Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Þetta er bara þverskurður af þjóðlífinu,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsvís- indadeild Háskóla Íslands, um mótmælin við Al- þingishúsið í fyrrakvöld. Fleiri taka í sama streng, þarna hafi verið fólk úr öllum aldurshópum og af öllum stigum þjóðfélagsins. Langflestir hafi mætt í friðsamlegum tilgangi en lítill hópur mótmælenda unnið skemmdarverkin og verið með óeirðir. Mótmælin fjölmennu á Austurvelli virðast vera sjálfsprottin. Engin öfl stýra þessum aðgerð- um á bak við tjöldin að mati viðmælenda. Þau end- urspegli mikla óánægju og reiði í öllu samfélaginu, ekki síst vegna yfirvofandi nauðungaruppboða, skorts á aðgerðum og mismununar við úrlausn á skuldavandanum. Helgi Gunnlaugsson segir að það hafi verið undirliggjandi ólga í samfélaginu alveg frá banka- hruninu og telur að orsök þess að hún brýst fram núna sé sú að fólki finnist að það sé í gangi mis- munun í þjóðfélaginu, ,,það sé verið að hygla til- teknum aðilum á meðan aðrir þurfa að éta það sem úti frýs,“ segir Helgi. Upplifun fólks virðist vera sú að það séu tvær stéttir í landinu, fjármagnseig- endur og aðrir í viðskiptalífinu sem standi nálægt stjórnvöldum og bönkunum njóti annarra og betri kjara en venjulegu fólki standi til boða. Hissa á hvað fólk er rólegt „Það var alveg við þessu að búast. Þetta hefur kraumað undir lengi,“ segir Hörður Torfason. „Fjármagnseigendur, stórkarlar og stórfyrirtæki eru að fá afskriftir á afskriftir ofan en einstakling- urinn blæðir.“ Hörður þekkir vel til mótmæla eftir bankahrunið. Hann stóð fyrir fjölda mótmæla- funda á Austurvelli í kjölfar hrunsins veturinn 2008-09. Þessa dagana er Hörður hins vegar á tón- leikaferðalagi út á landi og hefur aðeins fylgst með úr fjarlægð. „Ég er hissa á hvað fólk er rólegt. Ég sá að lögreglan hefur komið fyrir girðingum í kringum Alþingishúsið. Þeir hafa náttúrlega lært af reynslunni en ég er hræddur um að það fari stig- mögnun í gang,“ segir hann. „Það er alveg greini- legt að þessu er ekki stjórnað, andstætt búsáhalda- byltingunni, því henni var miklu meira stjórnað á bak við tjöldin.“ Þarna birtist einfaldlega óheft reiði fólks. „En ég skil ekki að fólk skuli voga sér að fara með börn á svona mótmæli. Mér finnst það mikið ábyrgð- arleysi.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir mótmælin nú líkjast fremur mótmælafundunum sem haldnir voru fyrstu vikurnar og mán- uðina eftir bankahrunið, en búsáhalda- byltingunni svokölluðu í janúar 2009. Mótmælin hafi í upphafi fremur lýst mikilli reiði en að mótmælendur hafi haft einhver skýr markmið. ,,Síðan gerðist það með tímanum að mótmælin fengu tiltölulega skýrar kröfur sem voru um mannaskipti í ríkisstjórn, á þingi og hjá eft- irlitsstofnunum.“ Þau hafi náð inn í annan stjórn- arflokkinn, Samfylkinguna, sem hafi slitið stjórn- arsamstarfinu við sjálfstæðismenn. Spurningin núna sé því sú hvort mótmælin nái með einhverjum hætti inn í stjórnarflokkana, hvort t.d. órólega deildin í Vinstri grænum hafi verið stödd á Aust- urvelli í fyrrakvöld. Gunnar Helgi á þó ekki von á að ríkisstjórnin falli einmitt núna, sérstaklega vegna þeirrar miklu óvissu sem uppi er í stjórn- málalífinu eftir landsdómsákæruna. En mjög erfitt sé að reyna að segja hvernig mál muni þróast á næstunni. Réttlætiskennd er mjög rík í Íslendingum, að sögn Helga Gunnlaugssonar. „Það svíður mjög djúpt í Íslendingum ef þeir hafa á tilfinningunni að stjórnvöld séu að gera mannamun. Ef fregnir af því tagi halda áfram að berast og menn sjá fleiri dæmi um slíkt, þá geta þessi mótmæli magnast og mót- mælendum fjölgað. Þetta eru skýr skilaboð til stjórnvalda um að halda vöku sinni og gæta vel að almennum leikreglum,“ segir Helgi. Hörður telur víst að mótmælunum sé ekki lokið. „Það gengur ekki að láta almenning í landinu blæða á meðan við sjáum afskriftirnar eiga sér stað hjá auðmönnum. Fólk bíður eftir einhverju réttlæti. Fólki er mis- boðið og ekki að ástæðulausu.