGARBÚNAÐUR GÚMMÍBJÖRGUNARBÁTA llinn 25. júnt 1‘J82 itotti s.imqönquráðhcrr.i rcglur uib losunar- og sjósotningarbúnað qömmlbjörgunar- báta. I rcglugcröinni cr fjallaö um tvcnns konar virknl þcssa búnaöar: 1) llandvlrkur, f jarstyröur bönaöuri (möguleqt cr aö losa og sjósctja gömmlbát meö cinu handtaki frd minnst tvcimur stöðum t sklplnu, Þar af annar staöurinn á stjómpalli skipsinsl. Þcssi bönaöur dtti skv. reglugcröinnl aö vera kominn t öll JJiKajrsfUsk^sk^lp^ fyrir 1. mars 1984 . 2) Sjáifvtrkur bönaöur: (gdmmtbátur losnar frá skipinu sjálfkrafa, ef stjórnhluti bánaðarins, scm staöscttur cr inni t skipinu, fer í sjól. hcnst Inlnaöur á nkv. rcqlugcröinni aö vcra kominn I öll þilfarsfiskiskip íyrlr 1. scpt- cmbcr 1984. Rcglugcröin var samin af Siglingamálastofnun l samvinnu við Rannsóknarncfnd sjóslysa, Landsamb- and tslcnskra dtvcgsmanna, Farmanna- og fiski- mannasamband tslands, Sjómannasamband fslands, Slysavarnafélaq tslands og Islcnsku kaupskipa- fólöqin. Þcgar roglugcröin var sctt í jdní 1982, haföi Siqmund Jóhannsson 1 Vcstmannaeyjum hannað og smlöaö f samvinnu viö Vólsmiöjuna Þór h.f. í Vcstm.inn.icyjum, sjósctningarbúnaó, scm sýnt var aö uppfyllti skilyrói rcglugcróarinnar um hand- virka og sjálfvirka losun 1 grundvallaratrlóun. Þennan bdnaó hafói stofnunin viöurkennt til nota 1 fslcnskum skipum f jiilf 1981 f framhaldl af prófunum, sem höfóu verió geróar á frumein- tökum af bilnaólnum vorlö 1981. Eólilega voru þó ýmis atriói óljós þá, hvaö varóaói bánaólnn, svo scm hvernig háttaó yrói uppsetningu hans f hlnum ýmsu stcróum og gcróura skipa, um nauósynlcgt vióhald og eftirlit mcó bdnaóinum, enda engin rcynsla kpmln á framleiósíu og frágang bdnaó- arins um boró f skipum. Strax í upphafl var ljóst, aó þcssi bdnaóur ’ krafóist nákvamrar smfói og uppsetnlngar, og aó rcynsXan kynni aó sýna, aó frekari þróunar vari þörf. Að frumkvaói eigenda skipa, hafði þessi biSnaóur vcrió settur f aXXmörg fiskiskip (um 30 skip), flest f Vestmamfaeyjum. I jiiní og jiilí var geró tiXraun tll sjósetningar giimmlbáta i »eð umraddum bánaói, komu þá fram allmörg atriói. sem þurfti aó lagfara, svo biSnaóurinn skilaói sínu hlutverki. Cftir þar prófanlr, Xagfarói framleióandi biSn- aóarins þá galla, scm komió höfóu I ljós. Vló skoðanir og frckari prófanir sjósetningarbiSnaó- arins á árinu 1983 kom f Xjðs, aó plastbelgurinn, sem hrcvflr qáXgann, fullnmgir ekki þeim kröfum, scm til hans veróur aó gera. - SiglingamáXa- stofnun hcfur þvf kraflst þcss, aó skipt verói um bclgl í öllum þcssum biSnaói í skipum fyrir 1. október 1984. Fyrstu tcikningar af sjósetnlngarbiSnaól frá VÓXsmiðju Ol.Olsen h.f. f Njarðvfk bárust til Siglingamálastofnunar rfkisins f ársbyrjun 1983, en þaö var ekki fyrr en 12. september 1983, aó stofnunin vióurkenndi þennan sjósetningarbdnaó f handvirkri dtferslu. Þá höfóu margar prófanir og endurbetur verió gcrðar á honum frá fyrstu geró. Sjálfvirkur