Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 2
BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fulltrúar stjórnarandstöðunnar voru sammála um að fundur með oddvitum ríkisstjórnarflokkanna í gær um ráðstafanir vegna skulda- vanda heimila og fyrirtækja hefði verið árangurslaus. Ríkisstjórnin hefði í reynd aðeins boðið stjórnar- andstöðunni að taka þátt í að fram- kvæma það sem stjórnarliðar ákvæðu. Ekkert benti til að áhugi væri á að hlusta á aðra. Óljóst er hvort nýr fundur verður haldinn. „Um var að ræða sýndarfund,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokksins. „Og ég hef áður setið marga slíka fundi með fulltrúum ríkisstjórnar- innar.“ Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra hafi þegar mest gekk á í mótmælunum á Austurvelli gefið í skyn að hún vildi samráð og sam- starf. En morguninn eftir hefði hún dregið í land. Vill skuldaniðurfellingu Sigmundur segist aðspurður vilja að nýjar þingkosningar verði þegar búið er að leysa mesta vandann. Hann vill að rædd verði tillaga flokksins frá því snemma árs 2009 um almenna skuldaniðurfærslu. Einnig að fyrningarfrestur á gjald- þrotum verði styttur. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði að Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra hefðu ekki haft neinar mót- aðar tillögur fram að færa í gær. „Ríkisstjórnin er ráðalaus og skortir nauðsynlega forystu til þess að leysa úr erfiðum málum,“ sagði Ólöf. „Og við höfum ekki þörf fyrir slíka stjórn eins og nú árar á Íslandi. Stjórnin hefur það verkefni að koma með tillögur gagnvart þessum hópi sem nú er í vandræðum en hún verð- ur að ákveða sjálf hvað hún vill gera áður en hún fer að tala um það við aðra hvort þeir vilji koma og hjálpa henni.“ Þór Saari, formaður þingflokks Hreyfing- arinnar, sagði á mbl.is að fundur- inn með ráðherr- unum hefði verið gagnslaus. Þegar hann var beðinn að gefa honum ein- kunn fyrir árangur á bilinu 0 til 5 svar- aði hann: 0,5. Stjórnin bauð upp á „sýndarfund“  Jóhanna og Steingrímur sögð áhugalaus um samráð Morgunblaðið/Golli Samráðsfundur Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í gær. Lítið kom út úr fundinum og hefur annar ekki verið boðaður. Ráðherranefnd kemur saman til fundar í dag um skuldavandann. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 www.noatun.is Hafðu það gott með Nóatúni CH. TOWN PIZZUR PEPPERONI OG CHEESE KR./PK. 549 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Kjartan Kjartansson Egill Ólafsson Bankarnir höfðu í lok júní á þessu ári fellt niður skuldir hjá átta til- teknum fyrirtækjum upp á samtals 54,7 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsnefndar um sértæka skuldaaðlögun. Ekki kem- ur fram í skýrslunni hvaða fyr- irtæki þetta eru, en hins vegar segir að um sé að ræða þrjú fast- eignafyrirtæki sem hafi fengið fellda niður 30,3 milljarða. Hin fimm fyrirtækin fengu fellda niður 24,3 milljarða. Samkvæmt lögum eiga fjármála- fyrirtækin að skila upplýsingum til eftirlitsnefndarinnar í hverjum árs- fjórðungi um þau fyrirtæki sem hafa fengið afskrifað meira en einn milljarð króna. Átt er við eftirgjöf skulda sem getur falið í sér lækkun höfuðstóls, breytingu skuldar í víkjandi lán eða breytingu á víkj- andi láni í hlutafé eða annað eigið fé. Markmið laga um sértæka skuldaaðlögun er að hraða end- urreisn íslensks efnahagslífs og koma jafnvægi á skuldir heimila og fyrirtækja. Nefndin hefur metið árangur af starfi fjármálafyrirtækj- anna við skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja og kemur fram með ábendingar í skýrslunni um hvað betur megi fara. Skoða eftirgjöf skattaskulda Fáir einstaklingar hafa nýtt sér sértæka skuldaaðlögun og aðeins 128 hafa gengið frá endanlegum samningum. Alls hafa 437 ein- staklingar farið fram á skuldaað- lögun, 78 þeirra var hafnað en 231 erindi er enn í vinnslu. Nefndin segist merkja breytingu í