“ Fólki er misboðið og bíð- ur eftir einhverju réttlæti  Mismunun við skuldauppgjör rót reiðinnar  Mótmælin gætu magnast Morgunblaðið/Ómar Mótmæli Lögreglan telur að hátt í 8.000 manns hafi verið við Austurvöll í fyrrakvöld þegar mót- mæli fóru fram fyrir utan þinghúsið á meðan umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 ódýrt og gott Grillaður kjúklingur og Pepsi eða Pepsi Max, 2 l 998kr.pk. Bílar ráðherra og þingmanna voru grýttir þegar þeim var ekið upp úr bílakjallara Alþingis seint á mánu- dagskvöld og létu mótmælendur höggin dynja á þeim með skiltum og öðrum bareflum. Þó svo engan sakaði var mönnum verulega brugðið, og mátti það heyra á bílstjórum ráðherra sem biðu fyrir utan stjórnarráðshúsið í gærdag meðan á ríkisstjórnarfundi stóð. Á sama tíma mátti skoða skemmdirnar sem metnar eru á að minnsta kosti aðra milljón króna. Einna verst farin var bifreið Steingríms J. Sigfússonar, fjár- málaráðherra. Töluverðar skemmdir á bifreiðum Skemmd Bifreið fjármálaráðherra. „Meginhluti mótmælenda var fólk sem vildi koma mót- mælum sínum á framfæri og er það ekkert nema full- komlega eðlilegt. En hluti fólksins vinnur þessi skemmd- arverk og það er afskaplega dapurlegt,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Þrifum á Alþing- ishúsinu lauk um hádegisbil í gær en viðgerðir voru þá eftir. Helgi segir kostnaðarmat hljóða upp á eitthvað á fimmtu milljón króna, og er þá ekki tekinn inn í kostn- aður vegna mótmæla á föstudag. Grjóti, glerflöskum og golfkúlum var meðal annars kastað að Alþingishúsinu í mótmælunum á mánudags- kvöld og fram á nótt, en einnig mjólkurvörum, málningu og eggjum. Vel á fjórða tug rúða brotnuðu og húsið sjálft var sérlega illa útleikið. Að mati Helga sem skoðaði um- merkin eftir að mótmælendur voru horfnir á brott að- faranótt þriðjudags hefur Alþingishúsið aldrei litið verr út eftir mótmæli. Eftir mótmælin í janúar 2009 var komið fyrir styrktu gleri í Alþingishúsinu og þó svo það hafi brotnað kom ekki gat á glerið. Með því er öryggi starfsmanna Alþing- is, þingmanna og ráðherra aukið. Engu að síður þarf að skipta öllu glerinu út og kostar það sitt. Kemur það illa við Alþingi sem á sama tíma er gert að spara harkalega. „En heilt yfir tel ég að þarna hafi meginþorri manna ver- ið kominn til að mótmæla. Skemmdarverkin voru afar ljótur blettur á annars friðsamlegum mótmælum.“ andri@mbl.is „Afar ljótur blettur á annars friðsamlegum mótmælum“  Alþingishúsið sjaldan ef nokkurn tíma jafnilla útleikið Morgunblaðið/Ómar Ljót sjón Rúður brotnar, málningu skvett og eggjum kastað. Afraksturinn er kostnaðarsöm þrif. Búist er við að dýpkunarskipið Perla hefji á ný dýpkun í Landeyjahöfn á föstudag eða um næstu helgi en nú er unnið að viðgerð á skipinu. Siglingastofnun hefur óskað eftir tilboðum í viðhaldsdýpkun í Land- eyjahöfn og var byrjað að afhenda gögn í gær. Sigurður Áss Grét- arsson, forstöðumaður hjá Sigl- ingastofnun, segir að talsverður áhugi sé fyrir þessu verkefni og nokkrir aðilar, erlendir sem inn- lendir hafi sótt gögn. Tilboð verða opnuð 21. október. Miðað er við að nýr aðili hefji vinnu í Landeyjahöfn í nóvember og verði við dýpkun fram til 1. apríl. Dýpkunarskipið á að vera staðsett í Vestmannaeyjum í vetur. aij@mbl.is Perlan til starfa að nýju um helgina Mótmælin við Alþingi í fyrrakvöld voru mun fjölmennari en mótmælafundirnir í bús- áhaldabyltingunni í janúar 2009, að mati Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns. Hann tekur undir að sennilega hafi þarna ver- ið meiri breidd í hópnum en áður hefur sést, m.a. töluvert um eldra fólk og barna- fjölskyldur. „Það vill bara koma sínum mál- stað á framfæri með eðlilegum hætti,“ segir hann. Það geti þó verið varasamt að mæta með börn. Flugeldar hafi verið sprengdir í miðju mannhafinu, sem sé stórhættulegt. Geir Jón segir að fólk hafi auðsjáanlega lagt áherslu á að mótmælin snerust ekki upp í of- beldi. Ákveðinn hópur hafi hins vegar nú líkt og 2009 grýtt hlutum, kveikt elda og verið með óspektir. Breiðari hópur en í búsáhaldabyltingu FLESTIR MÓTMÆLTU FRIÐSAMLEGA Geir Jón Þórisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.