sjósetnlngarbdnaóur 01. Olsen h.f. var samþykktur 27. mars 1984. Sjósetningarbdnaóur frá Válsmióju 01. Olsen h.f. ^ notar samþjappaóan gorm, sem aflgjafa vió i sctningu f staó bclgsins, sem þenst dt meó þrýstilofti f bdnaóinum frá Vélsmiójunni Þór h.f. 1 Vestmannacyjum. Gormur þessi hefur verió sér-J staklega til athugunar af hálfu Ciglingar-ála- stofnun rtkisins. Sjósetningarbdnaóur fxá StáXvfk f Garóab* var samþykktur í handvirkri dtferslu þann 28.12.1983,1 og nýlcga voru fulltrdar stofnunairnnar vióstaddlr prófun á sjálfvirkri dtfcrslu þessa bdnaóar. Aó framansöqóu má Xjóst vcra, aó þessir sjósetn- ingarbdnaóir hafa allir vorió f þróun á árinu 1983. Þann 10. maf s.l. voru nokkuó á sjötta hundraö þllfarsfiskiskip komin meó handvirkan bdnaó sam- kvemt reglum. I samrmmi vló ákvcói reglugeróar- innar frá 2S. jdnf 1982 mun stofnunin fylqja þvl eftir, aó sjálfvirkur Xosunar- og sjósetningar- bdnaóur verói kominn f ÖXX fslensk skip fyrir 1. september n.k. Settar hafa verió upp leióbeiningar varóandl ár- lega skoóun sjósetningarbdnaóar og þcr sendar skipaskoóunarmönnum. Siglingamálastofnun beinir þeim tilmaXum tll cigenda skipa, aó þeir hugi aó þvf f tfma, aó hand- og sjálfvirkur sjósetningarbdnaóur veróil kominn f skip þelrra fyrir 1. september i PáXX Guómundsson . 'fr - r2 ISLAND HAFFÆRISSKÍRTEINI CERTEFICATE OF SEAWORTHINESS M.S."HERJÖLFUR" T.F.V.B. Rúmlestir Kallmeiki »8* Smiöaö hvar oq hvenœr Eigandi Siflnnl Brúttó Nottó Built whart nnd whan Ownei Grou Nol TFVB l.o38 434 Kristiansund £ Noregi 1976 Herjólfur hf. Vestmannaeyjum. sem farþega og flutnlngaskip Skipið skoðast sem flokkað f N.V. Skirtaini þetta gild.r til 7 . á gll S t 1985 Gefiöút Vestmannaeyjum 8 dag ágilstmánaðar 1984. on lh» di> ol r /j/c /iCU(f/a cS Vottorð skoðunarmanns Siglingamálastofnunar ríkisins frá 1982-1984. Það yrði sennilega að teljast með meiriháttar embættisafglöpum skoðunarmanns Siglingamálastofnunarinnar hér í Eyjum að skoða búnað m/s Herjólfs athugasemdalaust, ef sá sleppibúnaður yrði að vera kominn um borð, sem Grímur Gíslason telur. Svo er þó aldeilis ekki. Þetta er vonandi nægjanlegt fyrir Grím Gíslason, svo hann geti verið alveg áhyggjulaus vegna m/s Herjólfs, hvað þessi atriði varðar. ljóst, að fullyrðingar um að búnaður m/s Herjólfs sé ekki í lagi og samkværiit kröfum fást ekki staðist. Ég held að það væri ekki vitlaus ráðstöfun hjá þeim Grími Gíslasyni og sigl- ingamálastjóra að kynna sér málin betur í sameiningu, því þeir gætu kannski fengið nokkurs konar stuðning hver af öðrum þegar þeir þurfa að vita t.d. um vottorð skoðunar- manna siglingamálastofnunar- innar hér í Vestmannaeyjum og um útgáfudag á haffæriskírteini m/s Herjólfs og gildistíma þess. Vegna vangavelta Gríms Gíslasonar, vil ég upplýsa hann um það að ég svaraði fyrir- spurnum hans í „Fréttum” hvorki fyrir stjórn Herjólfs h/f né í umboði hennar, heldur einfaldlega vegna þess að svona