viðhorfi bankastarfsmanna gagnvart skuld- urum frá hruni. Það hafi í fyrstu einkennst af hörku vegna þess að talið var að meginhluti lána myndi innheimtast. Það hafi síðan tekið miklum breytingum. Nefndin mælist til að ríki og sveitarfélög sýni gott fordæmi og taki til endurskoðunar eftirgjöf skattaskulda og opinberra gjalda því oft hafa lágar skuldir við ríki eða sveitarfélög orðið þess valdandi að fólk geti ekki fengið sértæka skuldaaðlögun. Þá þurfi að skoða lækkun hærri marka veðsetning- arhlutfalls í a.m.k. 100%, til að ná jafnvægi á virði eigna og greiðslu- getu gagnvart fjárskuldbindingum með hærra hlutfalli. Úrræðið virð- ist einkum henta þeim sem eru með tekjur yfir meðallagi og hærri. Íslandsbanki neitaði að afhenda eftirlitsnefndinni skýrslur innri og ytri endurskoðanda bankans með þeim rökum að skýrslurnar komi lítt inn á starfssvið nefndarinnar. Nefndin fékk heldur ekki skýrslu frá Arion banka um útlánastefnu við endurfjármögnun þar sem end- urskoðunarnefnd og innri endur- skoðandi bankans hefðu ekki skilað skýrslum um þessi atriði. Fengu tuga milljarða skuld- ir afskrifaðar  Fáir hafa nýtt sér skuldaaðlögunina Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Þrír stærstu viðskiptabankar lands- ins segja það ómaklegt að reyna að færa alla ábyrgð á stöðu skulda- vanda heimila yfir á bankana en Jó- hanna Sigurðardóttir fór hörðum orðum um frammistöðu bankanna í þessum efnum í stefnuræðu sinni. Arion banki sendi frá sér til- kynningu í gær í ljósi ummæla for- sætisráðherra. Þar kemur fram að umtalsverður árangur hafi náðst í úrlausnarmálum einstaklinga og fyrirtækja innan bankans þótt vissu- lega væri þess óskandi að árang- urinn væri enn meiri. Að því er fram kemur í tilkynningu bankans hafa um þrjú þúsund einstaklingar nýtt sér þær lausnir sem bankinn býður. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, tekur í sama streng en segir það rétt hjá forsætisráðherra að sértæk skulda- aðlögun hafi ekki gagnast eins og til var ætlast. „Það er engum einum að kenna. Ég ætla ekki að kasta bolt- anum á ríkið og mér finnst rangt af ríkinu að kasta boltanum á bank- ana,“ segir Kristján. Fram kom í máli Birnu Ein- arsdóttur, bankastjóra Íslands- banka, í Morgunblaðinu í gær að mikil vinna hefði verið unnin innan bankastofnana frá hruninu. Ábyrgð ekki öll bankanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefnuræða Jóhanna Sigurðar- dóttir flytur ræðuna á Alþingi. Telja góðan árang- ur hafa náðst í úrlausnum mála Gagnrýni Jóhönnu » Í stefnuræðu sinni á Al- þingi gagnrýndi Jóhanna Sig- urðardóttir bankana harðlega fyrir seinagang í úrlausn skuld- ugra einstaklinga og fyr- irtækja. » Á svipuðum nótum var Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra en var þó ekki eins afdráttarlaus í gagnrýni sinni á bankana. Steingrímur J. Sigfússon sagði þegar hann mælti fyrir fjárlaga- frumvarpinu á þingi í gær að mikil óvissa ríkti í efnahags- málum, ekki aðeins hér heldur í heiminum. Hagvaxtarspá Hag- stofunnar gerði ráð fyrir 3,2% hagvexti á næsta ári, en hún gerði ráð fyrir meira atvinnu- leysi en nú væri útlit fyrir og minni styrkingu raungengis. Í spánni væri aðeins gengið út frá fyrsta áfanga álvers- framkvæmda í Helguvík en þar væri ekki gert ráð fyrir jafnmik- illi fjárfest- ingu í álverinu í Straumsvík og nú hefði verið ákveðin. Óvissa um hagvöxt FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ Steingrímur J. Sigfússon Í eftirlits- nefndinni sitja María Thejll, forstöðumað- ur Lagastofn- unar HÍ, for- maður, Sigríður Ár- mannsdóttir, löggiltur end- urskoðandi, og dr. Þór- ólfur Matt- híasson, pró- fessor við hagfræðideild Háskóla Ís- lands. Starfs- maður nefnd- arinnar er Valgerður Rún Benedikts- dóttir lög- fræðingur. Þau eru í eftirlitinu FYRSTA SKÝRSLAN KOMIN María Thejll Þórólfur Matthíasson Sigríður Ármannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.