Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 6. O K T Ó B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  233. tölublað  98. árgangur  PLASTIC ONO BAND TREÐUR UPP Í HÁSKÓLABÍÓI LISTHJÚKKUR SAUMA ÚT Í MYND AF HÖRPU SYSTUR REKA VEITINGASTAÐ- INN BRASILIA HANDFJATLA SAMTÍMANN 28 STERKAR KONUR 10ONO SEGIST VERA ROKKARI 30 Morgunblaðið/Þorkell „Tíminn sem gefinn er til að bregð- ast við þessum breytingum er allt of skammur að mínu mati. Ég sé ekki fyrir mér hvernig þetta á að geta orðið að veruleika á næsta ári,“ segir Halldór Jónsson, forstjóri Sjúkra- hússins á Akureyri. Í fjárlaga- frumvarpinu er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðisstofnana víða um land dragist saman um allt að 40%. „Þjónustan verður skert. Það er ekki hægt að mæta þessu öðru- vísi. Það hefur verið skorið svo mikið niður á undanförnum árum að það er enga fitu að flá. Þetta er stóra högg- ið.“ Að sögn Birnu Jónsdóttur, for- manns Læknafélags Íslands, hefur stjórn félagsins margt við frum- varpið að athuga. „Það hefði þurft að fara fram meiri umræða áður en það var lagt fram.“ Þrjár stöður auglýstar en aðeins ein umsókn barst Halldór segir erfiðleikum bundið fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri að tak- ast á við aukin verkefni. Nýlega hafi þrjár stöður lækna verið auglýstar en aðeins ein umsókn borist. „Okkur er gert að spara. Ef flytja á til jafn- mikið af verkefnum og raun ber vitni þurfum við að vera í stakk búin til að takast á við þau.“ »12 „Þetta er stóra höggið“  Mikill samdráttur í framlögum til heil- brigðisstofnana Ráðþrota? » Stjórnarandstaðan segir að á fundi með oddvitum stjórn- arflokkanna hafi komið skýrt fram að þeir séu ráðþrota. » Fjármálaráðherra segir að ekki sé hægt að grípa til al- mennrar niðurfellingar á skuld- um einstaklinga og fyrirtækja. Það yrði allt of dýrt. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að ríkisstjórn- in sé ráðvillt og hafi engar tillögur fram að færa um skuldavanda heim- ila og fyrirtækja. Sjálfstæðismenn vilja lengja í lánum og lækka þau umtalsvert. Talsmenn ríkisstjórnar- innar sögðu í umræðum um stefnu- ræðu forsætisráðherra að stjórnin hefði heitið Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um (AGS) því að nota ekki flatan nið- urskurð á lánum sem eru að sliga marga, bæði heimili og fyrirtæki. „Ég hef haft á tilfinningunni í langan tíma að ríkisstjórnin noti AGS sem skálkaskjól,“ segir Ólöf. „Það er dálítið merkilegt að ráð- herrar VG geri þetta og ég tek ekk- ert mark á þeim. Þetta hefur komið fram bæði hjá Ögmundi Jónassyni, þegar hann hefur rætt um nauðung- aruppboðin, og hjá Steingrími J. Sig- fússyni núna. En það gengur ekkert fyrir þessa ráðherra að fela sig á bak við einhverja aðra menn þegar kem- ur að því að leysa vanda Íslendinga. Menn verða bara að hafa þrek til að taka á þeim vanda sem framundan er. Ef ríkisstjórnin getur það ekki verður hún bara að fara frá.“ Ekki náðist í fjármálaráðherra í gær. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagðist í samtali við mbl.is telja ólíklegt að þjóðstjórn myndi leysa þann vanda sem al- menningur stæði frammi fyrir. Ná þyrfti samstöðu utan þings og innan. Fela sig á bak við AGS  Ólöf Nordal segir ráðherra verða að hafa þrek til að taka á vandamálum  Sjálfstæðismenn vilja taka á skuldavanda með því að lækka lán og lengja tímann MStjórnin bauð upp á »2  Þó að eitthvað muni kólna á landinu næstu daga gerir Veð- urstofan ráð fyr- ir að það hlýni á ný um næstu helgi. Þá er spáð allt að 16 stiga hita að degi til norðanlands. Út- lit er þá fyrir hæga austanátt og víða bjart veður. Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur segir þetta ævintýri líkast, hlýindakaflar haustsins hafi verið óvenjulangir. Hitametin haldi lík- lega áfram að falla og hætt sé við að dýra- og jurtaríkið fari eitthvað að ruglast í ríminu. Hitabylgju spáð norðan heiða Hlýindin halda áfram á landinu. Heldur rólegra var um að litast á Austurvelli í gærkvöldi en á mánu- dagskvöld en þegar mest lét voru mótmælendur 80-90, að sögn lög- reglu. Lengst af voru þeir þó aðeins 20-30. Börðu þeir á tunnur og önn- ur áhöld líkt og í mótmælunum á mánudag en allt fór friðsamlega fram og engin skemmdarverk voru unnin. Ökumenn sem keyrðu framhjá Alþingishúsinu þeyttu bílflautur sínar til stuðnings mót- mælendum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands, telur undirliggjandi ólgu hafa verið í samfélaginu og að ástæðan til þess að hún brýst fram nú sé að fólki finnist mismunun í gangi í þjóðfélaginu. Fólk upplifi það þannig að tvær stéttir séu í landinu. Fjármagnseigendur fái betri meðferð hjá bönkum og stjórnvöldum heldur en venjulegu fólki stendur til boða. »4 Hávær en friðsamleg mótmæli  Ólga brýst fram, segir prófessor Morgunblaðið/Árni Sæberg Fámennara Iðinn hópur mótmælenda barði á tunnur í gærkvöldi og bílstjórar sem áttu leið hjá Alþingishúsinu þeyttu bílflauturnar til að sýna stuðning. Kvikuholan við Vítismó í grennd við Kröflu er ein kraftmesta bor- hola á Íslandi og gæti gefið allt að 27 megawött. Til samanburðar má nefna að kraftmestu holur Hita- veitu Suðurnesja á Reykjanesi gefa nú um og yfir 15 megawött. „Holan gefur 32 kíló af mjög heitri gufu á sekúndu og úr henni væri hægt að fá 17-27 megawött eftir því hvernig túrbína verður fyrir valinu,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun Power, við Morgunblaðið. Borholan við Vítismó er hin fyrsta í svokölluðu djúpbor- unarverkefni sem er sam- starfsverkefni innlendra og er- lendra aðila. Ráðgert var að bora niður á um 4.500 metra en á 2.100 metrum kom borinn niður á hraunkviku í júní í fyrra. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald djúpborunarverkefnisins en til stóð að bora á Hellisheiði og á Reykjanesi. »8 Heljarkraftur í djúp- borholunni við Vítismó Borað Holan við Vítismó í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.