fyrirspurnir varða fyrst og fremst skipstjóra m/s Herjólfs, vegna þess, að það er starfsleg skylda hans sem annarra skip- stjóra samkvæmt siglingalögum að halda skipi haffæru og að haffæriskírteini sé í lagi. Grímur Gíslason talar um byltingu í öryggismálum sjó- manna hvað varðar þá nýju búnaði sem komnir eru í skip og báta. Það má að sjálfsögðu öllu nafn gefa, en þegar hlutir sem ætlaðir eru sem bjargtæki reynast við prófanir vera um 90% óvirk, þá held ég að menn geti verið sammála um það að „byltingin” hafi verið verulega misheppnuð ennþá sem komið er a.m.k. þótt hugmyndin sé í sjálfu sér ágæt. Ég vil svo geta þess að lokum að öll skrif af minni hálfu eru á enda í máli þessu, nema alveg sérstakt tilefni gefi ástæðu til annars. Ég hef hvorki áhuga á að eyða tíma mínum, né nennu til að standa í hálfgerðu blaða- þrasi við Grím Gíslason né nokkurn annan, útaf nokkrum auðskiljanlegum staðreyndum í málum þessum. Jón R. Eyjólfsson. Betur má ef duga skal * Alyktun um húsnæðismál sem samþykkt var á miðstjómarfundi SUF sem haldinn var í Kópavogi 2. mars 1985 í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur fjármagn til húsnæðis- mála verið stóraukið og ber að fagna þeim árangri sem náðst hefur. Þrátt fyrir þetta ríkir nú ófremdarástand í húsnæðis- málum. Greiðslubyrði af lánum hefur stóraukist undanfarin ár þar sem laun hafa engan veginn haldið í við lánskjaravísitölu sem verðtrygging lána er miðuð við. Einnig kemur til af allt of háum byggingarkostnaði og því frumskógarástandi sem ríkir á fasteignamarkaði á höfuðborg- arsvæðinu. SUF leggur því áherslu á eftirfarandi atriði til úrlausnar á þessu ófremdarástandi. 1) Séð verði til þess að greiðslubyrði af íbúðalánum aukist ekki frá því sem hún er þegar lán eru tekin. 2) Nauðsynlegt er að útborgun í íbúðarhúsnæði lækki stórlega frá því sem nú er. Reynt verði að auka lán til kaupa á eldra húsnæði. 3) Það hefur sýnt sig að unnt er, með góðu móti, að lækka byggingarkostnað og leggur SUF áhreslu á að viðleitni til þess verði aukin. 4) Brýnt er að skattaívilnanir til húsbyggjenda og kaupenda verði rýmkaðar og sett verði nýtt ákvæði í skattalög um frá- drátt til húsbyggjenda og kaup- enda sem rýmist þeim strax á fyrsta ári. SUF fagnar þeirri nýbreytni sem felst í ráðgjafarþjónustu Húsnæðismálastofnunar sem nýlega er hafin, til handa hús- byggjenda og þeirra sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum. Vetrarstarf aldraðra! Fimmtudaginn 21. mars kl. 15:30 verður Kvenfélagið Líkn með félagsstarfið á Hraunbúð- um. Fimmtudaginn 28. mars kl. 20 heldur félagsstarfið áfram af fullum krafti á Hraunbúðum. Spilavist o.fl. verður til skemmtunar þetta kvöld. Það er íþróttafélagið Þór, sem sér um félagsstarfið þetta kvöld. Mjög góð þátttaka hefur verið í vetur í félagsstarfinu á fimmtudögum. Eldri borgarar í bænum eru hvattir til að mæta. Félagsmálaráð.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.