Morgunblaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 8
Fullt nafn: Dustin Hunter Johnson Fæðingardagur: 22. júní 1984 Varð atvinnumaður: 2007 Sæti á heimslistanum: 12 Annað: Tekur í fyrsta sinn þátt í Ryder-bikarmótinu og vann sér þátttökurétt á mótinu. Dustin Johnson Fullt nafn: James Michael Furyk Fæðingardagur: 12. maí 1970 Varð atvinnumaður: 1992 Sæti á heimslistanum: 5 Annað: Reynsluboltinn Fu- ryk tekur nú þátt í mótinu í sjöunda sinn, en hann hefur verið í liði Bandaríkjamanna óslitið frá 1997. Hann komst í liðið vegna velgengni á mótum síðastliðin misseri. Jim Furyk Fullt nafn: Stewart Ernest Cink Fæðingardagur: 21. maí 1973 Varð atvinnumaður: 1995 Sæti á heimslistanum: 35 Annað: Hefur verið með í liði Bandaríkjamanna óslit- ið frá árinu 2002. Cink er einn fjögurra kylfinga í lið- inu sem fyrirliðinn Pavin valdi til þátttöku. Stewart Cink Fullt nafn: Eldrick Tont Woods Fæðingardagur: 30. desember 1975 Varð atvinnumaður: 1996 Sæti á heimslistanum: 1 Annað: Tiger hefur tekið þátt í Ryder-bikarmótinu frá árinu 1997 ut- an ársins 2008 þegar hann glímdi við meiðsli á hné. Í þetta sinn er hann val fyrirliðans. Tiger Woods er trúlega þekktasti kylfingur nútímans. Eins og kunnugt er hefur hann ekki einungis öðlast frægð fyrir fimi sína inn- an vallar heldur hefur borið meira á fregnum af yfirgengilegu framhjáhaldi hans og í kjölfarið skilnaðinum við eiginkonuna Elinu Nordegren. Þrátt fyrir fjölda sigra á stærstu golfmótum heims hefur Ryder- bikarmótið einhverra hluta vegna ekki verið vettvangur fyrir hans glæstustu sigra. Allavega ekki framan af. Tiger Woods Fullt nafn: Philip Alfred Mickelson Fæðingardagur: 16. júní 1970 Varð atvinnumaður: 1992 Sæti á heimslistanum: 2 Annað: Mickelson er þrautreyndur þegar kemur að Ryder- bikarnum. Hann tekur nú þátt í mótinu í áttunda sinn og hefur verið með óslitið frá árinu 1995. Phil Mickelson Fullt nafn: Gerry Watson Fæðingardagur: 5. nóvember 1978 Varð atvinnumaður: 2000 Sæti á heimslistanum: 24 Annað: Tekur í fyrsta sinn þátt í keppninni um Ryder-bikarinn. Watson kenndi sér sjálfur að spila golf og æfði sig heimavið sem strákur með því að skjóta plastkúlum um víðan völl í bakgarðinum. Watson, sem er örvhentur, heldur enn tryggð við upprunann og leik- ur til að mynda enn með sama pútternum og hann eignaðist sem ungur maður. Lífið hefur ekki farið um hann mjúkum höndum utan vallar. Í fyrra greindist faðir hans með lungnakrabbamein og einungis tveimur mánuðum síðar leit út fyrir að eiginkona hans, Angie, hefði greinst með heilaæxli. Síðar kom svo í ljós að um var að ræða stækkaðan heiladingul. Þegar Bubba Waters fór svo með sigur af hólmi á Travelers- meistaramótinu í júní síðastliðnum tileinkaði hann föður sínum sig- urinn. Þetta var jafnframt hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni. Hinn fjölhæfi Watson hefur einnig hannað fatalínu undir nafninu Bubba Golf. Bubba Watson Fullt nafn: Matthew Gregory Kuchar Fæðingardagur: 21. júní 1978 Varð atvinnumað- ur: 2000 Sæti á heimslist- anum: 11 Annað: Þetta er í fyrsta skipti sem Kuchar tekur þátt í mótinu en hann ávann sér þátt- tökuréttinn. Matt Kuchar Fullt nafn: Hunter Myles Mahan Fæðingardagur: 17. maí 1982 Varð atvinnumaður: 2003 Sæti á heimslistanum: 14 Annað: Þetta er annað árið í röð sem Mahan tekur þátt í Ry- der-bikarmótinu en hann ávann sér þátttökurétt með góðu gengi á mótum síðustu misseri. Hunter Mahan Fullt nafn: Corey Allen Pavin Fæðingardagur: 16. nóvember 1959 Varð atvinnumaður: 1982 Annað: Var í liði Bandaríkjanna á Ry- der Cup árin 1991, 1993 og 1995. Aðstoðarfyrirliðar: Paul Goydos, Tom Lehman, Davis Love III og Jeff Sluman. Corey Pavin – fyrirliðinn 8 | MORGUNBLAÐIÐ Lið Bandaríkjanna Tólf kylfingar frá Bandaríkjunum reyna sitt besta til að halda Ryder-bikarnum í sinni vörslu. Í liðinu eru fjórir af fimm efstu mönnum á heimslistanum í golfi. Fullt nafn: Jeffrey Laur- ence Overton Fæðingardagur: 28. maí 1983 Varð atvinnumaður: 2005 Sæti á heimslistanum: 48 Annað: Vann sér þátt- tökurétt á mótinu sem hann tekur nú þátt í í fyrsta skipti. Jeff Overton Fullt nafn: Steven Stric- ker Fæðingardagur: 23. febrúar 1967 Varð atvinnumaður: 1990 Sæti á heimslistanum: 4 Annað: Stricker tekur nú þátt í mótinu um Ryder- bikarinn í annað sinn. Hann ávann sér þátt- tökurétt á mótinu í ár en var valinn í liðið í fyrra. Steve Stricker Fullt nafn: Zachary Harris Johnson Fæðingardagur: 24. febr- úar 1976 Varð atvinnumaður: 1998 Sæti á heimslistanum: 19 Annað: Tekur í annað sinn þátt í keppninni en var valinn í liðið að þessu sinni. Zach Johnson Fullt nafn: Rick Yutaka Fowler Fæðingardagur: 13. desember 1988 Varð atvinnumaður: 2009 Sæti á heimslistanum: 33 Annað: Val fyrirliðans Pavins á hin- um kornunga Fowler í lið Banda- ríkjamanna kom mörgum á óvart. Miklar vonir eru hins vegar bundnar við kylfinginn knáa og talið víst að hann eigi eftir að láta mikið að sér kveða á völlunum næstu misseri. Auglýsendur hafa keppst við að tryggja sér hinn unga Fowler und- anfarið og er hann nú á samningi hjá Titleist, Puma og Rolex. Rickie Fowler

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.